Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Síða 40
Margrét fæddist í Seglbúðum í Landbroti og ólst þar upp. Hún stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófum 1941. Að námi loknu stundaði Margrét skrifstofustörf í Reykjavík, lengst af hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Eftir að Margrét gifti sig helgaði hún krafta sína heimilinu en hún var bakhjarl eiginmanns síns í krefj- andi starfi þeirra beggja. Heimili hennar og eiginmanns hennar, var ekki einungis samastaður fjölskyld- unnar heldur einnig áningastaður vina, samvinnumanna og annarra hvaðanæva af landinu, sem og er- lendra viðskiptamanna. Margrét og Erlendur, eiginmað- ur hennar, bjuggu lengst af síns búskapar í Selvogsgrunni en síðan síðustu samveruárin á Kirkjusandi. Margrét dvaldi síðan á Grund frá því sl. vor. Fjölskylda Margrét giftist 13.4. 1946 Erlendi Einarssyni frá Grund í Vík í Mýrdal, f. 30.3. 1921, d. 18.3. 2002, forstjóra Sambands íslenskra samvinnu- félaga. Foreldrar hans voru Ein- ar Erlendsson, f. 1.2. 1895, d. 13.3. 1987, skrifstofumaður frá Engigarði í Mýrdal, og Þorgerður Jónsdóttir frá Höfðabrekku í Hvammshreppi í Vestur-Skaftafellssýslu, f. 21.1. 1897, d. 22.6. 1991, húsfreyju. Börn Margrétar og Erlends eru Helga Erlendsdóttir, f. 5.12. 1949, lífeindafræðingur og klínískur próf- essor, gift Sigurði Árnasyni, f. 10.4. 1949, lækni; Edda Erlendsdóttir, f. 31.12. 1950, píanóleikari og próf- essor við Tónlistarskólann í Versöl- um, gift Olivier Manoury, f. 13.7. 1953, tónlistarmanni; Einar Er- lendsson, f. 15.5. 1954, ljósmynda- fræðingur, kvæntur Ástu Halldórs- dóttur, f. 6.3. 1955, fatahönnuði. Börn Helgu og Sigurðar eru Þor- gerður, f. 19.12. 1971, gift Svein- birni Dagnýjarsyni, f. 15.1. 1970 og eru börn þeirra Einar Tómas, f. 14.9. 1999, Helga Ísold, f. 17.9. 2002, og Hilma Soffía, f. 18.7. 2010; Árni, f. 7.1. 1977, kvæntur Ínu Ólöfu Sig- urðardóttur, f. 15.10. 1976 og eru börn þeirra Selma Lind, f. 26.5. 2003, og Sigurður Bjarmi, f. 9.5. 2007; Margrét Ágústa, f. 16.11. 1983 en sambýlismaður hennar er Ólaf- ur Sigurjónsson, f. 16.7. 1977; Sig- urður Orri, f. 23.4. 1990 (stjúpson- ur Helgu). Sonur Eddu og Oliviers er Tóm- as, f. 23.8. 1979, en sonur Tómasar og Valdísar Guðmundsdóttur, f. 2.3. 1978, er Tristan, f. 11.3. 2004. Dætur Einars og Ástu eru Mar- grét Rós, f. 19.2. 1975, en sam- býlismaður hennar er Aðalsteinn Bjarnason, f. 1.10. 1978 og á hún tvær dætur, Emblu Líf, f. 1.2. 1997, og Apríl Mist, f. 13.2. 2000; Edda Ýrr, f. 7.3. 1983, en sambýlismaður hennar er Róbert Freyr Jóhanns- son, f. 29.7. 1981, og eru börn þeirra Kristófer Kári, f. 25.4. 2008, og Ragnheiður Klara, f. 3.3. 2010; Brynja, f. 15.10. 1986, en sambýlis- maður hennar er Sigurður Marcus Guðmundsson og er sonur þeirra Victor Flóki, f. 12.3. 2010; Íris, f. 23.1. 1993. Systkini Margrétar: Ólöf Helga- dóttir, f. 21.11. 1924, d. 8.9. 1990, hjúkrunarfræðingur, var gift Birni Bergsteini Björnssyni, f. 2.10. 1918, d. 26.11. 1986; Ásdís Helgadóttir, f. 6.9. 1929, handmenntakennari, var gift Einari Hauki Ásgrímssyni, f. 20.10. 1928, d. 18.1. 1989; Jón Helgason, f. 4.3. 1931, fyrrv. alþm., ráðherra og forseti Alþingis, kvænt- ur Guðrúnu Þorkelsdóttur, f. 21.4. 1929. Foreldrar Margrétar voru Helgi Jónsson, f. 29.4. 1894, d. 22.5. 1949, bóndi í Seglbúðum í Landbroti, og Gyðríður Pálsdóttir frá Þykkvabæ í Landbroti, f. 12.3. 1897, d. 15.5. 1994, húsfreyja. Ætt Helgi var bróðir Ólafar, móður Kristjáns Torfasonar, fyrrv. bæjar- fógeta í Vestmannaeyjum. Helgi var sonur Jóns, b. í Seglbúðum Þor- kelssonar. Móðir Jóns í Seglbúð- um var Guðríður Magnúsdóttir, á Kirkjubæjarklaustri, bróður Þór- unnar, ömmu meistara Kjarvals, og bróður Guðríðar, langömmu Sveins á Fossi í Mýrdal, afa Sveins Runólfssonar landgræðslustjóra og Brynju Benediktsdóttur leik- stjóra, móður Benedikts Erlings- sonar, leikara, leikstjóra og leikrita- höfundar. Magnús var sonur Jóns, hreppstjóra á Kirkjubæjarklaustri Magnússonar, og Guðrúnar Odds- dóttur, systur Guðríðar, langömmu Helga Bergs, fyrrv. forstjóra SS, föð- ur Helga Bergs, fyrrv. bankastjóra, en bróðir Guðrúnar var Sigurður, langafi Guðbrands, föður Ingólfs, ferðamála- og söngmálafrömuð- ar, föður Þorgerðar Ingólfsdóttur söngstjóra. Guðbrandur var einn- ig afi Þorfinns, afa Ómars Ragnars- sonar, fréttamanns, dagskrárgerð- armanns og skemmtikrafts. Móðir Guðríðar var Kristín Teitsdóttir, systir Matthildar, langömmu Guð- rúnar, móður Péturs Sigurgeirsson- ar biskups, föður dr. Péturs, próf- essors við HÍ. Móðir Helga var Ólöf Jónsdóttir, b. í Seglbúðum Jónssonar, b. í Segl- búðum Jónssonar, bróður Guðlaug- ar, ömmu Ástu sem var amma Dav- íðs Morgunblaðsritstjóra. Bróðir Jóns á Seglbúðum var Jón á Lamba- felli undir Eyjafjöllum, langafi Guðfinnu, móður Höllu Margrét- ar Árnadóttur óperusöngkonu. Jón var einnig langafi Hjörleifs, afa Evu Maríu Jónsdóttur dagskrárgerðar- manns, og langafi Mörtu í Berjanesi, ömmu Mörtu Guðjónsdóttur, fyrrv. formanns Varðar. Jón á Seglbúð- um var sonur Jóns, bróður Gísla, b. á Ytri-Ásum í Skaftártungum, föð- ur Þórunnar, grasalæknis og ljós- móður, langömmu Jörmundar Inga Hansen, framkvæmdastjóra og fyrrv. allsherjargoða. Gyðríður var systir Guðrúnar, móður Hjörleifs Guttormssonar, fyrrv. alþm. og ráðherra. Gyðríður var dóttir Páls, b. í Þykkvabæ í Land- broti, bróður Sigríðar, ömmu Ingólfs Guðbrandssonar, ferða- og söng- málafrömuðar. Páll var sonur Sig- urðar, b. í Þykkvabæ Sigurðssonar. Móðir Páls var Guðríður, dóttir Sig- ríðar Jónsdóttur, systur Magnúsar á Kirkjubæjarklaustri. Móðir Gyðríðar var Margrét El- íasdóttir, b. á Syðri-Steinsmýri Giss- urarsonar, og Gyðríðar Þórhalla- dóttur, b. í Mörk Runólfssonar, bróður Halldóru, langömmu Guð- mundar, föður Alberts, borgarráðs- manns, alþm. og ráðherra, föður Inga Björns, fyrrv. alþm. Halldóra var einnig móðir Sigurðar, langafa Óla Kr. Sigurðssonar í Olís. Þórhalli var sonur Runólfs, b. í Hvammi, Gunnsteinssonar, bróður Egils, langafa Jóhönnu Egilsdóttur, verka- kvennaforingja, ömmu Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra. andlát Margrét Helgadóttir húsmóðir í reykjavík merkir íslendingar Fædd 13.8. 1922 - Dáin 2.8. 2010 Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Síðastliðin 20 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • utfarir@utfarir.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Síðastliðin 20 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • utfarir@utfarir.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Síðastliðin 20 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Þegar andlát ber að www.utfarir.is - utfarir@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110 & 893 8638 40 minning 13. ágúst 2010 föstudagur Guðrún Katrín Þorbergsdóttir forsetafrú f. 14.8. 1934, d. 12.10. 1998 Guðrún Katrín fæddist í Reykjavík árið 1934 og ólst þar upp í Vestur- bænum, dóttir hjónanna Guðrúnar S. Bech húsmóður og Þorbergs Þor- bergssonar stýrimanns. Hún útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1955. Hún nam þjóðfélagsfræði við Háskóla Íslands frá 1973-75 og fornleifafræði við Gautaborgar- háskóla veturinn 1971-72. Guðrún var framkvæmdastjóri Póstmannafélags Íslands árin 1979-87 og aftur árið 1989. Hún rak hannyrðaverslun í Reykjavík árin 1987-89 en gegndi jafnframt ýms- um trúnaðarstörfum og var meðal annars bæjarfulltrúi á Seltjarnar- nesi í sextán ár samfleytt. Guðrún Katrín var tvígift, fyrri maður hennar var Þórarinn B. Ól- afsson læknir og eignuðust þau tvær dætur en seinni maður henn- ar var Ólafur Ragnar Grímsson, nú- verandi forseti, og eignuðust þau einnig tvær dætur. Guðrún Katrín stóð við hlið manns síns er hann fór í forseta- framboð 1996, var ávallt mjög sýni- leg sem forsetafrú við ýmsar at- hafnir, naut mikilla vinsælda meðal þjóðarinnar og þótti jafnan glæsi- legur fulltrúi lands og þjóðar. Hún bjó yfir ríkum listrænum hæfileik- um, var virt hannyrðakona, stund- aði sauma- og prjónaskap frá ungl- ingsárunum en prjónauppskriftir eftir hana birtust í íslenskum og er- lendum blöðum og tímaritum. Hún greindist með bráðahvít- blæði í september árið 1997 og lést eftir harða baráttu við sjúkdóminn rúmu ári síðar. Ólafur Ketilsson sérleyfishafi f. 15.8. 1903, d. 9.7. 1999 Ólafur var lengst af búsettur í Svanahlíð á Laugarvatni en síð- ustu árin bjó hann í íbúð sinni í Sunnuhlíð í Kópavogi. Hann fæddist að Álfsstöðum á Skeiðum og ólst þar upp en fór alfarinn úr foreldrahúsum tuttugu og fimm ára að aldri. Ólafur var á togurum nokkr- ar vetrarvertíðir en hann var eft- irsóttur háseti enda þrekmaður, rammur að afli og harðduglegur í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Ólafur tók bifreiðapróf árið 1928 og festi kaup á vörubifreið það vor en hann hóf þá akstur fyrir kaupfélagið á Minni-Borg í Grímsnesi. Hann fékk sérleyfi fyr- ir fólksflutninga til Laugarvatns árið 1932 og ók milli Reykjavík- ur og Laugarvatns í marga ára- tugi. Hann varð með tímanum góðkunn þjóðsagnapersóna fyrir hnyttin tilsvör og sérlega gætileg- an akstur. Árið 1931 kvæntist Ólafur Svanborgu Þórdísi Ásmundsdótt- ur, f. 11.2. 1905, d. 4.4. 1988. For- eldrar Svanborgar voru Ásmund- ur Eiríksson, bóndi og oddviti á Neðra-Apavatni í Grímsnesi í Ár- nessýslu, og k.h., Guðrún Jóns- dóttir frá Skógarkoti. Ólafur og Svanborg eignuðust þrjár dætur og einn kjörson. Ólafur var ötull baráttumaður fyrir umbótum í samgöngu- og umferðarmálum og ritaði með- al annars fjölda blaðagreina um þessi áhugamál sín og önnur. Árið 1988 kom út bók um Ólaf og lífshlaup hans. Hún nefnist Á miðjum vegi í mannsaldur – Ólafs saga Ketilssonar, og er eftir Guð- mund Daníelsson rithöfund.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.