Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Blaðsíða 42
Eins dauði Er annars brauð John Bodkin Adams var af írskum ættum. Að áeggjan móður sinnar lærði hann til læknis og settist að í Eastbourne á Englandi. Hann þótti ekki hæfur læknir en tókst að safna ótrúlegum auði, að því sem talið er með vafasömum hætti. Hann hét John Bodkin Adams og fæddist í Antrim á Írlandi árið 1899. Af föður sínum lærði John að skjóta af byssu og meta bif- reiðar. En John lærði fleira af föð- ur sínum því faðir hans var með- limur í Plymouth-bræðrareglunni og predikaði eld og brennistein. Hann leit á mistök sonarins sem syndir sem skyldi refsað fyrir með barsmíðum. Skrokkurinn býr yfir minni og því lærði John fljótlega að ljúga og svíkja sér til bjargar. Írland bernsku Johns hafði löngum verið vettvangur átaka sem að lokum leiddu til skiptingar eyj- unnar grænu. En í Evrópu átti sér stað enn meiri hildarleikur, heims- styrjöldin fyrri, sem kostaði fjölda samtíðarmanna Johns lífið. Sjálf- ur slapp hann með skrekkinn því samkvæmt hefð móðurættarinnar lærði John til læknis. En fleira átti John vart sameiginlegt með fyrir- rennurum sínum í læknastétt því hann var slóði til náms og rétt náði prófum. Faðir hans lést þegar John var á táningsaldri og ekki löngu síðar andaðist yngri bróðir hans, sem jafnframt var besti vinur hans, úr spænsku veikinni. John Bodkin var einn eftir í félagsskap ráðríkrar móður sinnar. Í félagsskap aðalsins Árið 1922, með fulltingi Plymouth- reglunnar og undir áeggjan metn- aðarfullrar móður sinnar, fór John Bodkin til Eastbourne á Englandi. Í fylgd með honum var móðir hans sem vildi tryggja að hann kæmi undir sig fótunum í almennum lækningum. Í þessa daga var Eastbourne nánast eins og vé hinna auðugu og áhrifamiklu á suðurströnd Eng- lands. Íbúar svæðisins voru að- alsmenn, sendiherrar sem sestir voru í helgan stein, herforingjar, háttsettir opinberir starfsmenn og auðugir iðnjöfrar. Hryggjarsúla Breska heimsveldisins. Í byrjun ferils síns fór hinn ungi John Bodkin í vitjanir á reiðhjóli, en þess var skammt að bíða að þar yrði breyting á. Uppspretta þess sem átti eftir að verða ótrúlegur auður Johns Bodkin var ekki þókn- anir sem hann innheimti af sjúk- lingum sínum, heldur arfur hon- um til handa frá öldruðum konum sem hann hafði heillað. Þær áttu það sameiginlegt að þær hurfu yfir móðuna miklu skömmu eftir að hann hafði aðstoðað þær við að gera nýja erfðaskrá. Í erfðaskrán- um var góði læknirinn allajafna nefndur til sögunnar sem eini erf- inginn og kveðið á um að líkið skyldi brennt. Scotland Yard skoðar málið John Bodkin var ekki annálaður fyrir hæfni í læknisstörfum og árið 1956 lifðu vangaveltur og grun- semdir um uppsprettu auðs Johns góðu lífi á meðal starfsbræðra hans. Hvískrað var um samkyn- hneigð og eiturlyfjabrask, en ekk- ert var aðhafst lengi vel. Það var ekki fyrr en vinsæll leik- ari, Leslie Hanson, vakti athygli lögreglunnar í Eastbourne á dul- arfullu dauðsfalli góðrar vinkonu sinnar sem hafði verið sjúklingur Johns að dagblöðin fengu veður af málinu og það var sent til Scotland Yard, rannsóknarlögreglunnar í Lundúnum. Rannsókn lögreglunnar var op- inber og málalyktir urðu þær að John var handtekinn og ákærður fyrir morð. Lögreglan svipti hulunni af skýrslum sem náðu tíu og hálft ár aftur í tímann og opinber meina- fræðingur sagði 160 dauðsföll vera „grunsamleg“. Áhugi almennings var gríðarlegur og fjöldi fólks, þess á meðal starfsfólk verjanda Johns sjálfs, var þess fullviss að læknirinn væri sekur. Því var ekki að undra að dómurinn „saklaus“ vekti töluverða undrun og eftirtekt. Valdamiklir vinir Þannig var mál með vexti að John Bodkin Adams átti innan vébanda stjórnmálamanna valdamikla vini. Leiddar voru sterkar líkur að því að John ætti í kynferðislegu sambandi við háttsettan stjórnmálamann á svæðinu. En einnig mátti ætla að ein- hverjir háttsettir menn vildu sjá John Bodkin dæmdan, þeirra á meðal hugsanlega Harold Macmill- an, þáverandi forsætisráðherra, og Reginald Manningham-Buller sem var ríkissaksóknari, en þeir voru báðir skyldir einu meintra fórnar- lamba Johns Bodkin. Þann 24. ágúst 1956 sendi breska læknasambandið undar- leg fyrirmæli til allra lækna í East- bourne þar sem þeim var sagt að hafa í huga þagnareið lækna ef þeir yrðu yfirheyrðir af lögreglu vegna máls Johns Bodkin. Eins og við var að búast hugnuðust Her- bert Hannam, rannsóknarlögreglu- manni hjá Scotland Yard sem fór fyrir rannsókn málsins, ekki fyrir- mæli læknasambandsins. Sama var uppi á teningnum hjá Reginald Manningham-Buller sem reyndi að fá læknasambandið til að falla frá tjáningarbanninu. Læknasam- bandið lét undan, en þegar upp var staðið voru aðeins tveir læknar í Eastbourne sem létu lögreglunni í té einhverjar sannanir varðandi John Bodkin. Stjórnmál bjarga John Adams En það hékk fleira á spýtunni því þrátt fyrir yfirgnæfandi líkur á sekt Johns þá höfðu menn áhyggjur af afleiðingunum ef John yrði sak- felldur. Þannig var mál með vexti að dauðarefsing var enn við lýði í Bretlandi og margir, þeirra á með- al Reginald Manningham-Buller, höfðu áhyggjur af því að læknar gerðu uppreisn ef John yrði leidd- ur í gálgann, en slíkt hefði haft afar slæmar afleiðingar fyrir heilbrigð- iskerfi landsins sem var veikt fyrir. Til að bæta gráu ofan á svart hafði John Bodkin hótað að „nefna nöfn“ við áfrýjun málsins EF hann yrði sekur fundinn. Ekki er fráleitt að ætla að ríkis- stjórn landsins hafi talið sektardóm yfir John Bodkin léttari á vogar- skálunum en líf stjórnarinnar sem þá naut ekki vinsælda vegna flærð- ar hennar og nýlegrar afsagnar Anthonys Eden úr embætti forsæt- isráðherra vegna klúðursins sem umlék deiluna um Súez-skurð- inn. Ætla mátti að mál sem varðaði morð læknis á öldruðum sjúkling- um, mikilvæga stjórnmálamenn og kerfiskalla og lyfjahneyksli þeim tengt, kynlíf – einkum og sér í lagi samkynhneigð, að ekki sé talað um aftöku læknis og meðfylgjandi tjón á heilbrigðiskerfinu, riði ríkis- stjórninni að fullu. Hvað sem þeim vangaveltum líður var John Bodkin Adams sýkn- aður af morðákærum þann 9. apríl 1957 og það tók kviðdóm aðeins 44 mínútur að komast að niðurstöðu. John Bodkin Adams andaðist árið 1983 í Eastbourne. 42 sakamál umsjón: kolBeinn þorSteinSSon kolbeinn@dv.is 13. ágúst 2010 föstudagur Árið 1956 lifðu vangaveltur og grunsemdir um upp- sprettu auðs Johns góðu lífi á meðal starfsbræðra hans. Brosmildur John Bodkin Adams sýknaður þrátt fyrir lítil áhöld um sekt hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.