Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Side 43

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Side 43
Er hægt að ganga hringinn í kringum jörðina án þess að nokkur maður beri kennsl á mann? Um það deildu tveir menn í kvöldverðarboði hjá breska karlaklúbbnum National Sporting Club í Lundúnum árið 1907. Það voru bandaríski kaupsýslumaðurinn John Pierpont Morgan, sem stofn- aði fjármálafyrirtækið J.P. Morgan, og breski jarlinn Hugh Cecil Lons- dale. Þeir voru í hópi ríkustu manna heims og sátu í djúpum leðurstólum og púuðu stærðar vindla á meðan þeir ræddu þessa hugleiðingu fram og til baka. Gríðarlegir fjármunir Talsverður hiti færðist í rifrildi auð- mannanna. J.P. Morgan, sem var þeirrar skoðunar að það væri ekki hægt að ferðast fótgangandi um heiminn án þess að þekkjast, lagði fram hundrað þúsund Bandaríkja- dali, sem í þá daga var gríðarlega há upphæð, og samsvarar um 300 milljónum íslenskra króna á núvirði. Lonsdale, sem trúði því að þetta væri hægt, tók veðmálinu. Maður að nafni Harry Bensley komst ekki hjá því að heyra um hvað var rætt og sagðist taka áskoruninni sem myndi útkljá veðmálið. Hermt er að fram að því hafi aldrei verið hærri fjárhæðir verið lagðar að veði. Bensley var frægur kvennabósi og glaumgosi skemmtanalífsins í Lundúnum við upphaf tuttugustu aldarinnar. Hann stundaði ýmislegt gróðabrask og hafði grætt gífurlega á fjárfestingum í Rússaveldi. En þegar hér var komið sögu, árið 1907, hafði hann tapað næstum öllum aurum sínum í fjárhættuspilum. Hann sár- vantaði því peninga og sá fínt tæki- færi til að komast aftur á græna grein með því að verða „tilraunadýrið“ í veðmáli Morgans og Lonsdale. Barnavagn, nærbuxur og eiginkona Skilyrðin sem auðmennirnir settu Harry Bensley áður en hann lagðist í heimsreisuna voru nokkuð ströng: Í fyrsta lagi mátti enginn bera kennsl á hann. Í öðru lagi átti hann að ganga hringinn í kringum jörðina en fyrst til 169 breskra borga og bæja í ákveð- inni röð. Til að sanna að hann hefði farið á rétta staði átti hann að fá und- irskriftir frægra íbúa á tilteknum stöðum. Því næst átti hann að ferð- ast til 18 landa og fara til landanna í ákveðinni röð. Í þriðja lagi átti Bensley að fjár- magna sig sjálfur og hefja för með aðeins eitt breskt pund á sér. Til að afla sér lífsviðurværis átti hann að selja myndir af sér á leiðinni. Í fjórða lagi átti farangurinn að- eins að samanstanda af nærbuxum til skiptanna. Í fimmta lagi átti hann að ferðast með tveggja kílóa járngrímu af þeirri gerð er fylgdu brynjum riddara. Í sjötta lagi átti hann að ýta barna- vagni á undan sér alla ferðina. Í sjöunda lagi átti hann að ferðast við annan mann sem myndi sjá til þess að öllum skilyrðum yrði fram- fylgt. Í áttunda og síðasta lagi átti hann, einhvern veginn, að finna sér eigin- konu á ferðalaginu, sem fengi þó ekki að sjá andlit hans. Þokukennd framvinda Bensley lagði af stað frá Trafalgar- torgi í Lundúnum hinn fyrsta jan- úar árið 1908 og fylgdust þúsundir manna með honum leggja í hann. Hann var með hjálminn á höfðinu, barnavagninn fyrir framan sig og fylgdarmanninn sér við hlið. Í vas- anum var hann með stafla af póst- kortum með myndum af sér. Bensley ferðaðist um allar Bretlandseyjar og varð þekktur og vinsæll – þrátt fyrir að enginn vissi hver hann væri í raun og veru. Blöðin fjölluðu um þenn- an huldumann og eitt dagblaðið hét þúsund pundum í verðlaun þeim sem gæti ljóstrað upp um nafn hans. Næstu kaflar í þessari furðulegu sögu eru þokukenndir. Sögulegar heimildir virðast vera af skornum skammti um ferðalög Bensleys eftir að hann yfirgaf Bretland. Barnabarnbarn Bensley, Ken McNaught, heldur úti vefsíðu þar sem öllum heimildum hefur ver- ið safnað saman. McNaught segir þær sýna að Bensley hafi farið yfir á meginland Evrópu og ferðaðst eftir það í sex ár og farið til Norður-Am- eríku, Ástralíu og Asíu. En þegar Bensley hafi komið til Genúa á Ítalíu árið 1914, eftir gífurlega langt ferða- lag, hafi hann þurft að játa sig sigr- aðan. Fyrri heimsstyrjöldin var haf- in og hindraði skiljanlega för hans. McNaught segir að langafi sinn hafi aðeins átt eftir að ferðast til sex landa þegar þar var komið sögu. Hetja í augum Breta En hvernig sem ferðalagið endaði, var hann hetja í augum bresks al- mennings sem dáðist að fórnfýsi og hetjulund mannsins með járn- grímuna. Það er synd að heimildir um hann hafi ekki varðveist jafn vel og raun ber vitni. Endrum og eins skjóta þó upp kollinum póstkort með myndum af honum og gjarnan árit- un en safnarar slást um að eignast þau. En fyrir utan fáeinar blaðagrein- ar frá breskum staðarblöðum er erf- itt að meta hversu langt Harry komst. Og við vitum ekki heldur hvern- ig veðmál iðnjöfursins Johns Pier- pont Morgan og jarlsins Hughs Cec- il Lonsdale fór, en sá fyrrnefndi lést árið 1913 og skyldi eftir sig eitt mesta viðskiptaveldi mannkynssögunnar. Harry Bensley var í öllu falli kom- inn heim til Englands að stríði loknu. Hann stofnaði fjölskyldu og yfirgaf aldrei Bretland eftir það. Þrátt fyrir að hann hafi ekki lokið ætlunarverk- inu, fékk hann fjögur þúsund pund í verðlaun fyrir heimsreisuna sem hann lét renna óskipt til góðgerð- armála. Á millistríðsárunum starf- aði hann á ýmsum stöðum og oftast fyrir lág laun. Hann var dyravörð- ur í kvikmyndahúsi, forstöðumað- ur hjá KFUM og var tvisvar kosinn í embætti bæjarfulltrúa í þorpinu sínu fyrir Verkamannaflokkinn. Í síðari heimsstyrjöldinni starfaði hann við sprengjuæfingar fyrir herinn. Hann lést árið 1956. föstudagur 13. ágúst 2010 umsjón: HelGi Hrafn Guðmundsson helgihrafn@dv.is skrýtið 43 Hann sárvantaði peninga og sá fínt tækifæri til að kom- ast aftur á græna grein með því að verða „til- raunadýrið“ í veðmáli Morgans og Lonsdale. Árið 1907 stofnuðu einir ríkustu menn heims til veðmáls. Þeir voru ekki sammála um hvort maður gæti ferðast í kringum hnöttinn án þess að þekkjast. Glaumgosi frá Lundúnum var fenginn til að ferðast fótgang- andi um heiminn með járnhjálm á höfðinu. Hann varð hetja í augum Breta, þrátt fyrir að enginn vissi deili á honum. Óljóst er hvort hann lauk ætlunarverki sínu. Heimsreisa með hjálm og barnavagn Hjálmur og barnavagn Harry Bensley stuttu eftir að hann lagði af stað, með járngrímuna á höfðinu og barnavagninn sem hann þurfti að ýta á undan sér á heimsreisunni. Við hlið hans stendur fylgdarsveinninn sem átti að gæta þess að Harry fylgdi settum reglum. Vígalegur Harry vakti hvarvetna furðu Breta á ferðalagi sínu og varð einskonar hetja. morgan og jarlinn john Pierpont morgan (til vinstri) og Hugh Cecil Lonsdale jarl voru geysiauðugir. Þeir veðjuðu hæstu fjárhæð í sögunni fram að þeim tíma. með ónefndri konu margir keyptu póstkort af Harry, en þannig fjármagnaði hann ferðalagið. Þau ganga nú kaupum og sölum fyrir háar fjárhæðir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.