Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Side 48
48 lífsstíll umsjón: indíana ása hreinsdóttir indiana@dv.is 13. ágúst 2010 föstudagur
Eldri fá
það frEk-
ar
Samkvæmt rannsókn á 600 konum á
aldrinum 18-95 ára sem birtist í Brit-
ish Journal of Urology Internation-
al eru erfiðleikar við að ná fullnæg-
ingu og skortur á áhuga algengustu
kynlífsvandamál kvenna. Stór hluti
eða tveir þriðju aðspurðra kvenna
sögðust eiga við einhver vandamál
að stríða þegar kemur að kynlífi.
48 prósent sögðust þjást af lítillri
kynlífslöngun, 45 prósent áttu í erf-
iðleikum með að ná fullnægingu og
36 prósent sögðust finna til sársauka
við samfarir. Konur á aldrinum 31-
45 ára mældust stunda mest kynlíf
en vandamálin virðast aukast með
aldrinum nema með tilliti til full-
nægingar. Eldri konur virðast frekar
fá það en yngri.
BEtra að
rEyna
strax
aftur
Samkvæmt franskri rannsókn
ættu konur sem missa fóstur að
reyna strax að verða ófrískar aft-
ur. Í rannsókninni kemur fram að
líkur á heilbrigðri meðgöngu séu
meiri ef konan verður þunguð
innan sex mánuða eftir fóstur-
missi en ef hún bíður lengur.
Niðurstöðurnar birtust í tímarit-
inu British Medical Journal og
þykja umdeildar en Alþjóðlega
heilbrigðismálastofnunin (WHO)
hefur hingað til mælt með að
konur bíði í allavega sex mánuði
með að verða aftur barnshaf-
andi eftir að hafa misst fóstur.
Rannsóknin byggði á gögnum 30
þúsund kvenna sem höfðu misst
fóstur og orðið ófrískar aftur á ár-
unum 1981-2000.
frjósam-
ar vElja
Eggjandi
föt
Konur kaupa kynþokkafyllri föt
þegar þær eru með egglos, sam-
kvæmt nýrri bandarískri rann-
sókn. Samkvæmt niðurstöðum
rannsóknarinnar kaupa konur
klæðaminni og meira eggjandi
föt þegar þær eru á sínu frjósam-
asta skeiði. Vísindamenn sem
stóðu að rannsókninni segja
þessa tilhneigingu ekki tilkomna
vegna löngunar til að ganga í
augu karlmanna heldur til að
slá út aðrar konur í kynþokka
og þannig standa betur að vígi.
Rannsóknin birtist í tímaritinu
Journal of Consumer Research og
er ein af fáum rannsóknum sem
tekur á áhrifum hormóna á inn-
kaupahegðun kvenna.
Sýn þín á aðra segir mikið um þig:
Jákvæðir hamingjusamari
Hvaða augum þú lítur aðra seg-
ir mikið um hvaða mann þú hefur
að geyma. Þetta kemur fram í nýrri
rannsókn sem framkvæmd var í
Wake Forest-háskólanum í Banda-
ríkjunum og birtist í tímaritinu Jo-
urnal of Personality and Social Psy-
chology. Vísindamennirnir fundu út
að þeir einstaklingar sem lýsa öðr-
um á jákvæðan máta eru líklegri til
að vera jákvæðir og hamingjusam-
ir einstaklingar sjálfir. „Sýn okkar á
annað fólk segir mikið um persónu-
leika okkar,“ segir Dustin Wood að-
stoðarprófessor í sálfræði við Wake
Forest og höfundur rannsóknarinn-
ar. „Þeir sem horfa jákvæðum augum
á aðra eru líklega sjálfir ánægðir með
líf sitt og vel liðnir af flestum í kring
en á hinn bóginn eru þeir sem horfa
neikvæðum augum á annað fólk lík-
legri til að tileinka sér kaldhæðni og
ófélagslega hegðun,“ bætir Wood við.
Wood segir þá þátttakendur í
rannsókninni sem lýstu öðrum á
neikvæðan máta einnig hafa mælst
þunglyndari en þeir sem lýstu öðr-
um jákvætt. Hann telur að með því
að kenna fólki að temja sér jákvæðni
í garðs annars fólks sé hægt að vinna
litla sigra í baráttunni við þunglyndi.
Wood segir enn fremur að ef við vilj-
um gera okkur grein fyrir hvaða mann
ákveðnir einstaklingar hafi að geyma
sé gott ráð að biðja þá um að lýsa
samstarfsfólki sínu. „Með því lærirðu
meira um þann sem lýsir en þá sem
lýst er. Ef notuð eru mörg neikvæð orð
gefur það til kynna að vinnufélagarnir
séu leiðinlegir en getur einnig þýtt að
sá sem þeim lýsir sé óhamingjusamur
eða taugaveiklaður.“
sólveig eiríksdóttir lærði af ömmu sinni og mömmu að nýta náttúruna til matar-
gerðar. Solla setur gras, fífla, arfa og smára í morgundjúsinn sinn og gefur okkur hér
uppskrift að girnilegu og hollu hörfræjakexi með fjólum og morgunfrúm.
Best að prófa sig
hægt áfram
„Amma kenndi mér, en hún var mik-
il jurtakona“ segir Sólveig Eiríksdótt-
ir heilsugúrú, betur þekkt sem Solla
græna, þegar hún er spurð hvort hún
nýti sér það sem vaxi villt í náttúr-
unni. „Ég var mikið í Kerlingarfjöll-
um á sumrin sem barn og var þá
send að tína fjallagrös og annað sem
óx úti. Mamma ræktaði líka mikið
og því var ég alin upp við að þessi
nýtni væri eðlileg og fékk því þenn-
an áhuga,“ segir Solla sem í dag býr
í úthverfi Reykjavíkur og er því enga
stund að komast út í guðs græna
náttúruna.
„Bakgarðurinn minn er sá allra
flottasti. Ég er ekki nema tvær mín-
útur að komast að berjalyngi, elt-
ingu, valhumli, arfa, hundasúrum og
smára. Þetta tek ég allt, ásamt venju-
legu grasi, og set ofan í morgundjús-
inn minn. Margir telja hóffífílinn
skaðræði í görðum en ég nota hann
líka í djúsinn og nánast allt, nema
skriðsóleyna,“ segir Solla og bætir við
að flestir Íslendingar búi við þann
munað að geta komist á græna bletti
innan tíu mínútna.
Solla segir mikla hugarfarsbreyt-
ingu í þessum efnum. „Fólk er farið
að opna augun og efnahagsástandið
hefur hjálpað. Við keyrðum okkur út
í horn í ofneyslu og duttum svo fram
af brúninni og erum að byrja aftur en
með þá þekkingu og reynslu sem við
höfum aflað okkur.“
Solla hvetur fólk til að prófa sig
áfram þegar kemur að villtum jurt-
um og öðru sem íslensk náttúra hef-
ur upp á að bjóða. „Flestir eiga nóg
af rabarbara og sjálf geri ég gjarnan
sultu úr honum ásamt ætihvönn.
Stundum tek ég blóðberg og aðrar
íslenskar jurtir í poka og sýð með
til að fá næringuna og bragðið. Best
er að prófa sig hægt áfram með það
sem er öðruvísi og taka þannig til-
lit til fjölskyldunnar og því sem hún
er vön. Rabarbarasulta hefur mjög
ákveðið bragð en ef þú setur smá
hvönn með dregurðu úr bragðinu
og þarft að setja minni sykur fyrir
vikið. Einnig er gott að bæta engi-
ferrót út í og kanelstöng sem virka
eins og náttúruleg rotvörn og gefur
kryddbragð. Ef þú vilt minnka syk-
urinn geturðu byrjað á að setja 10
prósent minni sykur og þar af helm-
inginn til dæmis hrásykur, döðlur
eða agave-síróp. Þannig tekurðu til-
lit til venja fjölskyldunnar og færð
alla með þér í lið.“
Kex úr hörfræjum, fjólum og
morgunfrúm:
500g hörfræ – lögð í bleyti í 1 ltr. af vatni
yfir nótt (bæði fræin og útbleytivatnið
er notað).
500g grænmeti, sem búið er að mauka í
matvinnsluvél eða rífa með rifjárni.
1 msk. hunang (má sleppa).
1 msk. garam masala.
1 1/2 tsk. sjávarsalt.
1 tsk. paprikuduft.
1 tsk. cayenne-pipar.
15 fjólur (blómin).
2 morgunfrúr (blómin).
Blandið öllu nema blómunum í skál eða
hrærivélarskál. Þegar allt hefur blandast
vel saman er blómunum hrært varlega
saman við.
aðferð:
1) setjið bökunarpappír á bökunarplötu.
2) Á hverja plötu setjið þið 3-4 bolla af
deigi.
3) Dreifið jafnt úr deiginu á plötuna, til
dæmis með sleikju, þetta á að vera 1/2 -
1 sm þykkt.
4) Bakið við 100°C í um 6 klst. eða þar
til kexið er orðið alveg gegnum bakað
og þurrt.
5) Gott er að snúa deiginu á hvolf og
fjarlægja bökunarpappírinn og halda
áfram að baka eftir um 4 klst.
6) Ef þið eigið þurrkofn þá bakið þið
þetta kex við 105°F eða 47°C í 12 klst.,
snúið og klárið að baka í 2-3 klst.
Úti í garði solla býr í útjaðri borgarinnar og er
enga stund að fylla skál af bláberjum, vallhumli
eða hundasúrum.