Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Qupperneq 50

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Qupperneq 50
50 ÚTTEKT 13. ágúst 2010 föstudagur HEimsEndaTasKa Það eru margar þrálátar flökku-sögur sem ganga um Ríkisút-varpið, hvort sem þær tengjast yfirbyggingu fyrirtækisins, völ- undarsmíð hússins í Efstaleiti, óvanalegum kenjum fyrri stjórnenda eða fjarsjóðum sem leynast í fylgsnum leikmyndadeildarinn- ar. Til að mynda segir ein sagan að svalirn- ar sem umkringja húsið séu einmitt nógu breiðar til þess að hægt sé að munda riffil á þeim. En húsið var byggt eftir danskri teikn- ingu af útvarpshúsi og samkvæmt þeim stöðlum er algjörlega nauðsynlegt að geta varist byltingu frá svölunum. Svona flökku- sögur standast þó sjaldnast skoðun og er það kannski ekki sannleiksgildi þeirra sem er merkilegast. Lífseigasta flökkusagan í tengslum við Ríkisútvarpið er þó sönn. En það er hin dularfulla neyðartaska sem er kirfilega skorðuð af á vegg í hljóðstofu út- varpsins. DV fór í málið og skoðaði heims- endatöskuna frægu. Vasaljós, rafhlöður, mappa og geisladiskar Taskan minnir helst á eitthvað úr James Bond-kvikmynd. Hörð og óspennandi skel, gerð til að þola hvers konar barning og læti, svipuð þeim sem innihalda skotkóða eld- flauga eða viðkvæmar upplýsingar illmenna. En innihaldið er ekki svo spennandi. Það fyrsta sem maður rekur augun í er stórt vasa- ljós, sem er víst algjör nauðsyn í loftárás til að mynda, langvarandi rafmagnsleysi eða svip- uðum aðstæðum. Varla væri hægt að stýra útsendingum í myrkri, að minnsta kosti ekki af mikill natni. Þá er að finna aukarafhlöður að sjálfsögðu og lítið útvarpstæki svo hægt sé að fylgjast með útsendingum. Mappa frá Almannavörnum tekur langmesta plássið en þar er að finna ítarlegar leiðbeiningar frá Al- mannavörnum við ótal uppákomum. Svo er fjöldinn allur af geisladiskum. Flestir disk- anna innihalda leiðbeiningar og tilkynning- ar frá Almannavörnum og eru merktir „fár- viðri“, „eldingar“, „snjóflóð“ og þess háttar. Mesta athygli vekja þó tónlistardiskarnir sem einnig eru flokkaðir eftir neyðarástandi en hvert ástand virðist hafa eigin hljóðrás. Mezzoforte fullvissar fólk um að allt sé í lagi Klassísk tónlist er algengust í möppunni en hún er helst spiluð þegar orðið hafa mann- skaðar. Meðal höfunda má nefna Mozart, Ro- bert Shaw og fleiri. Eðlilega verður klassíska tónlistin fyrir valinu; undarlegt væri að spila diskó eða danstónlist ef til dæmis Bretar réð- ust inn í Reykjavík, gráir fyrir járnum og rauð- ir í framan af reiði út af Icesave-málinu. Þeg- ar svokallað óvissuástand ríkir er hins vegar spiluð öllu léttari tónlist, væntanlega til að halda fólki rólegu. Til dæmis Roberto Perera og Earl Klugh Late Night Guitar. Vel valið hjá Ríkisútvarpinu. Enda kannski ekki vænlegt að spila þungarokk þegar óvissuástand ríkir í þjóðfélaginu: „Góðir landsmenn! Verkefni stjórnvalda á næstu dögum er skýrt: að koma í veg fyrir að upplausnarástand skapist ef ís- lensku bankarnir verða óstarfhæfir að ein- hverju marki. Þangað til er það Sepultura ...“ Að lokum er einn disk- ur merktur „Ástand allt í lagi“ en þá er spilað Garden Party með Mezz- oforte. Auðvitað. Engin hljómsveit væri betur til þess fallin að gleðja en Mezzoforte. Í útsendingarstofu Ríkisútvarpsins leynist sérstök taska sem er að- eins opnuð í neyðartil- fellum. Í henni má finna ýmsan neyðarbúnað og sérstaka hljóðrás til að útvarpa ef hörmungar skekja þjóðina. Þar er bæði að finna leiðbein- ingar frá Almannavörn- um og tónlist. Ekki hef- ur enn þurft að notast við töskuna samkvæmt heimildum DV. n Mappa með öryggisráðstöf- unum frá almannavörnum n 1 stk. vasaljós n 4 stk. rafhlöður n 1 stk. vasaútvarp n diskar með leiðbeiningum frá almannavörnum inniHald TösKunnar: Neyðartaska RÚV Verður opnuð þegar hörmungar dynja á landinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.