Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Page 51
föstudagur 13. ágúst 2010 ÚTTEKT 51
HEimsEndaTasKa
rúv opnuð
TónlisTin
í TösKunni
roberto perera
Tilefni - Óvissuástand
Roberto Perera spilar
latin-djass. Hann kemur
frá Úrúgvæ og hefur
vakið mikla athygli fyrir
leik sinn á paragvæska
hörpu, sem er sjaldgæft
hljóðfæri með 36
strengi. Roberto hóf feril sinn sem atvinnu-
tónlistarmaður árið 1973, þegar hann flutti frá
Úrúgvæ til Bandaríkjanna. Seinna flutti hann til
Miami og hefur hann síðan þá gefið út fjölda
geisladiska. Árið 2003 var hann svo tilnefndur til
Latin Grammy-verðlaunanna.
Earl Klugh
Tilefni - Óvissuá-
stand
Earl Klugh er
bandarískur djass-
gítarleikari sem
hefur verið að frá 13
ára aldri, eða síðan
árið 1953. Hann
hefur gefið út yfir
30 plötur, sem hafa margar hverjar ratað beint
í fyrsta sæti djassvinsældarlista Billboard í
Bandaríkjunum. Hann hefur verið tilefndur til
ótal Grammy-verðlauna og var árið 2006 sagður
einn besti „akústík“-gítarleikari heimsins í dag, í
tímaritinu Modern Guitar Magazine.
Mezzoforte
Tilefni - Allt í lagi
Þegar óvissan
er yfirstaðin er
íslensku sveitinni
Mezzoforte
skellt á fóninn.
Mezzoforte hefur
verið starfandi frá
árinu 1977, með hléum auðvitað. Hljómsveitin
sló í gegn á heimsvísu með lagi sínu Garden
Party árið 1983, en erfitt er að finna íslenskt lag
sem boðar jafn látlausa gleði og einmitt það.