Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Síða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2010, Síða 62
Tökum á myndbandinu við hið umdeilda lag Við elskum þessar mellur með röppurunum Blaz Roca og Emmsé Gauta er lokið. Tökur fóru meðal annars fram á skemmtistaðnum Austur þar sem þeir félagar voru umkringd- ir ítölskum fyrirsætum. Kvartað hefur verið undan laginu sem er í spilun á FM 957 en forsvarsmenn stöðvarinnar hafa neitað að taka það alfarið úr umferð. Lagið verð- ur að finna á væntanlegri plötu Blaz eða Erps Eyvindarsonar sem kemur út í lok ágúst. Aðeins á eftir að taka upp eitt lag en þessa dagana er verið að hljóðvinna það efni sem er tilbúið. Grínistinn Steindi Jr. hefur heldur betur verið áberandi eftir að hann sló í gegn með þættina Steindinn okkar á Stöð 2 í vor. Hann hefur ver- ið tíður gestur á skjám landsmanna og auglýsingaskiltum um allt land í sumar. Fyrst í auglýsingaherferð Ring, þar sem öskrandi Árna John- sen bar hvað hæst í kringum Þjóðhá- tíð, og nú í námsmannaauglýsingum Arion banka þar sem hann leikur trítilóðann íþróttafræðing. Samkvæmt heimildum DV eru þó nokkrar auglýsingar væntan- legar í viðbót þar sem Steindi mun bregða sér í hlutverk markaðs-, guð- og sálfræðings. Hver auglýsing með Steinda er í raun eins og lítill grín- skets og því hefur innkoma hans ver- ið kærkomin á annars nokkuð þurr- an auglýsingamarkaðinn. Þeir Steindi og Ágúst Bent Sig- bertsson eru þegar farnir að leggja drög að næstu þáttaröð af Steind- anum okkar. Þeir hófu nýlega að skrifa handritið að næstu þáttaröð og hafa fengið til liðs við sig þriðja aðila. Sá er ungur listamaður að nafni Magnús Leifsson en hann hjálpaði einnig til við gerð fyrri þátt- araðarinnar. Áætlað er að tökur hefj- ist í byrjun október og þáttaröðin fari í loftið í byrjun janúar. Þá hefur grínistanum unga einn- ig verið boðið lítið hlutverk í mynd- inni Okkar eigin Osló sem Reynir Lyngdal leikstýrir. Tökur hefjast á næstunni en það er Þrosteinn Guð- mundsson sem skrifaði handrit myndarinnar og leikur aðalhlutverk hennar. asgeir@dv.is Fleiri Fræðingar Ítalskar Fyrir- sætur á austur Steindi gerir það gott í auglýSingum: Eftir að tilkynnt var um endalok Spaugstofunnar í Sjónvarpinu hefur verið uppi mikil umræða í þjóðfélaginu hvort það hafi verið tímabært eða hvort þeir félagar ættu að halda áfram. Einn af að- dáendum þeirra félaga harmar að þátturinn sé að líða undir lok og stingur upp á því á Facebook- síðu Karls Ágústs Úlfssonar að meðlimir Spaugstofunnar bjóði sig fram til Alþingis allir sem einn. „Það virðist enginn vera eins glöggur á þjóðmál og þið.“ spaug- stoFuna á þing 62 fólkið 13. ágúst 2010 föstudagur Baddi í Jeff Who?: Steindi Jr. Á eftir að bregða sér í hlutverk markaðs-, guð- og sálfræðings. „Þetta var smá adrenalínkikk,“ seg- ir Bjarni Lárus Hall, söngvari Jeff Who, sem kom upp um þjóf á dög- unum. Bjarni starfar hjá símafyr- irtækinu Alterna en þegar þangað kom viðskiptavinur og flaggaði föls- uðum skilríkjum fór tónlistarmað- urinn í leynilögregluham. „Gaurinn ætlaði að fá símkort í áskrift en ég sá að myndin á skilríkjunum líktist honum ekki mikið. Ég spurði hvort þetta væri hann og fékk bara eitt- hvað bullsvar um að hann hefði lent í veikindum. Ég lét hann fá kortið aftur en þegar hann var farinn fór ég aðeins að rannsaka og gúgglaði hann og svona. Þar fann ég gaurinn sem átti kortið sem hann hafði not- að og hringdi í hann. Sá sagðist ekki hafa verið að kaupa sér símkort en að bílnum hans hefði aftur á móti ver- ið stolið í nótt og debetkortið hefði verið í honum,“ segir Bjarni og bæt- ir við að þeir tveir hafi ráðið ráðum sínum. „Við fórum að skipuleggja og ákváðum að ég myndi hringja í gaurinn og segja honum að kort- ið væri gallað í von um að hann kæmi aftur þar sem lögreglan myndi bíða hans enda var gaur- inn sem átti bílinn í sambandi við lögregluna,“ segir Bjarni en aldrei kom til þessa skipulags þar sem lögreglan mætti fljótt á svæðið til að ræða við Bjarna. „Ég reyndi að lýsa manninum og benda í hvaða átt hann hefði farið. Síðan sýnist mér ég sjá gaur- inn rölta hinum megin við götuna. Þetta líktist honum allavega og ég benti lögreglunni á hann sem tók hann og félaga hans fasta.“ Bjarni var látinn bera kennsl á manninn og var hinn stressaðasti við að flækjast í sakamál. „Ég var frekar smeykur en þeir voru hinir ánægð- ustu, tóku í höndina á mér og hrós- uðu mér fyrir tónlistina. Þetta voru bara fíklar sem voru að reyna vera töff,“ segir Bjarni og viðurkennir að lífsreynslan hafi kveikt á einhverju innra með honum. „Ég kom upp um bílstuld og er ánægður með það. Mig hefur alltaf langað að gerast einhvers konar leynilögga og hef alltaf haft gaman af þáttum eins og Murder she Wrote og rithöfundinum Agöthu Christie. Þessi reynsla hefur ekki minnkað þann áhuga og það er aldrei að vita nema maður ger- ist „detective“ þegar tónlistar- ferillinn endar.“ indiana@dv.is Bjarni Hall setti sig í stellingar rannsóknar- lögreglumanns þegar hann kom upp um þjóf fyrir skemmstu. Hann á sér þann draum að gerast leynilögga og segir þessa reynslu síst hafa dregið úr því. Bjarni Hall Þefaði uppi þjófinn eins og vanasti rannsókn- arlögreglumaður. Dreymir um að gerast leynilögga Hefur alltaf haft gaman af þáttunum Murder She Wrote. Kom upp um þjóf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.