Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2010, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2010, Side 3
miðvikudagur 20. október 2010 fréttir 3 Með þessum orðum sínum virð- ist Heiðar Már hafa verið að færa fyrir því rök að Íslendingar einfald- lega vildu ekki gera sér grein fyrir því hversu hættulegt það væri fyrir þjóð- ina að bankarnir héldu áfram að gera upp í krónum. Einnig þarf að hafa í huga árásina á krónuna sem hann vísaði til. Þess ber einnig að geta, líkt og kom fram í tölvupósti Heiðars í lok mars, að hann tapaði á því að krónan yrði áfram sterk. Gagnrýndi Davíð Hvatinn að tölvupóstinum til að Björgólfsfeðga og nokkurra ráð- herra Sjálfstæðisflokksins virðist hafa verið sjónvarpsviðtal við Dav- íð Oddsson, fyrrverandi formann flokksins og þáverandi seðlabanka- stjóra, þar sem hann lýsti því yfir að það hefðu verið mistök að veita Straumi-Burðarási, fjárfestingar- banka Björgólfs Thors, leyfi til að gera upp í evrum. Höfum það enn í huga að Heiðar Már skrifaði þetta bréf einungis rúmri viku eftir að hafa fundað með tveimur stærstu og þekktustu áhættufjárfestum Bandaríkjanna, George Soros og Bruce Kovner, og var það skilningur hans að þeir vildu ráðast á íslensku krónuna sem væri of hátt metin. Um Davíð sagði Heiðar Már í tölvupóstinum: „Eftir ad hafa horft a kvoldfrettir i gaer og sja einn fram- farasinnadasta stjornmalamann Is- landssogunnar lysa yfir haftathra og stjornraedi setur mann hljodan. David Oddsson talar eins og versti sosialisti. Rikid stjornar, rikid ma, rikid leyfir, rikid bannar, rikid breyt- ir eftir a. Hann talar um ad mistok hafi verid ad veita Straumi leyfi til uppgjors i Evrum. Mistok? Hann let gera lagabreytingarnar sem opnudu a thetta. Hann bjo til gjaldeyrisfrelsi a Islandi. Hann let skrifa skyrslur um skattasamkeppni og uppbyggingu althjodlegrar bankastarfsemi a Is- landi. Gerdi hann thetta allt an tess ad hugsa nokkud ut i afleidingarn- ar? Island nytur avaxta althjodava- edingar ut af frelsinu sem veitt hefur verid. Ef nuna a ad skera a tad frelsi fara teir haefustu ur landi og freista gaef unnar annars stadar. Medi thvi ad hota lagasetningu a banka sem aetla ad fara eftir nugildandi logum og breyta yfir i t.d. Evrur, er hann ad aesa men til thes ad gera tetta strax. Hvernig eiga islenskir bankar ad geta keppt althjodlega, en i fyrra komu 65% af tekjum 3ja staerstu bankanna erlendis fra, ef their thurfa ad hafa smaestu og sveiflusomustu mynt OECD a bakinu... Gerir David ser enga greinar fyrir thvi ad hotanir sinar hafa vigt? Vill hann rusta hag- kerfinu sem hann hafdi svo mikid lagt til 2 aratugi a undan?“ Fylgjandi evrunni Heiðar virðist hafa haft ágæta ástæðu til að vera smeykur við væntanlegt hrun krónunnar eftir árás vogunarsjóðanna sem hann taldi yfirvofandi, bæði fyrir og eft- ir fundinn með Soros og Kovner. Hann lét þessara funda með vog- unarsjóðsstjórunum hins veg- ar ekki getið í tölvupóstunum til þeirra Björgólfsfeðga og ráðherra Sjálfstæðisflokksins og við vitum því ekki hvort þeir hafi verið með- vitaðir um að Heiðar hefði hitt Sor- os og Kovner og rætt við þá um stöðutöku gegn krónunni. Ljóst er hins vegar að Heiðar hefur byggt greiningu sína og mat á ástandi krónunnar og þeirri hættu sem að henni steðjaði á þessum fund- um með þeim að hluta til og hef- ur hugsanlega ýtt undir hugmyndir þeirra Soros og Kovners um stöðu- töku gegn krónunni með beinum eða óbeinum hætti. Heiðar var sjálfur svartsýnn á stöðu krónunn- ar á þessum tíma, hafði tekið stöðu gegn henni í þeim skilningi að hann tapaði á því hversu hátt hún var enn metin í mars, líkt og hann lýsti með þeim orðum að honum blæddi, og var einnig í grunninn svarinn andstæðingur krónunnar sem slíkrar, líkt og hann hafði oft lýst í fjölmiðlum fram að þessu. Til stöðutöku þeirra gegn krónunni kom þó aldrei, að minnsta kosti ekki 2007, og má ætla að Heiðari hafi haldið áfram að blæða vegna sterkrar stöðu krónunnar. Erlendir sjóðir voru á þessum tíma byrjaðir að skort selja skuldabréf bankanna og orð rómurinn [var] að næst yrði það gjaldmiðillinn. „NÚ FER HVER AÐ VERÐA SÍÐASTUR“ Sendi ráðherrum bréf Heiðar Már sendi nokkrum ráðherrum Sjálfstæðisflokks- ins tölvupóst í byrjun febrúar 2007 þar sem hann sagði að íslensku bankarnir ættu að byrja að gera upp í evrum til að forðast tap af gengishruni krónunnar. Hann taldi erlenda vogunarsjóði ætla að ráðast á krónuna þá í febrúar. Fengu varnaðarorð frá Heiðari Má Björgólfsfeðgar fengu tölvupósta með varnaðarorðum frá Heiðari Má varðandi krónuna í byrjun árs 2007. Heiðar minntist ekki á það við þá að hann hefði fundað með tveimur vogunarsjóðsstjórum skömmu áður og að það freistaði þeirra að ráðast á íslensku krónuna. Stöðutaka Samsonar 2007 Ársreikningur eignarhaldsfélagsins Samsonar, sem hélt utan um kjölfestuhlut Björgólfsfeðga í Landsbanka Íslands, árið 2007, sýnir stöðutöku gegn íslensku krónunni í gengisvörnum félagsins. Inntakið í tölvupóstum Heiðars Más til Björg- ólfsfeðga í ársbyrjun 2007 var að Samson myndi tryggja sig og Landsbankann gegn því gengistapi sem óhjákvæmilega myndi fylgja lækkun íslensku krónunnar sem félagið reiknaði með á árinu. Í ársreikningi Samsonar kemur fram að félagið hafi tryggt sig gagnvart erlend- um myntum á árinu. Þetta þýðir að Samson-menn bjuggust við því að krónan myndi lækka á árinu og vildu þeir verja félagið gegn því að tapa fjármunum á þessari lækkun. Krónan hækkaði hins vegar um 8 prósent á árinu, frá lokum 2006 til loka árs 2007 og því tapaði Landsbankinn á þessum gengisvörnum. Í ársreikningnum segir um þetta: „Félagið færir afleiðusamninga á markaðsvirði og því kemur fram gjaldfærsla að fjárhæð 15.632 m. kr. sem að stórum hluta er vegna styrkingar íslensku krónunnar á árinu. Sem alþjóðlegt fjárfestingafélag beitir félagið gengisvörnum til að styðja við eign félagsins í Landsbanka Íslands hf. og draga úr gengisáhrifum á eignir félagsins í evrum talið.“ Þessir rúmlega 15,6 milljarðar króna voru um 18 prósent af eigin fé Samsonar í árslok 2007, samkvæmt reikningum, en eigið féð nam þá nærri 88 milljörðum króna. Ef gengisvarnir Samsonar hefðu snúist um að verja 100 prósent af eigin fé félagsins hefði tapið átt að nema 8 prósentum af eiginfé bankans, eða um 7 milljörðum. Tap Samsonar var hins vegar meira en tvöfalt meira en sem nam hækkun íslensku krónunnar og voru varnir Samsonar gegn lækkun krónunnar því umfram varnir fyrir eigið fé félagsins. Þetta þýðir að Samson var búið að taka stöðu gegn krónunni árið 2007 í þeim skilningi að félagið bjóst við því að gengi íslensku krónunnar myndi lækka umtalsvert á árinu og bjóst til varna samkvæmt því. Geng- ið hækkaði hins vegar, þvert á mat Samsonar, og því tapaði Samson fjármunum sem námu 18 prósentum af eigin fé félagsins, nærri 16 milljörðum króna. Líklegt má telja að Heiðar Már hafi verið að tala um slíkt tap vegna slíkrar stöðutöku gegn krónunni þegar hann talaði um að honum blæddi vegna hás gengis íslensku krónunnar. Hann, líkt og Samson, tapaði jafnt og þétt á því að gengi krónunnar hélst svo hátt vegna þess að hann var búinn að tryggja sig fyrir tapinu sem átti að fylgja gengislækkun krónunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.