Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2010, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2010, Qupperneq 8
8 fréttir 20. október 2010 miðvikudagur Guðjóni Guðmundssyni, fram- kvæmdastjóra Sambands íslenskra sparisjóða, er gefinn sá kostur að vinna þriggja ára uppsagnarfrest samkvæmt samningi en öllum samn- ingum sambandsins hefur verið sagt upp vegna þeirrar óvissu sem ríkir um framtíð sparisjóðanna. Gísli Jaf- etsson, fræðslufulltrúi sambandsins, er með eins árs uppsagnarfrest. Hin- ir sex starfsmenn sambandsins sem var sagt upp störfum voru allir með þriggja mánaða uppsagnarfrest og fengu þær upplýsingar að ekki væri hægt að halda starfseminni áfram vegna óvissunnar. Félagið yrði lagt niður í núverandi mynd. Ekki liggur fyrir hver mánaðarlaun Guðjóns eru. Ekki lagt niður Guðjón segir hins vegar engar ákvarð- anir enn hafa verið teknar um framtíð sambandsins og ekki útséð um að það verði lagt niður. Hann segist ennfrem- ur líklega munu þurfa að vinna út sinn þriggja ára uppsagnarfrest í þágu Sam- bands íslenskra sparisjóða og segist fullsáttur verði það niðurstaðan. Aðspurður um hvers vegna samn- ingar hans geri ráð fyrir svo löngum uppsagnarfresti segir Guðjón að þegar hann hafi tekið við starfi framkvæmda- stjóra fyrir sex árum hafi mikil óvissa ríkt um samstarf sparisjóðanna. „Það var lögð mikil pressa á mig að taka starfinu og á þeim tíma var ég að koma úr 20 ára starfi í eigin rekstri og þurfti að gera upp við mig hvort það væri áhættunnar virði. Ég hefði getað lent í því að verða sagt upp af pólitískum ástæðum en ekki vegna frammistöðu í starfi og það er meðal annars ástæðan fyrir því að ég gat ekki tekið starfinu án þess að hafa fyrir því góða tryggingu. Það var Júlíus Sólnes sem gerði samn- inginn við mig á þessum tíma.“ Tilgangur starfsins óbreyttur Um óvissuna sem ríkir um framtíð Sambands íslenskra sparisjóða segir Guðjón forsendur fyrir samstarfi sparisjóðanna afar breyttar. „Það ríkir mikil óvissa um fram- tíðina í kjölfar ólgu á mörkuðum og enn hafa ekki verið teknar ákvarðanir um hvernig sparisjóðirnir vilja standa að sínu samstarfi í nánustu framtíð. Það er af þeim ástæðum sem stjórn- in tekur þessa ákvörðun um að segja upp öllum samningum, til að hafa meira svigrúm í sinni stefnumótun og stefnumótun sparisjóðanna um þetta samstarf.“ Guðjón segir nokkuð ljóst að samstarfið verði mikið í ná- inni framtíð. Um það séu allir sam- mála. Hins vegar sé form eða skipulag samstarfsins ekki ákveðið. „Tilgang- ur samstarfsins breytist ekki en hann er sá að standa vörð um hagsmuni sparisjóða og styrkja starf þeirra. Hagsmunagæsla og þróunarverkefni ýmiss konar eru nauðsynleg í þeim tilgangi.“ Öllum samningum hefur verið sagt upp hjá Sambandi íslenskra sparisjóða vegna breyttra forsenda fyrir samstarfi sparisjóðanna og óvissu um framtíð þeirra. Framkvæmdastjóri sambandsins, Guðjón Guðmundsson, er með þriggja ára uppsagnarfrest og fræðslufulltrú- inn með eins árs uppsagnarfrest. Aðrir starfsmenn fengu þriggja mánaða uppsagnarfrest. FÆR ÞRIGGJA ÁRA UPPSAGNARFREST krisTjana GuðbrandsdóTTir blaðamaður skrifar: kristjana@dv.is Þriggja ára uppsagnarfrestur FramkvæmdastjóriSambands íslenskrasparisjóðaþarfaðvinna langanuppsagnarfrest. Það var lögð mik-il pressa á mig að taka starfinu og á þeim tíma var ég að koma úr 20 ára starfi í eigin rekstri og þurfti að gera upp við mig hvort það væri áhættunnar virði. rEykjavíkurborG: Sækja um í frið- arsamtökum Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti á þriðjudag að Reykjavíkurborg sæki um inngöngu í samtökin Mayors for Peace. Samtökin voru stofnuð árið 1982 af þáverandi borgarstjórum Hiroshima og Nagasaki. Í fréttatil- kynningu frá Birni Blöndal, aðstoð- armanni Jóns Gnarr, kemur fram að 4.200 borgir í 144 löndum séu aðilar að samtökunum í dag. Þátttaka í samtökunum er ókeypis. „Mayors for Peace beita sér fyrir því að vekja alþjóðlega athygli á mikilvægi þess að kjarnorkuvopnum verði útrýmt í heiminum fyrir árið 2020. Jafn- framt leggja þau sitt af mörkum við að útrýma hungursneyð og fátækt, styðja við mannréttindi og verndun umhverfisins í því skyni að stuðla að heimsfriði,“ segir Björn í fréttatil- kynningunni. Haft er eftir Jóni Gnarr að Ísland búi yfir langri friðarhefð. „Sem höf- uðborg í herlausu landi á Reykjavík- urborg að vera leiðandi í því að beita sér fyrir heimsfriði með beinum eða óbeinum hætti,“ segir hann. Úttekt á EES Norska ríkisstjórnin hefur ákveð- ið að hefja allsherjarúttekt á stöðu EES-samningsins. Í þeirri viðleitni hefur verið sett á fót teymi norskra Evrópufræðimanna til að fara ofan í saumana á áhrifum samningsins á norskt samfélag frá því hann gekk í gildi í ársbyrjun 1994. Fara á ofan í kjölinn á samskiptum Noregs, Ís- lands og Liechtenstein við Evrópu- sambandið. Hópurinn hefur fengið Eirík Bergmann, forstöðumann Evr- ópufræðaseturs og dósent í stjórn- málafræði við Háskólann á Bifröst, til að vinna að alhliða rannsókn á áhrifum EES-samningsins á íslenskt samfélag. „Rannsókn lögreglu á vettvangi er lokið og það virðist vera sem það hafi orðið sprenging í eldfimum efnum,“ segir Gunnar Jóhannsson, yfirmað- ur rannsóknardeildar lögreglunnar á Akureyri. Lögreglan hefur unnið við rannsókn á sprengingu sem varð í heimahúsi á Siglufirði á mánudaginn. Lögreglan telur að neisti hafi skot- ist úr slípirokk, sem maðurinn var að vinna með í þvottahúsi á neðri hæð hússins, og í eldfim efni sem þar voru geymd. Ekki er vitað hvaða eldfim efni um er að ræða. „Við eigum eftir að ganga úr skugga um hvaða efni þetta voru en það skýrist þegar við höfum rannsakað sýni sem við tókum og eftir að við höfum tala við manninn,“ segir Gunnar. Eins og fram hefur komið þá slas- aðist maðurinn töluvert við spreng- inguna. Hann var með meðvitund þegar hann var fluttur með sjúkrabíl til Akureyrar. Þar gekkst hann undir aðgerð á þriðjudag og var lagður inn á gjörgæsludeild með töluverða áverka. Gunnar segir að hann sé þó ekki talinn í lífshættu. Kona sem var á efri hæð hússins kom manninum til hjálpar en hún var einnig flutt á sjúkrahús. Tilkynning um sprenginguna barst lögreglu klukkan18.20 á mánudaginn og fór rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri á staðinn til að aðstoða við rannsóknina. Sprengingin var mjög öflug og brotnðuðu hurð og gluggar jafnframt sem hlaðinn veggur hrundi. Fjölmargir Siglfirðingar urðu spreng- ingarinnar varir. gunnhildur@dv.is Var að vinna með slípirokk þegar neisti fór í eldfim efni: Neistiollisprengingu siglufjörður Maðurinnhlaut töluverðaáverkaísprengingunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.