Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2010, Side 17
miðvikudagur 20. október 2010 erlent 17
Fyrrverandi landlæknir Bandaríkjanna telur að lögleiða eigi marijuana:
Marijuana verði lögleitt
Fyrrverandi landlæknir Bandaríkj-
anna, dr. Joycelyn Elders, sagði í
viðtali við CNN á dögunum að hún
teldi fýsilegt að lögleiða marijuana
um gjörvöll Bandaríkin. Talsverð
umræða hefur verið vestanhafs
um lögleiðingu marijuana síðustu
daga, en í næsta mánuði geta íbúar
Kaliforníuríkis kosið um hvort al-
menn notkun á efninu verði gerð
lögleg – svokölluð tillaga 19. Stuðn-
ingsmenn tillögunnar hafa bent
á að ríkið myndi hagnast umtals-
vert með skattheimtu af sölu mari-
juana, auk þess sem fjármunir eigi
eftir að sparast þegar lögreglan læt-
ur af kostnaðarsömum aðgerðum
til að vinna bug á ræktun marijúana
og sölu. Andstæðingar tillögunn-
ar hafa hins vegar bent á skaðlegar
aukaverkanir marijuanareykinga.
Elders bendir hins vegar á að „mari-
juana er ekki eitrað efni. Það er ekki
líkamlega ávanabindandi og hefur
ekki leitt til nokkurs einasta dauða
með beinum hætti. Ólíkt til að
mynda löglegum efnum á borð við
áfengi og sígarettur.“
Elders bendir á að Bandaríkja-
menn hafa hæsta hlutfall dæmdra
glæpamanna í heiminum en það sé
að miklu leyti vegna sakfellinga ungs
fólks vegna glæpa tengdum mari-
juana. „Við erum að sakfella ungt
fólk sem hefur aldrei stundað of-
beldisglæpi, enda leiðir marijuana-
neysla ekki til árásarhneigðar. Áfengi
gerir það hins vegar en er samt lög-
legt. Við getum notað mannauð okk-
ar miklu betur en þetta,“ segir Elders.
Aðspurð hvort hún eigi eftir að neyta
marijuana verði það löglegt seg-
ist hún efast um það: „Ég hef aldrei
reykt á ævi minni, hvorki sígarettur
né neitt annað. Ég fer varla að byrja
á því úr þessu.“
Evrópusambandið ætlar sér að
sameina löggjöf um fæðingarorlof
mæðra í aðildarríkjum sínum, en
frumvarp þess efnis bíður nú af-
greiðslu í Evrópuþinginu og líklegt
er að kosið verði um málið í þessari
viku. Til stendur að lengja fæðing-
arorlof mæðra í 20 vikur á fullum
launum en til þessa hafa mæður
þurft að láta sér 14 launaðar vikur
duga í flestum aðildarríkjum ESB.
Í Bretlandi gilda hins vegar aðr-
ar reglur. Þar eiga mæður rétt á 90
prósent launa sinna í 6 vikur eftir
barnsburð, en næstu 33 vikur þar á
eftir fá þær aðeins 125 pund á viku
– sem samsvarar liðlega 22 þús-
undum íslenskum krónum. Breskar
mæður eiga rétt á 12 mánaða leyfi
frá störfum eftir barnsburð en af-
ganginn af tímanum sitja þær uppi
með engar tekjur.
Of kostnaðarsamt
Verði hin nýja löggjöf samþykkt er
talið að það muni kosta bresk yfir-
völd sem og fyrirtæki tvo og hálf-
an milljarð punda, sem nemur tæp-
lega 450 milljörðum íslenskra króna.
Breska ríkið er nú þegar gífurlega
skuldsett og telja margir að gamla
heimsveldið muni ekki þola svo stór-
aukin útgjöld. Breskir Evrópuþing-
menn eru nú milli steins og sleggju,
en talið er að þeir muni reyna að
koma í veg fyrir að frumvarpið verði
samþykkt. Á sama tíma vilja þeir ekki
gera breskum mæðrum gramt í geði
en aðstæður þeirra eru lakar mið-
að við það sem gengur og gerist á
meginlandi Evrópu. Talið er líklegt
að samþykkt verði málamiðlun sem
lögð var fram af Evrópuráðinu, sem
kveður á um að fæðingarorlof verði
lengt í 18 vikur á fullum launum.
Marina Yannakoudakis er þing-
maður íhaldsmanna á Evrópuþing-
inu: „Þessar tillögur munu kosta
bresk smáfyrirtæki og félagsmála-
yfirvöld milljarða punda og einnig
leiða til kynjamismununar á vinnu-
stöðum. Ríkisstjórnir einstakra
ríkja eiga að geta ákveðið hversu
miklu þær vilja eyða í fæðingar orlof
og mæðurnar sjálfar eiga rétt á að
ákveða hvað er best fyrir þær og fjöl-
skyldur þeirra. Evrópusambandið
á að hætta að skipta sér af og draga
þetta brjálaða frumvarp til baka.“
Munu síður ráða konur á
barneignaraldri
Godfrey Bloom, sem einnig situr á
Evrópuþinginu, tekur í sama streng.
Segir hann að sér í lagi muni minni
fyrirtæki á Bretlandseyjum vera síð-
ur líkleg til að ráða konur á barneign-
araldri verði frumvarpið samþykkt.
„Ef það er markmið Evrópusam-
bandsins að hanna lög sem hvetji at-
vinnurekendur til kynjamismununar
þá gæti þeim ekki hafa farist verk-
efnið betur úr hendi. Fáránleg lög-
gjöf sem þessi útilokar atvinnutæki-
færi ungra kvenna og neyðir þær til
að sitja aðgerðarlausar heima við.
Það er verið að færa stöðu kvenna á
atvinnumarkaði til 1920 með einu
pennastriki.“
Bresk stjórnvöld ætla sér að koma í veg fyrir nýja löggjöf Evr-
ópusambandsins um fæðingarorlof mæðra. Löggjöfin sé of dýr,
sérstaklega fyrir smærri fyrirtæki.
Umdeild planta Kaliforn-
íubúar munu kjósa um hvort
lögleiða eigi marijuana.
Vilja ekki lengja
fæðingarorlof
björn teitssOn
blaðamaður skrifar: bjorn@dv.is
evrópuþingið Til stendur að greiða
atkvæði um samræmda löggjöf um
fæðingarorlof mæðra í vikunni.
fram á, þrátt fyrir allt saman, að 69
prósent Frakka styðja frumvarp ríkis-
stjórnarinnar. Alltént er minnihlutinn
mjög hávær þar í landi.
bylting gegn sarkozy
Kristín Jónsdóttir, sem margir þekkja
sem Parísardömuna, er búsett í Frakk-
landi. Hún sagði í samtali við DV mót-
mælin vera talsvert áberandi. „Þessi
mótmæli eru ekki eingöngu vegna
eftirlaunafrumvarpsins, heldur líka
almennra óánægju með Sarkozy og
hans ofurhægristefnu. Það eru all-
ir komnir með upp í kok af honum,
jafnvel fólkið úr hans eigin flokki. Ég
bý í frekar rólegu úthverfi, en í morg-
un voru heilmikil mótmæli við metró-
stöðina okkar, á stórum gatnamótum.
Þar var kominn hópur frá aðalstéttar-
félaginu, með blys og lúðra, og dreifðu
einblöðungum til að hvetja fólk til að
taka þátt í mótmælunum. Reglulega
er svo boðað til allsherjarverkfalla,
sem eru missterk. En ég held að þessi
mótmæli muni halda eitthvað áfram
og hver veit nema þau snúist upp í
allsherjar „byltingu“ gegn Sarkozy og
stjórn hans.“
aðgerðir fÓlkSinS
laMa frakklanD
Mikil mótmælabylgja hefur skekið Frakkland undanfarnar vikur sem minnir um margt á stúdentamótmælin 1968. Eldsneytisskortur
er staðreynd vegna verkfalls í olíuhreinsunarstöðvum. Kosið verður um hækkun eftirlaunaaldurs í vikunni.
Þingið vill ræða
við Zuckerberg
Mark Zuckerberg, stofnandi net-
samfélagsins Facebook, hefur verið
kallaður til fundar af fulltrúadeild
bandaríska þingsins. Ástæðan er
upplýsingaleki, en nýlega kom í ljós
að fjöldamörg fyrirtæki notfærðu
sér persónulegar upplýsingar um
mögulega viðskiptavini í gegnum
Facebook. Vill þingmannanefnd fá
að vita hve marga notendur málið
snerti, og hvernig vefurinn hyggst
koma í veg fyrir slíkan upplýsinga-
leka í framtíðinni. Zuckerberg hefur
frest til 27. október til að svara.
Hraðlest milli lund-
úna og frankfurt
Deutsche Bahn ætlar sér að hefja
reglulegar ferðir á milli tveggja fjár-
málamiðstöðva Evrópu – Lundúna
og Frankfurt – fyrir árið 2013. Með
þessu móti ætlar Deutsche Bahn
sér í samkeppni við lestarfyrirtækið
Eurostar, sem býður meðal annars
upp á lestarferðir frá Lundúnum til
Parísar og á milli Parísar og Brussel.
Búið er að prufukeyra lest Deutsche
Bahn nú þegar, en hún mun ferðast
á yfir 300 kílómetra hraða á klukku-
stund og á ferðin ekki að taka meira
en fjóra tíma að hámarki.
Skotið á Pentagon
Ónafngreindur maður tók upp á því
að hefja skothríð í átt að Pentagon,
varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í
gær. Enginn mun hafa slasast né mun
nokkurt eignatjón hafa átt sér stað
vegna skotárásarinnar, en það er haft
eftir talsmanni ráðuneytisins. Er þetta
í fyrsta sinn sem skotið er á Pentagon
síðan í maí, en þá tókst skotmanni
að særa öryggisverði við aðalinngang
byggingarinnar og var í kjölfarið skot-
inn til bana. Í kjölfarið voru örygg-
ismál ráðuneytisins tekin til endur-
skoðunar.