Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2010, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2010, Qupperneq 18
„Það er komið endanlegt grænt ljós á myndina.“ n Leikstjórinn Baltasar Kormákur er búinn að gera samning við Hollywood-risann Universal og ræðst nú í gerð Contraband, endurgerð á Reykjavík-Rotterdam. – Fréttablaðið „Þetta tók á, það er óhætt að segja það.“ n Stefán Jóhann Arngrímsson er nýkrýndur Íslandsmeistari í póker en hann hlaut tvær milljónir og sex hundruð þúsund í sigurlaun. – Fréttablaðið „Það er vilji fyrir því að halda honum og það eru alveg líkur á því að hann verði áfram.“ n Kristinn Kærnested, formaður knattspyrnudeild- ar KR, segir að Hollendingurinn Mark Rutgers gæti verið áfram hjá félaginu. – Fótbolti.net „Ég lagði af stað full vonar um að nú hefðu stjórnendur bankans séð að við svo búið væri ekki unað og málið yrði að afgreiða. Sú von var drepin strax í upphafi fundarins.“ n Agnes Arnardóttir, eigandi lítils byggingarvöru- fyrirtækis á Akureyri, var skömmuð af Landsbankan- um fyrir viðtal sem hún veitti Kastljósi. – DV „Eg trui ekki odru en thetta breytist en mer blaedir a hverjum degi.“ n Brot úr tölvupósti Heiðars Más Guðjónssonar, fyrrverandi starfsmanni Novator, frá árinu 2007. Þar ræðir Heiðar Már um það hversu góð staða íslensku krónunnar komi sér illa fyrir hann. – DV Krónuníðingurinn Maður að nafni Heiðar Már Guð-jónsson leitaði til George Soros, sem felldi breska pundið á sín-um tíma. „Það freistar þeirra að ráðast á krónuna,“ sagði Heiðar eftir fund með Soros og öðrum fjárfesti, í tölvupósti frá 2007 sem DV birtir. Heiðar hljómar eins og landráðamað- ur. En það er í raun einfalt og barnalegt að velta sér of mikið upp úr slíkum persón- um. Það sem er praktískt fyrir okkur að vita er ekki aðeins að Heiðar hafi plottað árás á krónuna heldur að það sé yfirhöf- uð hægt að rústa krónunni og þar með ís- lenskum almenningi. Sami maður var- aði Björgólfsfeðga við því að krónan væri í ógöngum. Hún væri búin að vera sem gjaldmiðill. Ef það er hægt að græða löglega á því að stórskaða þjóðina er eitthvað annað stórt vandamál en níðingurinn sjálfur. Heil þjóð getur ekki átt afkomu sína undir því að ein- stakir fjárfestar ákveði að gera hið siðferðis- lega rétta og hafna stórgróða af stórfelldum viðskiptum með krónuna. Það er glapræði að treysta blint á siðferði fjárfesta. Maðurinn sem eyðilagði krónuna á end- anum er auðvitað ekki Heiðar Már Guðjóns- son heldur Davíð Oddsson seðlabankastjóri. En það skilar okkur litlu að vita það. Krón- an er ennþá til staðar. Hún er vandamál. Hún gerir það að verkum að það er áhættu- fjárfesting að kaupa sér heimili á Íslandi. Hún lækkar launin okkar á mettíma og ger- ir ómögulegt að skipuleggja framtíðina fjár- hagslega. Hún gerir okkur berskjölduð fyrir hvers kyns níðingum. Það kostar almenning alltof mikið að halda uppi krónunni í þeim þjóðernislega tilgangi að halda okkur utan Evrópusam- bandsins. Krónan er krónískur sjúkdóm- ur sem hrjáir íslenskan almenning og tekur upp á því með reglulegu millibili að setja líf flestra landsmanna í uppnám. Íslendingar eru áhættuhneigðir, eins og sást á aðdáun fólks á útrásarvíkingum sem voru þekkt- astir fyrir að þora að taka mikla áhættu. Nú þurfum við að minnka áhættuna og kasta krónunni. Þá getum við loksins einbeitt okk- ur að öðrum og mikilvægari hlutum en verð- tryggingu, gjaldeyrishöftum, gengislánum, ofurvöxtum, gjaldeyrisbraski, krónuníðing- um og óhæfum seðlabankastjórum. Engin ein aðgerð getur losað okkur við jafnmörg krónísk vandamál á einu bretti. Jón TrausTi reynisson riTsTJóri skrifar. Það er glapræði að treysta blint á siðferði fjárfesta. leiðari 18 umræða 20. október 2010 miðvikudagur ESB-óvinir ævarEiðir n Þingmaðurinn og rannsakandinn Eva Joly á sér fjölmarga aðdáendur á Íslandi. Margir þeirra harma brott- hvarf hennar úr rannsókn á saka- málum hruns- ins. Annar hópur er einstaklega ósáttur við að Eva skuli mæla ein- dregið með því að Ísland gangi í Evrópusam- bandið. Ekki var að merkja minnsta vafa þegar hún reifaði kosti ESB-að- ildar í Silfri Egils hjá Agli Helgasyni. Andstæðingar aðildar bókstaflega nötra af reiði enda er víst að margir fylgja ráðgjöf Evu og styðja aðild. Skáldið og Mogginn n Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason verður seint talinn til vina Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morg- unblaðsins. Hall- grímur var einn þeirra þúsunda áskrifenda sem sögðu Moggan- um upp þegar Davíð var ráðinn ritstjóri. Hall- grímur hefur að mestu fengið að vera í friði síðan en á dögunum fékk hann upphringingu sem hann lýsti á Facebook. Mogginn var í símanum og erindið var að grátbiðja skáldið um að taka við áskriftarblaðinu frítt í tvo mánuði. Hallgrímur mun hafa tekið boðinu. Útvörðurinn BuBBi n Bubbi Morthens er orðinn einn þekktasti útvörður útrásarvíkinga. Sérstaklega lætur hann sér annt um Jón Ásgeir Jóhannesson, meintan aðal- eiganda 365. Það kemur því ekki á óvart að Bubbi ræðst í Pressu- pistli á Stein- unni Guðbjarts- dóttur, formann slitastjórnar Glitnis, og alla henn- ar stjórn. Steinunn hefur verið að elta uppi Jón Ásgeir og félaga hans undir þeim formerkjum að þeir hafi rænt Glitni innan frá. „Hverskonar viðbjóður er þetta og mannvonsku- hroki? Þessi slitastjórn er greini- lega ekki með öllum mjalla. Hún er óhæf...“ bloggar Bubbi af heift. FallEinkunn Jóhönnu n Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, gaf Jóhönnu Sig- urðardóttur forsætisráðherra fal- leinkunn í viðtali á Bylgjunni um helgina. Taldi Þorsteinn frá- leitt að Jóhanna snérist um 180 gráður í afstöðu sinni til niður- fellingar skulda almennra borg- ara. Einhverjum þykir sem harka- lega sé þarna vegið að heiðri Jóhönnu sem nú sé öll af vilja gerð að leiðrétta skuldir. Það eina sem til þurfti var að 8.000 manns mættu á Austurvöll til að skamma þing og ríkisstjórn. sandkorn tryggvagötu 11, 101 reykjavík Útgáfufélag: Dv ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir ritStjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is fréttaStjóri: Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is umSjón helgarblaðS: Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is umSjón innblaðS: Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is dv á netinu: Dv.IS aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: Árvakur. Dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. bókstaflega „Já, ég bjó í Noregi í mörg ár og hef kennt við marga norska háskóla og unnið að ýmsum verkefnum með Norðmönnum í gegnum tíðina, en þetta verkefni verður hins vegar skrifað á ensku,” segir doktor Eiríkur BErGMAnn forstöðumaður evrópufræðaseturs og dósent í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Hann vinnur nú fyrir Norðmenn að alhliða rannsókn á áhrifum eeS-samn- ingsins á íslenskt samfélag. erTu góður í norsku? spurningin Flestir Íslendingar eru, líkt og utan- ríkisráðherrann, komnir af smá- bændum og sjó- mönnum. Sveitin og sjórinn eru rík í eðli okkar allra. Margir af minni kynslóð hafa ver- ið á sjó, eða unn- ið í fiski. Þannig var ég sjómaður á ungum aldri á Vestfjörðum á sama tíma og sá eldri af ritstjórum DV, og við slörkuðum sam- an í landlegum. Ég ólst líka að hálfu leyti upp innan um virðulegar og gáf- aðar verðlaunakýr á Mýrunum. All- ir, sem hafa sjóinn og sveitina í blóð- inu, vilja hag starfsstéttanna sem þeim tengjast sem bestan. Efasemdir sumra um Evrópusam- bandið tengjast því. Þeir heyra sönginn úr Mogganum sem nátt- langt og daglangt klif- ar ranglega á því að fiskimið- in verði tek- in af okkur, og bændastéttinni verði hent fyrir björg ef þjóðin samþykk- ir aðildarsamning. Hvoru tveggja er rangt, og byggt á misskilningi. Bábiljan um ræningjaflotann Við heyrum því oft haldið fram að gengi Ísland í Evrópusambandið liði varla dagur áður en sjóræningjaflotar frá Evrópu væru komnir inn fyrir lög- söguna að stela íslenskum fiski. Þetta er hrein bábilja, sem byggir á mik- illi vanþekkingu. Engin þjóð innan Evrópusambandsins mun geta fært sannfærandi rök fyrir kröfu um afla- heimildir úr staðbundnum stofnum Íslendinga. Reglur Evrópusambands- ins eru ekki þannig, og það hefur legið fyrir um árabil. Viðsemjendur okkar munu fremur leggja áherslu á gagnkvæmar fjárfest- ingar í sjávarútvegi en karp um afla- heimildir sem engin rök standa til. Harðsnúið samningalið Íslands þarf að fá í gadda slegið að við aðild flytj- ist ekki störf innan sjávarútvegsins úr landi, og helst að fjölga þeim. Reynsla annarra þjóða sýnir að það er hægt. Það verður eitt af markmiðunum við samningaborðið. íslenska leiðin Sjálfum finnst mér að samningsstaðan í landbúnaði sé betri en forystumenn greinarinnar telja. Styrkur okkar ligg- ur í sérstöðunni. Evrópusambandið hefur gert fæðuöryggi þjóða að for- gangsatriði. Engri þjóð er þörf á jafn skotheldu fæðuöryggi og þeirri, sem liggur á jaðri norðurheimskautsins fjarri matarkistum heimsins. Sú sér- staða skapar okkur stöðu. Áhersla sambandsins á líffræði- legan fjölbreytileika og uppruna- leg erfðamengi styðja kröfur okkar um sérstakt svigrúm vegna einangr- aðra húsdýrastofna frá landnámi. Við höfum líka mikla sérstöðu vegna fá- breyttrar framleiðslu, sem stjórnast af óblíðri veðráttu. Aðild að Evrópusambandinu gæti skapað sóknarfæri inn á markaði Evrópu, ekki síst fyrir útsjónarsama bændur. Í Evrópu er sívaxandi áhersla á afurðir sem standast æ þyngri kröfur um umhverfisgæði og heilnæmi. Um hágæði og hollustu stenst okkur eng- inn snúning. Reynslan af grænmetinu sýnir líka, að Íslendingar munu allt- af binda mikla tryggð við afurðir ís- lenskra bænda. Dæmið af Finnum er góð lexía. Þeir náðu fram merkilegum samningi um það sem skilgreint var sem heim- skautalandbúnaður. Það byggðist ekki síst á því að loftslagið skerðir mögulega framleiðslu og hversu dreifð byggðin er á norðursvæðum Finnlands. Þau rök eru sterkari hvað Ísland varðar. Íslenska leiðin getur því byggt á kröfu um enn rýmri heimildir fyrir íslenskan landbúnað. Við verðum að hafa sjálfs- traust. Störf gegn atvinnuleysi Reynsla smáríkja sýnir, að aðild að Evrópusambandinu örvar erlendar fjárfestingar. Hún gefur Íslending- um færi á að taka upp öflugan gjald- miðil, evruna, og innleiða evrópska vexti, þar sem verðtrygging heyrir sögunni til. Allt efnahagsumhverfið yrði stöðugra og traustara með aðild. Aðild okkar er því líkleg til að stuðla að sköpun fjölmargra nýrra starfa. Gleymum ekki, að á næstu tíu árum þarf Ísland á 30 þúsund nýjum störf- um að halda til að útrýma atvinnu- leysinu. Það væri því hreint ábyrgð- arleysi í mesta atvinnuleysi sögunnar að hætta viðræðunum. Aðild að Evrópusambandinu er ekki töfralausn en hún er ein af leið- unum inn í framtíðina. Þjóðin á að hafa frelsi til að kjósa sjálf hvort hún velur hana eða hafnar. Össur skarp- héðinsson utanríkisráðherra skrifar. kjallari Evrópusamband-ið hefur gert fæðuöryggi þjóða að forgangsatriði. Sveitir, sjór og ESB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.