Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2010, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2010, Page 29
miðvikudagur 20. október 2010 sviðsljós 29 www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur Ánægð Með eftirMyndina E va Longoria og eigin-maður hennar Tony Par-ker voru hæstánægð með vaxstyttuna af leikkon- unni sem vígð var í safni Madame Tussaud's í Las Vegas í vikunni. Eva skoðaði styttuna hátt og lágt, þreif- aði á rassi hennar og kíkti á leggina. Eva verður kynnir á evrópsku MTV-tónlistarverðlaunahátíðinni sem fer fram í byrjun nóvember. Sagan segir að þar muni Eva láta reyna á rapphæfileika sína. Það verður bæði forvitnilegt að sjá og heyra. Eva Longoria og Tony Parker: Eva og Tony Voru ánægð með eftirmyndina. fínasTi bossi! Og ekki eru leggirnir verri, sagði Longoria. Farin í mEgrun! Christina Hendriks þreytt á tali um línurnar: L eikkonan Christina Hendriks úr þáttaröðinni Mad Men er orð-in svo þreytt á allri umfjölluninni um íturvaxinn líkama sinn að hún ætlar í fyrsta skipti á ævinni að fara í megrun. Hún er hætt að borða kolvetni og drekka áfengi og tekur omega-3-fitu- sýrur til að hjálpa líkamanum að brjóta niður fitu úr fæðunni og von- ast hún til að léttast um 6 kíló á einum mánuði. Vonandi gengur hún þó ekki of langt í megruninni því lögulegur líkaminn er það sem gerir hana fallega og hafa konur um allan heim fagnað því að leikkona sem ekki notar stærð 0 fái jákvæða athygli fyrir vöxt sinn. bomba Christina er gullfalleg kona. ChrisTina á Emmy-vErðlaununum: Vöxturinn fékk að njóta sín í kjólnum. Leikur í Hangover 2 mel gibson: E in heitasta fréttin í Holly-wood þessa stundina er sú að Mel Gibson muni fara hlutverk í myndinni Hang- over 2. Um er að ræða lítið hlutverk en hann mun leika húðflúrlistamann frá Bangkok. Með þessu er talið að Gibson sé að reyna að rétta við feril sinn sem er í rúst eftir allar uppák- omurnar tengdar fyrrverandi kær- ustu hans, Oksönu Grigorievu. Tom Cruise tókst að koma ferli sínum aftur á flug með því að leika svipað hlutverk í myndinni Tropic Thunder en tengsl hans við Vísinda- kirkjuna höfðu ekki gert ferli hans gott. Líkt og í fyrri myndinni eru það Bradley Cooper, Zach Galifianakis, Ed Helms og  Justin Bartha sem fara með aðalhlutverkin. Hangover náði gríðarlegum vinsældum er og ein tekjuhæsta gamanmynd síðari ára.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.