Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2010, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2010, Blaðsíða 3
mánudagur 1. nóvember 2010 fréttir 3 Steinþór Baldursson, fram- kvæmdastjóri eignarhaldsfélags- ins Vestia, fær tæplega 8 milljóna króna eingreiðslu frá félaginu þeg- ar hann lætur af störfum hjá því á næstunni. Starfslok Steinþórs eru tilkomin vegna kaupa Framtaks- sjóðs Íslands á 70 prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu Vestia, eig- anda Icelandic Group, Húsasmiðj- unnar, 62 prósenta hlutar í Teymi og 83 prósenta hlutar í Plastprenti. Vestia var áður í eigu Landsbank- ans. Þetta kemur fram í drögum að samningi um starfslok Stein- þórs sem DV hefur undir höndum. Stjórnarformaður Vestia, Gunn- ar Viðar, starfsmaður Landsbank- ans, skrifar undir fyrir hönd eign- arhaldsfélagsins. Í samningnum kemur fram að uppsagnarfrestur Steinþórs sé sex mánuðir og að hann fái þessa upphæð í einni greiðslu: „Laun vegna 6 mánaða samningsbund- ins uppsagnarfrests verða greidd í einni greiðslu 5. janúar 2011.“ Samkvæmt drögunum er líklegt að Steinþór láti endanlega af störfum 15. desember eða 1. janúar 2011 og fær hann eingreiðsluna þá. Ekki er tilgreint í samningn- um hversu há laun Steinþór fær en í árshlutareikningi Vestia fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2010, sem DV hefur einnig undir höndum, er tekið fram að laun hans hafi numið rúmlega 7,6 milljónum króna þessa mánuði, eða sem nemur tæplega 1.300 þúsund krónum á mánuði. Því má ætla að hann fái sömu heildarupphæð, 7,6 milljón- ir, út uppsagnarfrestinn. Framtakssjóður Íslands, sem samanstendur af sextán lífeyris- sjóðum, keypti 70 prósenta hlut í Vestia í ágúst á 19,5 milljarða króna. Landsbankinn hélt eftir 30 prósenta hlut í félaginu og mun eiga fyrirtækin ásamt Framtaks- sjóði Íslands. Stýrði Vestia í rúmt ár Steinþór, sem var yfirmaður al- þjóðasviðs Landsbankans og einn af helstu hugmyndafræðingum Icesave-reikninganna fyrir hrun, stýrir því Vestia í heildina í um eitt og hálft ár. Vestia var stofn- að í maí í fyrra. Samkvæmt árs- reikningi ársins 2009 fékk Stein- þór nærri 6 milljónir króna í laun fyrir seinni helming ársins 2009 – Vestia var ekki stofnað fyrr en um mitt ár í fyrra. Því má ætla að Steinþór fái um 24 milljónir króna í laun í heildina vegna starfa sinna fyrir Vestia. Segja má að á þess- um tíma hafi Steinþór verið einn valdamesti maðurinn í íslensku viðskiptalífi í krafti stöðu sinnar hjá Vestia. Í samkomulaginu eru ekki sér- stök ákvæði um að Steinþór megi ekki vinna fyrir aðra aðila á meðan á uppsagnarfrestinum stendur. Þar er hins vegar ákvæði um að Stein- þór muni virða þagnar- og trúnað- arskyldur vegna starfa sinna fyrir Vestia eftir að hann hættir störfum. Vestia hefur einnig gert sam- komulag um starfslok við annan starfsmann Vestia, Þórð Ólaf Þórð- arson, en hann fær sömuleiðis greiddan sex mánaða uppsagnar- frest með eingreiðslu í dag, 1. nóv- ember 2010. Þetta kemur sömu- leiðis fram í samningnum um starfslok við Þórð Ólaf sem DV hef- ur undir höndum. 141 milljón í tap Vestia skilaði tapi upp á 141 milljón króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2010 en eigið fé félagsins nemur 2.334 milljónum króna. Í ársreikn- ingnum kemur fram að eignirnar sem seldar hafa verið séu metnar á rúmlega 31 milljarð króna á sama tíma og skuldir þeirra voru meira en 26 milljarðar. Kaupverð þeirra var, sem áður segir, 19,5 milljarðar króna og má ætla að Landsbank- inn hafi einfaldlega haldið eftir sem nam 30 prósenta eignarhluta í Vestia vegna skulda félaganna sem seld voru til Framtakssjóðsins. Þar vega skuldir Teymis hvað mest en samkvæmt ársreikningum eru þær tæpir 19 milljarðar króna. Í ársreikningnum kemur sömu- leiðis fram að laun og launatengd gjöld þeirra 8 starfsmanna sem unnu hjá Vestia á árinu 2010 hafi það sem af er ári numið 41 millj- ón króna. Annar rekstrarkostn- aður Vestia nam samtals rúmum 30 milljónum króna, þar af var kostnaður út af aðkeyptri þjónustu Landsbankans rúmar 17 milljónir króna. Dagpeningar og kostnaður við flug, bílaleigubíla og leigubíla og fleira slíkt nam tæpum fjórum milljónum króna á fyrstu sex mán- uðum ársins 2010. Laun vegna 6 mánaða samn- ingsbundins uppsagnar- frests verða greidd í einni greiðslu 5. janúar 2011. Steinþór fær 7,6 milljónir frá Vestia Steinþór Baldursson, framkvæmdastjóri eignarhaldsfélagsins Vestia, fær tæpar 8 millj- ónir króna frá félaginu þegar hann lætur af störfum. Framtakssjóður Íslands hefur keypt Vestia og tengjast starfslok Steinþórs þeim viðskiptum. Vestia tapaði 141 milljón króna á fyrri helmingi þessa árs en eigið féð nemur rúmum 2,3 milljörðum króna. ingi f. VilhjálmSSon fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Steinþór lengst til vinstri Hannmunfátæplega8milljóna krónaeingreiðslufráVestiaþegarhannhættirhjáVestiaá næstunni.MeðhonumámyndinnieruÁrniPéturJónsson, fyrrverandiforstjóriTeymis,ogÞórðurÓlafurÞórðarson,starfs- maðurVestia,semlæturafstörfumnúíupphafinóvember. xxxx xxx mynd Sigtryggur ari TekiST á um Völdin Þá má ætla að Guðrún Árnadóttir, viðskiptafræðingur og fyrrverandi formaður Félags fasteignasala, sé einnig meðal umsækjendanna fjögurra sem valið stendur um. Hún var í hópi 5 umsækjenda sem lengst náðu þegar forstjórastarfið var auglýst laust til umsóknar í fyrra skiptið. Bent er á að Böðvar Þórisson kunni að vera í hópi fjórmenning- anna, en hann á starfsferil meðal annars hjá Seðlabankanum og Sjó- vá. Meðal annarra umsækjenda eru Þorsteinn Þorsteinsson sem starfar hjá Ríkisendurskoðun, Vilhjálmur Bjarnason, lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, og Lárus H. Bjarnason, áður rektor Mennta- skólans við Hamrahlíð, og lögfræð- ingarnir Ólafur Páll Árnason og Sig- urður Erlingsson, sem báðir hafa starfað hjá Landsbanka Íslands. ráðherra velferðarmála Guðbjartur Hannessongeturekkitafiðmáliðþartil nýstjórntekurviðÍbúðalánasjóðium áramótin. Umsækjendur um stöðu forstjóra Íbúðalánasjóðs: AuðurArnaEiríksdóttir BöðvarÞórisson ElínSigrúnJónsdóttir GeorgAndersen GuðrúnÁrnadóttir HallurMagnússon JónJónsson JónÓlafurGestsson LárusH.Bjarnason ÓlafurPállÁrnason ÓmarÖrnKristófersson RunólfurGunnlaugsson SigurðurÁrniKjartansson SigurðurErlingsson SigurðurGeirsson SnorriStyrkársson SverrirH.Geirmundsson SævarÞórRíkarðsson VilhjálmurBjarnason YngviÖrnKristinsson ÞorsteinnÞorsteinsson umsækjendur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.