Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2010, Blaðsíða 17
mánudagur 1. nóvember 2010 erlent 17
Paul Rusesabagina varð heimsfræg-
ur í kjölfar kvikmyndarinnar Hótel
Rúanda þar sem hann var leikinn af
Hollywood-stjörnunni Don Chead-
le. Myndin segir frá atburðum í lífi
Rusesabagina á tímum borgarastyrj-
aldar í Rúanda, þar sem grimmileg-
ir stríðsglæpir voru framdir. Rusesa-
bagina var sannkölluð hetja en hann
gerði allt hvað hann gat til að vernda
fólk af Tutsi-ættbálknum, sem var
ofsótt af ráðandi ættbálki Hutu. Á
100 daga tímabili frá apríl til júlí
árið 1994 voru 800 þúsund manns
úr Tutsi-ættflokknum teknir af lífi í
einu stærsta þjóðarmorði allra tíma.
Nú hefur Rusesabagina komist í
fréttirnar að nýju, í þetta skiptið fyr-
ir miður hetjulegar sakir. Er hann
nú sakaður um að hafa fjármagnað
hryðjuverkasamtök með peninga-
sendingum frá Bandaríkjunum, en
Rusesabagina býr nú í Houston í Tex-
as. Sjálfur neitar hann alfarið sök og
segir að ásökunin sé hreinn rógburð-
ur gegn mannorði hans, vegna þess
eins að hann studdi ekki núverandi
forseta Rúanda, Paul Kagame, þegar
hann bauð sig fram til forseta. Martin
Ngoga, sem er ríkissaksóknari í Rú-
anda, segist hins vegar hafa sannan-
ir fyrir því að Rusesabagina hafi stutt
uppreisnarsamtökin FDLR, sem
eru skipuð meðlimum af Hutu-ætt-
bálknum. „Við grunum hann um al-
varlega glæpi og við skorum á hvern
þann sem heldur uppi vörnum fyrir
hann að skoða sönnunargögnin sem
við höfum undir höndum.“ Rusesa-
bagina hefur þó ekki verið ákærður
enn.
Í ágúst á næsta ári eru forseta-
kosningar í Rúanda, og hafa mann-
réttindasamtök lýst yfir áhyggjum
sínum á fjölmiðlakúgun Kagames
forseta. Hann hefur þaggað niður í
keppinautum sínum og jafnvel skip-
að öryggissveitum á andstæðinga
sína. Kagame er Tútsi, og er talið að
fólk af Hutu-ættbálknum eigi því sér-
staklega undir högg að sækja – þrátt
fyrir að bannað sé að ræða um ætt-
bálkamun í Rúanda í dag.
bjorn@dv.is
Paul Rusesabagina sakaður um að fjármagna uppreisnarhópa:
Hetjan í Hótel Rúanda
Sarah Palin lýsti því yfir í viðtali við Entertainment Tonight að hún myndi bjóða sig
fram til forsetaembættisins, ef enginn hæfur frambjóðandi gefi sig fram.
Palin til í tuskið
Sarah Palin, sem bauð sig fram til
varaforsetaembættis Bandaríkjanna
fyrir tveimur árum, hefur gefið sterk-
lega til kynna að hún muni sækjast
eftir forsetaembættinu í kosning-
um árið 2012. Í viðtali við sjónvarps-
stöðina Entertainment Tonight sagði
Palin að hún myndi sækjast eftir
embættinu, ef hún yrði ekki vör við
aðra frambjóðendur sem eru starfs-
ins verðugir. Þegar kemur að því
að taka ákvörðunina um hvort eigi
að hrökkva eða stökkva mun Pal-
in skoða „hvort þá séu þegar komn-
ir frambjóðendur sem geta tekið
starfið að sér og ef svo er, þá mun
ég styðja þá af heilum hug og verða
þeirra helsta hjálparhella – vilji þeir
fá mig.“ Ætlar hún að bjóða sig fram
ef hún sér engan sem hefur sömu
ástríðu og hún fyrir heilbrigðri skyn-
semi, íhaldsemi og stjórnarskránni.
„Ef enginn annar er tilbúinn til þess,
þá mun ég vera óhrædd við að taka
erfiðar ákvarðanir án þess að hugsa
um hvað gagnrýnendur segja.“
Gagnrýnd úr öllum áttum
Palin hefur sýnt að hún gefur gagn-
rýnendum iðulega langt nef og veit-
ir ekki af. Gagnrýnendur hennar
koma úr öllum áttum og þá sérstak-
lega frá vinstri vængnum í bandarísk-
um stjórnmálum. Hún er sérstaklega
gagnrýnd af vinstri mönnum fyrir að
hafa ekki næga reynslu í utanríkismál-
um, en frægt var í kosningabaráttunni
sem hún stóð í með John McCain þeg-
ar hún montaði sig af sérstakri þekk-
ingu sinni á Rússlandi, því Rússland er
í sjónmáli við Alaska – heimafylki Pal-
ins, en þar var hún einmitt fylkisstjóri.
Nú þarf Palin að horfast í augu við það
að vera gagnrýnd af áhrifamiklum að-
ilum í Repúblikanaflokknum, hennar
eigin flokki. Einn þeirra er Karl Rove,
sem var einn helsti ráðgjafi George W.
Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkj-
anna. Sagði Rove í viðtali við Daily Te-
legraph að hann efaðist um að Banda-
ríkjamenn teldu Palin hafa burði til
að gegna mikilvægasta starfi í heimi.
Hann lýsti enn fremur áhyggjum sín-
um yfir raunveruleikasjónvarpsþætti
sem Palin tekur þátt í, en að mati hans
er ekki við hæfi að stjarna úr slíkum
þætti verði kjörin í Hvíta húsið. Sú
staðreynd að hún opinberaði áhuga
sinn á embættinu í viðtali við Enter-
tainment Tonight hefur væntanlega
ekki verið Rove að skapi.
Þingkosningar munu gefa
vísbendingar
Palin hefur þegar lýst yfir stuðn-
ingi sínum við 38 frambjóðend-
ur repúblikana til ríkisstjóra og til
fulltrúadeildar Bandaríkjaþings
í kosningunum sem fara fram 2.
nóvember. Ef þeim gengur vel,
mun það gefa Palin byr undir báða
vængi og líklegt að hún tilkynni
framboð sitt í kjölfarið. Stjórn-
málaskýrendur vestanhafs tala um
að kosningabaráttan um forseta-
embættið hefjist í raun um leið
og þingkosningum lýkur og byrja
þá líklegir frambjóðendur að leita
styrkja og stuðnings frá áhrifafólki.
Aðrir líklegir frambjóðendur rep-
úblikana eru meðal annarra tald-
ir verða þeir Mitt Romney, fyrr-
verandi ríkisstjóri Massachusetts,
Newt Gingrich, fyrrverandi forseti
fulltrúadeildar þingsins, og fyrr-
verandi ríkisstjóri Arkansas, Mike
Huckabee.
bjöRn teitSSon
blaðamaður skrifar: bjorn@dv.is
Palin hefur sýnt að hún gefur
gagnrýnendum iðulega
langt nef og veitir ekki
af.
Vændishneyksli í
Svíþjóð
Aftonbladet greindi frá því um helg-
ina að met hefði verið sett í Svíþjóð
í dómum um vændiskaup. Frá júní-
mánuði 2009 hafa 177 dómar verið
felldir í málum vændiskaupenda.
Blaðamaður Aftonbladet rannsakaði
málið og fullyrðir að margir þeirra
sem hafa verið dæmdir séu háttsettir
einstaklingar úr sænska stjórnkerf-
inu. Enginn hefur enn verið nafn-
greindur en á dögunum komst lög-
reglan á snoðir um stórt vændishús
í Stokkhólmi sem var rekið af konu
sem notaði nafnið „Brown Sugar.“
Írak og Afganistan
spilltust
Það ætlar að reynast erfitt fyrir Íraka
og Afgani að ná sér á strik. Ekki nóg
með að þar séu blóðug átök daglegt
brauð, heldur eru löndin einnig talin
þau spilltustu í heiminum. Árleg-
ur listi Transparency International
um spilltustu stjórnkerfin var birtur
á dögunum og þar kom þetta fram.
Þau lönd sem búa við minnsta spill-
ingu eru í ár talin vera Nýja-Sjáland,
Danmörk og Singapúr en Ísland sit-
ur í 11. sæti og Bandaríkin í 22. sæti.
Margir hafa bent á að ekki er hægt
að mæla spillingu, sem samkvæmt
skilgreiningu á sér stað á bak við
tjöldin.
Sjálfsmorðsárás í
Tyrklandi
Alls eru 22 særðir eftir sjálfsmorðs-
árás í Istanbúl á laugardag þar af 10
lögreglumenn. Lét árásarmaðurinn
til skarar skríða á Taksim-torginu í
miðborg Istanbúl er þar var saman
kominn mikill mannfjöldi vegna
mótmælaaðgerða. Vitni segja að
árásarmaðurinn hafi lifað árásina af
en hann var skotinn til bana af lög-
reglumönnum. Engin samtök hafa
lýst yfir ábyrgð á verknaðinum en
talið er að maðurinn, sem var liðlega
tvítugur, hafi verið uppreisnarmaður
úr hópi Kúrda.
Sjö ráðherrar
reknir
Hinn litríki forseti Suður-Afríku,
Jacob Zuma, hefur nú rekið sjö
ráðherra úr ríkisstjórn sinni. Taldi
Zuma að ráðherrarnir hefðu ekki
staðið sig nægilega vel í starfi.
Sagði Zuma af því tilefni að Suður-
Afríkubúar ættu að stefna hærra
og að aldrei hafi verið mikilvæg-
ara að halda utan um grunnstoðir
samfélagsins. Zuma hefur ein-
stakt lag á að komast í fréttir fyrir
aðrar sakir en árangur í stjórn-
málum. Frægt var þegar hann
var spurður hvort hann væri ekki
hrædur við alnæmi, en Zuma er
mikill kvennabósi. Zuma var með
svar á reiðum höndum: „Hafðu
ekki áhyggjur, ég fór í sturtu.“
Sarah Palin Fótboltamamman
ætlar sér að verða forseti.
Sæmdur orðu Rusesabagina tekur við
frelsisorðunni, æðstu orðu Bandaríkjanna,
frá George W. Bush, þáverandi forseta.