Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2010, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2010, Blaðsíða 15
EFLA SAMKEPPNI Í niðurstöðum á þingi Neytendasamtak- anna kom fleira markvert fram. Þar segir að samtökin skuli vinna að því að böndum verði komið yfir smálánastarfsemi. Upplýsingar um árlega hlutfalls- tölu kostnaðar komi fram í auglýsingum og séu lántakendum ljósar áður en viðskiptin fara fram. Efla þurfi leigumarkaðinn og mikilvægt sé að valkostir heimilanna í húsnæðismálum séu fleiri. Þegar kemur að samkeppni og vöru- verði leggja samtökin til að samkeppni verði virkjuð með því að leggja niður tolla og gjöld af smápökkum. Allt þurfi auk þess að gera til að efla samkeppni á matvöru-, fjármála-, fjarskipta-, trygginga-, lyfja- og eldsneytismarkaði. GREIÐSLUMAT STANDI UNDIR NAFNI „Taka þarf betur á þeim gríðarlega skuldavanda sem heimilin búa við. Þá ekki aðeins heimili sem lent hafa í greiðsluerfiðleikum og stefna í þrot, heldur einnig þau mörgu sem af veikum mætti reyna að standa í skilum,“ segir í niðurstöðum úr umræðuhópum á þingi Neyt- endasamtakanna sem fram fór á dögunum. Þar segir enn fremur að samtökin þurfi að vinna að því að ábyrgar lánveitingar verði grunnregla í lánaviðskiptum hér á landi. Greiðslumat þurfi að standa undir nafni og vera byggt á raunverulegri framfærslu- þörf einstaklinga. Lánveitendur beri hluta ábyrgðarinnar á þeim lánum sem veitt eru án þess að fullnægjandi forsendur séu fyrir þeim, en ekki skuldarar eingöngu. MÁNUDAGUR 1. nóvember 2010 NEYTENDUR 15 PENINGARNIR BRENNA UPP INNI Í BÖNKUNUM prósenta vexti. Arion banki býður lægstu vextina þar sem milljónin hækkar um 87 þúsund krónur um- fram verðlag á þremur árum. Óásættanlegt ástand Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, gagnrýn- ir bankana harðlega fyrir að bjóða ekki betur. „Ég tel að fólk eigi ekki að tapa á því að vera með peningana sína inni á reikningum bankanna, jafnvel þó svo um veltureikninga sé að ræða. Það er eðlilegt að vextirn- ir af innistæðum á veltureikningum séu ekki miklir en þeir ættu þó að vera réttum megin við núllið,“ segir Jóhannes. Hann segir óásættanlegt að fólk þurfi að binda peningana sína inni á reikningum í mörg ár til þess að fá jákvæða ávöxtun. „Ef það er eini valkosturinn að binda pen- ingana inni þá er það ekki ásættan- legt ástand,“ segir hann en þess má geta að óverðtryggðir sparireikn- ingar ná ekki að halda í við verð- bólguna – til þess eru vextirnir al- mennt of lágir. Jóhannes segir afleitt ef fólk geti allt eins geymt peningana sína und- ir koddanum í stað þess að geyma þá í bönkunum. – Örlítið hærri vextir eru víðast í boði ef fólk á háar upphæðir inni á reikningum. VEXTIR AF VELTU- REIKNINGUM Banki Vextir S24 3,45% MP Banki 0,25% Arion banki 0,15% Byr 0,15% Landsbankinn 0,10% Íslandsbanki 0,10% Yfirdráttur og dráttarvextir Það er nánast jafn dýrt að vera með yfirdráttarlán og að taka á sig dráttarvexti vegna vangreiddra reikninga. S24 býður lægstu vextina af yfirdráttarlánum en MP Banki býður sum- um viðskiptavinum betur. Hjá Íslandsbanka og Landsbanka má fá betri kjör gegn því að yfirdrátturinn lækki í hverjum mánuði. Dráttarvextir Seðlabanka Íslands eru nú litlu hærri en yfirdráttar- vextir. Það er nánast jafn dýrt fyr- ir þann sem ekki á fyrir reikning- um að greiða ekki með tilheyrandi dráttarvöxtum og að nota yfir- dráttinn. Engum skal þó ráðlagt að greiða ekki reikningana sína því upphæðir vegna innheimtuað- gerða geta fljótt orðið svimandi háar. Það kostar einstakling 108 til 113 þúsund krónur ári að vera með milljón króna yfirdrátt hjá bönkun- um. Vextirnir hafa þó lækkað mikið frá því sem þeir voru fyrir tveimur árum. Sparar 1% með bestu kjörum DV kannaði almenna yfirdráttar- vexti bankanna. Athugunin leiðir í ljós að vextir af yfirdráttarlánum eru á bilinu 10,85 til 12,95 prósent. Á ársgrundvelli þýðir það að millj- ón króna fullnýtt yfirdráttarheimild kostar á bilinu 108.500 til 112.950 krónur. Vextirnir eru hæstir hjá Byr en lægstir hjá MP Banka. MP Banki gefur þó upp vaxtakostnað á bilinu 10,85 til 12,35 prósent. Þær upp- lýsingar fengust hjá bankanum að samið væri um yfirdráttarvexti í hverju tilviki fyrir sig. Þar ráði við- skiptasaga og umsvif einstaklings- ins mestu. S24, sem er í eigu Byrs, býður annars eitt fyrirtækja skil- yrðislaust vexti sem eru lægri en 12 prósent. Vextirnir þar eru 11,25 prósent en munurinn á þeim vöxt- um og þeim hæstu eru aðeins um 1.700 krónur á ársgrundvelli, mið- að við að viðskiptavinur hafi millj- ón krónur í yfirdrátt. Þess má geta að stóru bankarn- ir bjóða lægri yfirdráttarvexti ef fólk er skráð í vildarklúbba. Þannig eru bestu kjör sem bankarnir bjóða oft um 1 prósent lægri en almenn kjör. Af milljón króna yfirdrætti munar slíkur „afsláttur“ 1.000 krónum á ársgrundvelli. Svipað háir dráttarvöxtum Samhliða vaxtalækkunum Seðla- banka Íslands hafa vextir af öllum inn- og útlánum lækkað mikið frá því sem var fyrir einu og tveim- ur árum. Þannig voru algengir yf- irdráttarvextir um 15 prósent fyr- ir ári síðan en rúmlega 26 prósent fyrir tveimur árum, rétt fyrir banka- hrun. Þá gagnrýndi Gísli Tryggva- son, talsmaður neytenda, bankana fyrir að yfirdráttarvextir væru nán- ast jafn háir og dráttarvextir. Drátt- arvextir væru lögum samkvæmt skaðabætur fyrir að ekki væri greitt á réttum tíma. „Mér finnst því óeðlilegt að umsamdir yfirdrátt- arvextir séu jafn háir eða svipaðir dráttarvöxtum,“ sagði Gísli í sam- tali við DV. Þess má geta að svipað er uppi á teningnum nú. Þannig eru al- mennir yfirdráttarvextir Byrs 0,30 prósentustigum lægri en dráttar- vextir – sem eru 13,25 prósent. Námsmenn fá betri kjör Flestir bankarnir bjóða náms- mönnum betri kjör en öðrum af yf- irdráttarlánum. Arion banki býður best, eða 7,65 prósent vexti. Náms- maður sem er með milljón króna fullnýtta yfirdráttarheimild greið- ir á ársgrundvelli 76.500 krónur af slíkri heimild. Hjá Landsbankan- um og Íslandsbanka greiða náms- menn 88.000 krónur af sömu heim- ild en S24 býður ekki upp á betri kjör fyrir námsmenn; þar eru vext- irnir 11,25 prósent sem fyrr segir. Þess má að lokum geta að eitt hagstæðasta sparnaðarráð sem völ er á felst í því að lækka yfir- dráttinn. Þeir sem eru með yfir- drátt hjá Íslandsbanka eða Lands- banka geta farið í lækkunarferli, þar sem yfirdrátturinn er lækkaður um fasta upphæð í hverjum mán- uði, gegn því að fá betri vaxtakjör. Hjá þessum tveimur bönkum bjóð- ast ríflega 9 prósenta vextir af slíku úrræði en ekki er tekið fram í vaxta- töflum hinna bankanna að þeir bjóði ámóta úrræði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.