Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2010, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2010, Blaðsíða 26
Klara, Alma og Steinunn taka þátt í bandarísku menningunni: 26 fólkið 1. nóvember 2010 mánudagur Rithöfundurinn og leikkonan Ingibjörg Reynisdóttir er nú stödd í Hollywood en Ingibjörg er höfundur bókanna sem unglingamyndin Órói byggir á. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Ingibjörg kíkir á stjörnuborgina en síðast hitti hún ekki minni stjörnur en stórleikarann Joaquin Phoenix og dönsku leikarahjónin Casper Christensen og Iben Hjejle. Enn og aftur er Ingibjörg umvafin stjörnum en samkvæmt Facebook-síðu hennar hefur hún þegar rekist á eitt skærasta ungstirni dagsins í dag. Leikkonan var nefnilega stödd á kaffihúsi þegar Michael Cera, leikarinn ungi úr myndinni Juno, fékk sér sæti á næsta borði. Spurning hvort hún hafi ekki reynt að fá hann til að leika í Óróa 2. Tobba gefur bækur Tobba Marinósdóttir hefur ákveðið að setja öll höfundareintök af nýrri bók sinni, Dömusiðum, undir tréð í Smáralind. En allar gjafir sem settar eru undir tréð fara til Mæðrastyrks- nefndar. Hún greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni og skrifaði jafnframt: „Sorrí mamma – þú verður bara að kaupa bókina!“ Það verða því vonandi margar konurnar sem fá óvæntan jólaglaðning frá Tobbu um þessi jól. En mamma hennar mun vonandi sætta sig við að þurfa að kaupa sitt eintak sjálf. Íslenska stúlknabandið The Charlies er að koma sér æ betur inn í banda- ríska menningu. Hrekkjavakan var um helgina og þær Alma, Klara og Steinunn veltu fyrir sér hugmyndum um búninga á Facebook-síðu sinni. Stelpurnar voru að spá í að vera afar frumlegar og vera þokkagyðjurnar í Charlie’s Angels en þær væru örugg- lega flottar sem glæpakvendin sem þær Cameron Diaz, Drew Barrymore og Lucy Liu léku. Önnur hugmynd þeirra, og úr allt annarri átt, var að klæða sig upp sem grínhópurinn The Three Stooges. Rífandi uppgangur er hjá stelp- unum og sendu þær frá sér sitt fyrsta lag á dögunum síðan þær héldu til Bandaríkjanna. Lagið fæst í versl- un iTunes og heitir Fighter on the Dancefloor og er endurgerð af eitís smellinum Eye of the Tiger. Svo virð- ist sem stóra tækifærið sé handan við hornið en Fighter on the Dancefloor var spilað í raunveruleikaþættinum Dancing with the Stars. Um mikinn heiður er að ræða því þátturinn er einn sá vinsælasti í Bandaríkjunum. Stelpurnar eru á samningi hjá út- gáfufyrirtækinu Hollywood Records sem einnig er með Queen á sinni könnu svo það eru engir byrjendur sem sjá um mál The Charlies. Stelpurnar njóta greinilega lífsins í botn í borg englanna. Þær eru þeg- ar búnar að heimsækja klámkónginn Hugh Hefner og hafa rekist á stjörnur á borð við Jamie Foxx, Joaquin Pho- enix, Paul Shore og Kim Kardashian. Charlie’s Angels á hrekkjavöku The Charlies Alma, Klara og Steinunn væru án efa flottar sem hinir eldheitu og hættulegu englar Charlies. HiTTi Michael Cera Hitar upp fyrir Air ólöf ArnAlds: „Ég er að fara til Frakklands á morg- un (mánudag) að hita upp fyrir hljómsveitina Air. Ég mun spila með þeim á fernum tónleikum sem er bara mjög gaman,“ sagði Ólöf Arn- alds um væntanlega ferð sína til Frakklands. Ólöf gaf nýverið út aðra breið- skífu sína, Innundir skinni, sem hefur hlotið frábæra dóma víða um heim en áður gaf hún út plötuna Við og við sem vakti mikla athygli fyrir frumlegar lagasmíðar og sérstakan söngstíl Ólafar. Á tónleikunum mun Ólöf koma ein fram og syngja lög af nýju plötunni en hún hefur verið kölluð næsta vonarstjarna Íslands í erlendum fjölmiðlum. Eftir tónleik- ana með Air heldur Ólöf til Banda- ríkjanna þar sem hún mun hita upp fyrir Íslandsvinina í Blonde Red- head. Þetta er allt partur af tónleik- ferðalagi hennar til að kynna nýju plötuna en alls er búið að staðfesta 32 tónleika fyrir ferðina, sem hófst á End of the Road Festival í Bretlandi 12. september og lýkur í Austin í Tex- as. Það er útgáfufélag í eigu Bjarkar Guðmundsdóttur, One Little Indian, sem gefur plötuna út en Björk syng- ur með Ólöfu í einu lagi á plötunni. Hljómsveitin Air sló í gegn með plötunni Moon Safari árið 1998 og spilaði fyrir fullu húsi í Laugars- dalshöll í júní 2007 og einnig hef- ur hljómsveitin unnið mikið með bandaríska leikstjóranum Sofiu Coppola og samdi meðal annars tónlistina fyrir myndina The Virgin Suicides. Söngkonan Ólöf Arnalds hélt í dag til Frakklands þar sem hún mun hita upp fyrir hljómsveitina Air á fernum tónleik- um. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferðalagi hennar og mun hún síðan halda til Bandaríkjanna og spila á undan Blonde Redhead. Hitar upp fyrir stórhljóm- sveit Ólöf mun spila á fjórum tónleikum með Air.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.