Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2010, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2010, Blaðsíða 11
mánudagur 1. nóvember 2010 fréttir 11 „Flateyringar eru í sjokki,“ segir Guð- mundur Björgvinsson, formaður íbúasamtaka Flateyrar. Á föstudag var 42 starfsmönnum fiskvinnslufyr- irtækisins Eyrarodda á Flateyri sagt upp störfum. Fyrirtækið hafði ver- ið í greiðslustöðvun síðan í vor en menn vonuðust þó ávallt til að fyrir- tækið næði að rétta úr kútnum. Hann segir Flateyringa ekki vera tilbúna til að leggja upp laupana. „En þeir sem telja sig geta farið og fundið einhverja vinnu annars staðar í þessu árferði koma vafalaust til með að reyna að gera það. Menn eru mjög miður sín yfir þessari stöðu,“ segir Guðmund- ur. Hann segir Flateyringa vera í fjötr- um vegna atvinnuástandsins sem þar ríki. „Eignir okkar eru á núlli í dag. Við eigum ekki neitt nema blessað- ar skuldirnar okkar. Það er enginn að fara að koma og kaupa hús á svona stöðum þar sem engin atvinna er. Af- leiðingarnar eru náttúrulega þær að plássið er sett á núll og það er spurn- ing hvort okkur tekst að vinna okkur upp frá því. Við þurfum utanaðkom- andi hjálp til þess. Þeir sem rekið hafa Eyrarodda hafa gert það meira af vilja en mætti og í þeirri trú að þeir gætu haldið uppi atvinnu á þessum stað. Þeir hafa lagt mikið á sig til þess.“ Afleiðingar kvótakerfisins Hann segir menn hafa vonast til þess að það fyndust einhverjar lausnir fyr- ir Eyrarodda á meðan fyrirtækið var í greiðslustöðvun til þess að tryggja grundvöllinn á Flateyri. „Það hafa verið fordæmi fyrir því hingað og þangað um landið, að það sé grip- ið til sértækra aðgerða og kannski skemmst að minnast þess þegar Ísafjarðarbær kom því í kring, þeg- ar svipuð vandræði blöstu við Þing- eyringum, að byggðakvóti sveitarfé- lagsins var allur færður á Þingeyri, fyrst í fimm ár og svo í tvö ár til við- bótar. Það eru svo sem fordæmi fyrir sértækum aðgerðum. Reyndar í dag er byggðakvóti orðinn sáralítil pró- senta og úr litlu að spila en við sitj- um náttúrulega uppi með bæði af- leiðingar kvótakerfisins og sölu og lokun Kambs, sem hluti af orsökinni. Svo líka hversu lítið er til skiptanna af aflaheimildum.“ Vilja veiða og verka fisk Guðmundur segir Flateyringa ekki vera að biðja um einhverja ölm- usu þegar kemur að aflaheimildum. „Heldur bara einfaldlega hitt að fá leyfi til þess að bjarga sér við það sem við kunnum, það er að veiða og verka fisk. Fiskvinnsla og fiskveiðar verða áfram undirstaða atvinnu víða um land. Það eru margir staðir hringinn í kringum landið sem standa frammi fyrir gífurlegum vandræðum,“ segir Guðmundur. Þegar fiskvinnslan Kambur lagði niður vinnslu árið 2007 og kvótinn seldur úr plássinu segir Guðmundur að Flateyringar hafi í sjálfu sér ekki verið spurðir þegar aflaheimildirn- ar voru seldar. „Þó að þær væru ekki skrifaðar á hvert og eitt okkar eins og við segjum, heldur það að öryggi fólks í þessari atvinnugrein hefur ver- ið til langs tíma verið fyrir borð borið. Fólk veit ekki þegar það leggur höfuð- ið á koddann á kvöldin hvort að það hafi einhverja atvinnu að morgni þegar það vaknar. Það er það sem er að valda gífurlegu óöryggi og ótta meðal fólks um allt land. Það er ekki bara bundið við Flateyri, því miður.“ Hann segir strandveiðarnar því miður ekki hafa skilað neinum afla til vinnslu í sumar því Eyraroddi tók ekki við þeim afla vegna greiðslu- stöðvunarinnar. Strandveiðiaflinn fór því allur beint á fiskmarkaði. Guð- mundur segir að það þurfi að binda aflaheimildirnar við staðina ef halda eigi landinu öllu í byggð. Menn eru mjög miður sín yfir þessari stöðu. Flateyri í Fjötrum vegna uppsagna birgir olgeirsson blaðamaður skrifar: birgir@dv.is Flateyringar eru miður sín eftir að fjörutíu og tveimur starfsmönnum Eyrarodda var sagt upp störfum síðastlið- inn föstudag. guðmundur björgvinsson segir íbúa vera í fjötrum því eignir þeirra séu einskis virði og að Flateyr- ingar geti ekki gert það sem þeir kunna að gera, að veiða og verka fisk. Hann segir marga staði, víða um landið standa frammi fyrir gífurlegum vandræðum. Flateyri Þriðjungi vinnubærramanna varsagtuppstörfumá Flateyriáföstudaginn. guðmundur björgvinsson „Eignir okkarerunúllídag.“ mynd páll önundArson „Ég hef bara ekkert um málið að segja,“ segir Eiður Svanberg Guðnason, fyrrverandi sendiherra, um það að Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, ætli að stefna honum og Guðmundi Ól- afssyni fyrir meiðyrði. Í viðtali við Pressuna sakar Arnþrúður þá tvo um atvinnuróg af verstu gerð. „Ég hef ekkert um það að segja held- ur. Ég hef ekki hugmynd um hvað manneskjan á við,“ segir Eiður í samtali við DV. „Ég veit það bara að samstarfs- maður hennar hringdi til mín, þessi Pétur Gunnlaugsson, um miðnætti þegar ég var farinn að sofa og ég ætla ekki að segja neitt meira um það,“ segir Eiður og bætir við: „Þessi kona gerir bara það sem henni sýnist.“ Greint var frá því á Pressunni að Arnþrúð- ur ætli að fara fram á milljón- ir í skaðabætur. Arnþrúður segir Bubba Morthens hafa fengið sjö milljónir króna í skaðabætur fyrir eina setningu, „Bubbi fallinn“ og því eru fordæmi fyrir slíku. Hún sagði Eið eiga að skammast sín því hann lifi á skattgreiðendum þessa lands sem fyrrverandi sendiherra og veitist að fyrirtæki Arnþrúðar. Hún sagði engan hafa hringt í Eið um miðjar nætur á vegum henn- ar. Arnþrúður segir Eið og Guð- mund hafa veist að fyrirtækinu með nafnlausum skrifum og einn- ig undir nafni. Eiður hefur áður sakað Arnþrúði um að hafa í hót- unum við eiginkonu hans. Arn- þrúður viðurkenndi í samtali við Pressuna að hafa talað við hana en þvertók fyrir að hafa hótað einu né neinu. Hún sagðist hafa haft fulla ástæðu til að tala við eiginkonu Eiðs upp á það hvort hún gæti haft áhrif á hann svo hann hætti þess- um meiðyrðum. birgir@dv.is Arnþrúður Karlsdóttir stefnir eiði guðnasyni og guðmundi Ólafssyni fyrir meiðyrði: „Gerirbaraþaðsemhennisýnist“ milljónir í bætur Arnþrúður Karlsdóttirvillfámilljónirí bæturvegnameiðyrða. mynd steFán KArlsson „Ekkert leikrit“ „Nei, þetta er ekkert leikrit af hálfu ríkisstjórnarinnar, miklu frem- ur einlæg viðleitni hennar til að efla sam- stöðu meðal landsmanna andspænis mjög erfiðri stöðu þjóð- arinnar hvað efnahagsmál- in varðar. Við höfum mikla möguleika til að rífa okkur upp úr öldudalnum ef okkur tekst að horfa fram á við og standa saman. Ísland býr yfir miklum krafti en við þurfum samstöðu til að virkja hann til góðra verka fyrir okkur öll,“ segir Össur Skarphéðinsson við DV um þau viðbrögð að hugmyndir ríkisstjórn- arinnar um samráð við aðila vinnu- markaðarins og stjórnarandstöð- una um uppbygginguna landsins framundan væru „leikrit.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.