Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2010, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2010, Blaðsíða 13
Til stendur að loka sambýlinu að Mýr- arási 2 um áramótin og er það Svæð- isskrifstofa málefna fatlaðra í Reykja- vík sem stendur að þeirri ákvörðun. Á heimilinu búa þrír þroskahaml- aðir, fullorðnir einstaklingar sem eiga einnig við geðræn vandamál að stríða. Þar búa þó venjulega fjór- ir en einn heimilsmaður lést í sum- ar. Lokunin er mikið áfall bæði fyrir íbúa heimilisins og starfsfólkið. Mik- il óvissa fylgir ákvörðuninni enda er ekki ljóst hvert íbúarnir verða fluttir þegar þar að kemur. Ekkert samráð var haft við íbúana eða aðstandend- ur þeirra áður en ákvörðun um lokun var tekin, en boðað var til fundar með þeim þar sem ákvörðunin var kynnt og fékkst henni ekki hnikað þrátt fyrir mótbárur. Gerður Árnadóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, segir slíka ákvörðun Svæðisskrifstofu fatlaðra stangast á við lög um málefni fatlaðra. Í lögunum er kveðið á um að ákvörðun um búsetu fatlaðra einstakl- inga skuli tekin í samráði við einstakl- ingana sjálfa og aðstandendur þeirra. „Það er ótrúlegt að slík þjónustustofn- un, sem ber að fara eftir lögum, ber að virða sjálfræði fólks og grundvallar mannréttindi, skuli vinna svona,“ segir Gerður sem lítur á það sem grundvall- ar mannréttindi fólks að fá að búa í ör- yggi á sínu eigin heimili. „Þetta er bara ill meðferð á fullorðnu fólki.“ Lítill áhugi á frelsi hins fatlaða manns Öllu starfsfólki hefur verið sagt upp á Mýrarási 2 og mun það hætta þegar heimilinu verður lokað um áramót- in. Það er því ljóst að starfsfólkið mun ekki koma til með að fylgja íbúum Mýraráss á ný heimili og Gerður segir það ennþá alvarlegra. „Starfsfólkið er oft akkeri í lífi þessa fólks, þekkir þarfir þeirra og dynti og getur átt góð sam- skipti við það.“ Gerður bendir á að fólk með þroskahömlun eigi sérstaklega erf- itt með að aðlaga sig að nýjum að- stæðum og að það sé hluti af fötlun þeirra. Hún segir að svona rask gegn vilja fólks valdi alltaf vanlíðan, bæði hjá fötluðum og ófötluðum en að full- orðið þroskahamlað fólk sé einn við- kvæmasti hópurinn af öllum. „Það hefur ekki verð pólitískur vilji fyrir því að fatlað fólk búi við eðlileg lífskjör,“ segir Gerður og bendir á að pólitískur vilji felist í fjármagni, sem hefur skort síðastliðin ár. „Stjórn- málaöfl sem mikið hafa talað um frelsi mannsins til að gera allt mögulegt hafa haft lítinn áhuga á frelsi hins fatl- aða manns til að lifa eðlilegu lífi.“ Hún segir það áhyggjuefni fyrir íslenskt samfélag hvernig komið er fram við fatlað fólk. Íbúar Mýraráss viti alveg hvað sé í vændum og hafi skoðanir á því og Gerður segir nauðsynlegt að virða það. Ekki í samræmi við samning ríkis og sveitarfélaga Að sögn Gerðar stóð til að loka tveimur heimilum. Á hinu heimilinu býr ungt fólk og ættingjar þeirra mótmæltu svo harðlega að horfið var frá lokun. Þó stendur til að selja húsnæðið sem hýs- ir það heimili en Gerður segir það mál hafa verið sett í eðlilegan farveg. „Það er alveg eðlilegt að fólk flytji en slíkt þarf að vinna í samráði við einstaklinga sem eiga í hlut en ekki henda fólki til eins og hveitipokum.“ Gerður telur að pressa hafi verið sett á svæðisskrifstofuna um að fram- kvæma sparnaðaraðgerðir þó það sé ekki í samræmi við þann samning sem gerður hafi verið á milli ríkis og sveit- arfélaga. Til stendur að flytja málefni fatlaðra yfir til sveitarfélaga árið 2011 og Gerður segir að samið hafi verið um óbreytta þjónustu og aukið fjármagn til málaflokksins við yfir færsluna. Þroska- hjálp hefur sent fyrirspurn til heilbrigð- isráðuneytisins varðandi þetta mál en erfitt hefur reynst að fá skýr svör. Ekki mannlegt að fara svona með fólk Hildur Þórisdóttir, forstöðuþroska- þjálfi Mýraráss, er miður sín yfir ástandinu. Hún segir að það eina sem þau viti sé að heimilinu verði lokað um áramótin en frekari upplýsingar hafa ekki fengist frá Svæðisskrifstof- unni. Nú sé starfsfólkið bara að berj- ast við að halda haus fyrir íbúa heim- ilisins. „Þetta er bara ógeð en svona er þetta hérna,” segir Hildur sem á varla nógu sterk orð til lýsa vanþóknun sinni á ákvörðun Svæðisskrifstofu fatlaðra í Reykjavík. Hún segir íbúa Mýraráss þurfa stöðuga umönnun og þetta verði þeim gríðarlega erfitt. Auðvitað komi þau til með að jafna sig einhvern tíma, en það sé hræðilegt að leggja slíkar raunir á þessa einstaklinga. Heimilið virðist ekki skipta neinu máli að mati Hildar. „Það er fullyrt að þau fari á sambærilegt eða betra heimili, en við eigum eftir að fá að vita hvaða heimili það eru og ég er ekkert viss um að þau séu til.“ Hún segir ekkert hugsað um mannlegu hliðina enda sé ekki mann- legt að fara svona með fólk. Hildur bendir á að nú sé október liðinn og því aðeins tveir mánuðir eftir af árinu og enn á eftir að finna fólkinu samastað á nýjum heimilum. Starfs- fólkið reynir að hlífa íbúunum eins og hægt er, en vissulega liggur óvissan í loftinu og það kemur niður á þeim. Hún segir þetta ekkert annað en nú- tíma hreppaflutninga. Svæðisskrifstofan segist fylgja verklagsreglum Svæðisskrifstofa fatlaðra í Reykjavík hefur birt yfirlýsingu á heimsíðu sinni varðandi sambýlið að Mýrarási 2 þar sem greint er frá ástæðum lokunar- innar. Krafa hefur verið gerð um hag- ræðingu í rekstri Svæðisskrifstofunnar fyrir árið 2011, líkt til annarra stofnana í þjónustu við fatlaða. Miðast hagræð- ingin við 5 prósent niðurskurð. Í yfirlýsingunni segir meðal annars: „Breyting á rekstri viðkomandi sam- býlis er hluti endurskipulagningarað- gerða SSR og forsenda þess að aðrar aðgerðir geti gengið eftir. Ákvörðun um þessa aðgerð tengist því að hún snert- ir fáa einstaklinga á sama tíma og þessi þjónusta er mjög kostnaðarsöm vegna aðstæðna. Hluti ákvörðunarinnar felst í því að íbúum sambýlisins verður gert tilboð um sambærilegar búsetuað- stæður eða betri en þeir njóta í dag.“ Þá segir Svæðisskrifstofan að verk- lagsreglum hafi verið fylgt við þessa ákvarðanatöku: „Verklagi SSR var fylgt þegar íbúum umrædds sambýlis voru veittar upplýsingar um þá stöðu sem komin var upp varðandi starfsemina. Voru íbúarnir og aðstandendur þeirra þeir fyrstu sem upplýstir voru um hvað væri framundan fyrir utan þröngan hóp stjórnenda.“ mánudagur 1. nóvember 2010 fréttir 13 Búseta aldraðra, þroskahamlaðra einstaklinga sem eiga við geðræn vandamál að stríða verður í uppnámi frá ára- mótum, þegar sambýlinu að Mýrarási 2 verður lokað. FÓLK FLUTT „EINS OG HVEITIPOKAR“ SóLrún LiLja ragnarSdóttir blaðamaður skrifar: solrun@dv.is Starfsfólkið er oft akkeri þessa fólks, þekkir þarfir þeirra og dynti og getur átt góð samskipti við það. Smiðjuvegur 9 • 200 Kópavogur • Sími 535 4300 • Fax 535 4301 Netfang axis@axis.is • Heimasíða www.axis • Margar viðartegundir og litir. • Mikið úrval á lager - skammur afgreiðslufrestur • Rennihurðir smíðaðar eftir máli • Íslensk framleiðsla á góðu verði! FATASKÁPADAGAR 75 Ára 1935-2010 m ag gi @ 12 og 3. is 1 74 .0 22 Allar nánari upplýsingar í síma 535 4300 1.– 7. NÓVEMBER! Í tilefni af 75 ára afmæli AXIS bjóðum við vandaða fataskápa á sérstöku afmælisverði. Opnunartími: Mánud.–föstud. 9–18 • Laugard. 10–16 • Sunnud. 11–16. Mýrarás 2 Sambýlinuverðurlokaðumáramótinogekki erljósthvaðverðurumíbúana,semallirerualdraðir, þroskahamlaðireinstaklingar. Sveinn Birkir ritstjóri Sveinn Birkir Björnsson hefur verið ráðinn ritstjóri vefmiðils- ins Eyjunnar. DV greindi frá því í síðasta helgarblaði að honum hefði verið boðið starfið. Sveinn Birkir tekur við ritstjórastöð- unni af Þorfinni Ómarssyni. Sveinn Birkir er heimspeking- ur að mennt en hefur einn- ig stundað M.A.-nám í blaða- mennsku við Háskóla Íslands. Hann ritstýrði áður götublaðinu Reykjavik Grapevine, en hefur síðustu tvö ár numið þjóðfræði við Háskólann í Lundi í Svíþjóð. „Ég er spenntur að takast á við þetta verkefni og mun byggja á því góða starfi sem Þorfinnur og aðrir forverar mínir í starfi hafa unnið með vefinn.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.