Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2010, Blaðsíða 20
NæloNsokkar í HafNarborg Gjörningaklúbburinn sýnir
Tight í Hafnarborg. Vísar titillinn til nælons eða nælonsokkabuxna sem ganga eins
og rauður þráður í gegnum sýninguna. Nælonið er nýtt á allan mögulegan hátt,
bæði sem efniviður og viðfangsefni en einnig í búninga og klæði, en á sýningunni
er tekist á við ímyndir og þekkt tákn og velt upp hugmyndum um sköpun mannsins
og þróunarkenninguna. Að Gjörningaklúbbnum standa Eirún Sigurðardóttir, Jóní
Jónsdóttir og Sigrún Hrólfsdóttir sem nota kímni og leikgleði í litríkum verkum þar
sem þær hæðast gjarna að sjálfum sér. Oft hafa verk þeirra þótt léttvæg og ögra
þær listheiminum með stelpulegu kossaflensi eða kerlingarlegum vinnubrögðum.
raX í gerðarsafNi Laugardaginn 30. október opnaði forseti
Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, ljósmyndasýningar Ragnars Axelssonar,
Veiðimenn norðursins og Andlit aldanna í Gerðarsafni í Kópavogi. Um leið var
fagnað útkomu bókarinnar Veiðmenn norðursins / Last Days of the Arctic eftir
Ragnar Axelsson með inngangi Marks Nuttalls. . Ragnar Axelsson ljósmyndari
, RAX , hefur undanfarin 30 ár fylgst með og skráð breytingar á lífsháttum á
Norðurheimskautssvæðinu. Ljósmyndir hans frá Kanada, Alaska og Grænlandi
bera vitni menningu, náttúrulífi og umhverfi sem mun breytast í mjög náinni
framtíð þannig að eftir stendur óþekkjanlegt svæði frá því sem áður var.
20 fókus 1. nóvember 2010 mánudagur
erla ÞórariNs
í así
Samtímis er heiti þrískiptrar sýning-
ar Erlu Þórarinsdóttur sem opnuð
verður laugardaginn 30. október
klukkan 15 í Listasafni ASÍ. Í Gryfj-
unni er skyggnimyndaseríu varp-
að á vegg með skyndimyndum frá
ferðalögum hennar um stórborgir
Indlands og Kína í bland við vest-
urlenskar stórborgarsvipmyndir.
Í Arinstofunni eru ljósmyndir af
geometrískum formum úr trúar-
legri indverskri byggingarlist og í efri
salnum óhlutbundin málverk á lér-
efti í félagsskap við ljósmynd af ind-
verska guðinum Lakulish, sem mun
vera einn af afkomendum Shiva og
frumkvöðull indverskrar jógaiðk-
unar. Safnið er opið alla daga nema
mánudaga frá klukkan 13 til 17 og
aðgangur er ókeypis.
HeNri Dubarc
í salNum
Tíbrá-tónleikar verða í Salnum
í Kópavogi miðvikudaginn 3.
nóvember klukkan 20. Þar munu
þau Sólrún Bragadóttir sópran,
Ágúst Ólafsson barítón og Gerrit
Schuil píanóleikari, flytja verk
eftir Henri Duparc. Það verður
spennandi að heyra hvernig þau
túlka verkin en sönglög Henris
Duparcs eru 17 að tölu. Þau eru
þeirrar gerðar að fram hjá þeim
verður ekki litið þegar talið berst
að franskri sönglagahefð. Það má
raunar segja að þau séu á meðal
fremstu sönglaga frá síðrómant-
íska tímabili tónlistarsögunnar.
Það er því með sanni fengur að
tónleikum, þar sem gefst tækifæri
til að njóta þeirra allra í senn.
fyirlestur í Þjóð-
miNjasafNiNu
Þriðjudaginn 2. nóvember mun
Steinunn Kristjánsdóttir dósent í
fornleifafræði við Þjóðminjasafn
Íslands og Háskóla Íslands flytja er-
indi um fornleifauppgröft sem hefur
staðið yfir á rústum Skriðuklausturs
í Fljótsdal frá árinu 2002. Lokið hef-
ur verið við að grafa upp um 1.300
fermetra af rústum klausturbygging-
arinnar, ásamt kirkju og klaustur-
garði, tæplega 200 grafir og skrá um
13 þúsund gripi, en reiknað er með
að uppgreftri á staðnum ljúki næsta
haust. Fyrirlesturinn hefst í fyrir-
lestrasal safnsins klukkan 12.05. Að-
gangur er ókeypis og allir velkomnir.
Ég hef alltaf verið svona,“ segir Eggert Pétursson myndlistarmaður um ein-lægan áhuga sinn á blóm-
um. Hann er einn ástsælasti lista-
maður þjóðarinnar og blóm eru hans
viðfangsefni þótt hann eigi ekki eina
einustu plöntu heima hjá sér. Um
helgina var opnuð sýning í Sverrissal
á neðri hæðinni í Hafnarborg með
sjö nýjum verkum eftir hann. „Þetta
eru verk sem ég hef verið að vinna
að undanfarið og eiga það sameig-
inlegt að vera af blómum sem vaxa í
hrauni.“
Feginn að ljúka þessu
Hraunið hefur verið íslenskum lista-
mönnum innblástur á svipaðan hátt
og skógar listamönnum annarra
landa. Eggert sækir innblástur í smá-
gerðan gróður sem vex í hrauninu
og notar hraunið, mosann og blóm-
in til að byggja upp verk sem bera
með sér fegurð um leið og greina má
ógn og óvissu sem fylgir því að fara
um úfið hraun. „Ég á sumarbústað
nærri Úthlíðarhrauni í Biskupstung-
um þar sem ég hef mikið verið. Verk-
in eru af blómum sem vaxa í hrauni,
finna sér stað í gjótum og sprungum.
Þetta eru algeng blóm eins og blá-
gresi, Sóleyjar og lyng sem fá þarna
skjól fyrir vindinum þannig að í þess-
um verkum er ákveðin dimma en
um leið leita blómin í ljósið þannig
að það er líka heilmikil birta í þess-
um verkum og miklir litir. Þessi verk
tengjast verkum sem voru á sýning-
um mínum á Kjarvalsstöðum, i8 og
á Bryggunni í Kaupmannahöfn. Þar
var ég að vinna með sama þema.
Út frá því spruttu líka sum verkin í
bókinni Blómalandið. Ég hef verið
að færa mig frá yfirborðinu og und-
ir það en ætla svo að fara að sinna
öðru. Þetta er mín lokaniðurstaða í
bili. Þetta er orðið ágætis samantekt
og nú er ég kominn að endapunkti
í þessum fasa. Nú ætla ég að fara að
snúa mér að öðrum blómategund-
um í öðru landslagi. Ég er feginn að
ljúka þessum kafla og hlakka til að
fara að gera eitthvað annað. Ég er bú-
inn að klára þessar hraunblómapæl-
ingar í bili.“
„Ég kann ekkert annað“
Áhugi hans á blómum kviknaði strax
í æsku. „Ég hef alltaf verið svona, al-
veg frá því að ég var krakki. Á sumr-
in fór ég alltaf í sumarbústað þar
sem mamma kenndi mér að þekkja
blómin. Ég var alltaf að spyrja hana,
hvaða blóm þetta væri. Ég held að
þetta hafi byrjað þannig. Svo þurrk-
aði ég blóm og stúderaði þau, lærði
að þekkja þau. Grastegundirnar
þekki ég ekki allar og er ekki góður
í mosa en blómategundirnar, þær
þekki ég. Ég hef alltaf haft áhuga á
blómum og síðan fékk ég áhuga á
myndlist seinna.“
Hann fór í gegnum myndlistarnám
og á þeim tíma voru viðfangsefnin
margvísleg. Smám saman urðu blóm-
in sterkara einkenni í listsköpun hans.
Viðamikil þekking á flóru landsins og
einstakir teiknihæfileikar urðu til þess
að hann myndskreytti Íslensku flór-
una sem kom út árið 1983. Sex árum
síðar hélt hann svo fyrstu sýninguna
á blómamálverkum og hefur æ síðan
notið farsældar. Á meðan margir lista-
menn fá útrás fyrir tilfinningar sínar í
verkum sínum nostrar hann við hvert
einasta smáatriði. „Það er kannski
misjafnt eftir hverju verki hvað ég er
að sækja í þegar ég vinn með blóm.
En ég er ekki að reyna að fá útrás, svo
mikið er víst, heldur skapa eitthvað
sem fólk nýtur þess að horfa á. Engu
að síður er ég vissu-
lega að nota mína
reynslu og þekkingu.
Þetta er það sem ég
geri. Ég kann ekkert
annað. Svona er lífið.“
Tónlist og himin-
blóm
Eggert vinnur ekkert
rosalega mörg verk
á ári en hann eyðir
miklum tíma í hvert
verk og er mjög skipu-
lagður í sínu starfi. Á
hverjum degi vaknar
hann snemma og fer
strax að vinna og vinn-
ur fram til miðnætt-
is. „Ég hef alltaf unnið
svona. Ég vinn heima
þannig að það kemur ekki að sök.
Ég verð að skipuleggja mig mjög vel
svo ég byrji ekki bara einhvers stað-
ar. Þannig að núna veit ég hvað ég
verð að gera næstu tvö árin. Undan-
farin tvö eða þrjú ár hef ég verið að
plana þessi sjö verk sem eru núna til
sýnis og þau hafa verið mitt megin-
starf síðasta árið. Ég geri ekki marg-
ar myndir en ég geri stórar myndir.
Ein þessara mynda er þrír og hálfur
metri á breidd. Þess vegna held ég
ekki heldur margar sýningar. Ég er
ekki með svo mörg verk í gangi og ég
þarf að vinna ný verk fyrir hverja sýn-
ingu. En það er samt alltaf eitthvað
um það og ég verð með einkasýningu
í Helsinki í maí.“
Næst á dagskrá er samstarfsverk-
efni með Hauki Tómassyni tónskáldi.
„Hann er að vinna tónverk tengt mín-
um verkum. Síðan vinn ég mynda-
röð út frá hans verki. Í lokin verður
þetta að einu verki sem verður flutt í
febrúar. Við erum aðallega að vinna
með blóm sem tengjast himninum,
tungljurt, blástjörnu, sjöstjörnu og
fleiri blóm. Við vinnum með nöfn
blómanna og síðan velur hann hljóð-
færi sem tengist hverju og einu blómi.
En þetta kemur betur í ljós síðar.“
Kaupendur á biðlista
Í mörg ár hefur það verið þannig að
Eggert hefur ekki undan við að sinna
pöntunum og biðlisti er eftir verkum
hans. Sjálfur á hann ekki eina einustu
mynd eftir sjálfan sig. „Þær fara jafn-
óðum, sem betur fer, því það er ekki
gott að sitja uppi með stór verk. Þá
lendi ég í vandræðum með geymslu-
pláss. Það er líka gott að koma því út
sem ég hef klárað svo ég geti byrjað
á einhverju nýju. Annars reyni ég að
vita sem minnst um kaup og sölur á
verkum mínum, þau fara bara í gegn-
um galleríið i8. Ég vil hafa þann frið
að geta sinnt minni listsköpun án
þess að þurfa að velta því fyrir mér.
En þessi velgengni er það sem hef-
ur komið mér mest á óvart á mínum
ferli. Ég hafði ekki reiknað með því að
fólk yrði hrifið af þessu. Ég hafði aldrei
hugsað út í það. Ég vinn þetta bara út
frá minni sérvisku og mínum reglum.“
ingibjorg@dv.is
Einn ástælasti myndlistarmaður þjóðarinnar, Eggert Pétursson, opnaði sýningu í Hafn-
arborg um helgina þar sem lokaniðurstaða hans í hraunblómapælingunum birtist. Nú
er kominn tími til að snúa sér að öðru, öðruvísi blómum í öðru landslagi. Hann segir frá
því og einlægum blómaáhuga sínum en í æsku þurrkaði hann blóm og stúderaði þau.
„mamma
keNNDi mér
að Þekkja
blómiN“
Ég hef verið að færa mig frá yfir-
borðinu og undir það.
Eggert Pétursson „Ég
hef alltaf haft áhuga á
blómum og síðan fékk ég
áhuga á myndlist seinna.“
Mynd EggErT JóhannEsson