Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2010, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR 1. nóvember 2010 MÁNUDAGUR
Verð aðeins 17.950 krónur
Sími 569 3100 • Stórhöfða 25 • www.eirberg.is
• Shiatsu nudd
• Infrarauður hiti
• Titringur
• Fjarstýring
Fjölnota
nuddpúði
Opið virka daga kl. 9 -18
og á laugardögum kl. 11 - 16
Vefsíður Sigurðar Arnar Leóssonar ekki lengur aðgengilegar:
Vefsíðum Sigurðar læst
Sigurður Örn Leósson, sem rekur fyr-
irtækið Havila Ltd., sem skráð er í
Sameinuðu arabísku furstadæmun-
um, hefur læst fyrir aðgang að tveimur
heimasíðum félags síns, þar sem hann
býður upp á margvíslega fjármála-
þjónustu, fjárfestingakosti og gylliboð
um snöggan gróða. Notendur þurfa
nú að slá inn lykilorð til þess að fá að-
gang að upplýsingum á vefsíðunni.
Meðal þess sem fyrirtæki Sigurðar
býður upp á er að kaupa gamla seðla
frá Filippseyjum auk kaupa á óút-
skornum örkum af bandarískum pen-
ingaseðlum. DV fjallaði um umsvif
Sigurðar Arnar í síðustu viku, en hann
hefur ekki viljað svara spurningum
blaðsins um fyrirtækið og vefsíðurn-
ar heldur hótað þess í stað málsókn.
Nú hefur síðunni verið læst, en eng-
ar skýringar eru gefnar á því. Sigurður
Örn var áður í forsvari hér á landi fyr-
ir panamíska fyrirtækið Finanzas For-
ex sem margir Íslendingar lögðu fé í, í
von um skjótfengin gróða.
Á vefsíðunum kynnir fyrirtæki Sig-
urðar fyrir fjárfestum hvernig þeir geti
stórgrætt á gjaldeyrisbraski, auk þess
sem fjallað er um viðskipti með gull,
timbur og margt fleira. Þá er boðið
upp á að stofna aflandsbankaþjón-
ustu í Panama.
Eins og fram hefur komið varaði
fjármálaeftirlitið við Finanzas For-
ex og fjölmargir Íslendingar hafa enn
ekki fengið peningana sína aftur, eft-
ir að sjóðir fyrirtækisins voru frystir
vegna gruns um að það væri svikam-
ylla. Sjálfur þvertekur Sigurður fyr-
ir það og lofar að allir fái endurgreitt.
Hann hefur hins vegar ekki nefnt
neina tímasetningu hvað það varðar.
Sigurður Örn Leósson Læst hefur
verið fyrir aðgang að heimasíðum
Sigurðar.
Nóg að gera hjá
lögreglunni
Mjög mikill erill var hjá lögreglunni
í Reykjavík aðfaranótt sunnudags.
Tilkynnt var um fimm líkamsárás-
ir og fjórir voru teknir ölvaðir undir
stýri.
Einnig var mikið um útköll vegna
hávaða í heimahúsum og öðrum
málum sem tengjast mikilli ölvun.
Fangageymslur voru hálffullar og
segir lögreglan að margir hefðu ver-
ið að skemmta sér vegna hrekkja-
vökunnar en vildi þó ekki fullyrða
að það hefði verið ástæða þess hve
erilsöm nóttin var.
Stjórnmálafræð-
ingar funda
Félag stjórnmálafræðinga heldur
opin hádegisfund um bandarísku
þingkosningarnar í dag, mánudaginn
1. nóvember 2010, í stofu 102 á Há-
skólatorgi. Magnús Sveinn Helgason,
sérfræðingur í bandarískum stjórn-
málum, fer yfir stöðuna og þær breyt-
ingar sem orðið hafa í bandarískum
stjórnmálum að undanförnu. Hann
mun leitast við að svara því um hvað
er kosið og hvað helst hafi áhrif til
breytinga í þessum kosningum, m.a.
Teboðshreyfinguna. Einnig fer hann
yfir bandaríska kerfið, hversu marg-
ir sitji á þingi, hversu mörg sæti sé
kosið um að þessu sinni o.s.frv. Gætu
þessar kosningar markað tímamót?
Magnús kennir bandarísk stjórnmál
við Háskólann á Bifröst.
Snýst allt um
líðan Jóns
Hanna Birna Kristjánsdótt-
ir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í
borgarstjórn Reykjavíkur, sagði í
þættinum Sprengisandi á sunnu-
dag að umræðan um Reykjavík-
urborg snúist meira um líðan
Jóns Gnarr borgarstjóra, heldur
en líðan borgarbúa. „Umræðan
snýst þessa dagana miklu meira
um hans líðan, hvort hann er að
hætta að reykja, hvort hann er
með höfuðverk, hvort hann er á
spítala,“ sagði Hanna Birna.
Dagur B. Eggertsson, for-
maður borgarráðs, sagði að með
þessu væri Hanna Birna frekar að
gagnrýna umfjöllun fjölmiðla um
borgarstjórann og því væri þetta
ekki gagnrýni á hann sjálfan.
Íslendingurinn sem lést þegar hann
varð fyrir lest í Drammen í Noregi
aðfaranótt laugardags hét Kjart-
an Björnsson. Hann var fæddur
árið 1987 og því 23 ára gamall þeg-
ar hann lést. Kjartan bjó í Noregi
ásamt unnustu sinni en þau fluttu
þangað í janúar á þessu ári ásamt
systur Kjartans og vinkonu þeirra.
Þau vildu skipta um umhverfi og
ákváðu því að freista gæfunnar í
Noregi. „Hann var búinn að vinna
tímabundið á nokkrum stöðum í
Noregi áður en hann fékk hjá fast-
ráðningu hjá Arctic Trucks fyr-
ir fimm vikum og hann var mjög
ánægður þar,“ segir Elín Björg Birg-
isdóttir móðir Kjartans. „Hann
hafði verið að skemmta sér með
nýju vinnufélögunum sínum og var
á leið heim.“
Elín vill að það komi skýrt fram
að Kjartan hafi ekki verið í annar-
legu ástandi þegar slysið átti sér
stað þó hann hafi verið að koma af
skemmtun. „Samkvæmt því sem ég
heyri frá vinnufélögum hans þá var
hann alls ekki öfurölvi þannig að
hann hafi getað ráfað út á teinana.
Þetta var bara hræðilegt slys. Það
virðist vera sem hann hafi misst
eitthvað á lestarteinana og hafi ver-
ið að sækja það, en við erum ekki
alveg búin að fá það staðfest,“ seg-
ir Elín.
Stórt skarð höggvið í samfé-
lagið í Grindavík
„Það bera allir honum vel sög-
una. Hann var yndislegur, duglegur,
jákvæður og bara einstakur strákur.
Hann var einstaklega barngóður og
alltaf tilbúinn að hjálpa öllum. Nei
var ekki til í hans orðabók. Hann
var einstaklega falleg sál,“ segir Elín
um son sinn. „Við erum búin að
taka á móti um 120 gestum í dag og
í gær sem bera honum þessa sömu
sögu.“
Minningarathöfn var haldin um
Kjartan í Grindavíkurkirkju á laug-
ardaginn og fullt var út úr dyrum.
Ljóst er að stórt skarð hefur verið
höggvið í samfélagið í Grindavík,
heimabæ Kjartans, með ótíma-
bæru fráfalli hans.
Starfsfólk Arctic Trucks
einstakt
Elín vill fá að koma á framfæri
miklum þökkum til Arctic Trucks.
Hún segir að starfsfólkið þar sé
búið að vera einstakt á þessum erf-
iða tíma þrátt fyrir að Kjartan hafi
verið búinn að vinna mjög stutt hjá
fyrirtækinu. „Þeir ætla gera allt fyr-
ir okkur, sækja okkur út á völl, lána
okkur íbúð og allt til að auðvelda
okkur þessar erfiðu aðstæður í Nor-
egi,“ segir Elín þakklát.
Hið hræðlega slys átti sér
stað á Brakerøya-lestarstöðinni
í Drammen í Noregi um klukkan
hálf eitt aðfaranótt laugardags-
ins síðastliðins. Engir farþeg-
ar voru í lestinni og engin vitnu
urðu að slysinu að lestarstjóran-
um undanskildum. Lestin var á
miklum hraða og talið er öruggt
að Kjartan hafi látist samstund-
ins.
„HANN VAR EINSTAK-
LEGA FALLEG SÁL“
SÓLRÚN LILJA RAGNARSDÓTTIR
blaðamaður skrifar: solrun@dv.is
Hræðilegt slys átti sér stað í Drammen í Noregi aðfaranótt laugardags þegar íslenskur
maður varð fyrir lest á Brakerøya-lestarstöðinni og lést samstundis. Kjartan Björns-
son bjó með unnustu sinni í Noregi og hafði nýlega hafið störf hjá Arctic Trucks þegar
hann lést. Móðir hans lýsir honum sem einstökum dreng, barngóðum og hjálpsömum.
Þetta var bara hræðilegt slys.
Kjartan Björnsson
F. 4 . j ú n í 1 9 8 7 – D . 3 0 . o k t ó b e r 2 0 1 0
Brakerøya-lestarstöðin Slysið átti sér stað um klukkan hálfeitt síðastliðið
föstudagskvöld.