Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2010, Side 17
MIÐVIKUDAGUR 3. nóvember 2010 ERLENT 17
Víruspestir eins og kvef gætu inn-
an skamms heyrt sögunni til, ef
marka má nýja rannsókn sem
framkvæmd var í Cambridge-há-
skóla á Englandi. Daily Telegraph
greindi frá þessu. Hafa vísinda-
menn nú fundið mótefni sem get-
ur barist við veirur, jafnvel eftir að
þær hafa náð bólfestu í heilbrigð-
um frumum. Til þessa þekkjast
eingöngu lyf sem geta varið frum-
ur ágangi veira, en þau eru gagns-
laus nái veiran að sýkja heilbrigðar
frumur. Segja vísindamennirnir
við Cambridge að þeir hafi upp-
götvað mótefni sem brýtur sér leið
inn í frumur á sama tíma og veiran,
en mótefnið virkjar þar eggjahvítu-
efnið TRIM21 sem hefur burði til
að úthýsa henni. Dr. Leo James
stjórnaði rannsókninni: „Það eru
til fjölmörg lyf sem virka við bakt-
eríusýkingum en fá lyf duga gegn
veirusýkingum. Þó að við séum á
fyrstu stigum þessara rannsókna
erum við mjög spennt yfir þeim
möguleikum sem þær bjóða upp á
í lyfjaþróun.“ Talið er að ný lyf gegn
veirusýkingum, og þar á meðal
kvefi, geti litið dagsins ljós innan
10 ára.
Fyrir þá sem hafa ekki þolin-
mæði til að bíða í allt að 10 ár eft-
ir lækningu við kvefi, má minn-
ast á aðra rannsókn sem gerð var
í Appalachian State University
í Bandaríkjunum. Eftir að hafa
fylgst með yfir 1.000 einstakling-
um á 12 vikna skeiði veturinn
2008, kom í ljós að aukin hreyfing
líkamans getur komið í veg fyr-
ir kvef. Sýndi rannsóknin ótvírætt
fram á að ónæmiskerfið styrkist
til muna á meðan fólk hreyfir sig.
Einnig sýndi rannsóknin fram á
að hin gamla trú að neysla ávaxta
styrki ónæmiskerfið er á rökum
reist. björn@dv.is
Vísindamenn við Cambridge-háskóla telja sig geta þróað lyf gegn kvefi innan skamms:
Kvefpestir gætu verið úr sögunni
Dilma Rousseff er fyrsta konan sem kosin hefur verið í embætti forseta í stærsta landi
Suður-Ameríku. Hún naut stuðnings fráfarandi forseta, Lula da Silva, vinsælasta
stjórnmálamanns í heimi.
Brasilíumenn gengu á sunnudag
í kjörklefa og kusu sér nýjan for-
seta. Dilma Rousseff sigraði í kosn-
ingunum með 56 prósent greiddra
atkvæða, en andstæðingur henn-
ar, Jose Serra, hlaut 44 prósent. Var
þetta önnur umferð forsetakosn-
inganna, þar sem Rousseff náði
ekki að tryggja sér meira en helm-
ing greiddra atkvæða í fyrstu um-
ferðinni. Rousseff er þar með orðin
fyrsta konan sem er kjörin til emb-
ættis forseta í Brasilíu, stærsta landi
Suður-Ameríku. Sagði hún meðal
annars í sigurræðu sinni að hún ætti
sér „þann draum að nú geti foreldr-
ar ungra stúlkna litið í augu dætra
sinna og sagt þeim: Já, kona getur
allt“.“
Tekur við af vinsælasta stjórn-
málamanni heims
Rousseff mun taka við embætti 1.
janúar á næsta ári og leysir þar af
Luiz Inacio Lula da Silva en hann
hefur notið gífurlegra vinsælda
í Brasilíu. Um 80 prósent Brasil-
íumanna eru ánægðir með störf
hans og hefur Barack Obama, for-
seti Bandaríkjanna, látið hafa það
eftir sér að Lula, eins og hann er
gjarnan kallaður, sé sennilega vin-
sælasti stjórnmálaður í heimi. Lula
er að ljúka sínu öðru kjörtímabili
sem forseti og getur því ekki boð-
ið sig fram í þriðja sinn, en það
er ekki heimilt samkvæmt stjórn-
arskrá Brasilíu. Stuðningur hans
við Rousseff, sem eitt sinn gegndi
stöðu starfsmannastjóra hjá Lula,
var talinn lykilatriði í sigri hennar
í kosningunum.
Skrautleg fortíð
Rousseff er 62 ára gömul og er tví-
skilin. Hún er af búlgörskum ættum
en faðir hennar var virkur meðlim-
ur Kommúnistaflokksins í Búlgaríu
á þriðja áratug síðustu aldar og flúði
til Brasilíu vegna pólitískra ofsókna.
Má því segja að marxismi hafi verið
Rousseff í blóð borinn, en hún gekk
til liðs við hreyfingu marxista á sjö-
unda áratugnum og tók þátt í bar-
áttunni gegn herforingjastjórninni í
Brasilíu sem var við völd frá 1964 til
1985. Hún var handtekin árið 1970
og þurfti að dúsa í fangelsi í tvö ár
en eftir að henni var sleppt hóf hún
nám í hagfræði og fékk síðar starf
í brasilísku stjórnsýslunni. Hef-
ur hún ætíð verið talin hörð í horn
að taka, sem leiddi til viðurnefnis
hennar „járnfrúin.“
Gerir allt eins og Lula
Blaðamaður DV hafði samband
við Hannes Hólmstein Gissurar-
son, prófessor í stjórnmálafræði og
annálaðan áhugamann um Brasil-
íu. Aðspurður um hvort breytingar
væru í aðsigi í kjölfar kosninganna
sagðist Hannes efast um það. „Ég
geri ekki ráð fyrir því, Rousseff hef-
ur lengi fylgt í fótspor Lula, gerir allt
eins og hann. Þau eru bæði gaml-
ir sósíalistar sem sætta sig við kap-
ítalismann. Þeim er sama hvernig
kötturinn er á litinn ef hann veiðir
mýs. Rousseff var þó jafnvel lengra
til vinstri en Lula, þegar hún var
ung.“ En hver er þá arfleifð Lula, ef
búast má við að Rousseff geri allt
eins og hann? „Lula má eiga það
að hann hróflaði ekki við þeim um-
bótum sem forveri hans, Fernando-
Henrique Cardoso, forseti Brasilíu,
beitti sér fyrir og voru einkum tví-
þættar: að taka upp traustari gjald-
miðil en áður og að flytja talsvert af
fyrirtækjum hins opinbera í hend-
ur einkaaðila. Lula er ósköp geð-
þekkur maður að sjá, og ekki skort-
ir hann þrautseigjuna, en ég myndi
ekki segja að hann sé mjög mikill
stjórnmálamaður. Cardoso var hins
vegar sannur brautryðjandi. Brasil-
íubúar standa í mikilli þakkarskuld
við hann.“
BJÖRN TEITSSON
blaðamaður skrifar: bjorn@dv.is
Rousseff hefur lengi fylgt í fót-
spor Lula, gerir allt eins
og hann.
BRASSAR KJÓSA
SÉR FORSETA
Lula og Rousseff Fráfarandi forseti og
verðandi forseti Brasilíu fagna sigri.
Ungbarn lifði af fall
frá 7. hæð
Ótrúlegt þykir að 15 mánaða barn
hafi sloppið án nokkurra alvar-
lega meiðsla eftir að hafa fallið af
sjöundu hæð íbúðarhúss í París.
Ástæðan er fyrst og fremst að kaffi-
húseigandi á jarðhæð íbúðarhúss-
ins hafði dregið fram sólskyggnið,
sem hann gerir allajafna ekki fyrr en
síðdegis, en slysið átti sér stað um
hádegisbil. Mun barnið hafa lent á
skyggninu og kastast þaðan beint í
fangið á gangandi vegfaranda, sem
sýndi frábær viðbrögð að sögn vitna.
Höfðu foreldrar barnsins skilið það
eftir í umsjón fjögurra ára systur
sinnar, sem náði ekki að koma í veg
fyrir fallið.
Hagnaður hjá BP
Olíufyrirtækið British Petrolium
hagnaðist um 1,8 milljarða Banda-
ríkjadala á þriðja ársfjórðungi. Er
þetta mikill léttir fyrir stjórnend-
ur fyrirtækisins en vegna olíuslyss-
ins í Mexíkóflóa fyrr á árinu var tap
BP alls um 17 milljarðar á öðrum
ársfjórðungi, en það má rekja beint
til slyssins. Frá apríl og fram í júlí
dældust upp úr borholu BP á milli
500 þúsund til milljón tonn af hrá-
olíu í stærsta olíuslysi í sögu Banda-
ríkjanna. British Petrolium er talið
þriðja stærsta orkufyrirtæki í heimi.
Gerir lítið úr
samkynhneigðum
Silvio Berlusconi, forsætisráðherra
Ítalíu, hefur svarað gagnrýnend-
um sínum sem hafa sakað hann um
að hafa sængað hjá táningsstúlku
á dögunum. Hin 17 ára magadans-
mær frá Marokkó, sem vill láta kalla
sig Ruby, hefur reyndar verið tvísaga
í málinu. En Berlusconi vill ekki að
fólk missi sjónar á „aðalatriðinu í
málinu.“ Á mótorhjólasýningu í Míl-
anó í gær tók Berlusconi til máls og
sagði: „Það er að minnsta kosti betra
að hafa ástríðu fyrir stelpum heldur
en vera samkynhneigður.“