Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2010, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2010, Page 19
Skerðing á tjáningarfrelsi og ritskoðun og þöggun á sér oftast stað án beinna aðgerða. Í lífi flestra reynir sjaldan á þessi mörk enda tekur fólk gjarnan þann kostinn að láta hæfileg afskipti yfir sig ganga í nafni jákvæðni og halda þannig friðinn en með vont bragð í munni. Að baki allri kúgun eru ann- arlegar hvatir og hagsmunagæsla. Það er því sjaldgæft og óvanalegt að slík- ar hvatir brjótist fram í afdráttarlaus- um yfirlýsingum og með líkamlegri tjáningu. Því er áhugavert að lýsa að- eins nánar hvers konar tungutak og látbragð er viðhaft þegar fólk gengur óhikað fram í nafni opinberra stofn- ana og þykist hafa umboð til að setja hömlur á tjáningu með grófum hætti með það að markmiði að beygja menn til hlýðni við ímyndað vald. Valdbeit- ing á sér rætur í hugarástandi og hug- myndafræði á leiksviði hinna stóru, en kraumar líka í hugum aukaleikaranna á litla sviðinu. Koddu Sýninguna „Koddu“ átti að opna í Listasafni Árnesinga í Hveragerði fimmtudaginn 4. nóvember 2010. Hér var um að ræða metnaðarfulla til- raun safnsins til samstarfs við starf- andi listamenn og var undirrituðum falin sýningarstjórn. Nafn sýningar- innar er sótt til hinnar velheppnuðu auglýsingaherferðar „Inspired by Ice- land“. Upplegg sýningarinnar spann- aði allt frá tilurð þjóðlegs myndmáls og virkni ímynda í samtímanum til birtingarmynda og tákngervinga góð- ærisins og hrunsins. Margir helstu listamenn þjóðarinnar voru tilbún- ir með ný verk sérstaklega unnin fyrir sýninguna. Sýningarstjórar/listamenn höfðu jafnframt lagt margra mánaða vinnu í undirbúning þessarar sýningar og byggðu þar á áralangri rannsóknar- vinnu. Ritgerð ætluð í sýningarskrá um tengsl hugmyndafræði og mynd- máls var tilbúin til prentunar. „Nei, nei, nei!“ Á fundi með Ingu Jónsdóttur, safn- stjóra Listasafns Árnesinga, á loka- spretti undirbúningsferlisins drógu sýningarstjórar upp mynd af fram- gangi sýningarinnar og áætlun um uppsetningu hennar. Safnstjórinn hafnaði þá einstökum verkum, mynd- efni og textum og sýndi framkvæmda- áætlun og efnistökum fálæti og van- þóknun. Þegar að því kom á fundinum að sýnt var myndefni fyrir boðskort sýningarinnar „Koddu“ lamdi safn- stjórinn í borðið, stökk upp og hróp- aði: „Nei, nei, nei, þetta verður aldrei, þetta verður aldrei!“ Þegar sýningar- stjórar spurðu frekar út í þá þætti sem safnstjórinn vildi taka út úr sýningunni – meðal annars myndefni á boðskorti og sýningarskrá, texta í sýningarskrá auk verka sem voru í vinnslu – þrástag- aðist safnstjórinn á fyrri afstöðu sinni um að takmarka ætti listrænt frelsi sýnenda með afgerandi hætti. Að lokum bar Hannes Lárusson upp þá spurningu hvort safnstjóri áttaði sig á því að hér væri um að ræða grófa og fordæma- lausa skerðingu á tjáningarfrelsi sem myndi eyði- leggja þá sýn- ingu sem stefnt var að. Safnstjóri svaraði þá: „Get- urðu ekki komið því inn í hausinn á þér að það er ég sem ræð.“ Þar með var fundi slitið og sýningin sleg- in af, samningum rift munnlega við sýningarstjórana og þeir kvaddir með orðunum: „... enda er þessi sýning og textinn sem á að fara í sýningarskrána of low fyrir þetta safn og skaðar ímynd þess.“ Það er kaldhæðnislegt að sýning sem fjalla átti um eðli myndmáls og ímynda sé skilgreind sem skaðræðis- gripur. Í anda Þriðja ríkisins Í stjórn Listasafns Árnesinga situr Knútur Bruun sem formaður, með Ey- þór Arnalds og Sigurlínu Kristinsdóttur sér við hlið. Á fundi stjórnarinnar þar sem þetta dæmalausa mál var til um- ræðu var bókaður eindreginn stuðn- ingur og velþóknun á ofangreindum aðgerðum og framkomu safnstjór- ans í Hveragerði. Við lifum á tímum þar sem þörf er á greiningu, innsæi og framtíðarsýn, en ekki skemmdar- verkum og ritskoðun á verkum lista- manna í anda bókabrenna Þriðja rík- isins og frumstæðra eineltistilburða Jónasar frá Hriflu gegn framsæknum listamönnum. Svo furðulegt sem það er hefur Knútur Bruun verið viðloð- andi myndlistarheiminn áratugum saman og þóst vinna að hagsmuna- málum listamanna og löngum verið lögfræðilegur ráðgjafi Sambands ís- lenskra myndlistarmanna. Stuðningur hans við bókabrennuna í Hveragerði verður að öllum líkindum hans síðasta verk fyrir hönd stjórnar Listasafns Ár- nesinga og í framhaldi af afsögn hans og stjórnar safnsins mun hann láta af frekara baksi og klúðri í málefnum myndlistarmanna. Næst þegar Knút- ur Bruun býður Sambandi íslenskra myndlistarmanna ráðgjöf sína verður vonandi barið í borðið og sagt: „Nei, nei, nei!“ Rústabjörgun Við lifum á tímum ímynda og tákna. Kerfisbundin notkun á myndmáli er lykilatriði í hvers kyns markaðs- sókn og innrætingu. Straumlínulöguð ímynd er verðmæti, gróðauppspretta og valdatæki. Ímyndariðnaðurinn er lífæð stjórnmálamanna og viðskipta- mógúla, drifinn áfram af viljugu aug- lýsingafólki þar sem hver græðir á öðrum. Í hinni iðnvæddu og mark- aðsdrifnu ímyndargerð eiga skilaboð- in að vera hrein og klár. Valdið birtist í ímyndinni. Til eru aðrir myndgerningar sem víkka skynsviðið, dýpka skilninginn, koma stundum róti á tilfinningalíf- ið, styrkja einstaklingseðlið og hjálpa samfélaginu. Listaverk geta ýmist búið yfir sprengikrafti eða sefjunarmætti. Þess vegna er það orðið keppikefli jafnt útrásarjöfra, nýsköpunarvíkinga, er- indreka ráðuneyta og hins opinbera að laða listamenn sér til fylgispektar. En listaverk eru eldfim og ef ekki er varlega farið geta þau sprungið framan í fólk. Á tímum doða, þöggunar og hruns er það samt þess virði að taka þá áhættu. Þjóðfélag sem kúgar listamenn og sýnir starfi þeirra fálæti og virðingarleysi rís seint upp úr rústunum, missir tökin á eigin táknmáli og selur sál sína. Handboltamaðurinn OdduR GRetaRssON átti frábæra innkomu í sínum fyrsta landsleik þegar íslenska landsliðið mætti Austurríki um helgina. Oddur spilar með Akureyri en hann byrjaði að æfa handbolta þegar hann var sjö ára. Guðjón Valur í uppáhaldi Krossferð Bubba Morthens 1 BuBBi morthens: ekkert óeðlilegt að tala fallega um einhvern gegn greiðslu Bubbi segir ekkert óeðlilegt við það að þiggja greiðslu fyrir að skrifa eða tala fallega um fólk. 2 „við þurfum að hætta þessum aumingjaskap“ Rithöfundurinn Gerður Kristný var í viðtali við DV um helgina. 3 tugir mótmælenda ætluðu að varna sýslumanni inngöngu Tugir mótmælenda komu saman. 4 „þetta er Bara ill meðferð á fullorðnu fólki“ Til stendur að loka sambýlinu að Mýrarási 2 um áramótin. 5 gleymdi að sýna 24 mínútna auglýsingu frá o’donnell Bandarísk sjónvarpsstöð gleymdi að senda út tuttugu og fjögurra mínútna auglýsingu. 6 fékk golfkúlu í hausinn þegar hún var á trampólíni Bandarísk kona hringdi á lögregluna 22. október síðastliðinn eftir að hafa fengið golfkúlu í höfuðið . 7 árni til starfa hjá fao í rómFyrrverandi fjármálaráðherra hefur verið ráðinn í nýtt starf. mest lesið á dv.is myndin Hver er maðurinn? „Oddur Gretars- son handboltamaður.“ Hvar ertu uppalinn? „Fyrstu fimm árin bjó ég í Danmörku og svo hef ég verið á Akureyri.“ Hvenær byrjaðirðu að æfa hand- bolta? „Þegar ég var sjö ára.“ uppáhaldslið í enska? „Manchester United.“ Hvað drífur þig áfram? „Að komast sem lengst í handboltanum.“ afrek vikunnar? „Að spila minn fyrsta leik fyrir íslenska landsliðið.“ uppáhaldsmatur? „Grjónagrautur og rjúpa.“ uppáhaldsíþróttamaður? „Það hefur alltaf verið Guðjón Valur í handboltanum og David Beckham í fótboltanum.“ Hvar líður þér best? „Á Akureyri að sjálfsögðu.“ Átt þú þér fyrirmynd? „Stóra bróður minn.“ Hvað er fram undan? „Halda áfram að vinna leiki í deildinni með Akureyri.“ maður dagsins „Ég er að íhuga þetta mál.“ siGRúN sKaftadóttiR 22 ÁRA, FRíSTUnDAleiðBeinAnDi OG STUðninGSFUllTRúi „Já, verða ekki allir að vera með?“ elis VeiGaR „Já, ég ætla að vera í henni, að sjálfsögðu.“ siGRÍðuR RaGNaRsdóttiR 21 ÁRS, ÞJónUSTUSTúlKA Á HORninU „Mér er alveg sama.“ MaRGRét HelGa WeissHappel 18 ÁRA, ÞJónUSTUSTúlKA Á HORninU „Ég hef bara ekkert pælt í því.“ tRausti daGssON 29 ÁRA, nÁMSMAðUR ætlar þú að vera í símaskránni hans gillzeneggers? dómstóll götunnar miðvikudagur 3. nóvember 2010 umræða 19 „Þetta verður aldrei” kjallari Norðurlandaráðsþing Árlegt þing norðurlandaráðs var sett í gær og stendur til fimmtudags. Á þinginu eru staddir allir forsætisráð- herrar norðurlandanna. Þar er margt um manninn og öryggisgæslan ströng. Jóhanna Sigurðardóttir flytur hér ræðu. MyNd siGtRyGGuR aRi hannes lárusson listamaður skrifar Tinna GréT- arsdóTTir listamaður skrifar ásmundur ásmundsson listamaður skrifar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.