Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2010, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2010, Qupperneq 25
GUNNAR GENGINN Í RAÐIR FH Kantmað- urinn eldfljóti Gunnar Kristjánsson skrifaði í gær undir tveggja ára samning við bikarmeistara FH en hann kemur til liðsins frá KR þar sem hann er uppalinn. Gunnar var lánaður til FH um mitt sumar í ár en hann fékk lítið að spila með KR þrátt fyrir að hafa verið þess skæðasti leikmaður á undirbúningstímabili. KR-ingar vildu halda Gunnari í sínum röðum fyrir næsta tímabil en hann valdi frekar að skrifa undir samning við FH. Hann er fyrsti leik- maðurinn sem bikarmeistararnir fá til sín. LEIKNISMENN FÁ VARNARMANN Leiknir úr Reykjavík, sem var hársbreidd frá því að komast upp í Pepsi-deildina í sumar, fékk góðan liðstyrk í gær en KR-ingur- inn Eggert Rafn Einarsson skrifaði þá undir samning við liðið. Eggert á að fylla stöðu Halldórs Kristins Halldórssonar í miðju varnar Leiknis en Halldór samdi við Val í síðasta mánuði. Eggert er fæddur árið 1990 en hann lék sinn fyrsta leik með KR aðeins sautján ára gamall. Hann á að baki þrjátíu og einn leik með yngri landsliðum Íslands. MOLAR RÚSSI TIL LIVERPOOL? n Rússneskir fjölmiðlar segja augu Liverpool nú beinast að rússneska framherjanum Pavel Pogrebny- ak sem leikur með Stuttgart í Þýskalandi. Roy Hodgson er sagður fá nægt fé til að styrkja liðið í janúar og fyrst hafa farið í að reyna að klófesta hinn hávaxna framherja. Alls fær Hodgson að kaupa sex nýja leikmenn en Liver- pool vantar sárlega annan framherja þar sem spænska markamaskínan Fernando Torres hefur ekki farið vel af stað á tímabilinu. Alls hefur Liverpool aðeins skorað tíu mörk í tíu leikjum sem þykir nú ekki líklegt til árangurs. RUÐNINGUR VINSÆLLI EN HAFNABOLTI n Undanfarin ár hefur áhorf á hafnabolta í Bandaríkjunum dregist verulega saman. Þótti mönnum vestanhafs þó nóg komið á sunnudaginn þegar leikur New England Patriots og Minnesota Vikings í amer- íska fótboltanum fékk meira áhorf en fjórði leikur úrslitarimmu hafnaboltans þar sem áttust við San Francisco Giants og Texas Rangers. Horfðu 18,1 milljónir manna á fótboltann en 15,5 milljónir á hafnaboltann. ÓVÍST MEÐ NFL Í LONDON n Meira af NFL-deildinni. Fjórða árið í röð fengu áhugasamir Bretar að sjá leik úr deildinni á Wembley- leikvanginum en í ár voru það 49ers og Broncos sem spiluðu á sunnudaginn fyrir framan fullan völl. 49ers unnu, 24–16, en óvíst er hvort NFL-deildin snúi aftur til Englands að ári liðnu. „Það er mikil vinna framundan eftir það sem gerðist hérna. Við þurfum að ræða við leikmennina, dómarana og þjálfarana um þessa ferð og það munum við gera. Við vitum ekki hvort við höldum þessu áfram fyrr en allir eru á eitt sáttir um að þetta sé leið sem við viljum fara,“ segir Alistair Kirkwood, framkvæmda- stjóri NFL í Bretlandi. VILL EIGA MÖGULEIKA Í ABU DHABI n Úrslitin í Formúlu 1 ráðast núna á innan við tveimur vikum en síðustu tvö mótin fara fram næstu tvo sunnudaga. Fyrst verður keppt í Brasilíu en lokamótið verður annan sunnudag í Abu Dhabi. Lewis Hamilton er ekki í kjör- stöðu, tuttugu og einu stigi á eftir forystusauðnum Fernando Alonso á Ferrari, en hann er þó ekki búinn að gefast upp. „Eins og staðan er vil ég bara eiga tölfræðilega möguleika á titlinum þegar við höldum til Abu Dhabi. Ég stefni auðvitað á sigur í Brasilíu en ég tek bara eitt skref í einu. Brasilía var mér góð þegar ég varð heimsmeistari og vonandi gerast svipaðir hlutir í þetta skiptið,“ segir Lewis Hamilton. MIÐVIKUDAGUR 3. nóvember 2010 SPORT 25 PULIS NIÐURLÆGIR ÍSLENDINGA Dodda og tók frekar unglingsstráka upp í liðið og ég veit ekki hvað,“ seg- ir Tryggvi Guðmundsson sem var samtíma Þórði hjá Stoke en dvaldi ekki lengi þar sem hann var búinn að gera samning við FH-inga um að ganga í raðir þeirra fyrir árið 2005. Pulis tókst þó að brydda upp á einu því ótrúlegasta sem íslenskur at- vinnumaður hefur lent í en Tryggvi var látinn keyra bíl Kenwynes Jo- nes á útileik, en það er einmitt sami maður og var settur í liðið í stað Eiðs í síðustu viku. „Pulis var nú stundum góður við okkur og leyfði okkur að vera í hópnum,“ grínast Tryggvi. „Eitt sinn áttum við útileik gegn Úlfun- um suður frá í Wolverhampton. Við vorum allir mættir, flottir í ferða- gallanum fyrir utan Brittania-völl- inn og ég búinn að tylla mér á minn stað, aftast í rútuna. Kenwyne Jo- nes var í láni frá Southampton og hann mætti á bílnum sínum. Sout- hampton er ekki langt frá Wolver- hampton og hann spyr Tony Pulis hvort hann megi ekki bara elta rút- una á bílnum því hann ætli beint heim eftir leikinn. Pulis leist ekki vel á þetta því hann vill að menn séu saman í rútunni og komi sam- an út úr henni á leikstað, svona upp á stemninguna. Hann brá þá á það ráð að kalla á mig og spyrja hvort ég gæti ekki bara keyrt bílinn. Ég játti því að sjálfsögðu en þetta sýndi manni nú hversu rosalega mikil- vægur maður var eða þannig,“ segir Tryggvi. Fóru heim í hálfleik „Svo lenti ég náttúrulega í bölv- uðu veseni,“ segir Tryggvi um bíl- ferðina á BMW-inum hans Kenwy- nes Jones. „Rútan fékk náttúrulega að keyra inn um hliðið hjá vellin- um en ég þurfti að sveima um all- an völlinn að leita að bílastæði. Það var mjög erfitt að finna stæði því Bretarnir mæta svo löngu fyrir leik á völlinn. Á endanum fann ég nú stæði en það kostaði mig tíu pund. Ekki vildi ég nú að Kenwyne vinur minn fengi sekt,“ segir Tryggvi létt- ur. „Þegar ég kom svo inn í klefa var búið að tilkynna að þeir tveir sem væru utan hóps væru ég og Doddi. Það kom alveg gríðarlega á óvart,“ segir Tryggvi sem horfði því á leik- inn upp í stúku með Þórði. „Okkur Dodda var nú bara nóg boðið og tókum við leigubíl heim í hálfleik. Við fengum okkur bara að borða og skemmtum okkur vel um kvöldið,“ segir Tryggvi en tekur þó undir orð Þórðar að Pulis hafi aldrei komið illa fram við þá á æfingum. „Hann var ótrúlega góður við okk- ur en það var alveg ljóst frá byrjun að við myndum aldrei fá neinn séns á grasinu. Ætli hann hafi ekki vor- kennt okkur bara fyrir að detta inn í þetta hjá Stoke þegar kergjan var að byrja,“ segir Tryggvi. Gaman að stinga upp í kallinn Sá leikmaður sem fór hvað verst út úr viðskiptum sínum við Tony Pul- is var Skagamaðurinn Bjarni Guð- jónsson. Bjarni var 23 ára og fastur byrjunarliðsmaður í Stoke-liði Ste- ves Cotterill áður en Tony Pulis tók til starfa. „Þegar Pulis tók við var al- veg ljóst í hvað stefndi,“ segir Bjarni. „Hann ætlaði ekki að nota mig en málið var að mér gekk svo vel þarna að það var erfitt fyrir hann að halda mér fyrir utan liðið. Oft og tíðum var ég einfaldlega kallaður inn á völlinn af áhorfendum. Það var mjög gaman að stinga þannig upp í kallinn,“ segir Bjarni. „Verst var hvað hann talaði rosalega vel til manns. Hann talaði alltaf um að ís- lensku strákarnir væru svo vel upp- aldir en svo kom á daginn að hann sjálfur var ekki jafnvel upp alinn því hann talaði ekki jafnvel um okkur þegar við heyrðum ekki til. Það var mikill tvískinnungur í honum,“ seg- ir Bjarni. Pakkaði strax niður í tösku Bjarni hvarf á braut vegna Pulis til Þýskalands í eitt ár en var síð- an fenginn til Coventry sumarið 2004. Bjarna gekk mjög vel með Coventry þar til Peter Reid var ráð- inn stjóri liðsins. „Þegar Reid tekur við hættir hann bara að velja mig í hópinn. Ég fékk mig því lausan þaðan og fór til Plymouth en þar var maður sem heitir Bobby Willi- amson sem fékk mig. Þegar hann var rekinn frétti ég að valið stæði á milli tveggja manna. Peters Reid og Tonys Pulis. Þá fór ég nú bara strax að pakka niður í tösku,“ segir Bjarni og hlær. Það fór líka svo að Pulis frysti Bjarna um leið og hann mætti. Hann vildi einfaldlega ekki nota hann þar sem Bjarni þótti of smár og góður með boltann. Pulis vill stóra og sterka menn í sín lið. „Hann var afskaplega viðkunna- legur samt alltaf við mig og yfirleitt þegar hann hitti mig þá knúsaði hann mig. Hann er eini þjálfarinn sem hefur gert það við mig,“ seg- ir Bjarni og vitnar þar til tvískinn- ungsins. Pulis vildi koma Bjarna á lán til annars af þeim tveimur liðum sem höfðu áhuga á honum. Bjarni vildi frekar fara til Bristol City eða Hels- ingborgar sem höfðu áhuga en þau lið gátu ekki keypt hann. Fór svo á endanum eftir nokkurra mánaða bekkjarsetu að Bjarni gerði starfs- lokasamning við Plymouth og kom heim til ÍA. Hann lék því sinn síð- asta leik í atvinnumennsku und- ir stjórn Tonys Pulis, aðeins 27 ára gamall „Hann fór helvíti illa með mig þarna undir lokin,“ segir Bjarni Guðjónsson um Tony Pulis sem á eitthvað óuppgert við Íslendinga. ENGINN ÍSLANDSVINUR Tony Pulis hefur ekki átt gott samstarf við Íslendinga í gegnum tíðina. 130 MÍNÚTUR Eiður hefur spilað samtals 130 mínútur með Stoke. 30. OKT. Everton 1–0 Stoke, úrvalsdeildin (Ónotaður varamaður) 27. OKT. West Ham 3–1 Stoke, deildarbikar- inn (Varamaður, spilar 32 mínútur í venjulegum leiktíma, framlengt um aðrar 30) 24. OKT. Man. United 2–1 Stoke, úrvalsdeild- in (Varamaður, spilar 11 mínútur) 16. OKT. Bolton 2–1 Stoke, úrvalsdeildin (Varamaður - Spilar 17 mínútur) 2. OKT. Stoke 1–0 Blackburn, úrvalsdeildin (Ónotaður varamaður) 26. SEPT. Newcastle 1–2 Stoke, úrvalsdeildin (Varamaður, spilar 23 mínútur) 21. SEPT. Stoke 2–0 Fulham, deildarbikarinn (Ónotaður varamaður) 18. SEPT. Stoke 1–1 West Ham, úrvalsdeildin (Varamaður, spilar 17 mínútur) 13. SEPT. Stoke 2–1 Aston Villa, úrvalsdeildin (Ónotaður varamaður) Leikir í hóp: 9 Byrjunarlið: 0 Varamaður: 5 Ónotaður varamaður: 4 Spiltími í mínútum: 130 FERILL EIÐS HJÁ STOKE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.