Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR 12. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR ÓLAFUR Í DULARFULLU VERKEFNI n 141 Íslendingur hefur lagt samtals rúmlega 363 milljónir króna í fjárfestingafélagið Arð- vis hf. Meðal þeirra er Ólafur Stef- ánsson handboltamaður sem hefur lagt nærri 9,5 milljónir króna til félagsins og á rúmlega 3 prósenta hlut í því samkvæmt hluthafalista Arðvis frá 13. október sem DV hefur undir höndum. Heimildir DV herma að fjölmargir nýir hluthafar hafi bæst í hóp- inn síðan þessi hluthafalisti var gefinn út. Samkvæmt listanum hafa tveir fjárfestar lagt meira en 100 milljónir króna til félagsins og fjölmargir hafa lagt fram meira en 1 milljón króna. Höfuðstöðvar fjárfestingafélagsins eru í Bæjarlind í Kópavogi og voru opnaðar í febrúar. Á bak við stofnun félagsins liggur 17 ára vinna helsta hugmynda- fræðings Arðvis, Bjarna Þórs Júlíussonar, en upphaf þessarar vinnu má rekja til þess að hann vildi finna lausn á sem „... flestum þeirra vandamála sem steðja að heiminum í dag“, að því er segir í kynningu á starfsemi Arð- vis. MÁR RÆDDI VIÐ HEIÐAR n Már Guðmundsson seðlabankastjóri ræddi við Heiðar Má Guðjónsson, fjár- festi og einn hugsanlegan kaup- anda tryggingarfélagsins Sjóvár, um viðskipti þess síðarnefnda með aflandskrónur á fundi í Seðlabanka Íslands í þarsíðustu viku. Tilgang- ur Heiðars með fundinum, sem hann kom á ásamt tveimur lögmönnum, var að reyna að ganga frá kaupunum á Sjóvá en Seðlabanki Íslands er stærsti hluthafi félagsins í gegnum eignarhaldsfélag sitt, Eignasafn Seðlabanka Íslands. Heiðar Már vill eignast um þriðjung þeirra hlutabréfa sem eru til sölu í trygging- arfélaginu en það er rúmlega 80 prósenta hlutur. Viðskipti Heiðars með aflandskrónur í sumar hafa augljóslega sett strik í reikninginn varðand söluna á Sjóvá til Heiðars og félaga en hugsanlegt er að viðskiptin fari þvert gegn anda gjaldeyrishaftalaga Seðlabankans. BÁÐU ÚTRÁSARMENN UM RÁÐ n Skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu leitaði til stjórnenda Milestone, Baugs og Sjóvár eftir aðstoð við einka- væðingarstefnu ríkisstjórnar- innar árin 2005 og 2006. Drög að stefnunni gengu á milli í mörgum tölvupóstum en DV birti hluta þeirra á miðviku- dag. Milestone, Sjóvá og Baugur voru öll hagsmunaaðilar og höfðu áhuga á að taka við rekstri sem áður hafði verið á hendi ríkisins, meðal annars vegna breikkunar Suðurlandsvegar. Rannsóknarnefnd Al- þingis gagnrýnir samkrull stjórnmála og viðskiptalífs í skýrslu sinni. Árni M. Mathiesen var fjármálaráð- herra á þessum tíma og báru samskiptin yfirskriftina „útvistun“. Með orðinu útvistun var átt við að hugmyndir ráðu- neytisins snérust um að færa ríkisrekstur frá hinu opinbera og til einkaað- ila, kaupa þjónustu af einkareknum fyrirtækjum frekar en að ríkið sæi um hana sjálft. 2 3 1 MÁNUDAGUR OG ÞRIÐJUDAGUR 8. – 9. NÓVEMBER 2010 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 129. TBL.100. ÁRG. – VERÐ KR. 395 S-HÓPURINN FYRIR DÓM FENGU HÁLFAN MILLJARÐ Í AFSLÁTT ÓLAFUR Í DULAR- FULLRI GRÓÐA- MASKÍNU n ÓLAFUR STEFÁNSSON LAGÐI FRAM 9,5 MILLJÓNIR n 140 MANNS HAFA LOFAÐ 360 MILLJÓNUM n STEFNA Á 132 LÖND OG HÁLFAN MILLJARÐ NOTENDA n ÆTLA AÐ ÚTRÝMA FÁTÆKT ÍSLENDINGAR LEGGJA FÉ Í DULARFULLT VERKEFNI: MÁR RÆDDI VIÐ HEIÐAR VIÐSKIPTI MEÐ AFLANDSKRÓNUR SKOÐUÐ KAUPIN Á SJÓVÁ: SÁ HELVÍTI Í PARADÍS BERGLJÓTU ARNALDS BOÐIÐ BARN Í KONGÓ VIÐTAL 22–23 SVÍAKONUNGUR: SENDI EFTIR ÍSLENSKUM KONUM MARÍA SIGRÚN: LÆRÐI AF FRIÐRIKU BESTU RAFTÆKIN NEYTENDUR 14–15 FÓLKIÐ 26 FRÉTTIR 8 SVIÐSLJÓS 28–29 ALBA VAR FEIMIN FRÉTTIR 4 FRÉTTIR 2–3 BOÐA 20 MILLJARÐA ARÐ Á MÁNUÐI RANNSÓKN 10–11 4 fréttir 8. nóvember 2010 má nudagur Sætta sig ekki við forsendur Hollvinasamtök Háskólans á Bif- röst segja þær forsendur sem uppi séu í viðræðum á milli Háskólans á Bifröst og Háskólans í Reykja- vík óásættanlegar. Þær felist í því að annars skólinn víki hinum út af sviðinu. Það samrýmist ekki þeim markmiðum sem upphaflega hafi verið lagt af stað með. Þetta segir efnislega í tilkynningu frá samtök- unum en fram hefur komið í frétt- um en á meðal þess sem viðræð- urnar hafa skilað er að til greina kemur að við sameinguna verði öll háskólakennsla flutt frá Bifröst og til Reykjavíkur. Samtökin leggja til breyttar áherslur í viðræðunum og að tryggt verði að: „ Háskólinn á Bif- röst geti sinnt sínu mikilvæga hlut- verki í íslensku samfélagi og þjóðlífi til framtíðar.“ Fyrrum starfsmenn krefjast launa Tveir fyrrum starfsmenn Kaffi Parísar sendu fjölmiðlum bréf um helgina þar sem þau segjast hafa fengið minna greitt en kjarasamn- ingar kveða á um. „Eins og stendur hafa forsvarsmönnum Kaffi París borist launakröfur frá Eflingu sem hljóða samanlagt upp á tæpar 2 milljónir. Kröfurnar voru gerðar þar sem okkur hafa ekki verið borguð laun samkvæmt kjarasamningum,“ segir í bréfinu en þar segir að fimm starfsmenn eigi hver á bilinu 110 þúsund til 870 þúsund krónur inni hjá fyrirtækinu. RÚV hefur eftir Tryggva Marteinssyni hjá Eflingu að kvartanir vegna of lágra launa hafi aukist. Gjarnan séu greidd svokölluð jafnaðarlaun en þau séu ekki til í kjarasamningum og séu ólögleg. Launin trúnaðarmál Eins og fram hefur komið þá fékk Hall- dór Ásgrímsson tveggja ára framleng- ingu á ráðningu í starf framkvæmda- stjóra Norrænu ráðherranefndarinnar. Ekki hefur komið fram hver laun Hall- dórs eru hjá ráðherranefndinni og samkvæmt upplýsingum frá utanríkis- ráðuneytinu þá eru þau trúnaðarmál. Lögin segi til um að þeir alþjóðlegu samningar sem við Íslendingar höfum samþykkt gangi framar upplýsingalög- unum. Snjólaug Ólafsdóttir, skrifstofustjóri Norðurlandaskrifstofu ráðuneytisins, sagði við blaðamann DV að þegar Hall- dór tók við framkvæmdastjórastöð- unni hafi hann gengið inn í samn- ing forvera síns. Jafnframt benti hún blaðamanni á að hafa samband við upplýsingaskrifstofu ráðherranefndar- innar til að fá staðfestingu á þessu. Þar fengust einnig þau svör að laun Hall- dórs væru trúnaðarmál og var þar vitn- að í dönsk lög sem segja til um að ekki sé heimilt að gefa upplýsingar um laun einstakra starfsmanna. Framlenging á ráðningu Halldórs hefur vakið hörð viðbrögð í þjóðfélaginu þar sem hann er harðlega gagnrýndur fyrir hlut sinn í einkavæðingu bankanna á sínum tíma. Eins var mörgum misboðið þegar frétt- ist af því að fyrirtæki í eigu Skinneyj- ar-Þinganess, sem er að stórum hluta í eigu fjölskyldu Halldórs Ásgrímsson- ar hafi fengið afskrifaða 2,5 milljarða á sama tíma og eigendur tóku út hundr- uð milljóna króna í arð. gunnhildur@dv.is Halldór Ásgrímsson Laun Halldórs sem framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar eru trúnaðarmál. Mynd Bragi Þór Jósefsson Már Guðmundsson seðlabankastjóri ræddi við Heiðar Má Guðjónsson, fjárfesti og einn hugsanlegan kaup- enda tryggingafélagsins Sjóvár, um viðskipti þess síðarnefnda með af- landskrónur á fundi í Seðlabanka Ís- lands í næstsíðustu viku. Tilgangur Heiðars með fundinum, sem hann kom á ásamt tveimur lögmönnum, var að reyna að ganga frá kaupunum á tryggingafélaginu Sjóvá en Seðla- banki Íslands er stærsti hluthafi þess í gegnum eignarhaldsfélag sitt, Eigna- safn Seðlabanka Íslands. Heiðar Már vill eignast um þriðjung þeirra hluta- bréfa sem eru til sölu í tryggingafé- laginu en það er rúmlega 80 prósenta hlutur. Líkt og Viðskiptablaðið og DV hafa greint frá hefur Seðlabanki verið með viðskipti Heiðars Más og eignar- haldsfélags hans, Ursus capital ehf., til skoðunar frá því í sumar. Heiðar ákvað að Ursus færi í skuldabréfaútboð upp á nærri hálfan milljarð króna og ætlaði síðan líklega að nota aflandskrónur til að festa kaup á þessum skuldabréf- um. Um var að ræða 490 einingar sem gefnar voru út í skuldabréfaútboð- inu og var hver þeirra verðlögð á eina milljón króna. Viðskipti með aflands- gjaldeyri ganga út á að menn kaupi sér gjaldeyri á lægra verði, á aflandsmark- aði í útlöndum, en í landinu þar sem viðkomandi gjaldmiðill er notaður. Algengt er að menn geti sparað sér 10 til 40 prósent af verði gjaldeyris með því að kaupa hann á aflandsmarkaði. Seðlabankinn kom hins vegar í veg fyrir þessi viðskipti vegna gruns um að þau væru brot á reglum um gjald- eyrismál sem sett voru í kjölfar efna- hagshrunsins haustið 2008 en sam- kvæmt þeim er miklum annmörkum háð hvenær má koma með slíkar af- landskrónur til landsins. Afar líklegt er að Heiðar Már hafi ætlað að nota af- landskrónurnar til að greiða fyrir Sjó- vá. Löglegar eða ólöglegar aflandskrónur DV sendi spurningar til Seðlabankans um fund Más og Heiðars en fékk það svar að bankinn gæti ekki tjáð sig um einstaka mál. Bankinn neitaði því hins vegar ekki að fundurinn hefði átt sér stað: „Eins og fram hefur komið get- ur seðlabankastjóri ekki tjáð sig um einstaka þætti í söluferli Sjóvár. Seðla- bankastjóri getur heldur ekki stað- ið í því að hafna eða staðfesta tilgátur og sögusagnir um möguleg mál sem kunna að vera í ferli hjá gjaldeyriseft- irliti bankans. Þegar söluferli Sjóvár lýkur er hægt að greina frá niðurstöð- unni og ekki er vani að greina frá mál- um sem kunna að vera í rannsókn hjá gjaldeyriseftirliti.“ Líkt og Viðskiptablaðið greindi fyrst fjölmiðla frá í sumar var Heiðar Már einungis einn af nokkrum inn- lendum aðilum sem ætluðu sér að koma aflandskrónum til Íslands með þessum hætti. Undanþága var í regl- unum um gjaldeyrismál sem gerði er- lendum fjármálafyrirtækjum heimilt að kaupa skuldabréf íslenskra fyrir- tækja með aflandskrónum sem teknar voru út af reikningum sem kallast Vos- tro. Íslenskir aðilar, sem eru með starf- semi erlendis, byrjuðu hins vegar að notfæra sér þessa undanþágu í aukn- um mæli með því að kaupa skuldabréf innlendra fyrirtækja með aflands- krónum. Seðlabankinn fékk veður af þessu og herti reglurnar um gjaldeyr- ismál í kjölfarið þar sem slík viðskipti fara gegn anda reglnanna. Seðlabankinn hefur verið að skoða þessi viðskipti Ursus, og annarra eign- arhaldsfélag, frá því þau áttu sér stað. Meðal þess sem örugglega er eitt af aðalatriðum rannsóknar Seðlabank- ans er að athuga hvort aflandskrón- urnar sem notaðar voru til að kaupa skuldabréf Ursus hafi verið löglegar eða ólöglegar. Löglegar aflandskrónur eru þær sem keyptar voru fyrir setn- ingu gjaldeyrishaftalaganna í kjöl- far efnahagshrunsins 2008 á meðan ólöglegar aflandskrónur eru þær sem keyptar voru eftir þennan tíma. aðkoma Heiðars Eftir því sem DV kemst næst sýndi Már Heiðari gögn á fundinum sem bendl- uðu hann við umrædd viðskipti með aflandskrónur sem hægt er að túlka sem svo að fari gegn tilganginum með reglum Seðlabankans um gjaldeyr- ismál. Hugsanlegt er að Seðlabank- inn vilji ekki selja Heiðari Má Sjóvá vegna þessara viðskipta hans en ekki er hægt að fullyrða neitt um það að svo stöddu. Líklegt má telja að Heiðar Már hafi notað rök eins og þau að hann sé bú- settur erlendis og með lögheimili þar til að útskýra að viðskipti Ursus hafi verið innan þess ramma sem und- anþágan frá gjaldeyrisreglum Seðla- bankans felur í sér en hún var gerð til að liðka til fyrir fjárfestingu erlendra aðila. Heiðar náði hins vegar ekki því markmiði sínu með fundinum að ganga frá sölunni á Sjóvá og hélt hann af landi brott og til Sviss skömmu eftir fundinn. Ljóst er hins vegar, alveg sama hvernig salan á Sjóvá fer, að þessi við- skipti Heiðars Más hafa sett ákveð- ið strik í reikninginn í söluferlinu um Sjóvá og kunna að vera skýringin á því af hverju salan hefur dregist á langinn. Heiðar Már gaf það út fyrir tveimur vikum að hann byggist við að gengið yrði frá sölunni á Sjóvá næstu tvo til þrjá dagana þar á eftir. Þetta hefur enn ekki gerst. Heiðar Már guðjónsson og Már guðmundsson funduðu um söluna á Sjóvá fyrir skömmu . Á fundinum var rætt um viðskipti Heiðars með aflandskrónur. Heiðar vildi ga nga frá kaup- um á Sjóvá en það gekk ekki eftir. Viðskipti Heiðars með aflandskrónur í sum ar hafa aug- ljóslega sett strik í reikninginn varðand söluna á Sjóvá til Heiðars og félaga e n hugsanlegt er að viðskiptin fari þvert gegn anda gjaldeyrishaftalaga Seðlabankans. RÆDDI VIÐ HEIÐAR UM AFLANDSKRÓNURNAR ingi f. viLHJÁLMsson fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Þegar söluferli Sjóvár lýkur er hægt að greina frá nið- urstöðunni óvíst með sjóvá Már fundaði með Heiðari skömmu áður en Heiðar fór aftur til Sviss. Á fundinum mun hafa verið rætt um viðskipti Heiðars með aflandskrónur og söluna á Sjóvá. Sími 569 3100 • Stórhöfða 25 • www.eirberg.is Slakaðu á heima • Stillanlegt Shiatsu herða- og baknudd • Djúpslökun með infrarauðum hita • Sjálfvirkt og stillanlegt nudd Verið velkomin í verslun okkar prófið og sannfærist! Úrval nuddsæta Verð frá 23.750 kr. Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 ÞESSAR FRÉTTIR BAR HÆST Í VIKUNNI ÞETTA HELST Norskir félagar, þeir Roy Sævik og Haavard Ynde- stad, hafa skrifað Íslendingum bréf þar sem þeir biðja þá um að flytja heim. Þar eiga þeir við bæinn Stongfjorden á vesturströnd Noregs þar sem Ingólfur Arnarson ólst upp. HITT MÁLIÐ Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • www.eirberg.is Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 Rakatæki frá AIR-O-SWISS • Auka gæði loftsins • Hljóðlát og sparneytin • Auðveld í notkun • Fást einnig í hvítum lit Hefur hlotið reddot hönnunarverðlaunin n xxxx miðvikudagur og fimmtudagur 10. – 11. nóvember 2010 dagblaðið vísir 130. tbl.100. árg. – verð kr. 395 Fjármálaráðuneytið Fékk ráðgjöF: Sniðgengu þá hæfuStu íbúðalánasjóður: n „Þið viðskiptajöfr- arnir leggið okkur skriffinnunum lið“ n sÁu tÆkifÆri Í einkavÆðingunni TÖLVU- PÓSTAR Karl Wernersson: „ALLT Í KLESSU HJÁ RÍKINU“ rannsókn 2–3 nÁin tengsl stjórnmÁla og viðskipta Þór Sigfússon: „TIL HAMINGJU MEÐ ÞETTA“ leituðu til Milestone, Baugs og Sjóvár BESTU veitinga- staðirnir sprengjur Í Bók BusH var rekin vegna Bókar um konung „NÚ FER ÉG EKKI Í JÓLA- KÖTTINN“ lalli fékk handsaum- aðan leðurjakka „99 PRÓSentA LÍKuR á Að þettA SÉ RugL“ ólafur stefÁnsson lagði 10 milljónir Í arðvÍs jón baldvin: Banda- rÍkin njósna Á Íslandi neytendur 14–15 erlent 16–17 íhuga kærur fréttir 10 fréttir 6 fólkið 26 fréttir 12 sigrast Á flugHrÆðslu úttekt 22–23 BAð BAug uM hJáLP „Komið heim aftur! Það eru 1136 ár síðan þið yfirgáfuð okkur. Nú er kom- inn tími til að þið komið aftur heim. Við erum nánustu ættingjar ykkar og hér fáið þið bæði vinnu og húsnæði. Við erum viss um að það myndi gleðja Ingólf Arnarson, ef einhverjir af hans afkomendum myndu snúa til baka.“ Á þessum orðum hefst bréf sem Norð- mennirnir Roy Sævik og Haavard Yndestad skrifa til Íslendinga. Þeir eru talsmenn baráttuhóps sem reynir að freista þess að fjölga íbúum í bæn- um Stongfjorden á vesturströnd Nor- egs. Roy og Haavard vilja endilega fá hóp íslenskra barnafjölskyldna til að flytjast yfir hafið og setjast að í þess- um vinalega bæ. Norsku félagarnir snéru sér til Sigurðar Þorvaldssonar, sem búið hefur á vesturströnd Nor- egs í 30 ár, og báðu hann að þýða bréf- ið fyrir sig yfir á íslensku. „Mér fannst þetta svo frábært að ég varð endilega að þýða þetta fyrir þá,“ segir Sigurður og hlær. Ætla að greiða húsaleigu fyrir nýbúa Roy og Haavard segja Stongfjorden bráðvanta fleiri íbúa og þá helst barnafjölskyldur því ef nemendum fjölgar ekki um 3–4 á næsta skólaári er hætt við að bæði skóli bæjarins og leikskólinn verið lagðir niður. Þá þarf að senda börnin með rútu í aðra skóla í sveitarfélaginu. Þeir segja menn ótt- ast að án skóla muni þessi gamli iðn- aðarstaður leggjast af hægt og rólega. „Við þurfum fleiri börn sem eru fædd árin 2002 til 2005,“ segja þeir félag- ar. Baráttuhópurinn ætlar að aðstoða þær fjölskyldur sem vilja koma og setj- ast að í Stongfjorden að finna bæði vinnu og húsnæði. Þá ætlar hópur- inn að greiða húsaleigu fyrir nýbúana fyrstu þrjá mánuðina. Mörg atvinnutækifæri Í bréfinu benda þeir Roy og Haavard á að Ingólfur Arnarson hafi alist upp á þessu svæði, en hann þurfti að flýja frá Noregi árið 874 eftir að hafa myrt syni Atla jarls, stórhöfðingja staðar- ins. Félagarnir lofa að gamla erjur séu gleymdar og að Ingólfi Arnarsyni séu fyrirgefin ódæðisverkin. „Við munum taka vel á móti Íslendingum,“ segja þeir. Samkvæmt Roy og Haarvard hef- ur einn stærsti laxræktandi heims, Marine Harvest, áætlanir um að byggja stóra laxeldisstöð í Stongfjor- den árið 2013 sem mun skapa mörg ný störf. Þá segja þeir annað útgerð- arfyrirtæki hafa sýnt bænum áhuga en þeir eru hræddir um að áhuginn dvíni ef skólinn verður lagður niður. „Sam- félag án skóla á enga framtíð fyrir sér,“ segja þeir. „Þeir vita það að Íslendingar eru duglegt fólk og vita að margir eiga í erfiðleikum með að fá vinnu,“ segir Sigurður, þýðandi bréfsins. „Þeir eru þarna með ýmis atvinnutækifæri virð- ist vera og svo er ekki svo langt til För- de sem er nokkuð stór bær.“ Sigurð- ur segir ýmsa vinnu að fá þar, bæði verkamannastörf og störf sem krefjist sérhæfðar menntunar. Þar er til dæm- is fylkissjúkrahúsið sem er gríðarstórt og þjónar öllu fylkinu. Skemmtilegar staðreyndir um Stongfjorden Stongfjorden er gamall iðnaðarstað- ur á vesturströnd Noregs fyrir norðan Bergen með um það bil 200 íbúa, 45 kílómetrar eru til Förde sem er næsti bær. Fyrsta álverksmiðja í Norður-Evr- ópu, British Aluminium Company (BACO), var sett á stofn í Stongfjorden árið 1907. Stongfjorden er einstaklega gott og opið samfélag þar sem menn- ingarlífið er fjölbreytt og aðstæður góðar fyrir hinar ýmsu íþróttir eins og tennis, blak, fótbolta og veiðar. Margir atvinnumöguleikar eru á svæðinu og góðar lóðir sem hægt er að kaupa fyrir 1 krónu. Þeir sem hafa áhuga á að freista gæfunnar í Stongfjorden eða kynna sér möguleikana geta haft samband við félagana með tölvupósti á solve@ stangmedia.no eða  roy.saevik@inno- vasjonnorge.no. Norðmenn vilja Íslendinga „heim“ SÓLRÚN LILJA RAGNARSDÓTTIR blaðamaður skrifar: solrun@dv.is HEIMABÆR INGÓLFS ARNARSONAR Stongfjorden Bærinn Stongfjorden er staðsettur á vestur- strönd Noregs. Ingólf- ur Arnarson er talinn hafa flúið af þessum slóðum árið 874.  Vinalegur bær ÍStongfjordenbúaum200 manns,þarerfjölbreyttmenningarlíf,aðtaða tilíþróttaiðkunargóðogýmisatvinnutæki- færiíboði.MYND ARILD NYBØ, MEDIEBRUKET.NO Við munum taka vel á móti Íslend- ingum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.