Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Blaðsíða 28
28 umræða 12. nóvember 2010 föstudagur Eitt það mik- ilsverðasta og jákvæðasta sem gerst hef- ur í íslensku samfélagi er að almenn- ingur hefur fengið rödd. Þess sjást víða merki. Það var venjulegt fólk sem skipu- lagði mótmæli og opna fundi eftir hrunið í októ- ber 2008, og enn er það venju- legt fólk sem stendur fyrir mót- mælauppákomum af ýmsu tagi. Fólk rífur kjaft við valdhafa, held- ur úti bloggsíðum og vefsíðum af öllu tagi, hefur skoðanir á hverju sem er, rekur sína eigin litlu fjöl- miðla á Facebook og álíka síðum, gerir athugasemdir við hvaðeina sem gerist, lætur ekki lengur mata sig. Stundum getur þessi rödd al- mennings vissulega orðið nokkuð yfirþyrmandi. Orðbragð og ofsi, bölsýni og dónaskapur í nafnlaus- um athugasemdum getur keyrt fram úr öllu hófi. Og stundum fær sundurlyndispúkinn á fjósbitan- um að fitna alltof mikið. En ég kýs þó miklu frekar að þola svolítið af slíku frekar en að hverfa aftur til fyrra ástands. Þá fékk ekki hver sem er að hafa skoðanir opin- berlega á Íslandi. Í raun voru það valdablokkir, og þá fyrst og fremst stjórnmálaflokkarnir, sem út- deildu skoðunum á umdeildum samfélagsmálum. Meðal þeirra virðingarverðustu bloggskrifara og pistlahöfunda sem sprottið hafa upp síðustu misseri er Lára Hanna Einarsdótt- ir, en hún er jafnframt ein þeirra sem taka hlutverk sitt hvað alvar- legast. Hún skrifar af djúpri alvöru og íhygli og fer ekki með neitt bull og rugl. Allir sem á hana hlýða eða lesa skrif hennar hljóta að átta sig á að hvort sem þeir eru sammála henni eða ekki, þá er þetta alvöru rödd sem hefur eitthvað að segja og virkilega er vert að hlusta á. Eftir hrunið hefur hún gagnrýnt bæði stjórnvöld, núverandi sem fyrrverandi, og útrásarvíkinga og bankamenn af mikilli festu. Ljóst er þó að mest er henni niðri fyrir í umhverfis málum en hún er ákaf- ur andstæðingur hinnar hugsun- arlausu virkjana- og álversstefnu sem hér hefur lengst af verið við lýði. LÁRA HANNA REKIN SEM PISTLAHÖFUNDUR Nú um töluvert skeið hefur Lára Hanna flutt pistla sína í Ríkisút- varpið, einu sinni í viku á morgn- ana. Fyrir viku var hún hins veg- ar rekin þaðan á þeim forsendum að hún skrifaði einnig pistla á vef- ritið Smuguna, sem haldið væri úti af Vinstri-grænum, og því gæti hugsanlega verið að einhverjir hlustenda RÚV sem heyrðu í henni tengdu hana við VG – þótt hún sé raunar ekki flokksbundin í Vinstri-grænum. Og þó alls kon- ar fólk sem er flokksbundið í öðr- um flokkum hafi skrifað pistla á Smug una, sem og óflokksbundnir. ÓAFTURKRÆF UPPSÖGN Lára Hanna mun hafa spurt for- ráðamenn morgunútvarpsins hvort hún gæti ekki haldið áfram á RÚV ef hún hætti að birta pistla á Smugunni, en var tjáð að það gengi ekki upp. Uppsögnin væri óafturkræf. Glæpur hennar – að skrifa á vef tengdan VG – hafði greinilega verið fullframinn! Mér og mörgum öðrum mun þykja eftirsjá að pistlum Láru Hönnu í Ríkisútvarpinu. Hún tal- aði fyrir róttæk umhverfisvernd- arsjónarmið sem við höfum gott af að heyra, líka þeir sem eru ekki endilega sammála hverju orði. Það er einfaldlega þungamiðja í lýðræðislegri umræðu, sem við erum nú að reyna að læra, að heyra sjónarmið úr öllum áttum. Auðvitað ber Ríkisútvarpinu samt engin skylda til að hafa pistla Láru Hönnu Einarsdóttur á dagskrá sinni. Ef pistlar hennar væru óvin- sældir eða leiðinlegir eða dóna- legir eða ruddafengnir eða eitt- hvað, þá væri ekkert við því að segja að RÚV segði henni upp. En að segja henni upp á grundvelli þessara meintu tengsla við vefrit á snærum VG þykir mér ótækt með öllu. EF TIL VILL HUGSANLEGA KANNSKI … Í fyrsta lagi er skýringin, um að sá sem ef til vill hugsanlega kannski einhvern veginn verður einhvern veginn tengdur við VG af hugs- anlega einhverjum, bara fáránleg. RÚV hefur í þjónustu sinni fjölda fólks – þar á meðal fréttamenn – sem allir vita hvar eru í pólitík, og eru jafnvel flokksbundnir. Og í fréttatímum er dyggum flokks- hundum athugasemdalaust leyft að útbreiða skoðanir sínar, án þess að á nokkurn hátt sé varpað ljósi á augljós pólitísk tengsl þeirra. Sem er líka oftast bara allt í lagi, en af hverju gildir eitthvað allt annað um Láru Hönnu en aðra? Og í öðru lagi, þá er hugsun- arhátturinn á bak við þá skýr- ingu sem Láru Hönnu var gefin fyrir uppsögninni hluti af hugs- unarhætti sem ég var nú að vona að væri að verða úreltur á Íslandi. Hvaða voðalega virðing er það fyr- ir flokkapólitík sem felst í að Lára Hanna má fyrst þenja sig eins og henni sýnist gegn stjórnvöldum, útrás- arvíkingum og umhverfis sóðum, meðan hún var talin óflokksbund- in, en verður svo óalandi og óferj- andi þegar búið er (fullkomlega ranglega að vísu) að koma á hana flokksstimpli? FLOKKSPÓLITÍSK TYLLIÁSTÆÐA Það skiptir sem sagt ekki öllu máli hvort fólk hefur eitthvað að segja, hvort það er réttsýnt, vel máli far- ið og skörulegt – heldur skipta flokkstengsl (raunveruleg eða ímynduð) öllu máli. Ég mælist til þess að RÚV end- urskoði þessa ákvörðun hið bráð- asta. Sumar raddir þurfa að heyr- ast, og ég held að hennar rödd sé ein þeirra. Og að þagga niður í vinsælum pistlahöfundi af flokks- pólitískri tylliástæðu – það hélt ég að væri liðin tíð. Ég hélt satt að segja að RÚV hefði lært sína lexíu frá því ég var sjálfur rekinn á sín- um tíma! En fréttastofa RÚV, sem hefur af morgunútvarpinu að segja, virðist reyndar óvenju mistæk þessa dag- ana. Ég skil ekki uppsögn Þórhalls Jósepssonar fyrir þá „sök“ að hafa skrifað ævisögu Árna Mathiesen. Úr því hann hafði sannanlega sagt við fréttastjóra sinn að hann ætl- aði að vinna bók með fyrrverandi ráðherra, án þess að fréttastjóri gerði athugasemd eða spyrði meira út í það, þá er óskiljanlegt að Þórhallur sé síðan rekinn þegar kemur í ljós að ráðherrann er Árni Mathiesen. „AFTURKALLAÐA FRÉTTIN“ Og þá er ónefnd sú gloría þeg- ar frétt var fyrir nokkrum vikum „afturkölluð“ af því að í ljós kom að viðmælandi í tiltekinni frétt hafði einhvern tíma starfað innan VG. Hann virðist hafa leynt þeim tengslum, og má svo sem skilja að fréttastofu RÚV hafi gram- ist það, en það breytir því samt ekki að fréttin var góð og gild – og það sem maðurinn hafði að segja mátti vel komast á framfæri. Hvað það þýðir að „afturkalla fréttina“ veit ég ekki – og allra síst í ljósi þess sem ég sagði áðan, að í frétt- um RÚV er sýknt og heilagt á ferð- inni fólk sem státar af alls konar flokkstengslum, án þess að veður sé út af því gert. Það er erfitt verk og viðkvæmt að segja fréttir um þessar mundir, og standa fyrir samfélagsumræðu. En það læðist að manni sá grun- ur að fréttastofu RÚV gangi frek- ar illa þessar vikurnar að höndla þann þrýsting. K jánahrollurinn mælist á jarð-skjálftamælum og upptökin eru vestast í Vesturbænum þar sem þokkalega frjálslynd kona skrollar niður blogg á tölvuskjá. Bloggið fjallar um hefðbundin kynjahlutverk og blogghöfundur skreytir bloggið með mynd af sér þar sem hún liggur þver og endi- löng og horfir tælandi aug- um til móts við lesendur. Á meðan kjánahroll-urinn skekur konuna í Vest-urbænum, skýtur þekkt dagskrárgerðarkona í Nor- egi tölvuskjáinn með riffli eftir að hafa lesið nefnda bloggfærslu. Mað- ur í Jemen hlær hlátri óðs manns og fruss ar yfir fartölvu sína svo að innviðir tölvunnar bráðna saman í eina klessu. Á sama tíma ælir kona í Reykjavík yfir lyklaborðið og önnur einfaldlega lokar fartölvunni og fær sig ekki til að opna hana aftur. Karl- maður veit ekki sitt rjúkandi ráð og gefur því skjánum gula spjaldið með- an annar segist vilja loka sig inni þar til bloggfærslan færist aftur í tímann og gleymist í svartholi netheima. O g nei, þetta er ekki lýsing á mynd eftir M. Night Shy-amalan um dularfulla, sammannlega og sækót- ryllandi atburði sem hreyfa við undir- meðvitundinni. Ofsafengin viðbrögð- in, sem líkja má við lífshættulegt ofnæmi og náttúruhamfarir, eru ekki skáldskapur, heldur viðbrögð við lestri bloggfærslunnar þar sem eru kynnt ansi úrelt kynjaviðhorf. Í niðurlagi bloggsins segir, und-ir fyrirsögninni Karlmenn vilja leyfa konum að vera eins og þær eru: K arlmenn elska við konur hvað þær eru málgefnar, mjúkar, yndislegar og kven-legar. Karlmenn vilja að konur séu þær sjálfar og njóti sín...og maðurinn sé maður – öruggur, sterk- ur og hugsandi og konan sé kona – kvenleg, opin og frjáls... Þannig geta báðir aðilar þroskast í átt að frelsi í samskiptum.“ Þ essi forskrift karls og konu skrifuð eftir handriti meist-ara Walts Disneys á sér litla stoð í raunveruleikanum. Karlar vilja alveg örugglega ekki hafa konur svona eða hinsegin. Hrikalega væri það leiðigjarnt. Og hér er frétta- tilkynning: Konur vilja ekki láta segja sér að þær séu svona og hinsegin. Þær eru bara. Og eru alls kon- ar. Og karlmenn líka. Bíddu var ekki einhver herferð í gangi: Konur prumpa líka! Konur eru líka menn (klass- ík)... Pabbar geta líka grát- ið? (önnur klassík). Var þetta ekki á síðustu öld? Þ essi markaðsvædda tvískipting: mars-venus, hvítt-svart og blah og bleh er ansi lífseig þótt að bæði karlar og konur hafi reynt að murka úr henni líftóruna með öllum ráðum og öllum vopnum. Ekki af því að þessir sömu karlar og þessar sömu konur séu að drepast úr vandlætingu og pólitískri rétthugsun heldur af því hún er svo ferlega leiðinleg og and- laus. Margtuggið skemmtiefni sem aldrei var tekið alvarlega og hefur fyr- ir löngu týnt öllu aðdráttarafli. t ja, nema á Íslandi. Þar eru netútgerðir sem gera út á þessa tuggu. En ef marka má viðbrögðin (vandlega athuguð á Facebook) og jarðskjálfta- mælingar víða um borg þá er ekki hægt að selja tugguna mikið leng- ur. Ekki meðan saklausir tölvuskjáir eru plammaðir niður um allan bæ og ælupollar bræða úr lyklaborð- um. Bæði konur og karlar eru kom- in með upp í kok af því að troðið sé upp á þau Disney-pælingunni um hlutverk kynjanna. „En þetta er svo mikið lesið?“ eru rökin sem gef- in eru meðan pælingunum er stillt upp á fremsta sölubásinn í glæsi- legum umbúðum. Hvaðan kem- ur þessi markaðsmaður sem finnst þessi lestur vera gulls ígildi? Er hann djöfladýrkandi? E inhver kynni að segja og ger-ir það líklega: Hvað ertu að æsa þig? (...ég æsi mig ekki – ég get það ekki því ég er of proper). En hvað um það. Þetta skipt- ir máli. Það vita konur úti um allan bæ sem eru að pússa haglabyssuna og þrífa ælur af lyklaborðum. a ð minnsta kosti þá er það staðreynd að í dag þá skiptir kyn máli. Það skiptir máli í stjórnmálum og viðskiptum. Það þarf ekki að gera það um alla framtíð – en það gerir það núna og á meðan þá er pínu- ponsu vandræðalegt að tefla fram gömlu mars og venus bókinni sem við lásum öll af áfergju en höfum nú falið skömmustulega í geymslunni með axlapúðum, undratesveppn- um og öðrum pínlegum lausn- um sem eru best geymdar og vel gleymdar. Kjánahrollur og aðrar hamfarir trésmiðja illugi jöKulsson rithöfundur skrifar HELGarPistiLL Kristjana guðbrands- dóttir blaðamaður skrifar Illugi Jökulsson klórar sér í höfðinu yfir nýlegum uppsögn- um og öðrum uppákomum hjá Ríkisútvarpinu. Er fréttastofa RÚV að fara á taugum? Ég hélt satt að segja að RÚV hefði lært sína lexíu frá því ég var sjálfur rekinn á sínum tíma!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.