Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Blaðsíða 64
n Glamúrgellan og kynskiptingurinn Vala Grand hefur verið alveg ófeim- in að deila lífsreynslu sinni með Íslendingum síðustu árin. Sérstak- lega nú eftir að kynleiðrétting hennar gekk í gegn. Voru mikil viðbrögð við viðtali við hana í Monitor þar sem hún sagði frá því hvernig hún héldi rakanum við í nýja stellinu. Vala var heldur ekkert að spara það þegar Harmageddon-bræður, Frosti og Máni, hringdu í hana í þætti sínum á fimmtudaginn og viltu vita hvort hún væri búin að missa meydóminn. Vala viðurkenndi það fús- lega og fór út í afar ná- kvæmar lýsingar á því sem hafði gerst. Vala er þó ekki komin með kærasta en í sama viðtali vildi hún ekki tjá sig um blekkingarsam- bandið við Milos Tanasic sem DV greindi frá í síð- asta helgarblaði. Friðardúfa sem goggar! VALA SEGIR ALLT Rúdolf er ómótstæðilegur hreindýraborgari af Héraði, blandaður apríkósum og gráðaosti. Borinn fram með sultuðu kanilrauðkáli og eplasalati til hliðar. Rúdolf er engum líkur og hringir inn jólin á Hamborgarafabrikkunni! Rúdolf fæst einungis fram að jólum á meðan birgðir endast. Rúdolf J Ó L A B O R G A R I N N 575-7575 fabrikkan@fabrikkan.is BORÐAPANTANIR × Mættu á Fabrikkuna og pantaðu × Taktu matinn með × Hámarksbiðtími 15 mín. Meðalbiðtími eftir mat á Fabrikkunni er aðeins 8 mínútur frá því að pöntun er tekin TAKE AWAY FLJÓTLEGT Í HÁDEGINU n Gamli fréttahaukurinn Óli Tynes tekur upp hanskann fyrir Egil „Gillz“ Einarsson í pistli sem hann skrifaði nýlega í Fréttablaðið. Óli segist í fyrstu hafa haldið að Gillz væri „snarklikkaður“. „Svo datt inn á borð til mín bók sem hann hafði skrifað [...] Drengurinn hefur virki- lega góð tök á íslensku og virðing mín fyrir honum tók skref uppávið.“ Þá segist Óli ekki skilja allt það um- stang sem hafi verið í kringum Gillz og símaskrána. „Látum vera skræk- ina í dólgfemínistum sem krefj- ast þess að menn séu sviptir vinnu sinni ef þeir hafa ekki nákvæmlega sömu skoð- anir og dólg- arnir. Mér er sama um þá.“ TYNES FÍLAR GILLZ n Ástþór Magnússon skýtur föstum skotum á Ríkissjónvarpið en hon- um var á dögunum boðið að kaupa auglýsingu vegna framboðs síns til stjórnlagaþings. Í tölvupósti sem Ástþór fékk, og raunar allir fram- bjóðendur, var honum boðið pláss í kringum spjallþáttinn Silfur Egils og sagðist Ástþór þakka gott boð. Útbjó hann tólf sekúndna auglýsingu sem hann birti á heimasíðu sinni. Aug- lýsingin er stillimynd af seðlabúnti, Agli Helgasyni og Ástþóri sjálfum. Svo les þokkafull kvenmannsrödd eftirfarandi texta: „Svona kemstu í Silfur Egils. Pen- ingana á borð- ið til að kaupa stuðning RÚV.“ Ástþór reyndi sem kunnugt er mikið að komast í Silfur Egils fyrir síð- ustu alþingiskosn- ingar en hafði ekki erindi sem erfiði. SVONA KEMSTU Í SILFUR EGILS DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. Alls eru greiddar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. Áskriftarsíminn er 512 70 80 FRÉTTASKOT 512 70 70 SÓLARUPPRÁS 09:46 SÓLSETUR 16:37 Magnús Hlynur Hreiðarsson, rit- stjóri Dagskrárinnar – Fréttablaðs Suðurlands og fréttamaður sjón- varpsins á Suðurlandi hefur gefið út DVD-disk sem inniheldur safn af skemmtilegum og eftirminnileg- um sunnlenskum fréttum. „Með þessum disk er margra ára draum- ur að rætast. Mig hefur alltaf langað að safna saman uppáhaldsfréttun- um mínum á einn stað,“ segir Magn- ús Hlynur. Hann hefur getið sér gott orð fyrir vandaðar og öðruvísi frétt- ir af málefnum líðandi stundar. Um er að ræða 85 fréttir á 85 mínútum sem hann hefur unnið á persónuleg- an og einlægan hátt síðastliðin 12 ár, eða frá árinu 1998. Ein af fréttunum sem Magnúsi finnst standa uppúr á disknum er frétt frá árinu 1999 um hænur á Stokkseyri sem borða bara pizzur með pepperóni. „Annars er þetta allt lifandi og skemmtilegt og fréttir sem fólk man eftir.“ Á disknum er líka 20 mínútna aukefni af sunn- lenskri tónlist. Til dæmis má finna upptökur frá Karlakór Rang æinga, Karlakór Hreppamanna, Karlakór Selfoss, Jórukórnum og Hörpukórn- um á Selfossi. Diskurinn er kominn í sölu í Bón- us á Selfossi og Hveragerði, Krón- unni Selfossi, MM Selfossi og hjá Olís á Selfossi, Hellu og í Norðlinga- holti í Reykjavík. solrun@dv.is Gefur út DVD-disk með eftirminnilegum fréttum af Suðurlandi: 85 FRÉTTIR Á 85 MÍNÚTUM Persónulegar og einlægar fréttir Magnús Hlynur með fullt fangið af DVD disknum, sem hefur að geyma 85 skemmtilegar sunnlenskar fréttir frá síðustu 12 árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.