Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR 12. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR Opið virka daga 12-18 laugardag 12-16 Grensásvegi 8 - 108 Reykjavík - 517-2040 LAGERSALA Loðfóðruð barnastígvél www.xena.is Starfsmenn Milestone og aðaleig- andinn, Karl Wernersson, voru ekki mjög sáttir við að þurfa að greiða Ingunni, systur Karls, rúma fimm milljarða króna fyrir eignarhlut hennar í félaginu árið 2005 og 2006. Í yfirheyrslum yfir Steingrími Wern- erssyni, bróður Karls og Ingunn- ar, hjá sérstökum saksóknara í fyrra kom fram að Karl hefði viljað kaupa tæplega 20 prósenta hlut hennar á undirverði en að Steingrímur hefði sett sig upp á móti því og viljað að hún fengi hærra verð fyrir bréfin. Tölvupóstar á milli starfsmanna Milestone, sem DV hefur undir höndum, benda einnig til að for- stjóri Milestone, Guðmundur Óla- son, sem og fjármálastjórinn, Arnar Guðmundsson, hafi séð eftir pen- ingunum til Ingunnar. Greiðslan frá Milestone til Ing- unnar er meðal þeirra gerninga sem skiptastjóri Milestone, Grímur Sig- urðsson, hefur verið með til skoð- unar að rifta fyrir dómi. Telur skipta- stjórinn að skoða verði greiðslurnar sem lán til Ingunnar þar sem ekkert hefði komið á móti milljörðunum inn í þrotabú Milestone. Hann telur að greiðslurnar til Ingunnar geti ver- ið brot á lögum um einkahlutafélög. Hugsun bræðranna með greiðsl- unni til Ingunnar var sú að þeir væru með henni að kaupa eign- arhlut í Ingunnar í Milestone og tveimur dótturfélögum og notuðu þeir peninga eignarhaldsfélagsins til þess. Líklegt má telja að Ingunn verði krafin til að greiða þessa fimm milljarða króna aftur til þrotabús Milestone. „Átt að borga 1 þúsund milljónir“ Í tölvupósti frá Guðmundi til Arn- ars laugardaginn 3. desember 2005 minnti Guðmundur hann á að hann ætti að greiða Ingunni einn millj- arð króna tveimur dögum síðar: „Heill og sæll, Bara að láta þig vita að ÞÚ átt að borga1 þúsund milljón- ir nk. mánudag til Ingunnar nokk- urrar Wernersdóttur Þú spáir í þetta. Heyrumst GÓ.“ Viðræður höfðu þá staðið yfir í nokkurn tíma um hvernig bræð- urnir ættu að losa systur sína út úr Mile stone, sem að grunninum til var stofnað með fjármunum frá föð- ur þeirra, Werner Rasmussyni. Bæði Ingunn og Steingrímur höfðu þá rætt um það að þau vildu selja sig út úr félaginu en Karli leist ekki vel á þá hugmynd, Milestone hefði þá vænt- anlega þurft að borga fyrir eignar- hluti þeirra beggja í félaginu. Þetta er meðal þess Steingrímur ræddi um í yfirheyrslunum hjá sérstökum sak- sóknara í fyrra. Ingunn átti síðar eftir að þakka Guðmundi fyrir hans aðkomu að því að samningar tókust á milli Ingunn- ar og bræðranna. Í tölvupósti til hans þann 9. desember 2005 sagði hún við Guðmund: „Ps. Ég vil þakka þér þinn þátt í að samningar náðust á milli okkar bræðra.“ Greiðslan kom líklega frá Íslandsbanka Milestone virðist hins vegar ekki hafa átt þennan milljarð tiltækan á þessum tíma, líkt og kom fram í svari Arnars til Guðmundar: „Sæll, Eigum rúm- ar 400 lausar. Verðum að taka restina út úr stóra ISB samningnum. Kv. Arn- ar“. Guðmundur stakk þá upp á því að fjármunirnir yrðu teknir úr erlendu dótturfélagi Milestone. „Við erum víst að tala um 905.585.556 mkr. Hvað með gamla góða ltd. kv. GÓ“. Arnar sagði hins vegar að lítið væri þar af peningum í dótturfélaginu: „Það er orðið lítið af peningum þar. Kv. Arnar“. Greiðslan til Ingunnar virðist hins vegar á endanum hafa komið í gegn- um lánasamning sem Milestone hafði gert við Íslandsbanka þar sem Guð- mundur og Arnar ræddu ekki málið frekar sín á milli. Lögmaður Ingunn- ar ýtti svo á eftir greiðslunni og fékk staðfestingu á því að hún hefði verið innt af hendi í kjölfar eftirfandi tölvu- póstsamskipta Guðmundar og Arn- ars: „Pay and smile.... Kr. 905.585.556 kv.´GÓ“; „Greitt. Kv. Arnar“ Nærri 1.000 milljónir króna fóru því líklega frá Íslandsbanka, í gegnum Mile stone og þaðan til Ingunnar Wernersdótt- ur til að greiða henni fyrir hlut henn- ar í félaginu sem varð í kjölfarið eign bræðra hennar. Ingunn fékk svo hundruð millj- ónir króna á mánuði frá Milestone á árunum 2006 og 2007 þar til búið var að greiða henni fyrir hlutinn í Mile- stone, samtals um 5 milljarða króna. En í upphafi árs 2006 spurðist Arn- ar fyrir um hvort hann ætti að greiða þessar afborganir inn á sama reikning Ingunnar og síðast: „Hæ, Á að borga inn á sama reikning og síðast á IW ?Kveðja, Arnar“ Þetta varð svo raunin. Tekist verður á um það fyrir dómi á næstunni hvort þessi viðskipti Mile- stone og Ingunnar hafi átt rétt á sér eða ekki. Starfsmenn Milestone virðast sjá nokkuð eftir milljörðunum fimm sem runnu til Ing- unnar Wernersdóttur þegar bræður hennar keyptu hana út úr Milestone árið 2005, ef marka má tölvupóstsamskipti. Skiptastjóri Milestone mun að öllum líkindum reyna að rifta viðskiptunum og má ætla að Ingunn verði krafin um peningana. INGUNNARMÁLIÐ: „PAY AND SMILE“ INGI F. VILHJÁLMSSON fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Ps. Ég vil þakka þér þinn þátt í að samningar náðust á milli okkar bræðra. Þakkaði Guðmundi Ingunn Wernersdóttirþakkaði GuðmundirÓlasyni,forstjóra Milestone,fyriraðsamningar tókustámillihennarogbræðra hennar.Fyrirvikiðfékkhúnfimm milljarðakrónaívasann. Rannsókn á morðinu lokið Rannsóknargögn vegna mann- drápsins í Háabergi 23 í Hafnarfirði þann 15. ágúst þar sem Hannesi Þór Helgasyni var ráðinn bani hafa verið send ríkissaksóknara. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að rannsókn teljist að fullu lokið af hálfu lögreglu til undirbúnings fyr- ir ákæru og málsmeðferð fyrir dómi. Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri, Gunnar Rúnar Sigurþórsson, hefur játað sök í málinu en hann hefur set- ið í gæsluvarðhaldi frá 27. ágúst. Þriðjungur vill utanþingsstjórn Samkvæmt nýrri könnun MMR um afstöðu almennings til nokkurra kosta við samsetningu ríkisstjórnar vilja 33,7 prósent að mynduð verði utanþingsstjórn. 49,7 prósent kváð- ust þeirrar skoðunar að ákjósan- legt væri að mynduð yrði ríkisstjórn án forsætis núverandi stjórnar- flokka. 50,3 prósent töldu æskilegt að núverandi stjórnarflokkar kæmu áfram að ríkisstjórn. 21,7 prósent vildu óbreytt stjórnarmynstur og 21,1 prósent nefndi að mynduð yrðu samstjórn allra stjórnmálaflokka á Alþingi. 813 einstaklingar svöruðu könnun MMR sem gerð var dagana 3.–5. nóvember. Fjórtán ára piltur játar Lögreglan á Akureyri komst að því síðdegis í gær að það var fjórtán ára piltur sem beindi sterkum, grænum leysigeisla að stjórnklefa flugvélar Flugfé- lags Íslands að kvöldi þriðju- dags. Samkvæmt heimildum DV mun pilturinn hafa montað sig af afrekinu við skólafélaga sína og sýnt þeim leysigeislann sem hann notaði til verksins. Samkvæmt upplýsingum DV beindi pilturinn geislanum út um herbergisglugga heimilis síns en hann býr rétt fyrir neðan Vaðla- heiði þar sem geislinn var einmitt talinn hafa átt upptök sín. Lögreglan á Akureyri segir að pilturinn hafi játað verknaðinn og sömuleiðis að hann hafi við- urkennt að hafa keypt leysipenna í ónafngreindri búð í Reykjavík. Eftir því sem næst verður kom- ist er sala á öflugum leysigeisla- pennum sem þessum bönnuð hér á landi.  Sá sem á 500 dósir eða flöskur get- ur hagnast um 1.000 krónur með því að bíða með að skila þeim til end- urvinnslu. Um áramótin kemur til framkvæmda hækkun á skilagjaldi. Hækkunin nemur tveimur krónum, úr 12 krónum í 14 krónur. Sá sem skilar 500 dósum inn í dag fær 6.000 krónur greiddar út. Í janúar fær hann hins vegar 7.000 krónur. Því getur verið ráðlegt að bíða með að skila inn dósum og flöskum þar til skilagjaldið hefur hækkað. Umhverfisráðuneytið hefur gef- ið út reglugerð þar sem kveðið er á um hækkun skilagjalds. Samhliða hækkuninni hækkar umsýsluþókn- un á hverja umbúðaeiningu úr stáli, gleri og plastefni. Þó reglugerðin hafi tekið gildi 1. nóvember hækkar skila- gjald til neytenda ekki strax heldur 60 dögum eftir að reglugerðin tekur gildi. Hækkunin mun því verða um áramótin. Gera má ráð fyrir því að útsölu- verð til neytenda hækki sem þessu nemur en að sama skapi fæst meira fyrir að skila umbúðunum. Eiríkur Jónsson, skrifstofustjóri Endurvinnslunnar hf., segir í sam- tali við DV að skilagjaldið fylgi verð- lagi í landinu og hafi í upphafi, árið 1989, verið 5 krónur á hverja flösku. Spurður hvað verði um umbúðirn- ar sem neytendur skili inn segir Ei- ríkur að plastflöskurnar og dósirnar séu pressaðar hér á landi en fluttar þannig út til Evrópu. Sá útflutningur skapi þjóðinni gjaldeyristekjur. Hins vegar séu glerflöskurnar muldar nið- ur og notaðar sem landfylling. Þegar búið sé að mylja glerið niður verði það ekki ósvipað grjóti. baldur@dv.is Skilagjald á einnota umbúðum hækkar um áramótin: Bíddumeðdósaskilin Á leið í endurvinnslu Sásemásvona margardósirogflöskurgætihagnastum þúsundirefhannbíðurtiláramóta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.