Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Blaðsíða 50
50 tækni umsjón: páll svansson palli@dv.is 12. nóvember 2010 föstudagur Kinect komið microsoft setti Kinect á markað í vikunni en með þessu áhugaverða jaðartæki geta eigendur Xbox-leikjatölva nú notað líkama sinn og handahreyfingar í Xbox 360-leikjum sem samhæfðir eru við þessa tækni. Kinect tengist gegnum usB við leikjatölvuna og er ekki ólíkt vefmyndavél ásýndar en tækið notar þrjár linsur til að skynja líkamsstöðu og getur greint um 48 mismunandi punkta á líkamanum, þar á meðal 20 liðamót. Kinect notar sérstaka andlitsgreiningu til að aðskilja notendur og tengja þá beint við Xbox Live-þjónustuna. Kinect er að auki búið næmum hljóðnema sem gerir kleift að eiga raddsamskipti við tækið auk þess að opna fyrir myndspjalls- möguleika milli notenda. Facebook Zero Það eru fjórir mánuðir síðan Face- book tilkynnti að yfir 500 milljónir notenda væru nú skráðir í þjónustu samskiptasíðunnar vinsælu. Hins vegar blasir við að aukning notenda héðan í frá verði töluvert hægari en áður þar sem sóknarfæri er nú helst að finna í þróunarlöndunum svokölluðu. Afríka er sem dæmi gífurlega stór markaður en á móti er almenn tölvueign með minnsta móti í ríkjum álfunnar. Facebook hyggst nú mæta þessum þröskuldi með því að einbeita sér að „mobile”-útgáfu samskiptasíðunnar eða Facebook Zero sem er sérsniðin fyrir þá far- og snjallsíma sem geta tengst við netið. Facebook Zero er án mynda og mun léttari og einfaldari í allri notkun. Gagnamagn meðan á tengingu við síðuna stendur er því aðeins brot af því sem áður var og síðan því mun vænlegri kostur fyrir íbúa fátækari ríkja heimsins. html 5 í stað Flash Apple-fyrirtækið hefur um langt skeið gagnrýnt Flash-spilarann frá Adobe og segir Flash-tæknina uppfulla af öryggisholum auk þess sem hún noti óeðlilega mikinn hluta af örgjörvaafli tölva. Fyrirtækið tilkynnti í vikunni að notendur ýmissa forrita frá Apple þyrftu héðan í frá að sækja Flash-spil- arann sjálfir og innsetja en hingað til hefur hann fylgt með. Apple hefur ötullega kynnt möguleika hins nýja html 5-veftungumáls til að taka við af Flash en myndskeiðsvefsíður eins og YouTube og Vimeo bjóða nú upp á hluta af efni sínu með þessum hætti, meðal annars fyrir hina vinsælu iPad-snertitölvu frá Apple. Sjálfsagt er netvafrinn eitt mest not- aða forrit í heiminum í dag, við les- um fréttir, blogg, förum á Facebook eða Twitter, sumir nota vafrann til að skoða póstinn sinn og öll nýtum við hann til margvíslegra verkefna í viku hverri, hvort sem það er til að fletta upp símanúmeri eða skoða fyndið You Tube myndskeið. lítið breyst Grunnhugmynd vafrans hefur lítið breyst í gegnum árin, einn gluggi sem sýnir þá vefsíðu sem er í forgrunni, aðrar í flipum sem hægt er að smella í til að kalla þær fram. Framleiðend- ur vinsælustu vafranna hafa hingað til lagt mestu áhersluna á hraða, viðmót og öryggi en látið aðra síðan um að þróa viðbætur (plugins) sem uppfylla að einhverju leyti hinar margvíslegu og ólíku þarfir notenda. sérhæfðir vafrar Sérhæfðir vafrar fóru að líta dagsins ljós strax á fyrri hluta tíunda áratugar- ins en enduðu flestir annaðhvort sem viðbætur við stóru vafrana eða logn- uðust út af eftir stuttan tíma vegna þess að ekki tókst að halda í við kröfur sem gerðar voru til þeirra þegar á leið. Síðan þá hafa reglulega sprottið upp áhugaverðir vafrar, ekki síst Flock árið 2007, þróendur þessa vafra virðast hafa séð fyrir þá miklu byltingu sem í vændum var á sviði netsamskipta en fyrir utan það að vera hefðbundinn netvafri býður Flock upp á sérstaka samhæfni við hinar ýmsu þjónustur á vefnum. Má þar sem dæmi nefna Facebook, Twitter, Myspace, flickr og Gmail. Mikið lof en minni vinsældir Flock fékk strax í byrjun mikið lof og hlaut meðal annars hin eftirsóttu Webby-verðlaun árið 2008 í flokki vefsamskipta (Social Networking) en þess má geta að Facebook var á meðal annarra tilnefnt í þessum flokki. Í mars 2008 höfðu þrjár millj- ónir manna sótt vafrann sem var um 135 prósent aukning á aðeins tveim- ur mánuðum. En þrátt fyrir lof og viður kenningar hefur Flock aldrei náð verulegum vinsældum og fæstir kann- ast jafnvel við nafn vafrans! Mikil þró- un hefur átt sér stað á Flock í ár, vafr- inn sem áður keyrði á Gecko-vélinni líkt og Firefox er nú kominn í útgáfu 3 og hefur skipt yfir í Chromium líkt og Chrome frá Google keyrir á. Útgáfu 3 er þegar hægt að sækja fyrir Wind- ows og Linux en Mac-útgáfunnar er að vænta í byrjun desember. Rockmelt Flock er ekki eini vafrinn sem sérhæfir sig við vefþjónustur, á næstunni kem- ur á markað Rockmelt-vafrinn sem eins og Flock keyrir á Chromium. Að baki Rockmelt stendur valinkunnur hópur fyrrverandi starfsmanna fyr- irtækja eins og Apple, Google, Fac- ebook og Netscape sem hafa þá sýn að vafri dagsins í dag eigi að snúast um meira en að fletta á milli vefsíðna. Líkt og Flock gerir viðmót Rockmelt notendum meðal annars kleift að hafa hinar ýmsu þjónustur við hönd- ina, fylgjast með stöðuuppfærslum á Face book eða deila með einum smelli áhugaverðum tengli yfir til Twitter. Tvö ár í þróun Rockmelt mun einnig bjóða upp á nýtt viðmót fyrir vefleit og, að sögn fyrirtækisins, auðvelda notendum að finna rétta niðurstöðu á skemmri tíma en áður hefur þekkst. Rockmelt hefur verið um tvö ár í þróun og er nú í beta- prófun meðal valins hóps. Innan tíð- ar verður síðan hægt að sækja þennan áhugaverða vafra fyrir Mac- og Wind- ows-notendur. viðmót og eiginleikar Talið er að um 20 prósent allrar net- umferðar í dag komi til vegna stöðu- uppfærslna á Facebook. Þegar við teljum síðan saman aðrar vinsælar þjónustur eins og Twitter, Gmail, flickr og YouTube er ljóst að hlutfallið verð- ur töluvert hærra og rökrétt að viðmót og eiginleikar netvafra taki tillit til þess að einhverju marki. Það eru því fram- undan áhugaverðir tímar í þróun net- vafra. Íhaldssemi almennings er þó mikil á þessu sviði og fyrir marga virð- ist mjög erfitt að skipta yfir í annan vafra og tileinka sér þær nýjungar sem þeim fylgja. Talið er að um 20 prósent allrar netumferðar í dag komi til vegna stöðuuppfærslna á Facebook. Það er því ekki að undra að hinn hefðbundni netvafri muni á marga vegu samlagast þeirri byltingu sem átt hefur sér stað á síðustu tveimur árum í netheimum. netvafrar á tí a ótum Flock Er nú kominn í útgáfu 3 og keyrir nú á Cromium eins og Chrome frá Google. Rockmelt-vafrinn Hefur verið tvö ár í þróun og ætti að koma fyrir almenningssjónir áður en langt um líður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.