Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Side 23
FÖSTUDAGUR 12. nóvember 2010 FRÉTTIR 23
og það sé erfitt að kynnast þeim. „Hér
er mikil skriffinnska og vesen í kring-
um allt. Það þarf að senda allt í pósti
sem gerist á hraða snigilsins. Dan-
ir eru pervertískir með þessar reglur
sínar og skilja ekki sveigjanleika eða
hliðarspor, “ segir hún. Það sé dýrt að
fara út að borða, kaupa drykk á bar
og kaffi á kaffihúsum. Hún segir að
glæpatíðni sé há, til dæmis er mik-
ið mikið um gengjaklíkur og stríð á
milli þeirra og að miklir erfiðleikar
tengist innflytjendum þar sem þeir
eigi oft erfitt með að aðlagast dönsku
samfélagi. „Danir eru nettir rasistar,“
bætir hún við.
Um Ísland hefur hún það að segja
að þar sé alltof dýrt að lifa og til dæm-
is séu atvinnuleysisbætur alltof lágar.
Annar ókostur sé smæð samfélagsins
þar sem allir þekkja alla. Hún segir Ís-
lendinga vera of mikið heima hjá sér á
kvöldin en það stafi væntanlega af því
að það vanti uppbyggilegt menning-
arlíf á Íslandi. Ragnhildur segir kost-
ina vera þá að Íslendingar séu mjög
frjálslyndir og öll samskipti við stofn-
anir mun auðveldari og persónulegri
en í Danmörku. „Bankakerfið er kom-
ið lengra á veg, ótrúlegt en satt, en
millifærslur taka einungis sekúndur á
Íslandi. Í Danmörku geta þær tekið 3
daga,“ segir Ragnhildur.
ÁNÆGÐIR ÍSLENDINGAR Í ÚTLÖNDUM
Sveigjanleiki í samskiptum
við fólk og stofnanir er
meiri á Íslandi en í Bret-
landi.
Gott að vera í Kanada Soffía og Haraldur fluttu til Kanada árið 2005. Þau segjast
ekki hafa orðið vör við lífsgæðakapphlaup þar og segja andrúmsloftið almennt
afslappaðra.
Kom aftur heim Ragnheiður er
flutt aftur til Íslands eftir að hafa
búið bæði í Bergen í Noregi og í
Cambridge á Englandi.
Kostir og gallar í Danmörku Ragnhildur upplifir frelsi við að þurfa ekki að eiga bíl. Öll samskipti við stofnanir eru auðveldari á
Íslandi en í Danmörku, að sögn Ragnhildar.