Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Blaðsíða 20
20 fréttir 12. nóvember 2010 föstudagur Hvarf Geirfinns Einars- sonar 19. nóvember árið 1974 er eflaust eitt þekkt- asta mannshvarf á Íslandi. Þar kemur tvennt til: Mik- il blaðaskrif á meðan á rannsókn málsins stóð og vafinn um hvort réttir að- ilar hafi að lokum verið dæmdir. Sú spurning sit- ur enn eftir í huga margra hvort dómsmorð hafi verið framið. Hvarf Geirfinns er fyrsta mannshvarfið sem var rannsakað að ein- hverju marki allt frá 1930 enda þótti fullvíst að fleiri en einn maður hefðu kom- ið nærri eða vissu um örlög Geirfinns. Á þessum tíma seldust dagblöðin sem aldrei fyrr. Þjóðin var heltekin af rétt- lætiskennd. Hver og ein frétt magnaði spennuna og miklar sögusagnir fóru á kreik. Dagblaðið leit dagsins ljós í harðri samkeppni við Vísi. Bæði blöðin fjölluðu mikið um málið. Í janúar, fyrr á sama ári, hvarf ungur maður, Guðmundur Einarsson. Hann kom ekki heim að loknum dans- leik í Hafnarfirði en hann átti heima í Blesugróf í Reykjavík. Hvarf Guð- mundar var tekið til rannsóknar eftir að Geirfinnsmálið komst aftur á dagskrá. Það var farið að líða á miðvikudaginn 20. nóvember 1974 þegar fréttist til okkar á lögreglustöðinni í Keflavík að Geirfinns Einarssonar væri saknað. Formleg tilkynning um þetta kom ekki fyrr en á fimmtu- dagsmorgninum 21. nóvember. Þá kom vinnuveitandi Geirfinns, Ellert Skúlason, á stöðina og tilkynnti hvarf hans. Sama dag var farið að leita bæði á sjó og landi. Flestir lögreglumenn í Keflavík tóku þátt í að skipu- leggja leit og rannsókn á mannshvarfinu undir stjórn okkar Valtýs Sig urðssonar. Umfangsmikil rannsókn Ég, Valtýr Sigurðsson, þáverandi fulltrúi sýslumannsins í Keflavík, og Kristján Pétursson, fulltrúi Tollstjóraembættisins á Keflavíkurflugvelli, unnum sleitulaust að rannsókninni vegna hvarfs Geirfinns Einarsson- ar. Rúnar Sigurðsson, lögreglumaður í Reykjavík, kom svo fljótlega að rannsókninni, en hann varð síðar fyrsti fíkniefnalögreglumaðurinn á Ís- landi. Notaðar voru aðferðir við rannsóknina sem ég veit ekki til að hafi verið viðhafðar hér áður. Þegar Geirfinnur Einarsson hvarf voru DNA- próf óþekkt svo að erfiðara var um vik en núna. DNA-prófum var ekki beitt hér við rannsókn sakamála fyrr en árið 1986. Blóðflokkapróf voru þekkt og notuð þegar það var hægt en þau eru mun ófullkomnari en DNA-prófin. Lögreglumenn fengu tilsögn í að taka fingraför en höfðu lítið annað sér til hjálpar við rannsókn flókinna sakamála en hugvitið, nákvæmni og þrotlausan vilja. Við upphaf þessarar rannsóknar á Geirfinnsmálinu kom strax í ljós hvað við hjá lögreglunni í Keflavík vorum illa búnir undir slík mál. En það liðkaði mjög til hvað þáverandi bæjarfógeti, Alfreð Gíslason, og fulltrúar hans brugðust skjótt við, tóku málið alvarlega og lögðu rann- sókninni lið í hvívetna. Valtýr Sigurðsson, þáverandi sýslumannsfulltrúi, sem fór með málefni lögreglunnar, stjórnaði rannsókninni strax í upp- hafi. Valtýr reyndi þegar að komast í samband við ríkissaksóknara, Þórð Björnsson, sem mér virtist engan áhuga hafa á málinu enda þótt það væri eitt af hlutverkum ríkissaksóknara að hafa eftirlit með afbrotum og eftir atvikum að kveða á um rannsókn. Hiti og þungi rannsóknarinnar hvíldi því á bæjarfógetaembættinu í Keflavík og þá fyrst og síðast á Val- tý Sigurðssyni. Ég ásamt mörg um lögreglumönnum embættisins starf- aði við rannsóknina ásamt Kristjáni Péturssyni deildarstjóra. Mannaferðir í kringum Geirfinn Við tókum þá meðvituðu ákvörðun fyrstu dagana, sem við unnum að rannsókn málsins, að leita samstarfs við fjölmiðla. Þessi ákvörðun var umdeild. Ég sjálfur er þó enn í dag sannfærður um að hún var rétt. Það var ótrúlegt hvað flestir fjölmiðlamenn voru jákvæðir og virtu trúnað ef á þurfti að halda. Þessa menn mætti án efa nafngreina en sumir þeirra eru enn við störf. Það er alkunnugt að rannsóknarmenn fái í hendur viðfangsefni og geti engu um ráðið hvað liggur ljóst fyrir í upphafi, þar með talið að þeir hafi ekkert val um hverjir eru sjónar- eða heyrnarvottar. Rauður þráður við upphaf og endi rannsóknarinnar var hvað maðurinn, sem var horf- inn, Geirfinnur Einarsson, hafði verið vel gerður, vandaður og vel liðinn. Það fyrsta sem við tókum okkur fyrir hendur var að grandskoða síð- ustu daga og klukkustundir áður en Geirfinnur hvarf. Það lá fyrir sam- kvæmt framburði vinar Geirfinns, sem ók honum á stefnumótið, að hann áformaði að hitta tvo menn eða fleiri kvöldið 19. nóvember 1974, í eða við Hafnarbúðina í Keflavík. Þetta segir okkur að tveir menn eða fleiri búa yfir vitneskju um afdrif Geirfinns Einarssonar. Enn, 36 árum síðar, hefur ekki verið upplýst hverjir þetta voru né heldur hvað gerðist þetta örlagaríka kvöld í Keflavík. ---------- Fjöldi vísbendinga og villuljós Á fyrstu klukkustundum rannsóknarinnar komumst við að þeirri niður- stöðu að það væri sennilegt að maður eða menn væru valdir að hvarfi Geirfinns Einarssonar, eða vissu að minnsta kosti hvað hefði gerst. Bif- reið Geirfinns var tekin þar sem hún stóð á Víkurbrautinni, skáhallt á móti húsi Olíusamlagsins, færð til rannsóknar og geymd í húsnæði lög reglunnar í Keflavík. Bifreiðin var skoðuð og tekin af henni fingraför. Ekkert fannst sem gat gefið einhverjar vísbendingar um þá sem hugs anlega voru valdir að mannshvarfinu. Með miklum líkum eru enn á lífi menn sem vita nákvæmlega hvað varð um Geirfinn Einarsson, sem hvarf sporlaust 19. nóvember árið 1974. Þetta er skoðun Hauks Guðmundssonar sem var sá rannsóknarlögreglumaður í Keflavík sem fyrstur hóf rannsókn á hvarfinu. Það átti eftir að verða umfangsmesta sakamála- rannsókn Íslandssögunnar. Hún leiddi til þess að sex ungmenni voru dæmd samtals í 63 ára fangelsi. Haukur er sannfærður um sakleysi þeirra. Hann lýsir sinni hlið í bók sem kemur út eftir nokkra daga. Þann 22. febrúar árið 1980 kvað Hæstiréttur upp dóm í svokölluð- um Geirfinns- og Guðmundarmál- um. Sævar Marinó Ciesielski, Krist- ján Viðar Viðarsson, Tryggvi Rúnar Leifsson, Guðjón Skarphéðinsson, Erla Bolladóttir og Albert Klahn Skaftason fengu samanlagt 63 ára fangelsisdóm. Sævar, Kristján Við- ar og Tryggvi Rúnar fengu þyngstu dómana. Frá því dómurinn var upp kveð- inn hefur Haukur Guðmundsson, þáverandi rannsóknarlögreglumað- ur í Keflavík, verið sannfærður um að saklausir einstaklingar hafi verið dæmdir á grundvelli ófullnægjandi sannana. Hlið Hauks í nýrri bók Saga Hauks hefur nú verið skráð af Freyju Jónsdóttur og kemur út 19. nóvember næstkomandi hjá for- laginu Sögum ehf. Dagsetningin er engin tilviljun, hún er jafnframt heiti bókarinnar, en þann dag árið 1974 sást síðast til Geirfinns Einars- sonar í Keflavík. Sem rannsóknar- lögreglumaður kom Haukur að mál- inu strax þegar hvarf Geirfinns hafði verið tilkynnt. Haukur gat ekki vit- að á þeirri stundu að Geirfinnsmál- ið ætti eftir að hafa gagnger áhrif á lífshlaup hans. Hann vissi ekki held- ur á þeim tíma að hann ætti eftir að sitja af sér dóm á Kvíabryggju vegna ólögmætrar gildru sem hann lagði fyrir Guðbjart Pálsson, en hún leiddi til handtöku hans. DV náði tali af Hauki Guðmunds- syni í tilefni af útgáfu bókarinnar í næstu viku og birtir brot úr bókinni þar sem segir af Geirfinnsmálinu, frægasta mannshvarfi og sakamáli Íslandssögunnar. „Freyja Jónsdóttir og ég byrjuð- um að ræða málin fyrir meira en áratug. Hugmyndin hafði blundað í mér síðan 1978. Mér fannst alltaf að ég yrði einhvern tíma að koma á framfæri mínum sjónarmiðum um ýmis atriði, ekki síst varðandi það sem að mínum dómi fór aflaga í Geirfinnsmálinu. Í bókinni greini ég einnig skilmerkilega frá ólögmætri handtöku sem ég framkvæmdi og var dæmdur fyrir,“ segir Haukur. Ítarlegasta rannsókn síðari tíma Þegar Geirfinnur hvarf árið 1974 var Haukur rannsóknarlögreglumaður í Keflavík og kom þegar í upphafi að rannsókninni. „Ég held því fram enn í dag að ekkert mannshvarf hafi ver- Brot úr bókinni: jóHann HaUksson blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Enn, 36 árum síð-ar, hefur ekki ver- ið upplýst hverjir þetta voru né heldur hvað gerðist þetta örlagaríka kvöld í Keflavík. „SaklauSir einStaklingar voru Sakfelldir“ „Og hann kemur – sannleikurinn kemur í ljós ef við gefumst ekki upp við að leita að honum hvað sem það kostar. Ég treysti því og það vita „þessir menn.““ Mynd siGtryGGUr ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.