Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Side 26
Stjórnarskráin er undarlegt plagg. Ef það væri farið eftir henni myndi Ólafur Ragnar Grímsson vera langvalda-
mesti maður landsins. Samkvæmt
stjórnarskránni getur hann gert
samninga við önnur ríki. Hann
getur tekið upp hjá sér að fresta Al-
þingi, kvatt það saman, rofið þing
og stofnað til kosninga. Hann er
aðalmaðurinn í stjórnarskránni.
F orsetinn getur flutt emb-ættismenn úr einu emb-ætti í annað, samkvæmt stjórnarskránni. Hann get-
ur látið leggja lagafrumvörp fyrir
Alþingi. Engin lög mega verða án
þess að forsetinn samþykki þau.
Ef hann er á móti þeim getur hann
leyft almenningi að ráða. Hörð-
ustu sjálfstæðismenn og örgustu
vinstrimenn hafa sameinast í and-
stöðu sinni gegn því að forsetinn
leyfi almenningi að ákveða. Þeir
sameinast af valdinu. Samt segir
stjórnarskráin að þetta megi.
R áðherrar eru leiksopp-ar forsetans, samkvæmt stjórnarskránni. „Forset-inn lætur ráðherra fram-
kvæma vald sitt,“ segir þar. Valdið
er hans. Engum datt í hug á sínum
tíma að Vigdís Finnbogadóttir
hefði vald. Nema kannski valdið
til að planta trjám. Það hefur ein-
hvern veginn verið ákveðið að for-
setinn sé brúða.
Í stjórnarskránni er forsætis-ráðherrann brúðan. Það er tvisvar minnst á forsætis-ráðherra í stjórnarskránni.
Annars vegar er sagt frá því að
hann geti fyllt upp í skarðið fyrir
aðalmanninn, forsetann. Í annan
stað segir frá því hvernig forseti
skapar forsætisráðherra: „Fundum
stjórnar sá ráðherra, er forseti lýð-
veldisins hefur kvatt til forsætis,
og nefnist hann forsætisráðherra.“
Forsætisráðherrann er bara fund-
arstjóri.
Í stjórnarskránni er forsetinn Guð. Forsætisráðherrann er í mesta lagi Móses. Hvernig gat það gerst að Móses fór að rífa stöðugt kjaft
við Guð þegar hann vildi grípa inn í?
Einhvern veginn er það þannig að sá sem stjórn-arskráin segir að stjórni öllu, stjórnar ekki neinu.
Enda er það kannski eðlilegt. Í
stjórnarskránni segir að forsetinn
sé „ábyrgðarlaus“ gagnvart öllum
stjórnarathöfnum. Það gengur ekki.
En ráðherrar bera ábyrgð, sam-
kvæmt stjórnarskránni, og verða
dregnir fyrir landsdóm ef þeir bregð-
ast henni. Kannski hélt Geir Haarde
að hann væri forseti?
AÐALMAÐURINN „Ég fór náttúru-lega á algjört
nammifyllerí
þegar þetta var
staðfest.“
n Vilhjálmur Þór Davíðsson, herra hinsegin, datt í
það þegar hann frétti að Mr. Gay World hefði verið
slegin af. – Fréttablaðið
„Ég ætlaði að hafa
Rúnar en svo hef ég
ekki gert það. Ég
skrifa þetta á fyrstu
einkenni Alzheimer.“
n Dr. Gunni gleymdi að gera rokkkónginn Rúnar
Júlíusson að einu spilapeðanna í nýja Popppunkts
spilinu en það var draumur Rúnars. – Fréttablaðið
„Það eru bara allir
að tjalda hérna.“
n Tómas Ingi Tómason sló á
létta strengi aðspurður um hvort
liðin á Evrópumóti U21 árs landsliða
ætluðu ekki að tjalda öllu sem til væri. – DV
„Nú fer ég ekki í
jólaköttinn.“
n Auðugur velgjörðamaður
gaf stjörnuútigangsmanninum
Lalla Johns glæsilegan, rauðan
leðurjakka. – DV
„Peningar koma og fara, en
sjálfsvíg er óafturkræft.“
n Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason vill að
Íslendingar taki aftur upp umræðu um sjálfsvíg til að
sporna við þeim. – Pressan
Skýjaglópar á Reykjanesi
Einhver nöturlegustu örlög sveitar-félags er að finna í Reykjanesbæ. Þar sem áður draup smjör af hverju strái blasir við eymdin. Helsti for-
ystumaður bæjarfélagsins um árabil er
Árni Sigfússon. Hann ber stærsta ábyrgð á
því að hafa steypt sveitarfélagi sínu fram af
hengiflugi skulda og óráðsíu. Árni er dæmi-
gerður tækifærissinni af sama toga og þeir
sem komu Íslandi á kaldan klaka. Hann var
einn helsti hugmyndafræðingur þess að
steypa eignum sveitarfélagsins inn í sjálf-
stætt félag, Fasteign. Trixið var að leigja til
baka það sem áður var eign bæjarins. Nú er
Fasteign í kaldakoli fjárhagslega og að liðast
í sundur. Þá skellur enn einn risareikning-
urinn á bænum sem var þegar kominn að
fótum fram.
Árni hafði líka forgöngu um að selja af-
not að auðlindum bæjarins. Stöndugt fyrir-
tæki, Hitaveita Suðurnesja, varð hluti af því
fjárhættuspili bæjarins sem nú hefur komið
Suðurnesjamönnum á kaldan klaka. Í stað
þess að hlúa að þessari heilögu eign var hún
seld. Sú sala hefur orðið til þess að logandi
deilur eru í samfélaginu um eignarhald
á orkuauðlindum. Fyrir Árna og félögum
hans vakti þó varla annað en að grynnka
á botnlausum skuldum bæjarins. Það hlá-
lega er að bærinn getur ekki greitt þá skatta
til ríkisins sem honum ber vegna sölunn-
ar. Almenningur á Íslandi þarf að una því
að 900 milljóna króna reikningur sé settur
í bið. Óreiða Árna og félaga hans nær þar
hámarki. Þeir hafa selt allt nema kannski
ömmur sínar.
Og það er fleira í Reykjanesbæ komið að
fótum fram. Eins og DV greindi frá er Reykja-
neshöfn komin í þrot. Höfnin stendur ekki
undir skuldum sínum og er með vanskil upp
á hálfan milljarð króna. Allt er þetta á ábyrgð
þeirra sem stjórnað hafa eins og skýjaglópar
undanfarin ár. Fólkið í Reykjanesbæ verð-
ur að kalla eftir pólitískri ábyrgð þeirra sem
komu bæjarfélaginu í þrot. Dans óreiðu-
manna í kringum gullkálfinn hefur kost-
að hina fullkomnu niðurlægingu. Allt hefur
verið selt og örbirgðin ein blasir við.
REYNIR TRAUSTASON RITSTJÓRI SKRIFAR: Þeir hafa selt allt nema kannski ömmur sínar.
LEIÐARI
SVARTHÖFÐI
26 UMRÆÐA 12. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR
DAVÍÐ ÁHUGALAUS
n Mikill áhugi er á meðal fjölmiðla
um að fá þau gögn sem til eru í ut-
anríkisráðuneytinu um stuðning
Íslendinga við
innrásina í Írak.
Þar er að sjálf-
sögðu leitað skýr-
inga á því hvernig
það kom til að
stjórnarherrarnir
Davíð Oddsson,
núverandi rit-
stjóri Moggans,
og Halldór Ásgrímsson sammælt-
ust um að draga Ísland inn í stríðið.
Athygli vakti að allir prentmiðlar, að
einum undanskildum, óskuðu eftir
umræddum gögnum frá ráðuneyt-
inu. Mogginn sat hjá og lét sér fátt um
finnast.
STUTT Í VIÐTÖL
n Þorbjörn Þórðarson, fréttamað-
ur Stöðvar 2, er vinsælt innblaðsefni
í Fréttablaðinu þar sem samstarfs-
menn hans innan 365 miðla reyna
gjarnan að fá hann í viðtöl með ágæt-
um árangri. Á dögunum var viðtal
við hann og myndir þar sem hann
sýndi gullin sín. Í fyrradag var síð-
an aftur viðtal í sama blaði um það
hversu nauðsynlegt væri að vera vel
klæddur. Sýndi Þorbjörn fötin sín og
vitnaði til þess að ekki væri mark tek-
ið á nöktu fólki.
FAÐIR TIL HJÁLPAR
n Ingvar J. Karlsson, athafnamaður
og fjárfestir, er nú í Bandaríkjunum
til að hjálpa dóttur sinni, Helgu Ingv-
arsdóttur, sem
ásamt sambýlis-
manni sínum
hefur verið sökuð
um gríðarleg fjár-
svik þar sem æv-
intýralegur spuni
kemur við sögu.
Ingvar var einn
af stærri jarða-
eigendum á Íslandi. Hann var við-
skiptafélagi Guðmundar Birgissonar
á Núpum. Þeir ráku sama Lífsval sem
beinlínis sópaði að sér jörðum um
allt land. Nú er hermt að vinslit hafi
orðið milli félaganna.
NÁHIRÐIN KJAFTSTOPP
n Söngvarinn og pistlahöfundur-
inn Bubbi Morthens er búinn að
slá vopnin úr höndum höfuðfjenda
sinna í náhirð Sjálfstæðisflokksins.
Bubbi hefur í pistlum sínum ekki
dregið dul á vináttu sína og Jóhann-
esar Jónssonar í Bónus. Þetta hefur
orðið til þess að hann hefur sætt
árásum frá amx.is sem talið er að
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
prófarkalesi. Í síðustu pistlum sínum
hefur Bubbi fjallað um hamingjuna
og þau lífsgæði sem
hann nýtur. Ná-
hirðin er kjaft-
stopp.
SANDKORN
TRYGGVAGÖTU 11, 101 REYKJAVÍK
ÚTGÁFUFÉLAG: DV ehf.
STJÓRNARFORMAÐUR:
Lilja Skaftadóttir
RITSTJÓRAR:
Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
FRÉTTASTJÓRI:
Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is
UMSJÓN HELGARBLAÐS:
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is
UMSJÓN INNBLAÐS:
Ásgeir Jónsson, asgeir@dv.is
DV Á NETINU: DV.IS
AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010,
ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050.
SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550.
Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
Þegar fárveikt fólk er sent heim af
sjúkrahúsum og á meðan alvarlega
veikir einstaklingar þurfa að bíða vik-
um saman eftir aðgerð, þá er íslenska
ríkið að halda á floti svokallaðri utan-
ríkisþjónustu. Menn eru að dunda í
tengslaneti sem er alveg einstaklega
ómerkilegt en á því láni að fagna að
vera uppblásið og sagt færa ríkinu
helling af klinki. Hið sanna er þó, að
utanríkisþjónustan er hin mesta plága
– spilling, bruðl, bitlingar og titlatog
– haldið gangandi af þjóðhöfðingja-
sleikjum sem njóta óheftrar sjálftöku
í sjóði almennings. Auðvitað má líta
á þá þjónustu sem ágætt landhreins-
unarátak annað veifið. En peningum
okkar má verja öllu betur. Það er rík-
isvaldi ekki til sóma að ráðast að vel-
ferðarkerfinu á meðan við getum leyft
okkur þann munað að vera með af-
ætur á himinhá-
um launum við
að gera minna
en ekki neitt. Ut-
anríkisþjónust-
an er dæmi um
samtryggingu og
bruðl – sóun á
eigum almenn-
ings, á tímum
þegar okkur er
sagt að best sé að
spara. Og auðvit-
að má fækka dillibossabubbum í stað
þess að loka sjúkrahúsum. Því jafnvel
þótt uppbygging byrji á niðurbroti,
þá eru vissar grunnstoð samfélagsins
þess eðlis að við þeim má ekki hrófla.
Til eru undirstöður sem verða ávallt
að vera til staðar, meðan ýmiskonar
munaður má algjörlega missa sín.
Stofnanir hins opinbera og stjórn-
sýslan öll er þess eðlis að þar má ald-
eilis fara á loft með niðurskurðarhníf-
inn. Krafa fólks um réttlæti mun ekki
ná fram að ganga á meðan stjórnsýsl-
an og fyrirtæki í eigu ríkisins eru rekin
þannig, að sjálfsagt þykir að gera ein-
um hátt undir höfði á kostnað allra
hinna. Fjöldinn borgar brúsann þeg-
ar Halldór Ásgrímsson og fjölskylda
fá fyrirgreiðslu hjá Landsbankanum.
Við borgum fyrir gullklósettin í sendi-
ráðunum og við borgum laun þeirra
sem ekki einu sinni er treystandi til að
sleikja frímerki eða naga blýanta. Og
þegar obbinn af þeim sem eiga að vera
í hinni svokölluðu utanríkisþjónustu
er fólk sem hefur fengið starfsheiti
sem bitling og er svo á launum við að
flækjast ekki fyrir, þá er spurning hvort
ekki megi leggja niður nokkur sendi-
ráð, fækka sendiherrum sem eru án
sendiráða og fara með niðurskurð-
arkutann, vandlega brýndan, um all-
an þann akur sem Davíð Oddsson og
vinir hans ræktuðu. Góð heimasíða
eða opinn spjallvefur á fésbók getur
örugglega gert þjóðinni meira gagn
(fyrir minni pening) en ofdekraðar af-
ætur sem einungis vinna óhæfuverk.
Þjóð mín út úr kreppu kemst
kannski núna bráðum
ef hún bara fyrst og fremst
fækkar sendiráðum.
Íslenskur aðall
SKÁLDIÐ skrifar
KRISTJÁN
HREINSSON
skáld skrifar
Og auðvitað má fækka dillibossa-
bubbum í stað þess að
loka sjúkrahúsum.
BÓKSTAFLEGA