Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Blaðsíða 27
Í eftirhrunsum-
ræðunni er því
stundum hald-
ið fram að sam-
félagssáttmálinn,
svokallaði, hafi
rofnað. Að það
hafi ekki aðeins
verið fjármála-
kerfið sem hrundi,
ekki einvörðungu
efnahagskerfið,
heldur gjörvöll
samfélagsskipan-
in. Eða svo gott sem. Siðrof hafi orðið.
En hver er eiginlega þessi samfélags-
sáttmáli sem á að hafa rofnað?
Allt þar til upplýsingarstefnan fór
að ryðja burt gömlum hugmyndum
um uppruna valdsins á átjándu öld-
inni héldu helstu stjórnspekingar á
borð við Jean Bodin á sextándu öld og
Thomas Hobbes á þeirri sautjándu því
fram að valdhafinn, sem gat verið einn
einstaklingur eða vel skilgreindur hóp-
ur manna, ætti að hafa fulla og algilda
stjórn ríkisins. Alráður fursti heyri að-
eins undir lögmál Guðs og náttúrunn-
ar og svari einvörðungu til saka gagn-
vart Guði einum.
Valdhafinn fer því ekki aðeins með
löggjafarvaldið heldur einnig alla
aðra þætti ríkisvaldsins, svo sem rétt-
inn til að dæma sekt eða sýknu, lýsa
yfir stríði, gefa út gjaldmiðil og ráða
embættismenn. Þetta voru tímar mik-
illa átaka og í skrifum sínum leituðust
Bodin og Hobbes við að tryggja reglu
og réttlæta alrátt vald innanlands frek-
ar en að vernda réttindi þegnanna
gagnvart valdhöfum sínum.
Náttúruríkið
Kenningunni um samfélagssáttmála
var teflt fram gegn þeirri hugmynd að
konungar hefðu náttúrulegan, guðleg-
an rétt til að stjórna. Í leit að svari við
þeirri spurningu hvort til sé réttlæting
fyrir stjórnmálalegu samfélagi geng-
ur heimspekingurinn Jean-Jacques
Rousseau, í bók sinni Samfélagssátt-
málinn (1762), út frá því að maður-
inn fæðist frjáls en sé síðan alls stað-
ar í fjötrum. Náttúrulegt ástand sé í
eðli sínu án yfirvalds, öðru en því sem
lýtur að fjölskyldunni. Menn hafi síð-
an tekið höndum saman með frjálsu
samkomulagi í viðleitni til að bæta lífs-
skilyrði sín. Rousseau komst að þeirri
niðurstöðu að valdið væri sprottið frá
einstaklingunum sjálfum, sem hefðu
gert með sér sáttmála, en ætti ekki
upptök hjá Guði. Einstaklingarnir fari
því sjálfir með valdið í samfélaginu.
Samkvæmt Rousseau grundvallast
valdið á því að borgararnir fái aðkomu
að og hlutdeild í þeim ákvörðunum
sem þeir sjálfir þurfa að lúta.
John Locke hélt því sömuleið-
is fram að áður en samfélög urðu til
hefðu menn lifað í ríki náttúrunnar
þar sem þeir voru fullkomlega frjálsir.
Öfugt við Hobbes taldi Locke að nátt-
úruríkið væri tiltölulega friðsælt þótt
grunnur þess væri ekki traustur. Locke
sagði að einmitt vegna þessa öryggis-
leysis hefðu menn af fúsum og frjáls-
um vilja kosið að gera með sér sátt-
mála um ríkisvald, þar sem meðal
annars átti að tryggja réttindi einstakl-
inga og eignir manna. Í huga Lockes
var samfélagssáttmálanum því ekki
síst ætlað að vernda eignarréttinn.
Litlar heimildir eru þó til um þetta
meinta samkomulag sem ýmist á að
hafa orðið á milli þegnanna sjálfra eða
á milli þegnanna og valdhafanna. Til
að mynda hafnaði David Hume (1742)
kenningunni á þeim grunni að hvað
svo sem liði einhverju óljósu sam-
komulagi fyrri tíðar væru flest allar rík-
isstjórnir grundvallaðar á hervaldi eða
annars konar valdbeitingu.
Lýðræðishugmyndin
Með tilkomu þjóðríkjastefnunnar í
Evrópu, eftir að krafan um lýðræði
kom fram í kjölfar upplýsingarinn-
ar og frönsku byltingarinnar, færðist
hugmyndin um uppruna fullveldis-
ins frá einvöldum konungi eða fursta
til þjóðarinnar. Þá breiddist sá skiln-
ingur út að það væri þjóðin, það er að
segja fólkið, þegnarnir, almenningur,
sem framseldi valdið til fulltrúa sinna
í lýðræðislegum kosningum. Einmitt
í viðleitni til að tryggja valddreifingu
setti franski stjórnspekingurinn Mont-
esquieu fram kenningu sína um þrí-
skiptingu ríkisvalds sem fram kom í
grundvallarriti hans Anda laganna
árið 1748. Með því er reynt að tryggja
dreifingu og aðgreiningu ríkisvalds
innan ramma fullveldisins.
Nýr samfélagssáttmáli?
Hér í lokin má til gamans geta þess að
í vissu tilliti má rekja íslenska samfé-
lagssáttmálann til stofnunar ríkisins á
Þingvöllum árið 930. Í gamla þjóðveld-
inu fóru goðar með afmarkað vald og
þingið var líkara dómstól en nútíma-
löggjafarsamkomu. Í ákveðnum skiln-
ingi má halda því fram að frá landnámi
og þar til þjóðveldið var stofnað árið
930 hafi menn búið í ríki náttúrunnar
á Íslandi.
Í þessu samhengi má einnig halda
því fram að samfélagssáttmálinn hafi
svo rofnað með Gamla sáttmála árið
1262 þegar Íslendingar gengu Noregs-
konungi á hönd en að hann hafi end-
urnýjast með lýðveldistökunni á Þing-
völlum árið 1944. Og sumir halda því
nú fram að samfélagssáttmáli okkar
hafi svo enn á ný rofnað haustið 2008
með tilheyrandi upplausn. Spurning-
in nú er því sú hvort þjóðfundurinn og
stjórnlagaþingið eigi svar við því.
JÓN MÁR HÉÐINSSON er skólameist-
ari Menntaskólans á Akureyri sem
fagnaði í vikunni tveimur afmælum.
Áttatíu ár eru síðan skólinn varð
menntaskóli með full réttindi til að
brautskrá stúdenta en einnig eru 130 ár
eru liðin síðan norðlenskur skóli var
endurreistur á Möðruvöllum í Hörgárdal.
ALA UPP BÖRNIN
OG FRÆÐA
MYNDIN
Hver er maðurinn? „Jón Már Héðinsson.“
Hvar ertu uppalinn? „Vestur á
Patreksfirði.“
Hvað drífur þig áfram? „Áhugi á því sem
ég fæst við í hvert skipti.“
Hvar vildirðu helst búa ef ekki á
Íslandi? „Það eru örugglega margir staðir
sem koma til greina. Ég bjó eitt ár í Chicago
og gæti vel hugsað mér að búa þar aftur.“
Með hverjum heldurðu í enska? „Það
er svolítið síðan ég hætti að horfa á enska
fótboltann. Ég held bara með því liði sem
nennir að leggja sig fram hverju sinni.“
Hvaða bók lastu síðast? „Ég las bókina
um hann Þórberg eftir Pétur Gunnarsson.“
Hvernig er stemningin í skólanum
á þessu merka afmæli? „Hún er góð,
enda er þetta fjörlegur og skemmtilegur
vinnustaður. Hér er mikil fjölskyldustemn-
ing enda býr skólinn að því að hér var og
er heimavist. Þess vegna hefur skólinn
alltaf lagt meiri áherslu á uppeldi en víða
annars staðar. Það er löng hefð fyrir því að
foreldrar ætlast til af okkur að við ölum upp
börnin auk þess að fræða þau og mennta.“
Á að halda upp á afmælið? „Já, það
var hátíð í morgun [fimmtudegi] þar sem
nemendur sáu um skemmtiatriði. Svo
fengum við okkur súkkulaðiköku með
rjóma og kakó að íslenskum lið.“
Er mikil aðsókn í skólann, hefur hún
aukist eða minnkað síðustu ár? „Það er
svo mikil aðsókn að skólanum að við erum
stundum í vandræðum með að koma
öllum nemendum fyrir.“
Hvað er það besta við MA að þínu
mati? „Nemendum virðist alla vega finnast
samheldnin vera skemmtilegur þáttur
í skólalífinu. Svo er það þetta klassíska
uppeldis- og menntunarstarf sem mér
finnst við hafa blandað hæfilega saman.“
Hvað má bæta í skólanum á næstu
árum? „Við erum sífellt að fást við það að
gera okkar besta í að auka áhuga okkar og
nemenda. Við reynum að gera það allt með
bros á vör.“
MAÐUR DAGSINS
„20. nóvember.“
HEIMIR ORRI MAGNÚSSON
25 ÁRA STARFSMAÐUR VÍNBÚÐARINNAR
„Sem fyrst, helst allt árið.“
UNNUR M. SVEINBJARGAR-LEIFSDÓTTIR
31 ÁRS DEILDARSTJÓRI Á LISTASAFNI
REYKJAVÍKUR
„Byrja 1. desember.“
BRYNDÍS TELMA JÓNASDÓTTIR
16 ÁRA NEMI Í MR
„Fyrstu vikuna í desember.“
SVEINBJÖRG ANDREA AUÐUNSDÓTTIR
16 ÁRA NEMI Í MR
„Strax.“
MAGNI JÓHANNSSON
54 ÁRA SKIPSTJÓRI
HVENÆR EIGA ÚTVARPSSTÖÐVAR AÐ BYRJA AÐ SPILA JÓLALÖG?
DÓMSTÓLL GÖTUNNAR
FÖSTUDAGUR 12. nóvember 2010 UMRÆÐA 27
Siðrof og samfélagssáttmáli
Í huga Lockes var samfélagssátt-
málanum því ekki síst
ætlað að vernda eignar-
réttinn.
KJALLARI
DR. EIRÍKUR
BERGMANN
stjórnmálafræðingur skrifar
Hornsteinn lagður... Hornsteinn var lagður að nýju húsnæði Háskólans í Reykjavík í gærkvöldi, að viðstöddu fjölmenni. Hornsteinninn sjálfur er 5,2 kílóa hnullungur úr loftsteini sem
féll til jarðar í Suður-Ameríku. MYND SIGTRYGGUR ARI