Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Blaðsíða 29
föstudagur 12. nóvember 2010 umræða 29 Seint á árinu 1993 gerði ég mér ferð á dagskrárdeild RÚV í gamla sjónvarpshús- inu við Lauga- veg með 30 mín- útna stuttmynd undir hendinni. Myndin var hluti af lokaverkefni mínu frá Danska kvikmyndaskól- anum, en leik- stjóri hennar var skólabróðir minn, Thomas Vinter- berg, sem margir ættu að vita deili á. Þar sem myndin var á dönsku sagði yfirmaður innlendrar dag- skrárdeildar að það væri undir dag- skrárstjóra erlends efnis komið að ákveða hvort myndin yrði tekin til sýningar. Sá dagskrárstjóri var þá Hinrik Bjarnason og fór ég bein- ustu leið að bera erindið upp við hann. Viðbrögð Hinriks voru fáleg og sagði hann það algjört prinsipp- mál að RÚV sýndi ekki neins kon- ar skólaverkefni. Ég maldaði aðeins í móinn, hrósaði myndinni og benti á að hún hefði unnið til verðaluna á kvikmyndahátíðum þá um sumarið, en lengra varð ekki komist því Hin- rik harðneitaði að skoða málið frekar eða horfa á myndina. Útvarp allra landsmanna Síðan þá hef ég átt í hálfgerðu ástar/ haturssambandi við þessa ríkisstofn- un. Helst hefur það líkst sambandi við nákominn ættingja sem manni þykir vænt um, en bregst þó alltaf væntingum manns þegar mikið ligg- ur við. Ég skal fúslega viðurkenna að þeir eru ófáir útvarpsþættirnir sem ég hlusta á þegar tækifæri gefst til, bæði heima og að heiman. Með til- komu hlaðvarpsins og iPod-spilar- ans náði hlustunin nýjum hæðum því að nú er hægt að hlusta á uppá- haldsþættina gangandi, skokkandi, hjólandi eða í strætó. En allir vita að áhugavert út- varps- og sjónvarpsefni verður ekki til af sjálfu sér. RÚV hefur svo lengi sem ég man kappkostað að sinna hlutverki sínu sem útvarp/sjónvarp allra landsmanna. Starfsmenn hafa oft og iðulega lagt sig alla fram og á stundum sett sig sjálfa í lífshættu við að flytja fréttir af hamförum og hvers kyns stórviðburðum. Það hef- ur ekki vafist fyrir fólki þar á bæ að fara út í foráttuveður með hljóðnema og tökuvélar eða skora náttúruöflin á hólm. Einstakur viðburður Því er það gjörsamlega óskiljanlegt að nú skuli stofnunin ætla að segja pass og skorast hjá þátttöku þegar kosn- ingar til stjórnlagaþings eru á næstu grösum. Samkvæmt óstaðfestum frétt- um hefur verið lagt blátt bann við því innan RÚV að ræða við nokkurn af þeim 523 frambjóðendum sem gefa kost á sér, hvort sem er um málefni stjórnarskrárinnar eða nokkuð annað yfir höfuð. Stjórnlagaþingið er einstakur við- burður í lýðveldissögunni. Þetta er í fyrsta sinn sem persónulega kjörn- ir fulltrúar þjóðarinnar munu setj- ast niður og koma sér saman um þau grunnlög sem ríki og þjóð ætla að starfa eftir næstu ár og áratugi. Fátt skiptir okkur meira máli á þeim kross- götum sem við nú stöndum á. Vissulega kann að vera að ein- hverjum hafi fallist hendur þegar ljóst varð að fjöldi frambjóðenda skipti ekki nokkrum tugum heldur mörgum hundruðum. Það er hins vegar hvorki ýkja flókið né ómögulegt að kynna svo marga frambjóðendur til leiks ef tími hvers og eins er verulega takmarkað- ur. Það ætti ekki að vefjast fyrir reyndu og hugmyndaríku dagskrárgerðarfólki að útbúa umgjörð fyrir slíka þætti sem augljóslega þyrftu að vera á dagskrá mörg kvöld í röð. Kostnaður yrði aldrei meiri en af öðru ódýru sjónvarpsefni. Almenningur hlýtur að gera þá kröfu að fá eitthvað meira að vita um fram- bjóðendur en eina ljósmynd og ör- stuttan texta sem fæstir munu nenna að lesa hvort eð er. Það þarf að sjá við- komandi og heyra til þess að ákveða að treysta honum/henni fyrir atkvæði sínu. Stjórnendur á síðasta séns RÚV þarf stöðugt að sanna tilverurétt sinn. Eftir að nefskatturinn var tek- inn upp er það eðlilegt og rétt að fólk geri miklar kröfur til stofnunarinnar, enn sem fyrr. Sama hlýtur að gilda um helstu stjórnendur hennar. Því sætt- um við okkur ekki við það að ófag- lega sé staðið að ráðningum útvarps- stjóra og helstu stjórnenda, fremur en starfsmanna yfirleitt. Því sættum við okkur heldur ekki við það að útvarps- ráð sé skipað undirsátum stjórnmála- flokka með litla sem enga þekkingu á ljósvakamiðlum. Þaðan af síður sætt- um við okkur við það að hæfum og reynslumiklum fréttamönnum sé sagt upp vegna stjórnmálaskoðana eða aukaverkefna utan vinnutíma. Stjórnendur RÚV eru á síðasta séns hjá þjóðinni og ættu ef til vill að svip- ast um eftir öðru starfi ef metnaðurinn er ekki meiri. Kannski að það sé laust starf hjá fyrrverandi félaga þeirra á ÍNN? Einhvers staðar þurfa vondir að vera. rÚV á rangri leið Sigurdur SigurdSSon kvikmyndagerðarmaður skrifar. Almenningur hlýtur að gera þá kröfu að fá eitt- hvað meira að vita um frambjóðendur en eina ljósmynd og örstuttan texta. aðsent Landsbankamenn undir fána n Sigurjón Árnason, fyrrverandi Landsbankastjóri, rekur ráðgjafar- fyrirtæki á Skúlagötu um þessar mundir eins og greint hefur ver- ið frá í DV. Með honum í þessari ráðgjafarvinnu er fyrrverandi sam- starfsmaður hans í Landsbankan- um, Guðmundur Ingi Hauksson, en hann var útibússtjóri í höfuðstöðvum bankans í Austurstræti þar til í fyrra. Upp komst að Guðmundur hefði hagn- ast á því persónulega að veita lán til viðskiptavinar og var honum sagt upp í kjölfarið. Málið hans hefur verið til skoðunar hjá efnahagsbrotadeildinni síðan. Nú deila þeir Sigurjón skrifstofu og mun íslenski fáninn hanga á veggn- um á skrifstofunni þar sem þeir sýsla með fé. fátækt útrýmt! n Handboltakappinn Ólafur Stef- ánsson er með allra hreinskilnustu mönnum. Ólafur lagði næstum10 milljónir króna í fjárfestingarfélag- ið Arðvis sem lofar himinháum hagnaði. Meira en 140 Íslending- ar hafa lofað að leggja samtals rúmlega 360 milljónir króna til félagsins eins og DV greindi frá. Ólafur virðist vera með galopin augun hvað áhættuna varðar. Eitt af markmiðum Arðvis er að útrýma fá- tækt í heiminum og gera hluthafana ævintýralega ríka á sama tíma. „Það eru 99 prósenta líkur á að þetta sé rugl,“ sagði Ólafur um ævintýrið. Jón GeraLd faGnar n Það voru ekki margir sem spáðu því að Kostur, verslun Jóns Geralds Sullenbergers, ætti mikla mögu- leika í samkeppni við risana Kaupás og Haga. Þegar verslunin var stofnuð fyrir ári þótti líklegt að Jón Gerald myndi lúta í gras fyrir höfuðfjendum sínum, Jóni Ás- geiri Jóhannes- syni og Jóhann- esi Jónssyni í Bónus. Nú er staðan sú að feðgarnir hafa misst Bónus en Jón Gerald fagnar ársafmæli Kosts með miklum glæsibrag um helgina. Össur fái að fJúka n Hermt er að Jóhanna Sigurðar- dóttir og Hrannar B. Arnarsson, skjaldsveinn hennar, séu lítt hrifin af þeim málflutningi Margrétar Hrafnsdóttur athafnakonu í kjallaragrein í DV að tími Össurar Skarphéðinsson- ar sem leiðtoga sé kominn. En það eru margir á öðru máli. Einhverjir telja að Össur eigi að fjúka eins og Þórhallur Jóseps- son fréttamaður fyrir að hlaða undir Árna Mathiesen, fyrrverandi ráð- herra, með því að mæla með honum í starf hjá Sameinuðu þjóðunum. Árni og Össur eiga það sameiginlegt að vera sérmenntaðir til að fást við líf- verur. Össur er doktor í lífeðlisfræði með fiskeldi sem sérgrein og Árni er dýralæknir og var af þeim sökum uppnefndur Dr. Dolittle vegna starfa sinna sem fjármálaráðherra. sandkorn Eitt af þeim sjálf- sprófum sem nú ganga um Face book-síður heimsins snýst um að komast að því hvaða ölvaða rithöfundi maður helst líkist. Edgar Allen Poe kom upp úr krafsinu hjá mér. Reyndar var ég sjálfur ný- búinn að leggja lokahönd á skáldsögu og hafði opn- að bjór þegar ég tók prófið. Poe þessi var 19. aldar snillingur sem meira og minna fann upp nútímaglæpasög- una áður en hann drakk sig í hel, rétt eins og fleiri 19. aldar snillingar. Við Íslendingar getum státað okkur af nokkrum slíkum þjóðskáldum. Á 20. öld fóru skáldin gjarnan út í sterkari efni, þótt þeir hafi jafn- an verið eftirbátar tónlistarmanna hvað þetta varðar. Djassmeistarar eins og Charlie Parker fengu sér í æð og spiluðu eins og enginn hafði gert áður. Sá siður var síðar tekinn upp af rokkurunum. Ótal aðrir hermdu eftir fyrirmyndum sínum, en minna varð úr tónsmíðunum. Forvarnarsaga Bubba Ungt og uppreisnargjarnt fólk neytir gjarnan áfengis og eiturlyfja til þess að sýna vanþóknun sína á samfélag- inu. Samfélagið sigrar þó á endan- um þegar unga fólkið, orðið aðeins eldra, fer í meðferð á meðan þjóðfé- lagsmeinin standa eftir óbætt. Dæmin eru endalaus. Allur ferill Bubba Morthens er eins og ein löng forvarnarsaga. Ungur og efnileg- ur listamaður með sterkar skoðanir verður eitrinu að bráð, þar til barátta hans við eitrið skyggir á allt annað og er það eina sem stendur eftir. Aðrar skoðanir fara fyrir lítið. Jafnvel öflug- ur andófsmaður eins og Einar Már var um tíma uppteknari af baráttu sinni við bokkuna en baráttunni fyr- ir bættara samfélagi og var það mikill missir fyrir samfélagið meðan á því stóð. Rómantík og ópíumbúllur Það er vissulega rétt að mörg helstu verk listasögunnar, að minnsta kosti síðan rómantíkerarnir fyrst rötuðu inn á ópíumbúllur, hafa verið sköpuð undir áhrifum hinna og þessa lyfja. Á hinn bóginn virð- ast stöðugt sterkari efni skila sér í stöðugt færri meistaraverkum. Líklega má segja að listamenn- irnir hafi fullkannað áhrif eitur- lyfja á mannsandann og það er lít- ið meira af þeim að læra. Enn fleiri listrænt þenkjandi dópistar bjóða aðeins upp á stöðugar endurtekn- ingar. Útúrkoxaði meistarinn til- heyrir 19. öldinni og þeirri 20. Ný öld kallar á ný meðul, og líklega er það meðal sem helst vantar fyrst og fremst sterkur skammtur af raun- veruleikanum. Það var forsvaran- legt að svífa um á bleiku vímuskýi á 7. áratugnum, þegar ástandið var mun skárra en það er nú. Það er ekki forsvaranlegt lengur. Laxness og Gillz Egill Gillzenegger hefur þó, hvað sem glæpum hans gagnvart síma- skránni líður, að minnsta kosti bent á þetta á sinn hátt. Fólk hefur rokið upp til handa og fóta og ráðist gegn útlitsfasisma hans, og vissulega get- ur Egill verið ofstopafullur þegar að útliti kemur. Eftir stendur þó að of- fita, eiturlyf og almennt óhóf eru al- vöru vandamál. Það að vera í ágætis formi er miklu líklegra til að skapa vellíðan en langvarandi eiturlyfja- neysla. Það er sorglegt þegar ungar stúlkur (og stundum strákar) verða átröskun að bráð til að þess að eltast við fáránlega útlitsstaðla tísku- kónga. En hinir öfgarnir skapa held- ur ekki mikla hamingju, að búa í lík- ama sem hrörnar fyrir aldur fram sökum óhófs í mat og drykk og öllu öðru Heilbrigð sál í hraustum lík- ama hefur verið frasi síðan á tím- um Forn-Grikkja, og er enn verðugt markmið að sækjast eftir. Það má deila um það hversu heilbrigða sál maður eins og Egill hefur, sem virð- ist svona upptekinn af líkamanum. En það á heldur ekki að afskrifa hið líkamlega og nauðsyn þess að líða vel í eigin skinni. Maður þarf ekki endilega að vera bóhem til þess að verða skáld, aðalatriðið er að skrifa vel. Og þynnkan er mikill tímaþjóf- ur hvað þetta varðar. Ef til vill verða helstu höfundar 21. aldar með anda Laxness í líkama Gilzneggers. Hvers vegna ekki? Við verðum að minnsta kosti að finna aðra leið en þá sem gerði út af við helstu andans menn þeirra 19. og 20. Valur gunnarSSon rithöfundur skrifar kjallari Hvaða fulli rithöfundur ert þú? Ef til vill verða helstu höfundar 21. aldar með anda Laxness í líkama Gilzneggers.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.