Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2010, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2010, Side 2
Þráinn Bertelsson, þingmaður VG, kvaddi sér hljóðs á Alþingi á þriðjudag vegna upplýsinga í nýrri ævisögu um Gunnar Thoroddsen um meintar per- sónunjósnir Sjálfstæðisflokksins á síð- ustu öld. Hann vildi vita hvort meintar persónunjósnir væru stundaðar enn á vegum Sjálfstæðisflokksins og hvort afrakstur þeirra yrði birtur almenningi á netinu. Þráinn staldraði við tilvitnun í DV í síðustu viku sem höfð er upp úr bók Guðna Th. Jóhannessonar um Gunnar Thoroddsen, en þar er sagt frá kosningaundirbúningi í lok sjötta áratugarins. „Flokksvélin mikla var í meginatriðum óbreytt: Reykjavík var skipt í 120 umdæmi og voru að jafn- aði 5–10 fulltrúar í hverju þeirra (sam- tals 654 snemma árs 1957). Þeir skráðu stjórnmálaskoðanir nágranna sinna og voru þær upplýsingar færðar í skrár í Valhöll, höfuðstöðvum flokksins við Suðurgötu. Svo kappsamir voru þeir Baldvin og Birgir að þeir þekktu full- trúana nær alla með nafni og mundu jafnvel símanúmer þeirra. Á vinnu- stöðum kom öflugt trúnaðarmanna- kerfi einnig að gagni. Þar fylgdust sjálf- stæðismenn með spjalli félaganna um daginn og veginn og komu sjónar- miðum þeirra í stjórnmálum á fram- færi í Valhöll. Stefndi flokkurinn að því að hafa trúnaðarmenn í öllum fyrir- tækjum með fleiri en tíu í starfsliði og skyldi sérhver þeirra vera „trúverðug- ur og dugandi maður“ (árið 1957 átti Sjálfstæðisflokkurinn 392 skráða trún- aðarmenn á vinnustöðum).“ Áhugaverðar fréttir „Þetta þykja mér áhugaverðar fréttir og svona félagsfræðirannsóknir á vegum stjórnmálaflokka sem styrktar eru af almannafé. Og mig langaði til að spyrja hvort þessar merkilegu sagnfræðiupp- lýsingar verði ekki gerðar aðgengileg- ar á netinu hið allra fyrsta vegna þess að gaman væri fyrir þá sem uppi eru núna að komast að því hvaða pólit- ísk gen eru í þeim. Og svo sömuleið- is þá langar mig til að vita hvort það markmið, sem þarna er talað um, að koma upp persónunjósnum hjá fyr- irtækjum sem eru með fleiri en 10 í starfsliði, hafi náðst,“ sagði Þráinn. Ragnheiður E. Árnadóttir, Sjálf- stæðisflokki, kvaðst þurfa að hryggja Þráin með því að hún væri ekki búin að lesa bókina um Gunnar en sagði efnið áhugavert, einkum fyrir sagn- fræðinga. „Og ég verð nú að játa það að ég get ekki svarað spurningu háttvirts þing- manns um persónunjósnirnar vegna þess að mér er bara alls ekki kunnugt um það og hvort þær hafi einhvern tíma átt sér stað. Ég veit það þó að þær eru allavega ekki viðhafðar núna, alla- vega ekki þannig að mér sé kunnugt um það, þannig að það er mitt svar eft- ir minni bestu vitneskju. Og hvað það varðar að gera þetta efni aðgengilegt á netinu, þá verð ég bara að vísa til þeirra sem hafa aðgang að þessu efni en það er ekki á mínu forræði þannig að þetta er nú frekar snubbótt svar vegna þess að meira veit ég ekki um málið.“ Tíðarandinn Einar K. Guðfinnsson, Sjálfstæðis- flokki, sté í ræðustól og sagði gott að horfa til baka en ekki að festa sig í for- tíðinni. „Ég get ekki fallist á það með háttvirtum þingmanni að það geti á einhvern hátt kallast persónunjósn- ir sem menn voru að gera á þessum tíma, að fylgjast með því sem var að gerast, hvaða skoðanir menn hefðu almennt talað, það eru ekki persónu- njósnir. Þetta var hins vegar viðtekið í stjórnmálaflokkunum á þessum tíma, að fylgjast með og átta sig á því hver staða þeirra væri í einstaka byggðar- lögum. Við þekkjum dæmi um það þegar rauði bærinn á Ísafirði féll, að þá þekktu menn svo vel til skoðana ein- stakra manna að þeir treystu sér nánast til þess að spá nákvæmlega fyrir um úr- slit kosninganna á þessum tíma. Þetta eru auðvitað allt breyttar aðstæður. “ Jafnast á við STASI Þráinn sté aftur í ræðustól og sagð- ist hafa mestan áhuga á nútímanum. „Þess vegna langaði mig til að ítreka frekar þá spurningu sem ekkert svar kom við áðan, ekki einu sinni snubb- ótt. Og í framhaldi af eftirfarandi til- vitnun í frétt DV, með leyfi forseta: „[S]tefndi flokkurinn að því að hafa trúnaðarmenn í öllum fyrirtækjum með fleiri en 10 í starfsliði og skyldi sér- hver þeirra vera trúverðugur og dug- andi maður.“ … Þarna er verið að setja upp stórfelldasta njónsnaprógramm sem ég hef nokkurn tíma heyrt talað um og hef ég þó lesið þýska sögu, bæði Þriðja ríkisins og sögu Austur-Þýska- lands þar sem hið eina sem fúnker- aði var leyniþjónusta STASI. Ég spurði að því áðan: Er þessi starfsemi enn í gangi? Hefur þessu göfuga markmiði verið náð? Náðist það einhvern tíma? Hvað tókst að njósna mikið og hvenær verða þessar niðurstöður njósnanna aðgengilegar á netinu eða hefur þeim verið tortímt?“ Birgir Ármannsson, Sjálfstæðis- flokki, sagði að enginn á þingi gæti sagt til um hvort menn hefðu fyrir 50 árum náð framangreindum markmið- um sínum. „Þetta er að sjálfsögðu eitthvað sem sagnfræðingar hljóta að rannsaka. Þetta er eitthvað sem menn hljóta að ræða þegar slíkar rannsóknir liggja fyrir. En ég leyfi mér að efast um að Alþingi sé rétti vettvangurinn til þess að ræða þetta frekar, frekar en starf- semi annarra stjórnmálaflokka sem líka hefur verið tekin til umfjöllunar í nýlegum ritum sagnfræðinga…“ sagði Birgir og átti við rit Þórs Whitehead sagnfræðings um kommúnisma hér á landi á öndverðri síðustu öld. Flokkur í afneitun „Það sem fram kemur í bók Guðna Th. Jóhannessonar um Gunnar Thor- oddsen er það að starfsemi Sjálfstæð- isflokksins var nákvæmlega… ná- kvæmlega, skref fyrir skref, á pari við það sem ógnarstjórnir kommúnista í Austur-Evrópu gerðu á síðari hluta síð- ustu aldar og sem fasistastjórnir í Vest- ur-Evrópu gerðu á fyrri hluta síðustu aldar. Nákvæmlega eins,“ sagði Þór Sa- ari, Hreyfingunni, í ræðustól. „Þetta er póli tísk arfleifð sem er hroðaleg og hana þarf að gera upp. Og Sjálfstæðis- flokkurinn mun ekki taka það upp hjá sjálfum sér að gera hana upp. Það er eitt sem er alveg víst. Hann gerði til- raun til að gera hér upp hrunið fyrir um einu og hálfu ári síðan og var hrak- inn heim með það aftur af Davíð Odds- syni sem nú situr í Hádegismóum. En þetta er arfleifð sem Sjálfstæðisflokk- urinn þarf að ganga frá. Það er nauð- synlegt fyrir Ísland sem önnur lönd að hér sé starfandi starfhæfur og góður borgaralegur stjórnmálaflokkur. Það er einfaldlega fullt af fólki með þannig skoðanir sem eiga heima í þannig flokki. En það má ekki vera sá Sjálf- stæðisflokkur með þá pólitísku arfleifð sem núverandi flokkur er með og það 2 | Fréttir 15. desember 2010 Miðvikudagur n Meintar persónunjósnir Sjálfstæðisflokksins ræddar á Alþingi n Stórfelldasta njónsnaprógramm sem ég hef nokkurn tíma heyrt talað um, segir Þráinn Bertelsson n Njósnir alla vega ekki viðhafðar núna, segir Ragnheiður E. Árnadóttir n Þór Saari segir njósnirnar sam- bærilegar við njósnir kommúnistaflokka Austur-Evrópu á síðustu öld Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johannh@dv.is Er starfsemin enn í gangi? „Þetta þykja mér áhugaverðar fréttir og svona félagsfræðirannsóknir á vegum stjórn- málaflokka sem styrktar eru af almannafé,“ sagði Þráinn Bertelsson. „Stórfellt njóSnaprógr mm“ „Er þessi starfsemi enn í gangi? … Hvað tókst að njósna mikið og hvenær verða þessar niðurstöður njósnanna aðgengilegar á netinu eða hef- ur þeim verið tortímt?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.