Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2010, Qupperneq 6
6 | Fréttir 15. desember 2010 Miðvikudagur
Opnunartími
virka daga 12-18
laugardag 12-16
Grensásvegi 8 - 108 Reykjavík - 517-2040
LAGERSALA
www.xena.is
Gönguskór
St. 36-46
Verð áður 14.995
Verð nú 9.995
Skuldar 26 milljarða
og skráningargjöld
Katarski sjeikinn Mohamed Kha-
lifa Al-Thani skuldar tæpa 26 millj-
arða króna í eignarhaldsfélagi sínu
Q Iceland Finance auk þess sem
hann skuldar opinber gjöld vegna
stofnkostnaðar móðurfélags þess.
Þetta er meðal þess sem fram kem-
ur í ársreikningum Q Iceland Fin-
ance og móðurfélagsins, Q Iceland
Holding, fyrir árið 2008. Ársreikn-
ingnum var skilað til ríkisskatt-
stjóra í lok síðasta árs. Félögin eru
bæði í eigu Al-Thanis.
Skuld Katarans er tilkomin
vegna kaupa hans á fimm pró-
senta hlut í Kaupþingi með lána-
fyrirgreiðslu frá bankanum í sept-
ember árið 2008. Viðskipti Q
Iceland Finance með hlutabréfin
hafa verið til rannsóknar hjá emb-
ætti sérstaks saksóknara vegna
gruns um að um markaðsmisnotk-
un hafi verið að ræða, að tilgang-
ur viðskiptanna hafi verið að hafa
óeðlileg áhrif á gengi bréfa í Kaup-
þingi og falsa tiltrú markaðarins
á stöðu bankans. Embættið hefur
látið vinna skýrslu um starfsemi
Kaupþings, sem er sambærileg
við nýlegar skýrslur um Glitni og
Landsbankann, þar sem ætla má
að meðal annars verði rætt um Al-
Thani-viðskiptin.
26 milljarðar í
neikvætt eigið fé
Ársreikningar félaganna tveggja
fyrir árið 2009 liggja ekki fyrir. Ljóst
er hins vegar að þeirra bíður ekkert
annað en gjald-
þrot þar sem
eina eign
Q Iceland
Finance
voru
hluta-
bréf-
in í
Kaupþingi. Eina eign Q Iceland
Holding var svo Q Iceland Finance.
Í ársreikningi Q Iceland Finance
kemur fram að tap félagsins vegna
fjárfestinga árið 2008 hafi verið
rúmlega 25,7 milljarðar króna. Þar
kemur fram að lánið sem Q Iceland
Finance fékk hafi verið skamm-
tímalán frá bankastofnun. Skuldir
félagsins nema nú þessari upphæð.
Eiginfjárstaða félagsins er sömu-
leiðis neikvæð um þessa sömu
upphæð.
Í samtali á milli tveggja starfs-
manna Kaupþings, Halldórs Bjark-
ars Lúðvígssonar og Lilju Stein-
þórsdóttur, sem fram fór í kjölfar
Al-Thani-viðskiptanna kom fram
að Hreiðar Már Sigurðsson og
Magnús Guðmundsson hefðu ver-
ið aðalmennirnir í viðskiptunum
og í reynd búið fléttuna til. DV hef-
ur áður birt samtalið í heild sinni.
Samtalið, sem fram fór í síma, hef-
ur verið notað af embætti sérstaks
saksóknara til að varpa ljósi á Al-
Thani-málið. Í samtalinu sagði
Halldór Bjarkar, sem hefur ver-
ið yfirheyrður af sérstökum sak-
sóknara vegna málsins, meðal
annars: „Og það var í grunninn,
þetta var Maggi (innsk: Magnús
Guðmundsson) og Hreiðar (Már
Sigurðsson) sem voru, sem voru að
semja þetta allt saman sko.“ Í sam-
talinu kom jafnframt fram að Al-
Thani hefði fengið um 50 milljónir
dollara, um 6,5 milljarða króna, fyr-
ir að taka þátt í viðskiptunum.
Skuld vegna skráningargjalda
Þrátt fyrir umfang þessara viðskipta
– hlutabréfin í Kaupþingi voru
keypt fyrir tæpa 26 milljarða króna
– stendur eftir tæplega 90 þúsund
króna skuld inni í móðurfélaginu,
Q Iceland Holding. Þar segir að
ofan á tæplega 26 milljarða króna
skuldir félagsins bætist ógreidd
skráningargjöld, „Unpaid regist-
ration cost“. Tap félagsins á árinu
er jafnframt tilkomið út af þessum
ógreiddu skráningargjöldum.
Al-Thani fékk því tæpa 26 millj-
arða króna lánaða frá Kaupþingi,
án nokkurra ábyrgða, og fékk jafn-
framt á sjöunda milljarð króna
í vasann fyrir þátttökuna. Eftir
standa tæknilega gjaldþrota félög
sem tóku við láninu og hlutabréf-
unum í Kaupþingi auk 90 þúsund
króna útistandandi skuldar við
Hlutafélagaskrá vegna stofnunar
félagsins.
n Eignarhaldsfélög Al-Thanis á Íslandi eru tæknilega gjaldþrota n Félögin tóku þátt í
nærri 26 milljarða króna meintum sýndarviðskiptum með hlutabréf í Kaupþingi n 26
milljarða skuldir eru inni í félögunum auk skuldar vegna ógreiddra skráningargjalda
„Þetta var Maggi og
Hreiðar sem voru
að semja þetta allt saman.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Trausti Hafsteinsson með bestu umfjöllun um fátækt:
Blaðamenn DV verðlaunaðir
Trausti Hafsteinsson, blaðamaður DV,
vann Íslandshluta fjölmiðlakeppni
Evrópuráðs. „Sá enga aðra leið en að
svipta sig lífi“ er yfirskrift vinnings-
greinar Trausta og birtist hún í blaðinu
þann 4. desember 2009. Það var mat
dómnefndarinnar að greinin væri vel
ígrunduð og kannaði vandamál skuld-
ara af mikilli dýpt. Fanga væri víða leit-
að og góð mynd gefin af vandasamri
stöðu skuldara. Greinin þótti vel skrifuð
auk þess að grípa vel athygli lesandans
og endurspegla lausn á vandamálinu.
Fjölmiðlasamkeppni Evrópuársins
2010 – gegn fátækt og félagslegri ein-
angrun, var opin öllum blaða- og frétta-
mönnum sem fjallað höfðu um fátækt
og/eða félagslega einangrun á árinu.
„Fátækt og félagsleg einangrun er
vandamál sem við viljum útrýma. Til að
finna raunverulegar lausnir þurfum við
að skilja rætur vandans og að gefa þeim
rödd sem kljást við hann, og þar er starf
fjölmiðla gríðarlega mikilvægt. Vönduð
fjölmiðlun er nauðsynleg fyrir samfé-
lagið okkar í heild og því er það sérlega
ánægjulegt að veita Trausta þessi verð-
laun,“ segir Guðbjartur Hannesson, fé-
lags- og tryggingamálaráðherra.
Í öðru sæti var greinin „Velkomin í
fátækt“ eftir Ingibjörgu Dögg Kjartans-
dóttur og Viktoríu Hermannsdóttur,
sem birtist í DV. Í þriðja sæti var grein-
in „Kvennasmiðjan var opinberun“ eft-
ir Sigurð Boga Sævarsson á Morgun-
blaðinu.
Þingmenn allra flokka:
Vilja breyta
klukkunni
Klukkunni á Íslandi verður seinkað
um eina klukkustund vegna þess að
miðað við gang sólar er klukkan á Ís-
landi rangt skráð verði þingsályktun-
artillaga sem fjórtán þingmenn hafa
lagt fram á Alþingi samþykkt.
Flutningsmenn tillögunnar eru
þeir Guðmundur Steingrímsson,
Framsóknarflokki, og Róbert Mars-
hall, Samfylkingu. Í greinargerð með
tillögunni kemur fram að í stað þess
að sól sé hæst á lofti um hádegisbil
er sól á Íslandi hæst á lofti í Reykja-
vík að meðaltali klukkan 13.28 og á
Egilsstöðum hálftíma fyrr.
„Verði klukkunni varanlega seink-
að um eina klukkustund, eins og
tillaga þessi gerir ráð fyrir, yrði sól
hæst á lofti í Reykjavík að jafnaði
klukkan hálf eitt og á Egilsstöðum í
kringum tólf, eins og eðlilegt er,“ seg-
ir í greinargerðinni.
Þá segir að vegna þessarar tíma-
skekkju kannist líklega flestir Íslend-
ingar við þá nöpru tilfinningu að
þurfa að vakna til vinnu eða skóla
í svartamyrkri stóran hluta ársins.
„Í raun er enn nótt á Íslandi, miðað
við gang sólar, þegar Íslendingar
fara til vinnu klukkan átta eða hálf
níu miðað við núverandi klukku.
Verði klukkunni seinkað um eina
klukkustund verða morgnarnir hins
vegar bjartir langt fram í nóvember
og byrja aftur að verða bjartir síðari
hluta janúar. Sólin rís oftar á undan
fólkinu með tilheyrandi varma og
birtu. Myrkum morgnum fækkar til
muna.“ einar@dv.is
Frímerki í tilefni
af 100 ára
afmæli DV
Íslandspóstur stóð á þriðjudaginn
fyrir útgáfuhófi vegna frímerkjaút-
gáfu sem meðal annars var tileink-
uð því að 100 ár eru liðin frá stofnun
fyrsta eiginlega dagblaðsins, þegar
Vísir, undanfari DV, kom fyrst út. DV
hefur haldið upp á hundrað ára af-
mælið síðustu daga. Á laugardaginn
var haldin afmælishátíð á Ingólfs-
torgi þar sem fjöldi skemmtikrafta
kom fram. Má þar nefna Bubba
Morthens, Bjartmar og Bergrisana,
leikhópinn Lottu og Dr. Gunna.
Lykilmennirnir Ólafur Ólafsson, Hreiðar Már Sigurðsson
og Al-Thani voru lykilmennirnir í Al-Thani-fléttunni með
hlutabréf í Kaupþingi rétt fyrir hrunið 2008. 26 milljarða
skuld Al-Thanis stendur eftir, sem og ógreidd skráningargjöld
eins eignarhaldsfélagsins sem tók þátt í fléttunni.
26 milljarða skuldir Félögin
í Al-Thani-fléttunni skulda
samtals 26 milljarða króna.
Verðlaun Guðbjartur Hannesson
afhenti móður Trausta verðlaunin.