Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2010, Side 10
10 | Fréttir 15. desember 2010 Miðvikudagur
Bandarískur grínmiðill:
Grýla nær
heimsfrægð
Það er engin önnur en Grýla, móð-
ir íslensku jólasveinanna, sem
vermir 17. sæti á lista bandaríska
grínvefmiðilsins The Onion yfir
fólk sem skipti mestu máli árið
2010.
Um Grýlu eru þessi orð höfð á
vefmiðlinum: „Enginn hafði eins
mikil áhrif á flugsamgöngur árið
2010 og hin hræðilega, íslenska
tröllskessa Grýla. Hún spúði ösku
30.000 fet upp í loftið í eldgosinu
í Eyjafjallajökli og lokaði þannig
flugvöllum um gjörvalla Evrópu og
kostaði hagkerfi heimsins hundruð
milljóna dollara.“
The Onion hefur eigin hug-
myndir um eldgosið í Eyjafjalla-
jökli og á vefnum segir að í fyrstu
hafi verið talið að gosið mætti rekja
til reiði álfa og huldufólks í garð
mannfólksins, fyrir að vanhelga
heimkynni þeirra síðastliðinn vet-
ur. Svo hafi hins vegar ekki verið og
eftir að yfirvöld útilokuðu Lagar-
fljótsorminn hafi Grýla legið undir
grun. Yfirvöldum hafi síðan seint
og um síðir tekist að draga máttinn
úr Grýlu með galdri og þá hafi fyrst
dregið úr mætti gossins.
Hneykslast
á ráðherra
„Það verður að teljast meira en lítið
undarlegt þegar sá ráðherra sem
fer með matvælamál þekkir ekki
eigin reglur betur,“ segir á vef Neyt-
endasamtakanna um Jón Bjarna-
son, sjávarútvegs- og landbúnaðar-
ráðherra.
Þar er greint frá því að Jón hafi
fyrir nokkrum dögum haldið því
fram að minni kröfur væru gerðar
til innflutts kjúklingakjöts en inn-
lendrar framleiðslu hvað varðar
salmonellusýkta kjúklinga. „Það
er hins vegar svo að kjúklingakjöti
sem flutt er inn frá öðrum löndum
verður að fylgja heilbrigðisvott-
orð um að það séu án salmonellu,“
segja samtökin sem furða sig á
þessari staðhæfingu ráðherra.
Neytendasamtökin segja að í
kjölfar orða Jóns um að minni kröf-
ur væru gerðar til innflutts kjúkl-
ingakjöts en erlendrar framleiðslu
hvað varði salmonellusýkta kjúkl-
inga hafi yfirlýsing borist frá upp-
lýsingafulltrúa ráðuneytis land-
búnaðar- og sjávarútvegs þar sem
hann kvartaði yfir því að hér giltu
of strangar heilbrigðiskröfur varð-
andi kjúklingaframleiðslu.
„Ég veit ekki hvort ég nái mér nokk-
urn tímann. Ég var bara hársbreidd
frá því að vera drepinn myndi ég
segja, því ég var laminn svo ferlega
illa, segir Ásgerður Helgadóttir, 74
ára kona sem varð fyrir hrottalegri
árás á heimili sínu í Mávanesi í apr-
íl 2009 ásamt eiginmanni sínum sem
er 88 ára gamall.
Tveir menn, Kristján Víðir Kristj-
ánsson og Hlynur Ingi Bragason,
voru dæmdir í fangelsi fyrir að ráð-
ast inn á heimili hjónanna, svipta
þau frelsi og ræna, en auk þeirra var
barnabarn hjónanna viðriðið málið
ásamt annarri stúlku. Öll voru þau
djúpt sokkin í neyslu fíkniefna þegar
atburðurinn átti sér stað. Lýsingar af
árásinni í dómskjölum sýna að hún
var sérstaklega hrottafengin en ger-
endurnir voru í leit að verðmætum
til að fjármagna fíkniefnaneyslu sína.
Lausir úr fangelsi
Kristján Víðir og Hlynur Ingi eru
báðir lausir úr fangelsi eftir að hafa
afplánað um helming dómsins, en
Kristján Víðir fékk tveggja ára dóm
og Hlynur Ingi tvö og hálft ár. Áður
höfðu þeir báðir hlotið dóma aðal-
lega fyrir fíkefna- og umferðarlaga-
brot. Þeir eru báðir á þrítugsaldri.
Ásgerður segir að hún hafi alveg
viljað sjá þá fá lengri dóm en þetta
þyki þó vera langur dómur miðað við
sambærileg brot. „Ég bara vonast til
að þeir fái einhverja betrun. Það er
ekkert skemmtilegt að vita af svona
fólki lausu og auðvitað myndi mað-
ur vilja að þeir fengju einhverja hjálp,
því þetta er ekki eðlilegt,“ segir hún
og það er greinilegt að henni þyk-
ir erfitt að tala um árásina. Það var
barnabarn hjónanna sem hafði upp-
haflega bent Kristjáni Víði og Hlyni
Inga á hús ömmu sinnar og afa og
sagt þeim að þar væri örugglega eitt-
hvað verðmætt að finna. Ásgerður
segist ekki hafa talað við barnabarn
sitt eftir árásina en hún hafi heyrt að
hún væri að reyna að bæta ráð sitt og
væri komin í vinnu.
„Maður gerir mistök“
Hlynur Ingi sagði í samtali við DV
að eftir að hann losnaði úr fangelsi
í ágúst síðastliðnum hafi honum
gengið ágætlega í lífinu. Aðspurð-
ur hvort hann sjái eftir árásinni seg-
ist hann gera það en hann hugsi ekki
mikið um hana. „Ég reyni nú bara að
gleyma þessu svo ég sé ekki að draga
sjálfan mig niður, sé ekki bara að fara
falla aftur.“
Hann segist ekkert hafa að segja
við fórnarlömbin og viti að það sem
hann gerði sé rangt. „Ef fólk þarf eitt-
hvað að vera dæma mann þá er það
bara þeirra hausverkur. Maður er
mannlegur, maður gerir mistök og
maður ræður ekkert alltaf hver mis-
tökin eru.“ Að eigin sögn er hann bú-
inn að snúa við blaðinu og reynir að
halda sig fjarri fíkniefnum.
„Ég rota hana bara“
Ásgerður lýsir árásinni þannig fyr-
ir dómi að klukkan rúmlega ellefu
þetta kvöld hafi veri bankað hjá þeim
bakdyra megin og hún farið til dyra.
Hafi þá tveir ókunnir menn í svört-
um hettupeysum ruðst inn og annar
þeirra, Kristján Víðir, gripið fyrir and-
lit hennar með báðum höndum og
snúið henni við svo hann stóð fyrir
aftan hana. Hann snéri hana niður í
gólfið, lét hana liggja á grúfu og skip-
aði henni að taka af sér hringana og
hún hafi spurt hann af hverju. Hlyn-
ur Ingi hafi ruðst fram hjá og þá hafi
Kristján Víðir sagt tvisvar: „Ég rota
hana bara“ og barði hana þrjú þung
högg í höfuðið. Hún vankaðist við
síðasta höggið og gat ekki staðið
upp. Hann fór þá með hana inn í hol
og stóð yfir henni þar.
Hótað með flökunarhnífi
Í því kom Hlynur Ingi upp úr kjall-
aranum með eiginmann hennar og
spurði hvar peningarnir væru. Eigin-
maður hennar svaraði rólega að þau
geymdu enga peninga í húsinu. Á
meðan á þessu stóð var þeim hótað í
sífellu að þau yrðu stungin með flök-
unarhnífi sem þeir sögðust vera með
og í lokin bættust við hótanir um að
þau yrðu skotin ef þau hreyfðu sig
og að fylgst yrði með þeim. Þegar
Ásgerður sá að Hlynur Ingi gerði sig
líklegan til að draga mann sinn nið-
ur kjallaratröppurnar hrópaði hún
„að þá myndu þeir drepa hann“ og
hafi þá Kristján Víðir sagt honum að
koma með manninn og hann skyldi
passa þau bæði. Hlynur Ingi fór þá
ránshendi um húsið með miklum
hávaða og látum og hafði upp úr
krafsinu meðal annars tölvur, far-
síma og skartgripi. Sumt af því sem
tekið var hefur ekki skilað sér enn-
þá. Þar á meðal gullarmband, tvær
perluhálsfestar, alls konar gamlir
skartgripir og munir í tveimur köss-
um. Margt hafði Ásgerður átt síðan
hún fermdist.
Klipptu á símalínur
Ásgerður sagði frá því að sá sem
yfir þeim stóð hafi í sífellu hótað að
stinga þau með hnífnum og skjóta
þau á færi ef þau hreyfðu sig. Hún
segist ekki hafa séð þennan hníf
nema einu sinni sá hún út undan
sér glampa á hnífsblað. Hún tek-
ur fram að hún hafi verið neydd til
þess að líta niður og hafi því ekki séð
nema lítið af því sem fram fór. Hún
segist halda að mennirnir hafi ver-
ið 20–30 mínútur hjá þeim í húsinu
og þau hafi ekki þorað að hreyfa sig
í 10–15 mínútur eftir að þeir voru
farnir. Maður hennar hafi svo getað
fundið og tengt gamlan síma sem
hann hringdi úr á hjálp en mennirn-
ir höfðu klippt á símalínu til að varna
þeim að hringja á lögreglu.
Fann fyrir hnífnum
Eiginmaður Ásgerðar lýsti sinni
reynslu þannig að eftir að kona hans
hafi farið upp að svara dyrabjöllunni
hafi hann heyrt einhvern ganga hæg-
um skrefum niður stigann. Hann leit
yfir öxl og sá ungan grannan mann í
svartri hettupeysu með kragann fyrir
andlitinu í miðjum stiganum. Hann
hafi gefið til kynna að hann ætti að
slökkva á sjónvarpinu og dró síðan
upp flökunarhníf sem hann hafði
innan klæða og lagði að brjósti hans
rétt við hjartastað. Þetta mun hafa
verið Hlynur Ingi og sagði hann við
manninn að þetta væri ekki fyrsta
afbrotið sem hann fremdi og hann
hefði engu að tapa þótt hann bætti
einu við. Hafi hann hótað honum
lífláti með því að spyrja tvisvar sinn-
um hvort hann vildi deyja og haldið
hnífnum stöðugt að brjóstinu. Hlyn-
ur Ingi skipaði manninum að standa
upp og neyddi hann til að fara upp
stigann á aðra hæð. Hann fann fyr-
ir hnífnum við bak sér öðru hverju á
göngunni. Þegar hann sá yfir skörina
hafi hann séð konu sína liggja endi-
langa á gólfinu á aðalganginum, á
hægri hlið og á grúfu með Kristján
Víði standandi yfir sér.
Hrædd og óörugg
Hjónin búa enn í húsinu á Mávanesi
og aðspurð segist konan finna fyrir
öryggisleysi á sínu eigin heimili. „Ég
hef allar þær varnir heima hjá mér
sem eru í boði, en þrátt fyrir þær finn
ég fyrir ótta heima hjá mér. En sama
hversu miklar varnir maður er með,
þá er alltaf hægt að brjóta rúður og
annað.“
Ásgerður slasaðist við höfuð-
höggin og var blóðhlaupin og mar-
in í framan í kjölfar árásarinnar. Eig-
inmaður hennar slasaðist ekki en
í viðtali við DV skömmu eftir árás-
ina sagði Ásgerður um hann: „Nei,
hann er óslasaður. Þeir tóku ekkert
á honum öðruvísi en að ota að hon-
um hnífnum. Þetta var mikil ógn.
En hann ætlaði að rota mig. Hann
barði mig í höfuðið. Ég bjóst við því
að hann myndi hreinlega drepa mig
ef því væri að skipta. En hann var
truflaður eitthvað. Hann þurfti að
sinna hinum manninum.“
Lögreglan sagði í fjölmiðlum á
sínum tíma að hún liti málið afar al-
varlegum augum og að minnst tut-
tugu ár séu síðan viðlíka árás hefði
átt sér stað hér á landi.
n Hársbreidd frá því að vera drepinn í hrottalegri árás í innbroti á heimili sitt
n Árásarmennirnir lausir úr fangelsi n Finnur fyrir ótta og öryggisleysi á
heimili sínu n Annar árásarmaðurinn segist bara vera mannlegur
„Veit ekki hvort ég nái
mér nokkurn tímann“
„Ég var bara hárs-
breidd frá því að
vera drepin myndi ég
segja, því ég var lamin
svo ferlega illa“
Hanna Ólafsdóttir
blaðamaður skrifar hanna@dv.is
Laus úr fangelsi Hlynur Ingi Bragason
segist ekki hugsa mikið um árásina.
Hrikalegur Svona lítur
Kristján Víðir út eftir dvölina
á Litla-Hrauni, en hann bætti
á sig miklum vöðvamassa í
afplánuninni.