Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2010, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2010, Page 14
Húsavíkurhangikjötið frá Norðlenska skaraði fram úr þriðja árið í röð í ár- legri bragðkönnun DV á hangikjöti. Það hlaut einkunnina 8 af 10 mögu- legum í blindri könnun reyndra mat- gæðinga sem sumir hverjir hafa ára- langa reynslu af því að dæma mat. Íslandslamb frá Ferskum kjötvör- um varð í öðru sæti og Hólsfjalla- hangikjötið frá Fjallalambi hafnaði í því þriðja en þess má geta að Húsa- víkurhangikjötið og Hólsfjallahangi- kjötið frá Fjallalambi deildu efsta sætinu í fyrra. Húsavíkurhangikjötið vann einnig í hitteðfyrra. Tólf tegundir hangikjöts voru til smökkunar að þessu sinni. Reynslumikil dómnefnd Fimm valinkunnir einstaklingar skipuðu dómnefndina að þessu sinni. Matreiðslumeistarinn Sig- urður Hall, landsliðskokkurinn og eigandi Fiskmarkaðarins Hrefna Rósa Jóhannesdóttir Sætran, Hilm- ar B. Jónsson, matreiðslumeistari og stofnandi Gestgjafans, Brynjar Eymundsson, matreiðslumeistari á Höfninni, og Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Bragðkönnunin fór þannig fram að DV fór í verslanir á höfuðborgar- svæðinu og keypti úrbeinuð hangi- læri frá öllum vörumerkjum sem til voru. Feðgarnir á Höfninni, þeir Brynjar Eymundsson, eigandi og matreiðslumeistari, og Logi Brynj- arsson sáu um eldun kjötsins og gættu þess vandlega að matreiða það á nákvæmlega sama hátt. Kjötið var eldað kvöldið fyrir smökkun og bor- ið fram kalt á númeruðum bökkum, þannig að ekki var nokkur leið fyrir dómnefndina að vita hvaða hangi- kjöt var frá hvaða aðila. Með þessu fengu dómararnir laufabrauð, malt og appelsín, auk þess sem vatn var á boðstólum. Dómararnir gáfu hverju og einu hangilæri einkunn á skalan- um 0 til 10. Flestir gáfu hverri tegund umsögn en Hilmar kaus að láta einkunnirnar tala sínu máli. Kynbundinn munur á smekk Í töflunni má sjá hvernig einkunnirn- ar dreifðust en ekkert kjöt fékk ein- kunn undir meðallagi. Í máli dóm- aranna kom fram að kjötið væri allt mjög líkt – eins og einkunnirnar bera raunar með sér. Það sést til dæmis á því að besta hangikjötið og versta er framleitt af sama aðila; Norðlenska. Karlarnir í dómnefndinni voru á því að hangikjötið vantaði oft á tíð- um bragð og að þeir söknuðu gamla, góða hangikjötsins. Konurnar lýstu aftur á móti þeirri skoðun sinni að þær vildu hafa kjötið milt og hvorki mjög reykt né salt. Að þessu leyti var því áherslumunur á milli kynja. Meiri rýrnun en áður Líkt og í fyrra var rýrnunin á kjötinu mæld. Það var gert þannig að kjötið var vigtað bæði fyrir og eftir suðu. Í ljós kom að tvö bestu hangilærin rýrnuðu jafnframt mest. Húsavík- urhangikjöt rýrnaði um 26 prósent í suðu en kjötið frá Íslandslambi um rúm 25 prósent. Hólsfjallahangikjöt- ið frá Fjallalambi rýrnaði minnst, eins og í fyrra, eða um rúm 12 pró- sent. Kjötið rýrnaði almennt miklu meira í ár en í fyrra en þar getur hita- stig við eldunina skipt miklu máli – jafnvel þótt kjötið hafi verið soðið líkt og í fyrra. Algengast var nú að kjötið rýrnaði um 17 til 20 prósent. Dýrast ekki best Eins og í fyrra er dýrasta hangikjöt- ið hjá Gallerý kjöti. Kílóverðið þar er 3.990 krónur af úrbeinuðu hangil- æri, eins og sést í töflunni. Ódýrasta kjötið, Fjallahangikjöt, kostar 1.998 krónur kílóið. Það fæst í Bónus. Jafn- vel þótt Fjallahangikjötið hafi þótt síst að þessu sinni er ekki að sjá aug- ljósa fylgni á milli gæða og verðs. Í raun má álykta sem svo að verð á úr- beinuðu hangilæri hafi ekkert með bragð að gera. Dýrara kjötið þykir al- mennt ekki betra, ef marka má nið- urstöður bragðkannana DV, bæði nú og í fyrra. Fersk ostsneið n Bakaríið Kvosin fær lofið þessa vikuna en ánægður viðskiptavinur vildi koma eftirfarandi á framfæri. „Ég kom við í bakaríinu og ætlaði að kaupa smurt rúnstykki. Þegar sá í af- greiðslunni ætlaði að setja rúnstykkið í poka fyrir mig tók hann eftir því að osturinn var aðeins farinn að harðna. Hann benti sjálfur á það og sagðist ætla að skipta um ost. Hann fór svo á bak við og sótti nýja og ferska ostsneið. Ég hef aldrei lent í svona áður, þakkaði honum innilega fyrir og sagði að ég myndi örugglega koma aftur.“ Lifandi ljós Kerti eru stór hluti af jólastemn- ingunni en það er aldrei of varlega farið með lifandi ljós. Á heimasíðu Leiðibeiningastöðvar heimilanna er fólk hvatt til að hafa auga með logandi kertaljósum og aldrei láta þau standa nálægt gardínum eða öðru sem getur feykst til í átt að loganum. Mikilvægt er að fara aldrei að sofa út frá lifandi kertum, hvort sem þau eru í stjökum eða skreytingum. Það er gott ráð að láta ekki ljósaseríu innandyra loga of lengi í einu og ekki er verra að slökkva á þeim yfir nóttina. Eins geta ljósaseríur í gleríláti verið hættulegar þar sem mikill hiti getur myndast og valdið íkveikju. Óæt pítsusneið n Fastakúnni Devito‘s á Laugavegin- um vildi koma lasti á framfæri. „Ég hef oft verslað við Devito‘s og yfirleitt fengið góðar pítsur þar. Um daginn keypti ég tvær sneiðar og tók með mér heim. Ég borðaði aðra, sem var mjög fín, en þegar ég ætlaði að gæða mér á þeirri seinni þá var hún eld- gömul og algerlega óæt. Hún var glerhörð og hafði verið sett undir hina í kassanum,“ segir fastakúnninn og bætir við að hann hafi verið mjög svekktur því hann hafi alla jafna fengið góða þjónustu hjá Devito‘s. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Lof&Last Tiger innkallar púsl Verslunin Tiger hefur ákveðið að innkalla dýrapúsl með segli. Þetta kemur fram á heimasíðu Neytendastofu. Púslið inniheldur tvö dýr saman í hvítu tréboxi og var selt fyrir þremur árum í verslunum Tiger. Ástæða innköllunarinnar er að á leikfanginu er segull sem get- ur losnað af og valdið hættu á köfnun og innvortis meiðslum. Neytendum er bent á að skila vörunni gegn endurgreiðslu hafi þeir leikfangið undir höndum. MyNd/NeyTeNdasTofa 14 | Neytendur Umsjón: Baldur Guðmundsson baldur@dv.is 15. desember 2010 Miðvikudagur E ld sn ey ti Verð á lítra 206,7 kr. Verð á lítra 206,5 kr. Bensín Dísilolía Verð á lítra 206,5 kr. Verð á lítra 206,3 kr. Verð á lítra 206,7 kr. Verð á lítra 206,5 kr. Verð á lítra 206,4 kr. Verð á lítra 206,2 kr. Verð á lítra 206,5 kr. Verð á lítra 206,3 kr. Verð á lítra 206,7 kr. Verð á lítra 206,5 kr. Algengt verð Almennt verð Algengt verð Akureyri Melabraut Algengt verð „ Í ljós kom að tvö bestu hangilærin rýrnuðu jafnframt mest. n Húsavíkurhangikjötið er best, eins og í fyrra og hitteðfyrra n Hólsfjalla- hangikjötið rýrnaði minnst n Dómur- um fannst kjötið allt of líkt Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Húsavíkurhangikjötið er best

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.