Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2010, Side 16
16 | Erlent 15. desember 2010 Miðvikudagur
Um aldamótin voru milljónamær-
ingar á Írlandi, eða þeir sem áttu
milljón evrur eða meira inni á reikn-
ingi, orðnir 33 þúsund talsins.
Í miðju efnahagshruni á haust-
mánuðum ársins 2008 var vinsælt
að spyrja hver væri munurinn á Ís-
landi og Írlandi. Svarið var augljóst,
einn bókstafur. Þó sitthvað sé ólíkt
með fjármálahruninu á Íslandi mið-
að við það sem hefur átt sér stað á Ír-
landi, er hreint ótrúlegt hve margt er
keimlíkt. Augljós atriði eins og ójafn-
vægi í hagkerfum ríkjanna, með ört
hækkandi raungengi og miklum
viðskiptahalla blasa við, en líkindin
virðast vera talsvert meiri. Í sögulegu
minni beggja þjóða er til að mynda
sterk sú saga að norskir víkingar hafi
komið við á Írlandi á landnámstím-
anum, hrifsað með sér fegurstu fljóð
Írlands og tekið þær með til Íslands.
Pat Cox, fyrrverandi forseti Evrópu-
þingsins og þingmaður á Írlandi,
grínaðist með þetta þegar hann var
staddur hér á vegum Alþjóðamála-
stofnunar í október. „Það er auðvit-
að gaman að koma hingað, og sjá hið
glæsilega íslenska kvenfólk – enda er
það af írsku bergi brotið.“
Keimlík saga
Saga Íra er um margt lík sögu Íslend-
inga. Í fljótu bragði má sjá að þar eru
á ferðinni eyjaskeggjar, sem voru
um margar aldir algerlega háðir ný-
lenduherrum sínum í austri, Bret-
um, rétt eins og Íslendingar þurftu að
reiða sig á Dani. Þurftu Írar löngum
að glíma við hungursneyð og pestir,
rétt eins og Íslendingar. Mannfall af
þessum sökum var í báðum löndum
gífurlegt.
Við þessar erfiðu aðstæður sem
bæði Írar og Íslendingar þurftu að
þola myndaðist meðal beggja þjóða
sterk sagnahefð. Á síðmiðöldum á Ír-
landi voru skrásettar sögur sem voru
yfirleitt afritaðar af eldri handritum
þar sem höfundarnir voru oftar en
ekki óþekktir. Írska tungumálið varð
þó fyrir miklu áfalli þegar írski að-
allinn þurfti að flýja landið í kjölfar
landvinninga Breta og lítið var skrif-
að á írsku eftir það. Tungumálið lifði
þó góðu lífi meðal almennings, eða
allt þar til á öndverðri 19. öld. Þá áttu
sér stað miklir landflutningar, rétt
eins og á Íslandi, og almenningur
sá enska tungu sem tungumál tæki-
færanna – enda fluttu langflestir Írar
til annað hvort Bandaríkjanna eða
Bretlands. Írar höfðu engan Rasmus
Kristján Rask og enskan varð alls-
ráðandi. Í dag nýtur írskan mikillar
vakningar og er hún nú kennd allt frá
Írland glímir við erfiða fjármálakreppu um þessar mundir, rétt eins og Íslending-
ar n Saga landanna og sjálfstæðisbarátta eru keimlík n Á Írlandi hefur sami
stjórnmálaflokkurinn verið við völd undanfarin 20 ár n Eignuðust nýja stétt
nýríkra Íra sem voru dáðir og dýrkaðir í efnahagslegri uppsveiflu
Björn Teitsson
blaðamaður skrifar bjorn@dv.is
Svipað Ahern var forsætisráðherra
í 11 ár þangað til Cowen tók við, en
hann var áður fjármálaráðherra. Davíð
Oddsson var forsætisráðherra í 13 ár,
en Geir H. Haarde tók við starfinu árið
2006. Hann var áður fjármálaráðherra
Írland og Ísland
sitja Í súpunni