Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2010, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2010, Síða 30
30 | Viðtal 15. desember 2010 Miðvikudagur É g gerði mér grein fyrir að ég væri þung- lyndur þegar ég var við það að drukkna í höfninni. Ég óð út í þangað til sjórinn náði mér upp að öxlum og ætlaði að vera þar uns ég drukknaði. Ég get ekki lýst því sem gerð- ist nema á þann veg að það var líkt og það opn- uðust einhverjar dyr og ég rambaði upp úr og leitaði mér hjálpar,“ segir tónlistarmaðurinn Jón Víkingsson á Akureyri, líklega betur þekktur sem kántríkóngurinn Johnny King. Jón hefur um árabil barist við þunglyndi. Erfiðar minningar og ömur- leg lífsreynsla úr æsku hafa markað hann og það er ekki fyrr en í dag, þegar hann er að nálgast sex- tugt, sem hann finnur kjark og þor til að takast á við fortíðina. Hann hefur gert fleiri en eina tilraun til að svipta sig lífi en segir almættið ekki vilja sig. „Kannski hef ég einhverju hlutverki að gegna og ég held að ég sé að átta mig á því hvað það er.“ Sorg í litlum manni Jón fæddist á Húsavík en bjó fyrstu árin í Gríms- ey. Hann segir ástandið í eynni hafa verið erfitt á þessum árum. Mikið var um drykkju og ofbeldi og hann hafi varla tölu á þeim slagsmálum sem hann varð vitni að. „Eini leikfélaginn minn úr Grímsey var stúlka og við lékum okkur í dúkkuleik og öðru. Annars átti ég enga leikfélaga nema þrjá ímyndaða vini. Þegar ég var þriggja ára varð ég fyrir alvarlegri lífsreynslu sem settist ofboðslega djúpt í barns- sálina, þótt ég sé bara að gera mér grein fyrir því fyrst í dag. Þá var minn besti vinur og leikfélagi lítill hænuungi. Einn daginn sit ég með hann á mold- argólfinu þegar pabbi kemur inn. Ég held á ung- anum en var svo lítill að ég gerði mér ekki grein fyrir að ég mætti ekki halda svona fast utan um hálsinn á honum. Þegar pabbi rekur inn andlitið og spyr hvað ég sé að gera segi ég að ég sé að reyna að láta vin minn standa. Unginn var dauður. Ég hafði kyrkt hann. Pabbi sagði að unginn væri far- inn til Guðs en það var í fyrsta skipti sem ég heyrði um Guð. Þessu atviki fylgdi ofboðslega mikil sorg í þessum litla manni. Ég gerðist mjög einrænn og vildi ekki vera nálægt neinum.“ Þráði hrós frá pabba Fjölskylda Jóns flutti til Húsavíkur þar sem hann óx úr grasi. Hann æfði íþróttir af kappi þar til hann náði tvítugu. „Þá steinhætti ég og snéri mér alfarið að tónlistinni. Ég hafði alist upp í tónlist en pabbi spilaði alltaf á harmonikkuna þegar hann kom inn eftir að hafa gefið skepnunum. Hann hafði ekki mikla trú á kántrítónlistinni. Honum fannst þetta bull, skrípaleikur og hálfvitaháttur. Ég leitaði alltaf eftir viðurkenningu hans en honum fannst tónlist- in mín glötuð og lét mig vita af því og það festist í hausnum á mér. Draumurinn var að geta skellt plötunni minni fyrir framan hann svo hann gæti séð svart á hvítu að ég væri eitthvað en sá draum- ur rættist aldrei því pabbi lést tveimur dögum áður en platan kom út,“ segir Jón og bætir við að vissu- lega hafi hann oft fengið hrós í gegnum tíðina. „Ég hef fengið yndisleg og ómetanleg hrós í gegnum ævina en aldrei frá þeim sem ég þráði mest að fá hrós frá.“ Ástin getur verið hættuleg Jón segir föður sinn hafa verið drykkjumann og of- beldisfullan með víni. Hann hafi þó verið yndis- legur maður þegar Bakkus hafði ekki yfirhöndina. „Það fyrsta sem ég geri þegar ég renni inn í Húsa- vík er ávallt að aka beinustu leið upp í kirkjugarð og fara að leiði hans og bróður míns, sem ég missti þegar ég var tólf ára. Ég sest niður og spjalla og bið þá um að leiða mig á rétta braut. Ég er ekki frá því að þeir heyri stundum í mér. Það var hryllilega erfitt að missa pabba án þess að vera búinn að gera upp fortíðina. Pabbi hafði ástæður til að vera eins og hann var. Hann missti lífslöngunina um tvítugt þegar kærastan hans lést í fanginu á honum. Þá byrjaði hans drykkja. Hann var líka bitur því móðir hans hafði skilið hann eftir fjögurra ára og grátandi og stungið af til Færeyja. Það eru ástæður fyrir því að fólk er biturt. Hann ásakaði drottin alla ævi. Ástin getur verið hættu- leg. Ef maður missir þann sem maður elskar missir maður stóran hluta af sjálfum sér. Pabbi tók aldrei þátt í veislum eða hátíðum og hann var aldrei með okkur á jólunum né þegar ég var fermdur. Hann vildi frekar vera einn með skepnunum sínum en okkur fjölskyldunni. Síðustu árin var hann hætt- ur að drekka og þá fékk ég að eiga pabba eins og pabbar eiga að vera,“ segir Jón og bætir við að hon- um hafi tekist að fyrirgefa föður sínum eftir dauða hans. „Mín mestu mistök voru að gefa honum aldrei tækifæri. Síðustu árin gátum við setið og spjallað saman og ef ég hefði haft þann þroska sem ég hef í dag hefði ég átt að ræða málin við hann til að geta afgreitt fortíðina. En ég gerði það ekki og við misst- um hann. Maður veit ekki hvað maður á fyrr en maður missir. Ég hafði setið í dómarasæti öll þessi ár. Í stað þess að hjálpa honum var einfaldara að afgreiða hann sem klikkaðan og bilaðan. Það er hægt að segja hitt og þetta um fólk en það er alltaf einhver ástæða fyrir hlutunum.“ Sjálfsvíg ekki rétta leiðin Jón á börn og barnabörn, sem hann er í litlu sam- bandi við, og aldraða móður í Keflavík. „Þunglynd- ið veldur því að maður dæmir sjálfan sig úr leik. Telur að fólkið manns sé betur komið án manns,“ segir hann dapur í bragði en bætir við að börn- in hans séu yndislegt fólk sem honum þyki mjög vænt um. „Ég opnaði loksins augun fyrir heimsku minni. Ég hafði aldrei hugsað um hvað yrði um fólkið mitt ef ég svipti mig lífi. Ég á aldraða móður og ég er uppáhaldið hennar. Ég hugsaði ekkert hvað yrði um hana ef ég færi. Sjálfsvíg er ekki rétta leiðin. Rétta leiðin er að viðurkenna veikleikana og teygja sig eftir hjálpinni. Þá eru ótrúleg kraftaverk sem gerast. Ég er smám saman að opna augun fyrir verðmætum lífsins og þau eru gífurleg og það sem er verðmætast er fjölskyldan. Þú getur endurnýjað húskofa eða bíldruslu en hvernig ætlarðu að end- urnýja fjölskylduna? Ég er ekki sáttur við að vera svona einn en mér hefur ekki gengið vel í kvennamálunum. Ég er vandlátari en andskotinn og á líka erfitt með að treysta, sérstaklega blessuðum konunum,“ segir Jón og bætir við að honum blöskri val sumra kvenna á mönnum. „Já, mér blöskrar að menn sem lúskra á konunum sínum og koma fram við þær eins og druslur skuli eiga konur á meðan nördar eins og ég, sem eiga fullt af kærleik að gefa, Tónlistarmaðurinn Jón Víkingsson er líklega betur þekktur sem kántríkóngur- inn Johnny King. Jón hefur barist við þunglyndi um árabil og hefur gert nokkrar tilraunir til að svipta sig lífi. Nú þegar hann er að nálgast sextugt hefur hann ákveðið að takast á við for- tíðina og sættast við menn og málefni. Jón viðurkennir að vera einmana og langar ekkert frekar en að finna sér góða konu. Sjálfsvíg ekki rétta leiðin „Ég gerði sömu mistökin og aðrir og tók konunum í lífi mínu sem sjálfsögðum hlut. Ég hef meira að segja lagt hend- ur á konur. „Ég lofaði mömmu að svipta mig ekki lífi á meðan hún lifir og ég stend við það. Hvað ger- ist þegar hún er farin veit ég ekki. Johnny King Jón Víkings segir karakterinn Johnny King ekki hafa gert sér neitt gott. Mynd heiða.iS hefur ekkert að fela Jón segist loksins hafa fundið kjark og þor til að takast á við fortíðina. Mynd heiða.iS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.