Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2010, Blaðsíða 31
Viðtal | 31Miðvikudagur 15. desember 2010
eru einhleypir. En sumar konur munu alltaf velja
svona menn.“
Bjargaði lífi
Jón kom fram í opinskáu viðtali á norðlensku
sjónvarpsstöðinni N4 fyrir stuttu þar sem hann
ræddi baráttu sína við þunglyndið. Nóttina eftir
að viðtalið var sýnt hringdi í hann ókunnur mað-
ur sem var að því kominn að fremja sjálfsmorð.
„Ég bjargaði lífi þessa nótt. Maðurinn hafi fundið
mig í símaskránni. Hann sat inni í stofu heima hjá
sér með vínglas og hlaðna skammbyssu. Eitthvað
sagði honum að hringja í mig.
Ég var ekkert kurteis þegar hann sagði mér
af aðstæðum sínum; hann átti konu sem hann
elskaði, þótt hún væri farin frá honum, vini, aldr-
aða móður og börn. Það fauk í mig og ég hund-
skammaði hann. Verðmætin liggja ekki í bíl-
druslu eða kofa. Þessi maður er nú búinn að leita
sér hjálpar. Konan hans er komin aftur og börnin
hans styðja við hann. Ég heyri reglulega í honum.
Hann sagði mér að hann ætti hvorki hús né bíl en
að sér væri hjartanlega sama.
Mér fannst ég skipta máli að hafa afrekað
þetta. Nú hef ég fundið minn tilgang,“ segir hann
og bætir við að hann langi til að stofna hóp fyrir
fólk sem vill hittast og ræða málin. „Mín reynsla
er að besta lækningin sé einhver sem hlustar og
tekur þátt í þjáningunni. Það eru margir í samfé-
laginu sem eiga bágt og enginn skiptir sér af. Hér
hjá mér komast ekki margir fyrir en ég væri til í að
leyfa fólki að koma og ræða málin.“
Páfagaukurinn Johnny King
Jón hóf tónlistarferil sinn í kringum 1980 sem eft-
irherma Hallbjarnar Hjartarsonar og síðar sem
kántrístjarnan Johnny King en það voru fjölmiðl-
ar sem bjuggu til nafnið sem festist við hann. „Ég
hef í rauninni aldrei verið sáttur við þennan kar-
akter, Johnny King,“ segir hann og bendir á styttu
á bak við barinn sem staðsettur er í stofunni en
styttan er mannhæðarhá af kántrístjörnunni.
„Þetta nafn hefur ekki gert mér neitt gott þótt
ég hafði orðið frægur út á það. Fleiri þekkja mig
sem þennan páfagauk en sem Jón Víkings. Vissu-
lega var þetta kántríbrölt skemmtilegt – við vor-
um að láta drauma okkar rætast – en okkur var
tekið eins og trúðum, fíflum og bjánum og hann
var einn af þeim,“ segir hann og bendir aftur á
kántrístjörnuna.
„Þessi herramaður hefur verið eitt mesta
meinið í mínu lífi. Það var ekki hann sem samdi
tónlistina. Það var ég. Ég er Jón Víkingsson og ég
er að glíma við þunglyndi og það er ég sem vil
hjálpa fólki. Ekki þessi trúður. Einn þáttur í þung-
lyndinu er að fara alltaf í vörn en það er bara kjaft-
æði. Í dag er mér alveg sama og geri sjálfur grín
að sjálfum mér,“ segir Jón sem er enn að vinna í
tónlistinni sem hefur tekið breytingum í gegnum
árin. „Ég syng mikið til drottins og er alltaf að færa
mig meira yfir í hip-hop-ið. Ég vil ekki vera ein-
skorðaður við kántrí enda er ég alæta á tónlist og
get samið allan fjandann.“
Hann segist einnig semja um ástina, þung-
lyndið og trúna og jafnvel gríntexta. „Ég sem ekki
mikið um dauðann, hann er ekki mitt uppáhalds-
yrkisefni. Ég er frekar að leita að svörum í textum
mínum og hef fengið að heyra að textarnir geti
verið ansi djúpir. Þeir eru hreinskilnir eins og ég.
Ég er ekki að fela neitt.“
Langar að kynnast konu
Jón segir að þrátt fyrir þunglyndið líði honum
ágætlega. Skammdegið sé honum þó erfitt og
hann kvíði jólunum enda sé hann einn yfir hátíð-
irnar. „Það er ekki á það bætandi fyrir þunglynd-
issjúkling að muna hvernig var að eyða jólunum
með fjölskyldunni og ég hef oft gert þau mistök að
setja spólur frá þessum tíma í tækið. Það er eins
og að stinga rýting í hjartað að sjá hversu gaman
var. Eftirsjáin, sorgin og einmanaleikinn verður
allsráðandi. Ég er einmana, þótt ég hafi ekki viljað
viðurkenna það.
Draumur minn er að kynnast konu sem ég
get borið virðingu fyrir. Ég gerði sömu mistök-
in og aðrir og tók konunum í lífi mínu sem sjálf-
sögðum hlut. Ég hef meira að segja lagt hendur
á konur. Sú skömm er ægilega djúp í mér. Það
er ekki hægt að vera minni karlmaður. Þegar þú
átt góða konu verðurðu að segja henni reglulega
hvað hún er falleg og góð og hvað hún skiptir þig
miklu máli. Þú verður alltaf að vera til staðar fyr-
ir hana, líka þegar erfiðleikarnir koma upp,“ segir
hann og bætir við að hann sé ekki bjartsýnn á að
finna sér konu því hann eigi erfitt með að hleypa
konum að sér.
„Sú manneskja sem kemst í gegnum klakann
hlýtur að vera sérstök. Bæði falleg að innan og
utan. Hún verður að grafa sig inn og ef það tekst
verður hún ekki svikin. Hún verður kæfð í róm-
antík. Hér áður fyrr var ég kaldur og kúl og beitti
hverju bragði til að ná konu heim. Nú er ég bara
hræddur, hræddur við höfnun því ég er búinn að
hafna sjálfum mér. Ég þyki skrýtinn og er álitinn
hommi af því að ég fer alltaf einn heim af djamm-
inu en mér dugar ekki lengur að finna mér konu á
skemmtistað og fara með henni heim og sofa hjá
henni. Ég þarf á meiru að halda,“ segir hann og
viðurkennir að vissulega sjái hann eftir sumum
kvennanna sem hann hafi verið með um ævina.
„Flestar þeirra eru alveg yndislegar en ég sá
það ekki. Ég var svo upptekinn af sjálfum mér og
tók þeim sem sjálfsögðum hlut. Lífið er svo stutt
og það fer skelfilegur hrollur um mig þegar ég
hugsa um hvað ég er búinn að sóa mörgum árum
í rugl.“
Sjálfsvíg er morð
Jón er með skilaboð handa þeim sem líður illa og
hafa hugsað um að binda enda á þetta allt saman.
„Það á enginn skilið að líða illa. Leitaðu til vina
sem þú getur treyst. Ég vil ekki tala niður til lækna
en þeir sem hafa persónulega reynslu geta miðl-
að og hjálpað, ekki síður en þeir sem eru lærðir á
bókina. Kærleikurinn er góð hjálp.“
Jón segir einnig nauðsynlegt að opna á sár for-
tíðarinnar. „Við verðum að hætta að fela okkur
inni í þessum botnlausa skáp. Leitum fyrirgefn-
ingar og fyrirgefum, teygjum okkur eftir hjálp-
inni. Ef þú ert að hugsa um að binda enda á þetta
mundu að þá ert þú ekki aðeins að fremja sjálfsvíg
heldur líka morð. Ef þú sviptir þig lífi mun fólkið í
kringum þig deyja inni í sér.
Ég gaf mömmu loforð. Mamma er heilög í
mínum huga og þótt það verði mikið tómarúm
þegar hún hverfur af þessari jörð er ég þakklát-
ur drottni fyrir að vera kominn með það mikinn
þroska að ég get tekið á því þegar þar að kem-
ur. Þótt maður sé náttúrulega aldrei tilbúinn að
missa ættingja. Ég lofaði mömmu að svipta mig
ekki lífi á meðan hún lifir og ég stend við það.
Hvað gerist þegar hún er farin veit ég ekki. Það fer
eftir því hvort ég finn að það sé virkileg þörf fyrir
mig. Ég hef ekki trú á að ég svipti mig lífi, ég tel
mig ekki þann heigul. Í dag verð ég reiður þegar
ég heyri af fólki sem hefur framið sjálfsvíg og ég
skammast mín fyrir mínar tilraunir og hef oft beð-
ið drottin að fyrirgefa mér.
Það réttlætir ekkert að þú takir eigið líf. Hvaða
hugsanir skilurðu vini og ættingja eftir með?
Að þú hafir frekar valið dauðann en að leita til
þeirra? Ég átti góðan vin og við spjölluðum mikið
um þunglyndi. Ég tók af honum loforð um að ef
honum liði illa myndi hann koma til mín í kaffi.
Einn daginn þegar ég kom heim úr búðinni var
lögregla og sjúkrabíll fyrir utan húsið hans. Hann
hafði hengt sig. Mér hefur aldrei fundist ég eins
einskis nýtur. Vinátta mín og kærleikur var hon-
um einskis virði. Hann settist í dómarasætið
og ákvað að fólkið hans vildi ekki horfa á hann
veslast upp og deyja. Ég var svo sár og reiður. Af
hverju kom hann ekki til mín í stað þess að gera
þetta? Þegar hann drap sig drap hann ákveðinn
hluta í mér í leiðinni.“
Ævin fyrir fram ákveðin
Erfiðasta lífsreynsla sem Jón hefur upplifað á æv-
inni var kynferðisleg misnotkun þegar hann var
11 ára. Hann segir þá reynslu hafa orðið til þess
að þunglyndið og skömmin gróf um sig í sál hans.
„Að verða frægur var aldrei neinn draumur hjá
mér. Ég var bara svo heimskur að halda að ef ég
yrði eitthvað númer þá skipti þessi reynsla ekki
máli.
Svona alvarlegir atburðir hverfa ekki með
frægð. Ég er búinn að burðast með þessa reynslu
í gegnum árin og hef óskað þess að þessir menn
verði á vegi mínum svo ég geti kálað þeim. Ég hef
ekki tölu á þeim tárum sem ég grátið og niðurlæg-
ingin og hatrið sem þetta atvik hefur valdið er gíf-
urlegt. Í dag vil ég ekki drepa þessa menn, enda
er annar þeirra látinn. Ég vil geta fyrirgefið þeim.
Ég held að allt sem komi fyrir okkur um ævina sé
fyrirfram ákveðið. Öll reynslan sé til þess gerð að
undirbúa okkur fyrir það verkefni sem við eigum
að leysa. Hingað til hef ég ekki verið tilbúinn en
síðan ég fór að opna á fortíðina og taka á mínum
málum hefur það breyst. Meira að segja rödd mín
er að breytast. Ég er farinn að syngja betur. Mesti
hetjuskapurinn er nefnilega að viðurkenna að við
þurfum á hjálp að halda og þurfum að teygja okk-
ur í björgina. Þá fyrst byrja kraftaverkin og lífið
verður þess virði að berjast fyrir því.“ indiana@dv.is
„Ég hef
fengið
yndisleg og
ómetanleg hrós
í gegnum æv-
ina en aldrei frá
þeim sem ég
þráði mest.
Jólin reynast þeim sem eru þunglyndir, einmana
eða fátækir oft erfiður tími. Jólakvíði er hugtak sem
stundum er notað yfir ákveðið þunglyndi sem margir
eiga við að stríða fyrir jólin. Vertu vakandi fyrir því
ef einhverjum í kringum þig líður illa og ræddu um
erfiðleikana. Oft reynist erfitt að fá fólk til þess
að tala um vandann eða breyta hegðun sinni en
það að finna að þér standi ekki á sama getur samt
hjálpað. Því fyrr sem fólk fær aðstoð því styttri og
árangursríkari verður meðferðin.
Algeng einkenni þunglyndis:
n Vonleysi: Kvartað yfir ýmsu, svo sem peningaleysi,
vinnu, hávaða, umhverfi, einsemd, skort á ást og
umhyggju og erfiðleikum með einbeitingu. Sjálfs-
vígshótanir, sjálfsvígstilraunir, aukin sektarkennd,
vantraust á eigin getu og grátur.
n Einangrun: Viðkomandi dregur sig til baka félags-
lega, talar ekki við aðra, missir úr vinnu, á erfitt með
að tjá sig og tala við aðra. Minni matarlyst, lágróma
rödd, breytingar á þyngd, sterk tilhneiging til þess
að liggja fyrir uppi í rúmi, minni kynferðislöngun,
vanræksla um eigið útlit og minni ánægja yfir því
sem áður þótti gaman.
n Doði: Tómleikakennd, depurð, dofin tilfinning fyrir
nánast öllu, síþreyta, taugaveiklun, eirðarleysi, leiði,
áhugaleysi, finnst sem aðrir hafi yfirgefið sig eða
gefist upp á sér og minnkaður áhugi á samskiptum
við aðra, á kynlífi, mat, drykk, tónlist, o.s.frv.
n Skert hæfni: Sífellt að væla eða láta sér leiðast,
skert skopskyn, slök skipulagshæfni og vangeta
til þess að leysa úr eða sjá út lausnir á minni háttar
vandamálum.
n Neikvæð viðhorf: Lélegt sjálfstraust, sjálfsmynd-
in neikvæð, svartsýni, vonleysi, hjálparleysi, að gera
ráð fyrir hinu versta, sjálfsásökun, sjálfsgagnrýni,
sjálfsvígshugsanir.
n Líkamleg einkenni: Erfiðleikar með svefn (erfitt
að sofna, sofa mikið eða vakna snemma), kynhvöt
í lágmarki, léleg matarlyst, þyngdaraukning eða
þyngdarminnkun, meltingartruflanir, hægðatregða,
höfuðverkir, svimi, sársauki og aðrar álíka kvartanir
eða einkenni.
Hvað er til ráða?
n Breytt mataræði. Ef heilinn fær ekki næga næringu
starfar hann ekki rétt. Of lítil næring og skortur
á B-vítamíni getur verið orsök þunglyndis. Það
getur því verið fyrsta skrefið í átt að betri líðan að
borða vel og borða hollt. Kaffi, te, áfengi, sykur og
hvítt hveiti er allt eitthvað sem vert er að forðast.
B-vítamín, C-vítamín, kalíum og magnesíum eru efni
sem líkaminn þarfnast.
n Hreyfing er einnig sérlega góð við þunglyndi því
hún örvar blóðrásina og losar vellíðunarhormónið
serótónín í heilanum. Serótónín er aðaluppistaðan í
þunglyndislyfjum.
n Slökunaræfingar virka vel til að draga úr spennu.
Léleg spennustjórnun, of mikið álag og streita,
árekstrar eða deilur við fjölskyldu eða vinnufélaga
hafa áhrif.
n Fagleg aðstoð. Mikilvægt er að viðkomandi leiti
sér aðstoðar hjá lækni. Mismunandi meðferðir henta
mismunandi einstaklingum. Samtalsmeðferð,
hugræn atferlismeðferð, tengslameðferð og
lyfjagjöf eru á meðal þess sem er í boði.
Fylgstu með þessum
einkennum