Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2010, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2010, Blaðsíða 2
2 | Fréttir 17.–19. desember 2010 Helgarblað Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • www.eirberg.is • Dregur úr vöðvaspennu • Höfuð- háls- og bakverkjum • Er slakandi og bætir svefn • Notkun 10-20 mínútur í senn • Gefur þér aukna orku og vellíðan Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 Nálastungudýnan Tilboð til jóla 40% afsláttur ! Tilboðsverð 5.850 kr. Hetjudáð Jóhannes- ar á fóðurbílnum n Jóhannes Guðnason kom að fóstursyni sínum, Halldóri Elfari Hannessyni, ná- fölum og meðvitundarlausum aðfaranótt sunnudagsins 12. desember. „Ég hrökk upp við þvílík læti um nóttina, ég hélt að það væri verið að brjótast inn hjá mér. Svo þegar ég kallaði á konuna heyrði ég bara öskur og grát,“ segir Jóhannes um hina örlaga- ríku nótt. Sautján ára fósturson- ur hans hafði farið í hjartastopp þar sem hann sat við tölvuna. Ekki er vitað hvað gerðist eða hvað orsak- aði að svona ungur maður fékk hjartastopp. „Þegar ég kom hlaupandi niður sá ég konuna halda á því sem mér fannst vera lík. Hann bara stein- lá.“ Halldór Elfar getur þakkað skjótum viðbrögðum og skyndihjálpark- unnáttu Jóhannesar að ekki fór verr. „Ég var sem betur fer nýbúinn að fara á skyndihjálparnámskeið. Olíu- dreifing býður okkur að fara á svoleiðis námskeið, þannig að ég var búinn að læra hjartahnoð.“ Nýdönsk hneykslaði fram- haldsskólanema n Nemendur og skólayfirvöld Menntaskól- ans á Akureyri hafa lagt fram kvörtun við umboðsskrifstofuna Prime vegna ástands tveggja meðlima hljómsveitarinnar Ný- danskrar, sem lék fyrir dansi á árshátíð skólans á dögunum. Þetta stað- festi Jón Már Héðinsson skóla- meistari í samtali við DV. Hann sagði jafnframt að bæði skólayf- irvöld og nemendur væru mjög ósátt vegna framkomu meðlima hljómsveitarinnar. „Það voru þarna með- limir hljómsveitarinnar sem virtust vera undir einhvers konar áhrifum. Það virtist vera sem Björn Jörundur væri annar af þeim og svo gítarleikari sem var þarna með þeim. Þetta var vímulaus árshátíð og þetta er náttúrulega niðurlægjandi fyrir þá sem eru heiðvirðir í svona hljómsveitarbransa að kollegar þeirra hafi ekki manndóm eða þroska til að koma fram á vímu- lausum samkomum. Þannig að við erum auðvitað mjög ósátt við það, þeg- ar svo virðist vera sem hljómsveitarmeðlimir séu í þannig ástandi,“ sagði Jón Már. Sloppin frá New York n Máli slitastjórnar Glitnis á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og viðskiptafélög- um hans var vísað frá í New York. George Ramos, dómari í málinu, taldi einungis lít- inn hluta málsins ná til New York og að sá hluti væri of lítill til að réttlætanlegt væri að flytja málið fyrir dómstól- um þar. Hann vísaði málinu frá dómi í New York á þriðjudag. „Hvernig get ég réttlætt það að mál gegn íslenskum aðilum og íslensku fyrirtæki sé flutt fyrir dóm- stólum hér? Hvernig get ég réttlætt það fyrir bandarískum skattborgurum sem greiða mér laun?“ sagði Ramos dómari við réttarhaldið. Dómari í málinu féllst á þau rök verjenda hópsins að málið ætti heima fyrir íslenskum dómstólum þar sem málsaðilar væru allir íslenskir og Glitnir hefði verið íslenskt fyrirtæki. 2 3 1 F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð 13.–14. desember 2010 144. tbl. 100. árg. leiðb. verð 395 kr. Mánudagur og þriðjudagur n „Manndráps- tilraun,“ segir faðir piltsins n Sautján ára fóstursonur fékk hjarta- stopp um helgina n Jóhannes var ný- búinn að læra skyndihjálp á námskeiði Fjórtán ára barinn með golfkylfu á Arnarhóli: „Skelfilegur atburður“ FÓLKIÐ SEM BREYTIR STJÓRNARSKRÁNNI Fréttir 11n Rétt viðbrögð ráða úrslitum „VIÐ ERuM JÓLABöRN“ Jólahlaðborð Vítisenglanna í Hafnarfirði: endurskoðendur: Fréttir 10 Neytendur 14–15 n Nemendum gróflega misboðið SKÓLA- MEISTARI KVARTAR YFIR BIRNI JÖRUNDI Fréttir 4 Fréttir 6 leyndu hlut björgólfs í bankanum Hittast eftir 40 ár n Litla stúlkan og fyrsti nýrnagjafinn Viðtal 22 Fréttir 3 bestu spilin þessi jólin Jóhannes á fóðurbílnum: Bjargaði lífi sonar síns má ekki vera sá Sjálfstæðisflokkur sem neitar að gera upp hrunið. Þannig að Alþingi er fyllilega sá vettvangur þar sem öll stjórnmálastéttin á Íslandi þarf að koma saman og ræða þessi mál sem önnur,“ sagði Þór Saari. Fréttir | 3 Miðvikudagur 15. desember 2010 Flokkurinn þarf uppgjör „Hann gerði tilraun til að gera hér upp hrunið fyrir um einu og hálfu ári síðan og var hrakinn heim með það aftur af Davíð Oddssyni sem nú situr í Hádegismóum,“ sagði Þór Sari. Mynd Sigtryggur Ari Engar njósnir nú „Ég veit það þó að þær eru allavega ekki viðhafðar núna, allavega ekki þannig að mér sé kunnugt um það,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir. n Máli slitastjórnar glitnis gegn Jóni Ásgeiri og viðskiptafélögum vísað frá n dómarinn gat ekki réttlætt málareksturinn fyrir bandarískum skattborgurum n Lögmaður Jóns Ásgeirs ánægður með niðurstöðuna George Ramos, dómari í máli slita- stjórnar Glitnis gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og viðskiptafélögum hans, taldi einungis lítinn hluta málsins ná til New York og að sá hluti væri of lítill til að réttlætan- legt væri að flytja málið fyrir dóm- stólum í New York. Hann vísaði málinu frá dómi í New York í gær. „Hvernig get ég réttlætt það að mál gegn íslenskum aðilum og ís- lensku fyrirtæki sé flutt fyrir dóm- stólum hér? Hvernig get ég réttlætt það fyrir bandarískum skattborg- urum sem greiða mér laun?“ sagði Ramos dómari við réttarhaldið. tvö skilyrði dómarans Máli slitastjórnar Glitnis gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Har- aldssyni, Þorsteini Jónssyni, Ingi- björgu Pálmadóttur, Jóni Sigurðs- syni, Hannesi Smárasyni, Lárusi Welding og PwC á Íslandi var sem fyrr segir vísað frá dómstólum í New York. Dómari í málinu féllst á rök verjenda hópsins um að mál- ið ætti heima fyrir íslenskum dóm- stólum þar sem málsaðilar væru allir íslenskir og Glitnir hefði verið íslenskt fyrirtæki. Dómarinn setti tvö skilyrði sem hann vildi fá skrifleg frá stefndu. Hann vildi að þeir skrif- uðu upp á skjal þess efnis að allir myndu mæta í réttarsal á Íslandi og myndu ekki mótmæla lög- sögu íslenskra dómstóla í málinu. Í öðru lagi setti hann það skilyrði að stefndu lýstu því yfir að þau myndu ekki mótmæla því að dóm- ur sem félli á Íslandi væri aðfarar- hæfur í New York og vísaði dómar- inn þá til eigna stefndu í New York. Málið átti heima í new york vegna skuldabréfaútgáfu Michael C. Miller, aðallögmaður slitastjórnar Glitnis, færði fram ýmis rök fyrir því að mál slitastjórn- arinnar ætti heima fyrir dómstólum í New York. Sagði hann til dæmis að skuldabréfaútgáfa Glitnis í New York haustið 2007 hefði verið fram- kvæmd til að fjármagna lánveiting- ar til Jóns Ásgeirs og viðskiptafé- laga hans. Michael C. Miller sagði að með þessari skuldabréfaútgáfu hefði þessi fjáröflun gert Jóni Ás- geiri og félögum kleift að halda áfram að ræna Glitni innan frá. „Og þessir einstaklingar komu til New York til að kynna skulda- bréfaútgáfuna fyrir hugsanlegum fjárfestum og lögðu fram rangar upplýsingar til fjárfesta – skýrslur unnar af endurskoðunarfyrirtæk- inu PwC gáfu ekki rétta mynd af stöðu Glitnis á þeim tíma,“ sagði hann fyrir dómi í New York. Lögmaður Jóns Ásgeirs ánægður Lögmaður PwC sagði fyrir dómi að íslenskir stjórnendur PwC á Ís- landi væru tilbúnir að mæta fyrir dómstóla á Íslandi. Stephen P. Younger, aðallög- maður Jóns Ásgeirs og félaga, sagð- ist í samtali við DV vera ánægður með niðurstöðu dómstólsins fyrir hönd skjólstæðinga sinna. „Ég er ánægður með að dóm- arinn hafi úrskurðað að þetta mál ætti að flytja fyrir íslenskum dóm- stólum. Þarna er um íslenskt fyrir- tæki að ræða og Íslendinga og því engin ástæða til að flytja málið fyrir dómstólum hér í New York,“ sagði Stephen. Steinunn Guðbjartsdóttir, for- maður slitastjórnar Glitnis, sagðist að vissu leyti óánægð með úrskurð dómarans. „Það er alveg ljóst að við munum fylgja þessu máli eftir og fyrst það var niðurstaða dóm- stóla hér að málið ætti ekki heima í New York þá munum við taka það áfram annars staðar. Það er langt í frá að þessu sé lokið,“ sagði Stein- unn. „Hvernig get ég réttlætt það að mál gegn íslensk- um aðilum og íslensku fyrirtæki sé flutt fyrir dómstólum hér? Jóhannes Kr. Kristjánsson skrifar frá New York johanneskr@dv.is „Langt í frá að þessu sé lokið“ Vísað frá Steinunn Guðbjartsdóttir og Páll Eiríksson úr slitastjórn Glitnis fyrir framan dómhúsið í New York ásamt bandarískum lögmönnum slitastjórnarinnar. Lögmaður Jóns Ásgeirs Stephen P. Younger, aðallögmaður stefndu, var ánægður með niðurstöðuna. mYNDiR JóHaNNES KR. KRiStJÁNSSON „Stórfellt njóSnap ógramm“ reiðir borgarar Valhöll, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins, voru ataðar málningu í kjölfar bankahrunsins. Þór Saari segir að flokkurinn verði að gera upp persónunjósnir og bankahrun. Þessar fréttir bar hæst í vikunni Þetta helst n 25 ára barnshafandi í níu mánuði án þess að vita af því n Barnið kom henni í opna skjöldu n Fæddi barnið heima með hjálp meðleigjanda síns n Ættingi segir fæðinguna kraftaverk Hitt málið Verð aðeins 17.950 krónur Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • www.eirberg.is • Shiatsu nudd • Infrarauður hiti • Titringur • Fjarstýring Fjölnota nuddpúði Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 4 | Fréttir 13. desember 2010 M ánudagur Lesendum DV gefst kostur á að tilnefna hetju ársins 2010: Hetja ársins hjá DV Hetja ársins hjá DV verður nú valin í þriðja sinn. Lesendur eru beðnir um að senda nafn eða nöfn þeirra sem þeim finnst verðugir þess að bera nafnbótina hetja ársins 2010 fyrir eitthvað sem viðkomandi afrekuðu á árinu sem nú er senn á enda. Allir Íslendingar og þeir sem búa hér á landi koma til greina í valinu og er öllum frjálst að senda inn til- nefningar. Engu skiptir hvort fólk er þjóðþekkt, minna þekkt eða alls ekk- ert þekkt; ríkt, fátækt eða þar á milli; útrásarvíkingur, fiskverkakona eða meindýraeyðir – allir eru gjaldgeng- ir í kjörinu. Ef viðkomandi hefur ekki komist í fréttirnar fyrir afrek sitt verð- ur að fylgja með lýsing á því hvern- ig hinn tilnefndi lét gott af sér leiða á árinu. Ritstjórn DV velur hetjuna og tekur þar mið af innsendum til- nefningum, án þess þó að vera alfar- ið bundin af því að velja hetjuna úr hópi tilnefndra. Bæði er hægt að senda tilnefning- ar á netfangið hetjaarsins@dv.is og á DV ehf. Tryggvagötu 11, 101 Reykja- vík. Skilafrestur er til miðnættis 21. desember en niðurstaða kosningar- innar verður kunngjörð í kringum áramótin. Hetjur ársins hjá DV í fyrra Svava Snæberg og Sigurður Betúel Andrésson. Handteknir fyrir húsbrot: Ruddust vopn- aðir inn á heimili Þrír menn voru handteknir aðfara- nótt sunnudagsins fyrir aðild að vopnuðu ráni. Einn var handsamað- ur við Rauðavatn en hinir tveir á Sel- fossi. Mennirnir brutust inn á heim- ili á Selfossi og ógnuðu heimilisfólki og gestum með hnífum. Þeir höfðu á brott með sér þýfi, en engan sakaði. Mennirnir höfðu að sögn fréttastofu RÚV á brott með sér tölvu og önn- ur verðmæti. Lögreglan hóf leit að mönnunum í gærkvöldi, en skömmu eftir ránið sást til þeirra í bifreið á Selfossi. Mennirnir yfirgáfu bifreið- ina og komust undan lögreglu á hlaupum. Upphófst þá víðtæk leit að mönnunum. Lögreglan handsamaði tvo þeirra á Selfossi, en hinn þriðja við Rauða- vatn. Þýfið fannst á Selfossi. Menn- irnir þrír gistu allir fangageymslur á Selfossi um nóttina, og voru þeir yf- irheyrðir á sunnudag. Þeir hafa allir þrír komið áður við sögu lögreglu. Lögreglan á Selfossi naut aðstoð- ar sérsveitar ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við leitina að mönnunum. Leiðinleg gjaldeyrishöft Már Guðmundsson seðlabanka- stjóri segir að framkvæmd gjald- eyrishafta á Íslandi sé í hópi leið- inlegustu verkefna sem hann hafi tekið að sér á starfsferli sínum. Már var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni á sunnudaginn. Hann sagði hins vegar rétt sem fram hefur komið í máli hagfræðinga og hagsmunasamtaka að gjald- eyrishöftin væru í raun skaðleg fyrir viðskiptalífið og skaðinn muni aukast með tímanum. Már sagði hins vegar nauðsynlegt að viðhalda gjaldeyrishöftunum í einhvern tíma áfram. Nemendur og skólayfirvöld Menntaskólans á Akureyri hafa lagt fram kvörtun við umboðsskrifstof- una Prime vegna ástands tveggja meðlima hljómsveitarinnar Ný- danskrar, sem lék fyrir dansi á árs- hátíð skólans á dögunum. Þetta staðfestir Jón Már Héðinsson skóla- meistari í samtali við DV. Hann seg- ir jafnframt að bæði skólayfirvöld og nemendur séu mjög ósátt vegna framkomu meðlima hljómsveitar- innar. „Það voru þarna meðlimir hljómsveitarinnar sem virtust vera undir einhvers konar áhrifum. Það virtist vera sem Björn Jörundur væri annar af þeim og svo gítarleikari sem var þarna með þeim. Þetta var vímulaus árshátíð og þetta er nátt- úrulega niðurlægjandi fyrir þá sem eru heiðvirðir í svona hljómsveitar- bransa að kollegar þeirra hafi ekki manndóm eða þroska í að koma fram á vímulausum samkomum. Þannig að við erum auðvitað mjög ósátt við það, þegar svo virðist vera sem hljómsveitarmeðlimir séu í þannig ástandi,“ segir Jón Már. Nemendum gróflega misboðið Jón Már segir ástand meðlima hljómsveitarinnar þó ekki hafa ver- ið mælt með áfengis- eða vímuefna- mæli. Hann tekur einnig fram að hann hafi ekki orðið vitni að vímu- efnaneyslu umræddra meðlima hljómsveitarinnar. „Þetta er bara það sem augað sér en ég get ekki sannað eitt eða neitt,“ segir hann. Í þeim samningi sem gerður var við Nýdanska kom skýrt fram að hátíðin væri með öllu vímuefna- laus og að öllum bæri að virða það. Meðlimum hljómsveitarinnar hefði því átt að vera það ljóst frá upphafi að neysla áfengis væri ekki liðin á skemmtuninni. Jón Már segir að nemendum hafi verið gróflega mis- boðið. „Nemendur leyfa sér þetta ekki og leggja metnað sinn í að hafa þetta með öllu vímuefnalaust. Þess vegna fannst nemendum þetta óvirðing við sig og voru bara reiðir og sárir yfir því að það skyldi koma fullorðið fólk og haga sér með þess- um hætti.“ Dönsuðu gömlu dansana í staðinn Skólameistarinn segir árshátíð skólans hafa tekist sérlega vel að öllu öðru leyti. Allir hafi reynt að gera það besta úr hlutunum þrátt fyrir að Nýdönsk stæðist ekki væntingar. „Það segir sína sögu að það var annars staðar í hús- inu verið að spila undir gömlum dönsum. Þar voru miklu fleiri að skemmta sér en nokkurn tíma þarna fyrir framan hljómsveitina. Ekki það að það hefur alltaf verið góð þátttaka í gömlu dönsunum, en það er sama, það hefur oftast verið þannig að þetta hefur skipst til helminga. Nú var alveg troðið á gömlu dönsunum enda ekkert upp á að bjóða á hinum staðnum.“ Jóni Má finnst mjög slæmt að reynd- ir tónlistarmenn ráði ekki við að spila á skemmtun þar sem fólk er allsgáð. „Nú eru í þessari hljóm- sveit vandaðir tónlistarmenn eins og Jón Ólafsson sem hefur mjög gott orð á sér og er vandaður í hví- vetna. Það er leiðinlegt fyrir hann að lenda í svona slagtogi og þetta setur hljómsveitina verulega nið- ur,“ segir Jón Már að lokum. DV hafði samband við Björn Jörund sem brást ókvæða við spurningum blaðamanns og þver- tók fyrir að hafa verið undir áhrif- um á árshátíð Menntaskólans á Akureyri. „Þess vegna fannst nemend- um þetta óvirðing við sig og voru bara reiðir og sárir yfir því að það skyldi koma fullorðið fólk og haga sér með þessum hætti. Kvarta yfir Nýdanskri n Kvartað yfir framkomu tveggja meðlima Nýdanskrar n Skólameistari Menntaskólans á Akureyri segir nemendum misboðið n „Virtust vera undir einhvers konar áhrifum“ Jón Már Héðinsson Skólameistari segir nemendum skólans hafa verið gróflega misboðið vegna framkomu hljómsveitarinnar. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Björn Jörundur Friðbjörnsson Nemendur og skólayfirvöld í MA eru mjög ósátt við framkomu hljóm- sveitarinnar Nýdanskrar á árshátíð skólans á dögunum. Skólameistari segir að tveir meðlimir hafi virst vera í annarlegu ástandi. Nýdönsk Spilaði á árshátíð Menntaskólans á Akureyri. 25 ára íslensk kona sem búsett er í Reykjavík gekk með barn undir belti í níu mánuði án þess að gera sér grein fyrir því að hún væri ólétt, samkvæmt heimildum DV. Konan eignaðist barnið, litla stúlku, á heimili sínu í Reykjavík þann 29. nóvember síðast- liðinn. Þennan dag, 29. nóvember, leið konunni eitthvað einkennilega og brá sér því á salernið á heimili sínu. Þá mun konan loksins hafa áttað sig á því að hún væri með barni og að komið væri að því að fæða það í heiminn. Konunni gafst enginn tími til að fara á sjúkrahús og fæða barnið með hjálp ljósmóður og læknis eins og venjan er. Þess í stað fæddi hún barnið heima hjá sér. DV hefur reynt að ná tali af kon- unni til að ræða við hana um þessa óvenjulegu fæðingu. Foreldrar stúlk- unnar segja hins vegar að konan ætli sér ekki að ræða fæðinguna og að- draganda hennar í fjölmiðlum. Móð- urinni og stúlkunni litlu mun þó báð- um heilsast vel eftir því sem DV kemst næst. „Þetta var kraftaverk en við vilj- um ekki ræða um það í fjölmiðlum,“ segir annað foreldrið í samtali við DV. Umrætt tilfelli er þeim mun ótrú- legra þar sem móðirin er alls ekki þéttholda heldur fremur grannvax- in. Yfirleitt eru þær konur sem fæða börn með þessum hætti fremur þétt- vaxnar og stórgerðar en þá hylur hold þeirra frekar barnið sem þær bera undir belti og leynir óléttunni fyrir umheiminum. Svo mun ekki hafa verið í þessu tilfelli. Meðleigjandinn klippti á naflastrenginn Konan mun þó ekki hafa fætt barn- ið á heimili sínu ein og óstudd. Þeg- ar hún áttaði sig á því að krankleiki hennar stafaði af því að hún væri að því komin að ala barn bað hún með- leigjanda sinn um aðstoð. Meðleigj- andi hennar, 26 ára karlmaður, að- stoðaði konuna við að fæða barnið og klippti meðal annars á naflastrenginn eftir að barnið var komið í heiminn, samkvæmt heimildum DV. Móðurinni og stúlkunni litlu mun báðum heilsast vel eftir því sem DV kemst næst. Mæðgurnar eru farnar austur á land til fjölskyldu móður- innar yfir hátíðarnar en hún er ættuð þaðan. Konan mun hafa tekið fæð- ingunni af stillingu og grínast með málið á Facebook-síðu sinni. Með- al þess sem hún mun hafa sagt er að hún hafi ólm viljað fjölga íbúunum í litla plássinu á Austurlandi sem hún er ættuð frá og þar sem fjölskylda hennar býr. Gerist einu sinni á ári Ungur læknir sem DV ræddi við sem unnið hefur á fæðingardeild segir að það sé afar sjaldgæft að konur gangi með barn undir belti í níu mánuði án þess að gera sér grein fyrir því. Lækn- irinn segir því til stuðnings að á þeim tólf mánuðum sem hann starfaði á fæðingardeild Landspítalans muni hann ekki eftir því að slíkt tilfelli hafi komið upp. Hann segir jafnframt að muna verði eftir að aðskilja þessi til- felli og tilvik þar sem kona leitar sér læknisaðstoðar vegna kviðverkja sem síðan kemur í ljós að orsakast af því að hún er með barni. Reynslumikill fæðingarlækn- ir sem DV spurði líka um málið seg- ir hins vegar að hans tilfinning sé sú að það komi upp tilfelli sem þetta, þar sem kona fæðir barn án þess að hafa áttað sig á því meðan á með- göngunni stóð að hún væri ólétt, um það bil einu sinni á hverju ári. Fæð- ingarlæknirinn undirstrikar þó að þetta mat sé einungis byggt á tilfinn- ingu hans en ekki vísindalegri athug- un eða rannsókn. Tvö þekkt dæmi Tvö slík tilfelli hið minnsta hafa rat- að í fjölmiðla hér á landi á síðustu árum og áratugum eftir því sem DV kemst næst. Fyrra tilfellið var þeg- ar ung stúlka eignaðist barn í fram- haldsskóla á landsbyggðinni fyrir um 25 árum. Sú stúlka gerði sér ekki grein fyrir því að hún væri ólétt en eftir því sem DV kemst næst var hún nokkuð þéttvaxin. Önnur slík fæðing átti sér stað fyrir nokkrum árum og var greint frá henni í fjölmiðlum. Þá fór ung stúlka á salernið og eignaðist þar barn en hún hafði sömuleiðis verið grunlaus um eigin óléttu fram að því. Fæddi barn sem hún vissi ekki um „Þetta var krafta- verk en við viljum ekki ræða um það í fjöl- miðlum. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Vissi ekki að hún væri ólétt 25 ára kona fæddi stúlkubarn í Reykjavík í lok nóvember. Hún vissi ekki að hún væri ólétt fyrr en rétt áður að fæðingin fór af stað. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.