Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2010, Síða 4
4 | Fréttir 17.–19. desember 2010 Helgarblað
Tveir Íslendingar dæmdir í fangelsi fyrir kókaínsmygl:
Síbrotamaður í fangelsi á Spáni
Opnunartími
virka daga 12-18
laugardag 12-16
Grensásvegi 8 - 108 Reykjavík - 517-2040
LAGERSALA
www.xena.is
Gönguskór
St. 36-46
Verð áður 14.995
Verð nú 9.995
Héraðsdómur í Madríd á Spáni hef-
ur dæmt tvo Íslendinga, þau Ein-
ar Örn Arason, 19 ára, og Sólveigu
Svanhildi Jónsdóttur, 20 ára, í sex
ára fangelsi fyrir kókaínsmygl.
Þetta kemur fram á fréttavef RÚV
en Einar og Sólveig voru handtekin
á flugvellinum í Madríd fyrir réttu
ári, þann 16. desember 2009. Þau
komust að samkomulagi við sak-
sóknara um lágmarksrefsingu gegn
því að játa brot sín.
Íslendingarnir voru í raun
dæmdir í níu ára fangelsi en vegna
lagabreytinga sem í þessu tilfelli eru
afturkræfar og taka gildi þann 23.
desember næstkomandi er dóm-
urinn mildaður. Í frétt RÚV kemur
fram að dómurinn hafi ekki lagst
gegn því að þau afpláni dóma sína
hér á landi. Parið var með mörg kíló
af kókaíni í fórum sínum þegar það
var handtekið við komuna til Spán-
ar frá Perú.
Einar Örn hefur magsinnis kom-
ið við sögu lögreglu hér á landi. Í lok
síðasta árs var hann ákærður fyrir 43
afbrot sem framin voru frá septem-
ber 2008 og fram á haust 2009. Meðal
afbrota sem Einar var ákærður fyrir
var þjófnaður á flatskjám, farsímum,
dekkjum og rakspíra. Þá var hann
ákærður fyrir líkamsárás í Engihjalla
í fyrrasumar.
Meðal annarra brota sem hann
var ákærður fyrir, má nefna hann
náðist ellefu sinnum á myndavél þar
sem hann dældi bensíni á bíl sinn án
þess að greiða fyrir. Í mörgum þess-
ara tilvika hafði hann skipt um núm-
eraplötur á bílunum. Þá hefur hann
oft verið handtekinn fyrir fíkniefna-
lagabrot, vopnalagabrot og umferð-
arlagabrot.
Sjálfboðaliðar vinna fyrir Sólheima:
„Ná ekki
andanum af
hrifningu“
Vinir Sólheima er hópur fólks sem
vinnur þessa dagana í sjálboðaliða-
vinnu allan sólarhringinn við reyna að
styrkja starfsemi
Sólheima. Hópur-
inn hefur sett upp
jólamarkað í kjall-
ara Iðu-hússins
þar sem til sölu
eru meðal annars
listmunir gerðir
af heimilsfólki á
Sólheimum.
Edda Björg-
vinsdóttir leik-
kona er í forsvari fyrir hópinn. Hún
segir mikilvægt að starfsemin á Sól-
heimum haldist í óbreyttri mynd.
„Þetta er svo sérstakt og hefur heppn-
ast svo vel,“ segir Edda. „Á hverju
sumri er ég þarna eins mikið og ég
mögulega get og það koma þarna alls
konar prófessorar og doktorar alls
staðar að úr heiminum og þeir ná ekki
andanum af hrifningu yfir þessu ein-
staka fyrirbæri sem á engan sinn líka.“
Hún segir helsta áhyggjuefnið vera
að rekstarformið verði öðruvísi því þá
sé hugmyndin, sem lagt var af stað
með í upphafi, ónýt. Edda segir að ef
Sólheimar verði gerðir að venjulegu
sambýli þá verði það óbætanlegur
skaði því þetta fólk eigi að hafa val.
„Maður getur ekki annað en skorað á
þá aðila sem taka við þessu að kynna
sér starfsemina algjörlega í þaula til að
sjá dýrgripinn sem þarna er.“
Edda Björgvins-
dóttir
Tveggja milljarða
skuldir
Eignarhaldsfélagið 7 hægri, einka-
hlutafélag Kristjáns Arasonar,
fyrrverandi framkvæmdastjóra
viðskiptabankasviðs Kaupþings,
var úrskurðað gjaldþrota í Héraðs-
dómi Reykjaness í síðustu viku.
Lánasamningar félagsins eru allir
í erlendri mynt og nema 2,1 millj-
arði króna.
Þetta kom fram í Fréttablaðinu
á fimmtudag. Helgi Birgisson, lög-
maður og skiptastjóri búsins, segir
að engar eignir séu í búinu upp í
skuldir. Skilanefnd Kaupþings er
eini kröfuhafinn og hefur tvo mán-
uði til að lýsa kröfum í búið.
DV fjallaði mikið um málið í
kjölfar efnahagshrunsins. Skuld-
ir félagsins eru tilkomnar vegna
láns sem Kristján tók til að kaupa
hlutabréf í Kaupþingi árið 2006.
Um mitt ár 2006 námu lánveiting-
ar Kaupþings til hans tæpum níu
hundruð milljónum króna.
Fíkniefni Einar Örn og Sólveig Svanhildur
voru með mörg kíló af fíkniefnum á sér.
„Það þarf reyndar að hafa í huga að
ekki þarf að breyta forsendum mik-
ið til að þessi ávinningur verði lítill
sem enginn,“ segir Þórólfur Matthí-
asson hagfræðiprófessor um mis-
muninn á þeim samningi um Ice-
save-skuldbindingarnar sem nú
liggja fyrir Alþingi og þeim samn-
ingi sem borinn var undir atkvæði
þjóðarinnar snemma árs í þjóðarat-
kvæðagreiðslu.
„Það er ekki vandalaust að bera
samningana saman sem kalla mætti
Icesave II og Icesave III. Það staf-
ar meðal annars af því að þungi
greiðslna samkvæmt nýja samningn-
um fellur til fyrir árið 2016 en í eldri
samningi og í því tilboði sem barst
viku fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna
var gert ráð fyrir að greiðsluþung-
inn yrði eftir árið 2016. Það þarf því
að beita núvirðingu til að bera samn-
ingana saman,“ segir Þórólfur.
22 milljarða ávinningur
Sé miðað við að endurheimtur úr búi
Landsbankans dugi fyrir 90 prósent-
um af forgangskröfum og ef miðað er
við 6 prósenta reiknivexti er niður-
staðan sú að mati Þórólfs að núvirtur
kostnaður vegna Icesave II hafi ver-
ið 190 milljarðar króna. Endurbætt-
ur hefði kostnaðurinn numið 140
milljörðum króna. „Núvirtur kostn-
aður vegna Icesave III – sem kennd-
ur er við Lee Buchheit – nemur 138
milljörðum króna, en 118 milljörð-
um ef tekið er tillit til eigna Trygg-
ingarsjóðsins núna. Ávinningurinn
af starfi samninganefndarinnar frá
því eftir þjóðaratkvæðagreiðslu er
þess vegna 22 milljarðar króna. Það
er umtalsverður árangur, þó ekki sé
hann eins mikill og Lee Buchheit
hélt fram.“
Herkostnaðurinn
Heildarskuldir þjóðarbúsins nema
nú landsframleiðslunni í tvö ár, seg-
ir Þórólfur. „Við getum gert ráð fyrir
að það vantraust, sem erlendir fjár-
festar hafa fengið á öllu því sem ís-
lenskt er í kjölfar synjunar forseta
Íslands á samningnum, endurspegl-
ist í 50 punkta aukaáhættuálagi á
lán til Íslands. Gerum jafnframt ráð
fyrir að það taki 5 til 6 ár fyrir okkur
að endurvinna traust á mörkuðum.
Að þessu gefnu er kostnaðurinn að-
eins vegna þessa 50 til 60 milljarð-
ar króna. Við sjáum líka að það er
mjög erfitt að laða erlenda fjárfesta
til landsins. Írar eru í svipaðri stöðu
og við en virðast ekki eiga í erfiðleik-
um með þetta atriði. Verum varfærin
og gerum ráð fyrir að hagvöxtur hér
sé 1 prósenti minni í ár en verið hefði
með Icesave-málin frágengin. Ger-
um líka ráð fyrir að áhrifanna gæti á
næsta ári og inn á það þarnæsta. Var-
færið mat er að þjóðarbúið tapi tekj-
um sem svara 30 til 40 milljörðum
króna vegna þessa.“
Þórólfur segir að viðmið ráði því
hversu mikill kostnaðurinn er vegna
tafa á samningum um Icesave. „Ef
við berum saman Icesave II og III og
drögum frá kostnaðinn vegna hærra
vaxtaálags og tapaðs hagvaxtar er
nettókostnaðurinn um 10 til 30 millj-
arðar króna. Ef við berum saman
þann samning sem stóð til boða vik-
una fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og
Icesave III þá er kostnaðurinn af því
að hafa ekki gengið frá málinu um 60
til 80 milljarðar króna. Taka ber fram
að allar þessar tölur eru háðar for-
sendum um endurheimtuhlutfall og
eins forsendu um 6 prósenta reikni-
vexti.“
Að gera ekkert
Þórólfur segir að einn kosturinn í
stöðunni nú sé að gera ekki neitt og
bíða dómsniðurstöðu. Sumir bendi
á stækkandi gjaldeyrisvarasjóð og
ekki sé sama nauðsyn og áður á að
hafa aðgang að erlendum fjármála-
stofnunum. Þetta telur Þórólfur þó
geta verið hættuspil fyrir fjármögn-
un íslenskra fyrirtækja og stofnana.
„Gleymum því ekki að stoðtækja-
fyrirtækið Össur, sem var um þriðj-
ungur verðmætis Kauphallarinn-
ar, er farið til útlanda og hætt við að
aðrir fari sömu leið. Gleymum ekki
heldur að fyrirtæki á borð við Orku-
veitu Reykjavíkur eru í verulegri þörf
fyrir endurfjármögnun sinna lána.
Enn fremur gætum við gleymt því að
fleyta krónunni næstu 5 til 10 árin og
það myndi mjög líklega leiða til þess
að okkur yrði sparkað út úr EES-sam-
starfinu. Yrði það raunin þá er víst að
sá hagvöxtur sem við erum loksins
farin að sjá myndi örugglega fjara út.“
Að fella samninginn
Annar kostur er að fella samkomu-
lagið og freista þess að ná betri
samningi. „Við sjáum að árangurinn
frá mars til desember var 22 millj-
arðar króna gegn því að við tökum á
okkur frekar óheppilegan greiðslu-
feril. Ég á ekki von á að hægt verði
að kreista meira út úr þessu eins og
Lee Buchheit hefur lýst. Ef lækka á
kostnaðinn hækkar hann hjá Bret-
um og Hollendingum. Bretar yrðu
að hækka skólagjöld í skólum sínum
og draga enn meira úr fjárveitingum
til heilbrigðiskerfisins. Sama á við í
Hollandi. Hví skyldu þeir vilja það?
Og hverjir ættu að sitja í samninga-
nefndinni? Varla fengjust aðrir til
þess en formenn stjórnarandstöðu-
flokkanna. Ég sé ekki neinn ann-
an kost í stöðunni en þann að sam-
þykkja samninginn eins og hann er
og reyna að fara að vinna að því að
bæta orðspor landsins erlendis.“
„Ekkert hægt að
kreista meira út“
n Ávinningurinn af töfinni á samningum um Icesave er hugsanlega 22 milljarðar króna
n Ég á ekki von á að hægt verði að kreista meira út úr þessu eins og Lee Buchheit hefur
lýst, segir hagfræðiprófessor n Kostnaður vegna tafa skiptir tugum milljarða króna
Jóhann Hauksson
blaðamaður skrifar johannh@dv.is
„Ávinningurinn af
starfi samninga-
nefndarinnar frá því eftir
þjóðaratkvæðagreiðslu
er þess vegna 22 milljarð-
ar króna. Það er umtals-
verður árangur, þó ekki
sé hann eins mikill og Lee
Buchheit hélt fram.
Tekjutap vegna Icesave „Varfærið mat er að
þjóðarbúið tapi tekjum sem svara 30 til 40 milljörðum
króna vegna þessa,“ segir Þórólfur Matthíasson.