Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2010, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2010, Qupperneq 16
16 | Fréttir 17.–19. desember 2010 Helgarblað Einar Már Kristjánsson lést árið 2009 eftir að hafa tekið of stór- an skammt af morfíni. Einar barð- ist við þunglyndi frá unga aldri en hann var misnotaður kynferðislega af nágranna sínum þegar hann var sjö ára gamall. Móðir Einars, Ólöf Jónsdóttir Pitts, reynir nú að safna fyrir legsteini fyrir son sin með því að selja ljóðabækurnar hans. Ein- ar fann huggun í ljóðaskrifum og tjáði tilfinningar sínar, bæði reiði og gleði, í gegnum ljóðin. Ólöf stendur ein í baráttunni fyrir því að minning sonar hennar verði varðveitt. „Ég geri þetta allt sjálf. Ég er bara ein í þessu öllu saman,“ segir Ólöf. Misnotaður Einar var misnotaður kynferðislega þegar að hann var aðeins sjö ára gamall. Maður sem bjó í sömu blokk og hann misnotaði hann. Ólöf móð- ir hans segir að hann hafi aldrei náð sér eftir það og strax þá hafi hann byrjað að fjarlægjast. „Hann beið þess aldrei bætur,“ segir Ólöf. „Hann var misnotaður sjö ára gamall. Við bjuggum á fyrstu hæðinni í Írabakk- anum og þessi maður bjó á þriðju hæð. Ég var að vinna á elliheimilinu Grund og vinkona mín var að passa hann. Svo kemst ég að því, eða Ein- ar fer að segja mér hvað hann gerði.“ Ólöf tilkynnti málið til lögreglunnar en manninum sem Einar sakaði um misnotkun var sleppt. Maðurinn flutti aftur inn í húsið eftir að hon- um var sleppt en Ólöf hafði ekki tök á því að flytja með son sinn í burtu fyrr en tveimur árum síðar. Lítið samband Samband Einars við föður sinn var lítið segir Ólöf. Allt frá því að hann var lítill vildi faðir hans lítið eiga samskipti við hann þrátt fyrir að Einar hafi sjálfur leitað eftir því, seg- ir hún. Samskiptin bötnuðu ekki með árunum en einu tengslin við föðurfjölskylduna sem Einar hélt var við föðurömmu sína og föður- systur. Ólöf lýsir því að hann hafi náð góðum tengslum við þær og að þær hafi alltaf staðið með hon- um. „Hann byrjaði bara sjálfur þeg- ar að hann hafði vit, þá byrjaði hann sjálfur að eiga samskipti við föður- fólkið sitt, en hann var reyndar allt- af í miklu sambandi við föðurömmu sína.“ Samskipti hans við móðurfjöl- skylduna voru betri, segir Ólöf. Ein- ar náði miklum og góðum tengslum við móðurömmu sína, sem Ólöf seg- ir að hann hafi haldið mikið upp á. Of stór skammtur „Það var engin gleði, hann vildi ekki lifa. Það var svo mikil sorg í hon- um,“ segir hún um Einar eftir að hann varð þunglyndur. „Hann gat ekki unnið, átti erfitt með samskipti, hann var kominn með félagsfælni og hann var farinn að nota fullt af lyfjum og vildi bara ekkert lifa leng- ur.“ Ólöf lýsir því að Einar hafi ver- ið langt leiddur í áfengisdrykkju og lyfjamisnotkun en Einar lést eft- ir að hafa tekið of stóran skammt af morfíni. Eftir andlát Einars fann hún heima hjá honum bréf, dagsett 2005, um að óhófleg drykkja væri að skemma í honum lifrina. Ólöf seg- ir líka að alls konar lyf hafi fundist í líkama hans, eins og kókaín og am- fetamín, þegar að hann var krufinn. Ljóðabókin „Ég ætla bara að koma þessari bók Selur ljóðabækur fyrir legsteini sonar síns n Vill klára verkefni sonar síns n Dó eftir of stóran skammt af morfíni n Misnotaður í æsku og beið þess aldrei bætur n Safnar fyrir legsteini Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is „Ég ætla bara að koma þessari bók út. Ég ætla bara að skila þessu verkefni sem hann náði ekki að klára. Með ömmu Einar átti gott samband við móðurömmu sína Magneu Huldu Magnúsdóttur. Ólöf Jónsdóttir Pitts „Hann byrjaði bara sjálfur þegar að hann hafði vit til, þá byrjaði hann sjálfur að eiga samskipti við föðurfólkið sitt, en hann var reyndar alltaf í miklu sambandi við föðurömmu sína.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.