Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2010, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2010, Síða 32
32 | Viðtal 17.–19. desember 2010 Helgarblað É g verð að koma fyrir sem heiðarlegur og notalegur maður. Það ræður eng- inn skemmtikraft sem honum er illa við,“ segir Örn Árnason leikari. Við hittumst á Hótel Holti til þess að ræða saman um lífið og tilveruna. Hann kemur tíu mínútum of seint og afsakar sig með því að hann hafi ekki fundið stæði. „Ég þarf að hafa gott pláss því ég er ekki svo góður í að leggja,“ segir hann glettinn um leið og hann fær sér sæti í brúna leðursófanum. Örn er einn ástsælasti leikari þjóðarinnar. Í 25 ár hefur hann kafað ofan í þjóðarsálina á hverju laugardagskvöldi með félögum sínum í Spaugstofunni. Hann á þó erfitt með að líta á sjálfan sig sem listamann, segist bara vera verkamaður sem klári sín verkefni og reyni að gera það með sóma. Hann sé maður fólksins. Núna kemur hann til dyranna eins og hann er klæddur, í sportlegum svörtum jakka, app- elsínugulum bol og gallabuxum, einfaldur og einlægur. Stundum hress og stundum dapur. Eins og við öll. Vill vera í framlínunni Hann er ekki fastráðinn neins staðar og er að grautast í hinum og þessum verkefnum. Hon- um þykir það ágætt því þá verður hann alla- vega var við eftirspurnina. „Ég er ekki látinn í verkefni heldur er ég beðinn um það, af því að einhver vill fá mig í það og það er þægileg til- finning. Það er gott að vita að ég sé enn eftir- sóttur. Þegar ég er ekki fastráðinn get ég líka hafnað tilboðum og geri það stundum. Þótt ég reyni alltaf að taka öll verkefni sem ég fæ ef ég mögulega get.“ Þá skiptir engu hvort verkefnin eru spenn- andi eða óspennandi. Hann hefur hvort eð er oft leikið leiðinleg hlutverk. „Ég var fastráðinn í fjöldamörg ár í Þjóðleikhúsinu. Sem fastráðinn starfsmaður var ég settur í alls konar verkefni. Stundum fékk ég mjög skemmtileg verkefni og stundum ekki. Stundum var ég á kantinum í smárullu og kórsöng. Það er ekkert gaman. Ég vil vera í framlínunni.“ Erfiðara að fá fólk til að hlæja Stundum er brjálað að gera og stundum minna. „Í fyrra var lítið að gera og þá var ég nánast launalaus frá júní og fram í október. Þá þurfti ég að tala við bankann og senda af- komuviðvörun. Nei, nei, ég segi svona,“ segir hann og hlær. „Konan mín er kennari. Hún er stóreignakona,“ segir hann og hlær enn. „Nei, ég reyni að leggja fyrir á veturna svo ég eigi smá sjóð á sumrin sem við getum lifað á.“ Oftar en ekki fer hann þó með gaman- mál. „Einhverra hluta vegna hefur það hlutast þannig að flest hlutverkin sem ég leik eru frekar grunnhyggin,“ segir hann og hlær. „Ég er meira í gamanleikjum og farsa en það eru vandmeð- farin hlutverk. Ég er maður fólksins. Ég vil vera fyrir fólkið. Búa til afþreyingu fyrir fólkið. Láta því líða vel. Það finnst mér gott. Þótt mín verk kafi ekki djúpt í vitsmunabrunninn er ekki sama hvernig þau eru gerð. Reyndar held ég að það sé meiri vandi að vera gamanleikari og fá fólk til að hlæja. Þá færðu viðbrögðin líka sam- stundis og veist það strax hvort atriðið heppn- aðist eða ekki. Stundum klúðrast það. Enginn er svo fullkominn að hann geti gert þetta óað- finnanlega.“ Fær að heyra að hann sé lélegur Slæmir dómar eru hluti af prógramminu. Síð- ast fékk Örn slæman dóm um daginn. Eftir að hann var kynnir á jólatónleikum Björgvins. „Þá skrifaði einhver að þetta hefðu verið fínir tón- leikar en eitt hefði mátt missa sín, Örn Árna. Ég tók það ekkert nærri mér. Stundum verð ég samt súr yfir því að menn sjái ekki það sama og ég. Krítík er líka vandmeðfarin. Stundum er hún óvægin og jafnvel ómakleg. Og ég verð svekktur ef það er verið að hamast á mér. Samt veit ég það líka að það mun aldrei öllum líka við mig á sviðinu, hvorki gagnrýnendum né öðrum áhorfendum. Fólk hefur oft komið upp að mér og sagt að því þyki ég ekkert skemmtilegur leikari. Kannski fæ ég að heyra það því ég er í skemmt- anabransanum og hitti fólk oft í annarlegu ástandi. Þá er eins og munnræpan fái greið- ari aðgang út en ella. Fólk myndi kannski ekki segja þetta að degi til. En þar sem ég er sjálfur nánast bindindismaður man ég þetta þegar ég kem heim.“ Afþreying er iðnaður Áreitið er mest á skemmtistöðunum. „Á dag- inn er það öðruvísi. Þá felst það aðallega í því að fólk segist sjá eftir Spaugstofunni á RÚV og aðrir segjast þakklátir fyrir að sjá okkur á Stöð 2. En áreitið er ekkert til trafala. Fyrst þegar ég var að lenda í þessu fannst mér það skrýtið og þá stuðaði það mig. Núna er þetta bara hluti af mínu lífi og ekkert sem ég ræð ekki við. Þetta er Örn Árnason hefur fylgt föður sínum í langri og strangri þrautagöngu hans í átt að bata af þunglyndinu. Nýlega sótti Örn hann norður í land og fylgdi honum á geðdeild. Hann segist ekki verða hissa sæki sjúkdómurinn einhvern tímann á hann sjálfan en hingað til hefur hann sloppið þótt depurðin sæki stundum á hann, líkt og alla aðra. Í viðtali við Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur segist hann vera einfaldur maður, svolítil Pollýanna og verkamaður en ekki listamaður. Hann segist halda að hann sé ást- fanginn en að ekkert hjónaband sé eilíf sæla. Hann segir líka að hann sakni Randvers, en hann hafi þurft að velja á milli þess að ganga út eða sjá fyrir fjölskyldunni. „Mér fannst erfitt að fylgja pabba á geðdeild“ „Ég held að ég sé ást- fanginn. Það segja allir að ástin þróist frá því að vera eldheit ást yfir í tryggðarást. Með Pálma á góðri stund Pálmi Gestsson stendur vaktina með Erni alla laugardaga á Stöð 2. MYND SIGTRYGGUR ARI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.