Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2010, Qupperneq 48

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2010, Qupperneq 48
18. desember: Tælandi augnaráð Sendu makanum tælandi augnaráð þvert yfir her- bergið og reyndu að táld- raga hann með augnaráð- inu einu saman. Þú getur auðvitað gert þetta hvar og hvenær sem er en það er aðeins meiri áskorun að gera þetta þegar þið farið saman út á lífið, hvort sem það er á jólahlað- borð, tónleika eða í heimsókn til vina. 19. desember: Hönd í hönd Skellið ykkur í dagsferð í bæinn til þess að dást að jólaskreytingunum saman. Haldist í hendur og drekkið heitt kakó. 20. desember: Bréf frá jólasveininum Sendu makanum bréf frá „jólasveininum“ þar sem honum er lofað veglegri umbun ef hann hagar sér vel. Ef hann verður óþekk- ur þá ... er þér reyndar líka að mæta. 21. desember: Spennandi skilaboð Komið ykkur upp leyniorði sem segir maka þínum að þú getir ekki beðið eftir því að hann fari höndum sín- um um þig. Auk þess er líka gaman að koma skila- boðunum á framfæri með óvæntum aðferð- um – skildu eftir skilaboð á baðherbergisspegl- inum ... Hugsaðu út fyrir rammann og notaðu varalit til að skrifa beint á spegilinn í stað „post- it“-miða. 22. desember: Stelið stund til að kyssast Munið að kyssast. Takið ykkur tíma og kyssist almennilega þegar allt er orðið klárt en áður en þið kallið til sætis. Matmálstíminn verður mun ánægjulegri fyrir vikið. 23. desember: Láttu makann vita að þú sért til í smáóþekkt Jólagleði! Hengdu merkimiða á húninn á svefnherbergishurðinni þar sem segir að þú viljir enga truflun og skreyttu með rauðri silki- slaufu til að gefa makanum til kynna að þú sért til í smáóþekkt í kvöld. 24. desember: Eftirminnileg aukagjöf Þegar þið hafið tekið utan af öllum gjöfunum skaltu láta makann vita að ein gjöfin hafi gleymst. Klæddu þig í falleg undirföt og skreyttu þig með slaufu. Kallaðu hann svo inn í svefnherbergi og leyfðu hon- um að njóta þess að losa hana utan af þér. Besta gjöfin. 25. desember: Kúrið saman Kúrið saman. Liggið uppi í rúmi saman og njótið félags- skaparins. Biðjið krakkana um að gefa ykkur smátíma fyrir ykkur sjálf og halda sig frammi í einn tíma eða tvo. Jafnvel þótt þið séuð bara að lesa bók og háma í ykkur konfekt. 26. desember: Út að leika Leikið ykkur. Ef það er frost farið þá í ullarsokka og hlýja úlpu og skundið af stað niður að Tjörn með kakó í brúsa. Það er fátt skemmtilegra en að fara saman á skauta. Ef snjóar getið þið farið út að leika ykkur í snjónum. Ef þið eruð ekki í stuði fyrir ærslagang er alltaf jafn hressandi að fara saman í stuttan göngutúr. 27. desember: Verjið tíma með vinum Gefið ykkur tíma til þess að hitta vini ykkar. Búið til jóla- glögg og bjóðið vinum ykkar yfir í spil. Skoraðu á þá í þínu uppáhaldsspili. Sigurvegarinn sér svo um að halda næsta boð. 28. desember: Notaleg sturtulok Komdu makanum á óvart á meðan hann er í sturtu. Hit- aðu handklæði í þurrkaran- um og legðu það svo á gólf- ið. Þegar sturtunni er lokið stígur hann þá á heitan og notalegan stað en ekki kalt gólfið. 29. desember: Tjaldið öllu til Farið í smá-„picnic“ saman heima í stofu. Fær- ið sófana til og leggið teppi á gólfið. Búið ykk- ur til nýtt, spennandi og kósí athvarf á gólfinu með fullt af púðum, kertum og öðrum nota- legheitum. Setjið svo góða tónlist á fóninn, gæðið ykkur á góðum mat og spjallið. Ein eða með börnunum, það skiptir ekki máli svo lengi sem stundin verður skemmtileg tilbreyting frá hversdagslegu amstri. 30. desember: Láttu renna í freyðibað Útbúðu heitt freyðibað með góðum olíum fyrir makann. Dempaðu ljósin og dekraðu við hann. Nuddaðu á honum axlirnar, skrúbbaðu líkam- ann með kornakremi og þvoðu hárið á honum með tilþrifum – eins og gert er á hárgreiðslu- stofum. Þurrkaðu hann með mjúku handklæði og vefðu hann í góðan slopp. 31. desember: Full af ást Skiptist á að hella kampavíni í naflann á makanum og sötra það úr. Einnig er hægt að nota piparmyntu- snafs. Fyllið ykkur af ást! 1. janúar: Hressandi upphaf á nýju ári Hjálpið hvort öðru af stað inn í nýtt ár með því að vekja ástina tilbúin með heitt te fyrir hana og girnilegan morg- unverð. Það er alltaf jafn notalegt að fá morgunmat í rúmið. 48 | Rómantík 17.–19. desember 2010 Helgarblað Í öllu stressinu fyrir hátíðarnar er um að gera að stela stuttri stund hér og þar með makanum. Koma hvort öðru á óvart og njóta þess að vera saman. Um leið verður allt hitt miklu skemmtilegra.5 ástarráð fyrir hátíðarnar UMSJÓN: INGIBJÖRG DÖGG KJARTANSDÓTTIR ingibjorg@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.