Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2010, Page 52

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2010, Page 52
52 | Tækni 17.–19. desember 2010 Helgarblað Vasinn karl- mannlegri Hversu skringilegt sem það kann að virðast þá veigra margir karlmenn sér við að ferðast með iPad-snertitölvur sökum þess að þeim finnst útlit hlífðartaska fyrir tölvuna vera heldur kvenlegt og minna helst til mikið á kvenveski. Það er stærðin sem er að valda karlmönnum vandræðum, ekki er hægt að stinga tölvunni í vasann… eða hvað? Bandaríski fataframleiðandinn Scottevest, sem sérhæfir sig í ferða- og útivistarfatnaði, var eldsnöggur að koma hér auga á einstakt viðskiptatækifæri og aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Steve Jobs kynnti iPad-tölvuna í janúar fór fyrirtækið að aug- lýsa þetta sniðuga vesti sem sérstaklega samhæft við iPad. Scottevest framleiðir í dag fjölmargar tegundir úlpna og jakka sem hafa sérsniðin hólf innan klæða fyrir iPad-tölvur og MacBook Air-ferðatölvur. http://www.scottevest.com/ Þriðji tæknimað- urinn hjá Time Mark Zuckerberg, hinn 26 ára stofnandi Facebook, var valinn maður ársins 2010 hjá Time-tímaritinu í vikunni. Þrátt fyrir að vinsældir og áhrif þessarar árlegu kosningar tímaritsins hafi dalað síðustu ár vakti kosningin nú sérstaka athygli en fjölmargir tilnefndu hinn umdeilda Julian Assange, forsvarsmann Wikileaks, sem hlaut á endanum flest atkvæði þeirra sem kusu í gegnum netsíðu tímaritsins. Zuckerberg er aðeins einn af þremur einstaklingum úr tækniheiminum sem hlotið hafa þennan heiður. Andy Grove, þá stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Intel, hlaut titilinn árið 1997 og síðan Jeffrey Bezos, stofnandi og aðalframkvæmdastjóri Amazon, árið 1999, þegar uppsveifla og hálfgert æði í stofnun netfyrirtækja var í hámarki. Hvorki Steve Jobs, Bill Gates eða þeir félagar Larry Page og Sergei Brin frá Google hafa hlotið þennan titil. Hönnun, viðmót, virkni – þrjú orð sem allir fram-leiðendur flóknari raf- eindatækja þurfa að hafa í huga áður en ný vara er sett á markað. Verðið leikur síðan stórt hlutverk, kaupandinn þarf að gera upp við sig hvort hann telji sig fá eitthvað ásættanlegt fyrir peninginn. Framleiðendur standa nú frammi fyrir breyttum tímum, nokkrum klukkustundum eft- ir að ný vara er komin í verslanir er einhver nördinn búinn að skila áliti sínu inn á vefinn eða jafnvel hlaða upp myndbandi á YouTube þar sem hann leiðir áhorfand- ann, lið fyrir lið, í gegnum kosti og galla vörunnar. Fjölmargar vefsíður hreinlega sérhæfa sig í slíkum úttektum og birta viðamiklar úttektir og prófan- ir á tölvum og öðrum tæknivörum. Þetta er hin ágætasta neytendavörn fyrir almenning. Við tókum saman nokkrar tæknivörur sem komu á mark- að á árinu en hlutu enga náð fyrir augum gagn- rýnenda eða flopp- uðu vegna annarra ástæðna. Snertitölvur, lestölvur, snjallsímar, netsjónvörp og forrit – á árinu sem er að líða kepptust hinir ýmsu fram- leiðendur við að koma vörum sínum sem fyrst á markað, með misjöfnum árangri eða viðtökum almennings. Vörur sem enginn vildi kaupa á árinu Microsoft Kin One Söluherferð Microsoft í þessu tilfelli beindist að unglingum en kolféll. Enginn vildi kaupa síma sem hafði engin forrit, lítinn skjá og ömurlegt viðmót fyrir vefráp. Tekinn af markaði eftir aðeins 48 daga. Literati eReader 7 tomma lestölva. Tækið fékk einstaklega slæma útreið í prófunum vegna hægrar virkni, lélegs lyklaborðs auk þess sem hnappar til að fletta síðum virkuðu bara annað slagið. Í ofanálag virtust stillingar fyrir Wi-Fi- tengingu þurrkast reglulega út þannig að notandinn var sífellt að skrá þær inn aftur til að geta tengst netinu. Augen Gentouch78 Snertitölva á aðeins 150 Bandaríkjadali. Keyrði á Android-stýrikerfinu en ekki var hægt að tengjast Android Market því framleiðandanum hafði láðst að fá tilskilin leyfi hjá Google. Í sumum prófunum þurfti nánast að berja í snertiskjáinn til að fá einhverja svörun. Motorola Backflip Android-sími sem Motorola framleiddi fyrir AT&T í Bandaríkjunum. Síminn keyrði á gamalli útgáfu af Android (1.5), skjárinn hafði lélega upplausn og fjölsnertiviðmótið ömurlegt. Ytri hönnun símans þótti illa útfærð og síminn erfiður í notkun. Google TV Þrátt fyrir hina ágætustu vöru floppaði Google TV gjörsamlega eftir að ýmsir stærstu framleiðendur myndefnis lokuðu á aðgang tækisins að efni sínu. Almenningur varð efins og sala á tækjum og sjónvörpum með innbyggðu Google TV einfaldlega hrapaði. Archos 9 PCTablet 9 tomma tafla sem keyrði á Windows 7. Ending rafhlöðu með eindæmum stutt og hitastig á jöðrum tækisins mældist allt að 50 °C, einmitt þar sem notandinn hélt um gripinn. JooJoo Tablet 12 tomma tafla með aðeins tvær og hálfa klukkustund í rafhlöðuendingu, nánast engin forrit og afspilun á Flash reyndist ömurlegt. Tekin af markaði í síðasta mánuði. Netbook Navigator Nav 9 Slate Framleiðendur þessarar snertitölvu líktu henni við iPad en viðbrögð almennings voru ekki eftir því. Tölvan þótti allt of dýr, var seld án stýrikerfis, ending rafhlöðu aðeins tvær og hálf klukkustund og skjárinn gaf frá sér pirrandi hljóð þegar þrýst var á hann. Fyrsti tvíkjarna snjallsíminn LG kynnti í vikunni Optimus 2X-snjallsímann sem kemur á markað fljótlega eftir áramót. Síminn er fyrstur snjallsíma til að skarta tvíkjarna örgjörva (NVIDIA 1GHz dual-core Tegra 2) og í samræmi við afl örgjörvans getur síminn með auðveldum hætti bæði spilað og tekið upp háskerpumyndskeið (1080p MPEG-4/H.264). Af öðru sem prýðir símann má nefna 8GB geymslurými/minni, stækkanlegt í 32GB með microSD-korti, 8 megapixla myndavél og 1.3 megapixla myndavél fyrir myndspjall. Optimus 2X keyrir á Android 2.2 eins og er, en símann verður síðan auðveldlega hægt að uppfæra í Android 2.3 sem vænst er snemma næsta árs. Optimus 2X kemur fyrst á markað í Suður-Kóreu í janúar og síðan í Evrópu í kjölfarið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.