Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2011, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2011, Page 4
4 | Fréttir 7. mars 2011 Mánudagur Voru ósammála Baldri um sölu hlutabréfa: Töldu ekki hægt að selja Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabanka Íslands, taldi sig ekki geta átt viðskipti með þau hlutabréf sem hann átti í öllum bönk- unum á þeim tíma sem hann sat í sam- ráðshópi stjórnvalda um fjármálastöð- ugleika. Þrátt fyrir það ákvað Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytis- stjóri í fjármálaráðuneytinu, að selja sín bréf í Landsbankanum skömmu fyrir hrun. Baldur átti einnig sæti í samráðshópnum sem skipaður var af ríkisstjórn Geirs H. Haarde árið 2008 til þess að takast á við vaxandi efnahags- vanda. „Ég lít svo á að mér væru mjög miklar takmarkanir settar í viðskipt- um með hlutabréfaeignir mínar,“ sagði Tryggvi. Vitnaleiðslur í máli ákæruvaldsins gegn Baldri fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi fóru fram fyrir helgi. Baldur er ákærður fyrir að hafa selt hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir rúmlega 190 milljónir króna á grund- velli upplýsinga sem markaðurinn hafði ekki fyrir hrun bankans. Er Bald- ur sagður hafa nýtt upplýsingar sem hann hafði vegna stöðu sinnar. Bolli Þór Bollason, sem átti einnig sæti í samráðshópnum um fjármála- stöðugleika, var sammála Tryggva þeg- ar hann bar vitni í Héraðsdómi Reykja- víkur í síðustu viku. Bolli sagðist hvorki hafa getað lagalega né siðferðislega átt viðskipti með bréfin. Hann sagðist hafa verið mótfallinn fyrirætlunum Baldurs um að selja bréfin. Sjálfur sagði Bald- ur að sér hefði liðið „extra vel,“ þegar hann seldi bréfin sín í bankanum. NoseBuddy nefskolunarkannan Nefskolun er gott ráð gegn • Áhrifum loftmengunar • Ryki og frjókornum • Bakteríum og veirum Mælt er með nefskolun til að draga úr líkum á kvefi og ofnæmi – og til að auka skýrleika í hugsun! Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 Verð: 3.975 kr. Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is FÉLAG BRÆÐRANNA EKKI RANNSAKAÐ n Félagið TH Investments var ekki til rannsóknar hjá efnahags- brotadeild n Greiddi sér 300 milljónir í arð fyrir 2008 og 2009 n Í eigu bræðranna Friðjóns og Haraldar Þórðarsona Félagið TH Investments sem er í eigu Friðjóns og Haraldar Þórðar- sona var ekki til rannóknar hjá efna- hagsbrotadeild ríkislögreglustjóra. DV greindi frá því í lok janúar að fé- lagið hefði greitt sér nærri 300 millj- ónir króna í arð fyrir árin 2008 og 2009. Þeir Friðjón og Haraldur voru grunaðir um meint auðgunarbrot er snéru að gjaldeyrisviðskiptum ásamt Matthíasi Ólafssyni. Þann 13. febrúar síðastliðinn barst þremenningunum bréf frá efnahagsbrotadeildinni þess efnis að rannsókninni væri lokið og embættið hefði sent málið áfram til Fjármálaeftirlitsins. Að undanförnu hafa bræðurnir reynt að hreinsa mannorð sitt í fjöl- miðlum. Hafa bæði Viðskiptablaðið og Fréttablaðið fjallað um málið. Páll Arnór Pálsson, lögmaður Friðjóns, sagði í samtali við Viðskiptablaðið að líklega yrði farið fram á skaðabætur vegna málsins. „DV gekk mjög langt í ósmekk- legum fullyrðingum í þessu máli,“ sagði Haraldur Þórðarson í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku. Þess hefur þó hvergi verið getið að félag þeirra TH Investments sem DV hefur nokkrum sinnum fjallað um hafi ekki verið til rannsóknar. Ekki er vitað hvers vegna félagið var ekki rannsakað en það hagnað- ist um 250 milljónir króna árið 2008 þrátt fyrir að hafa einungis starfað tvo síðustu mánuði ársins. Mánuði eftir að TH Investments var stofn- að var Friðjón Þórðarson handtek- inn grunaður um meint gjaldeyris- brot. Hlýtur það því að skjóta skökku við að efnahagsbrotadeild ríkislög- reglustjóra hafi ekki á sama tíma séð ástæðu til þess að rannsaka þetta fé- lag bræðranna. Sent til FME „Efnahagsbrotadeild ríkislögreglu- stjóra vann að rannsókn máls er varðar ætluð auðgunarbrot og peningaþvætti vegna gjaldeyrisvið- skipta. Það varðaði þó ekki félagið TH Investments heldur tiltekna ein- staklinga,“ segir Guðmundur Guð- jónsson, yfirlögregluþjónn hjá emb- ætti ríkislögreglustjóra, sem svar við fyrirspurn DV um málið. Virðist mál- inu því enn ekki lokið þrátt fyrir að meira en tvö ár séu liðin frá því að það kom upp. Friðjón Þórðarson er fyrrver- andi starfsmaður Landsbankans en starfaði síðar hjá fyrirtækinu Virð- ingu þaðan sem hann var rekinn haustið 2008. Vék Virðing honum úr starfi þar sem hann var grunað- ur um markaðsmisnotkun auk pen- ingaþvættis og auðgunarbrota. Áttu hann og Matthías Ólafsson, æsku- vinur Friðjóns og ljósatæknir hjá Orkuveitu Reykjavíkur, meðal annars að hafa millifært 250 milljónir króna á milli reikninga sinna. Matthías var skráður einn eigenda TH Invest- ments árið 2009 en er ekki lengur á meðal hluthafa samkvæmt ársreikn- ingi félagsins. Haraldur Þórðarson var forstöðu- maður fjárstýringar Exista sem ann- aðist gjaldeyrisjöfnuð. Því má ætla að reynsla Haraldar frá Exista hafi nýst félaginu TH Investments vel. Bræðurnir voru báðir handteknir og yfirheyrðir síðla árs 2008 vegna rann- sóknar efnahagsbrotadeildar ríkis- lögreglustjóra á Virðingarmálinu. Einnig var farið fram á gæsluvarð- hald yfir Friðjóni en því var hafnað. Ævintýralegur hagnaður Félagið TH Investments hagnað- ist um 250 milljónir króna á einung- is tveimur mánuðum árið 2008 en talið er að félagið hafi staðið í gjald- eyrisviðskiptum. Árið 2009 var hagn- aður félagsins töluvert lægri, eða 45 milljónir króna. Félagið greiddi sér 92 milljónir króna í arð árið 2009 og 190 milljónir króna árið 2010, eða sam- tals nærri 300 milljónir króna. Virð- ast þeir bræður því hafa grætt á tá og fingri eftir bankahrunið. DV hef- ur auk þess áður fjallað um bílaflota Friðjóns Þórðarsonar en hann á bæði nýlegan Land Cruiser 200-jeppa og Mercedes Benz glæsikerru. Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is „Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra vann að rannsókn máls er varðar ætluð auðgunarbrot og peningaþvætti vegna gjaldeyrisviðskipta. Lifir hátt Hér má sjá heimili Friðjóns Þórðarsonar að Holtsbúð í Garðabæ. Á hann bæði nýlega Land Cruiser-jeppa- bifreið og glæsilegan Mercedes Benz. MYND RÓBERT REYNISSON Hagnaðist vel Friðjón Þórðarson hagnaðist vel á árunum 2008 og 2009 en félag hans TH Investments greiddi sér nærri 300 milljónir króna í arð fyrir þessi rekstrarár. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra rannskaði ekki félagið. MYND PJETUR SIGURÐSSON Leiðrétting Í úttekt helgarblaðs DV á Fáfni / MC Iceland og Hells Angels birt- ist sú villa að Fjölnir „tattú“ var sagður hafa yfirgefið samtök- in fyrir nokkru. Hið rétta er að Sverrir Þór Einarsson, eða Sverrir „tattú“ sagði skilið við Fáfni fyrir tveimur árum. Fjölnir er beðinn afsökunar á þessum mismælum en hann hefur enga tengingu við Fáfni eða MC Iceland. Baldur Guðlaugsson Ákærður fyrir að nýta sér innherjaupplýsingar og selja bréfin sín í Landsbankanum skömmu fyrir hrun. Brutu verklagsreglur Eigendur og starfsfólk World Class harma að maður hafi fundist látinn í líkamsræktarstöð fyrirtækisins í Laugum, Laugardal. Segir í frétta- tilkynningu frá fyrirtækinu að mis- brestur hafi orðið á verklagsreglum fyrirtækisins sem kveða á um að starfsfólk gangi úr skugga um að allir viðskiptavinir séu farnir út úr stöð- inni við lok dags. Í tilkynningunni segir að World Class hafi alla tíð lagt höfuðáherslu á að tryggja öryggi gesta sinna og starfsmanna og að á öllum starfs- stöðvum fyrirtækisins séu hjarta- stuðtæki til taks ef á þarf að halda. Þá hefur starfsfólk fyrirtækisins fengið þjálfun í skyndihjálp. Rann- sókn í kjölfar atviksins leiddi í ljós að öryggisþættir hefðu verið í lagi í stöðinni, samkvæmt tilkynningunni. „Ávallt má þó gera betur og munu stjórnendur og starfsfólk World Class yfirfara verklagsreglur til að tryggja að atburður sem þessi hendi ekki aftur,“ segir svo í tilkynn- ingunni. Fimm ára drengur lést Fimm ára drengur lést um helgina á sveitabæ í Borgarbyggð eftir að hafa lent í drifskafti dráttarvélar. Greindi fréttastofa RÚV frá þessu í hádeginu á sunnudag. Var drengurinn gest- komandi á bænum þar sem bana- slysið varð. Það er lögreglan á Akra- nesi sem fer með rannsókn málsins en ekki er hægt að greina frá nafni drengsins að svo stöddu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.