Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2011, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2011, Page 12
12 | Fréttir 7. mars 2011 Mánudagur Samningar ríkisins við sauðfjárbænd- ur um styrki og annan stuðning þýða að ríkið leggur um 450 krónur með hverju kílói sem neytt er innanlands. Styrkirnir ná einnig til 600 tonna sem landinn vill ekki borða og fer til út- flutnings. Samkvæmt útreikning- um sem DV hefur undir höndum má áætla að skattgreiðendur hafi með því móti greitt um 410 milljónir króna með útflutningi á lambakjöti í fyrra. Eftir því sem DV kemst næst njóta framleiðendur nautakjöts, svínakjöts og kjúklinga, ekki slíkrar opinberrar fyrirgreiðslu við útflutning í krafti styrkjakerfis landbúnaðarins, en álita- mál er hvort slíkt stenst lög um jafn- ræði. Samkvæmt samningi um starfs- skilyrði sauðfjárframleiðslunnar í landinu frá 1. janúar 2008 er miðað við að styrkir til bænda miðist við lið- lega 368 þúsund ærgildi, en hvert ær- gildi er 18,2 kíló. Þannig skuldbindur ríkið sig til þess að greiða 316 krónur fyrir kílóið, samtals um 6.700 tonn af dilkakjöti. Samtals námu beingreiðsl- ur (styrkir) til sauðfjárbænda því lið- lega 2,1 milljarði króna í fyrra. Þessu til viðbótar koma greiðslur til bænda sem fullnægja skilyrðum um gæða- stýringu, samtals liðlega 1,1 milljarður króna. Í heildina námu því greiðslur til sauðfjárbænda nærri 3,3 milljörðum króna í fyrra. Miðað við að fjöldi sauð- fjárbúa sé nálægt 1.400 í landinu fékk hvert býli 2,3 milljónir króna í opin- beran stuðning á síðasta ári. Botnlaus taprekstur Meðalsauðfjárbú í landinu veltir um 7,6 milljónum króna. Útgjöldin, að meðtöldum lágmarkslaunum bónda, nema hins vegar liðlega 11 milljónum króna að jafnaði. Taprekstur meðal- sauðfjárbús nemur því 3,6 milljónum króna á ári. Í hagtölum landbúnað- arins eru laun bóndans talin und- ir föstum kostnaði og gætu verið 2,4 milljónir króna að jafnaði á ári. Þetta merkir að laun sauðfjárbóndans eru jafnvel undir 200 þúsund krónum á mánuði. Samkvæmt þessu er auðvelt að áætla að meirihluti sauðfjárbænda væri jafnvel betur kominn á nálægt 150 þúsunda króna mánaðarlegum atvinnuleysisbótum. Athyglisvert er jafnfram, að meðalframlag skattgreið- enda fyrir hvert sauðfjárbú í formi beingreiðslna fer nálægt því að standa undir launum bóndans, en þær nema eins og áður segir 2,3 milljónum króna á ári fyrir hvert meðalbú. Sligandi skuldir Ekki dregur úr útgjöldum bænda frekar en hjá öðrum og er auðvelt að benda til dæmis á síhækkandi verð olíu. Þá eru áburðarkaup upp undir 10 prósent útgjaldanna hjá miðlungs sauðfjárbúi. Mestu mun- ar þó um afborganir af lánum og fjármagnskostnað. Að jafnaði þarf meðalsauðfjárbú að greiða um 4,6 milljónir króna árlega í fjármagns- kostnað en það eru um 60 prósent heildartekna hjá meðalbúi. Sauðfjárbændur juku skuldir sín- ar mjög síðustu árin fyrir banka- hrunið. Líkt og öðrum stóð þeim til boða að taka gengistryggð lán eða lán í erlendum myntum. Fjár- festingar með aukinni lántöku varð á sama tíma og neysla lambakjöts deóst saman og búum fækkaði. Nærri lætur að neysla lambakjöts og svínakjöts sé nú jafn mikil í land- inu ár hvert, eða milli 6 og 7 þús- und tonn hvor kjöttegund. Tilkostn- aðurinn er þó ekki sambærilegur. Átta til níu svínakjötsframleiðendur framleiða jafn mörg tonn af kjöti og nærri 1.400 sauðfjárbændur. Svínabændur nota aðeins örfá- ar dráttarvélar við framleiðsluna. Samkvæmt upplýsingum Umferð- arstofu eru skráðar um 11.400 drátt- arvélar í landinu, en nýskráning dráttarvéla inn í landið tvöfaldað- ist á árunum 2005 til 2007. Ætla má að yfir 9 þúsund þeirra séu tengdar landbúnaði og tvær til þrjár tilheyri hverju sauðfjárbúi, samtals um 4.600. Ef litið er einnig til fjárfest- inga í heyvinnsluvélum má ætla að hver sauðfjárbóndi sé með 20 til 30 milljónir króna bundnar í dráttar- vélum og öðrum vélakosti. Sam- kvæmt upplýsingum, sem DV hefur undir höndum, nema skuldir sauð- fjárbændanna samtals um 34 millj- örðum króna. Fækkun, en hvar er hagræðingin? Þótt neysla lambakjöts sé nú komin niður undir 6 þúsund tonn á ári var heildarframleiðslan engu að síður yfir 9 þúsund tonn í fyrra. Umframfram- leiðslan er flutt út. Í Bændablaðinu 10. febrúar síðastliðinn kemur fram að flutt hafi verið út 3.437 tonn af lamba- kjöti sem skiluðu 2,1 milljarði króna til þjóðarbúsins í fyrra. Meðalskilaverð fyrir hvert kíló var því um 615 krónur. Beingreiðslur og aðrir styrkir rík- isins til sauðfjárbænda eru ekki háð- ir árangri þeirra í rekstri heldur mið- ast einungis við framleiðslu á 6.700 tonnum árlega þótt neyslan innan- lands sé aðeins um 6.000 tonn. Hafa verður í huga að 70 prósent sauðfjár- búa í landinu eru með innan við 300 ærgildi. Samkvæmt framansögðu er borin von að sauðfjárbóndi geti lifað mannsæmandi lífi með innan við 300 ærgildi. Miklar fjárfestingar á árunum 2005 til 2007 virðast aðeins hafa bund- ið þeim stærri bagga en áður en ekki leitt til hagræðingar. Öðru máli gegn- ir um kúabúin í landinu. Þeim hefur fækkað afar mikið undanfarin ár eða um 60 prósent frá árinu 1993. Þar er hagræðingin mikil þótt fjármagns- kostnaðurinn virðist ætla að ríða sumum þeirra á slig eftir bankahrunið og fall krónunnar. Andófið gegn ESB Búnaðarþing var sett í gær og stend- ur fram til miðvikudags í þessari viku. Sem endranær eru kjör bænda þar á dagskrá. Þótt landbúnaður njóti styrkja víða um lönd – og Ísland sé þar engin undantekning – er að sjá sem íslenska styrkjakerfið í kringum sauð- fjárræktina í landinu sé í öngstræti. Þröstur Haraldsson hraktist úr rit- stjórastöðu Bændablaðsins um síð- ust áramót. Í grein í Fréttablaðinu um helgina vekur hann athygli á vanda bænda. Fram kemur í grein hans að bændabýlum hafi fækkað með sama hraða í Finnlandi og á Ísland á undan- förnum árum, en Finnar gengu í ESB árið 1995 og eru nú háðir styrkjakerfi sambandsins. Þröstur vekur athygli á að andstaða finnskra bænda við Evrópusamband- ið hafi minnkað stórum á þessum tíma. Bændum séu veittir styrkir út á flatarmál ræktarlands og fjölda gripa í stað þess að miða við framleiðslu- magn. Þá sé innan veggja ESB hugað að félagslegum hremmingum í dreif- býli samfara fækkun búa og tyllt und- ir ýmsar aukabúgreinar og rekstur smærri fyrirtækja til sveita sem laði að fólk. „Sennilega er það þessi þróun sem hefur gert að að verkum að flestir frammámenn í finnskum landbún- aði hafa snúist frá heitri andstöðu við ESB og segjast nú vera hlynntir aðild Finna.“ Meira en fæst fá íslenskum skattgreiðendum Þröstur segir að hér á landi hafi við- brögð við þessari þróun verið tilvilj- anakennd og ómarkviss og hags- munasamtök bænda hafi talið mest um vert að standa vörð um styrkja- kerfið og herða andstöðu við að- ild að ESB. „Menn hafa tekið allt að því trúarlega afstöðu gegn aðild að ESB...“ Því hefur verið haldið fram að sú byggðastefna sem skipti máli hér á landi sé sú að standa vörð um stuðn- ingskerfið við landbúnaðinn. Um þetta segir Þröstur: „Þau rök halda engan veginn í samhengi við ESB- aðild. Bæði er sótt hart að þessu stuðningskerfi úr öðrum áttum en frá Brussel, einkum frá Alþjóðavið- skiptastofnuninni (WTO), og svo dugar þetta stuðningskerfi afar lítið til að sporna við fólksfækkun í sveit- um landsins, það sýnir sagan. Senni- lega gætu íslenskir bændur sótt sér mun meiri og árangursríkari stuðn- ing til Evrópusambandsins á báð- um þessum vígstöðvum en íslensk- ir skattgreiðendur eru reiðubúnir að standa undir.“ Sauðfjárbændur í gildru fátæktar Fjöldi sauðfjárbúa 1.388 Framleiðsla lambakjöts 9.164tonn Neysla innanlands 6.100tonn Útflutningur 3.437tonn Styrkir alls (beingreiðslur o.fl.) 3.3milljarðarkróna Aðrir styrkir (ull, markaður o.fl.) 1.0milljarðurkróna Útgöld meðalsauðfjárbús 11,2milljónirkróna Tekjur meðalsauðfjárbús 7,6milljónirkróna Tap meðalsauðfjárbús 3,6milljónirkróna Meðalbeingreiðslur á bú 2,3milljónirkróna Heildarskuldir 34milljarðarkróna Beingreiðslur upp í útflutning 410milljónirkróna* Fjöldi dráttarvéla í sauðfjárbú 4.600(áætlað) *Miðastviðsamningbændaogríkisinssemgerirráðfyrir6.700tonnaneysluáári.Reyndinerhinsvegarrúm6.000tonn. Sauðfjárbændur og styrkir (2010) Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johann@dv.is „Þetta merkir að laun sauðfjár- bóndans eru jafnvel undir 200 þúsund krónum á mánuði. n Meðalsauðfjárbú fær 2,3 milljóna króna greiðslu á ári frá ríkinu n Sauðfjárbændur þurfa að standa undir afborgunum og afskriftum á 34 milljörðum króna vegna kaupa á búvélum í góðærinu n Helmingur sauðfjárbænda betur settur á atvinnuleysisbótum n Búgrein að verulegu leyti á framfæri skattgreiðenda Búnaðarþing sett í gær Styrkirtilsauðfjárbænda eruekkiundir4milljörðumkrónaááriþegaralltertalið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.