Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2011, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2011, Qupperneq 18
18 | Umræða 7. mars 2011 Mánudagur „Maður er ekkert að fara til út- landa til þess að lesa biblíuna.“ n Jón Hilmar Hallgrímsson, eða Jón stóri, um ferð sína til Þýskalands þar sem hann eyðilagði hótelherbergi og lyftu. – DV.is „Mér finnst þessi ummæli ófor- svaranleg, óháð því hvort þau koma frá kennara eða einhverjum öðrum.“ n Katrín Jakobsdóttir menntamála- ráðherra um ummæli menntaskólakenn- arans Baldurs Hermannssonar. – DV „Við erum fjölskyldu- klúbbur fyrst og fremst, ekki glæpasamtök.“ n Einar „Boom“ Marteinsson, formaður MC Iceland-mótorhjólaklúbbs- ins. Lögreglan hefur lýst yfir áhyggjum af klúbbnum og hugsanlegri þátttöku hans í undirheimaátökum. – DV „Svo lengi sem þú ert líkamlega hraustur og andlega heilbrigður og jákvæður þá er þetta auðvitað það flottasta og skemmtilegasta sem hægt er að hugsa sér.“ n Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens um bleyjuskipti en hann á von á öðru barni í haust. – DV.is „Þar sem ég má ekki gera óhóflegar kröfur um að þú segir satt frá (sjá greinar- gerð) þá vil ég ekki tjá mig um þínar spurningar.“ n Jón Ásgeir Jóhannesson í tölvupósti þar sem hann svarar spurningum Svavars Halldórssonar. – DV.is Sjúkdómsvæðing morða Þ remur dögum eftir að fjöl- skylda Hannesar Þórs Helgasonar horfði upp á morðingja hans sýknaðan af kröfu um refsingu vegna geð- veilu, frétti hún af morðingjanum á gangi á Selfossi. Hann var á leið á hárgreiðslustofu. Margir hafa viljað fara gætilega að þeim sem fremja manndráp, og helst ekki segja nafn þeirra í fjöl- miðlum. Guðrún Sesselja Arnar- dóttir, lögmaður Gunnars Rún- ars Sigurþórssonar, vildi koma í veg fyrir að fólk fengi upplýsingar um málið. Hún reyndi fyrir dómi að fá þinghaldinu lokað, svo eng- inn gæti fylgst með réttarhöldun- um. Þetta átti að gera til að vernda friðhelgi einkalífs morðingjans. Um leið og hann var handtekinn barst hótun frá Guðrúnu Sesselju um málshöfðanir gegn fjölmiðlum vegna þess að sagt var frá handtöku hans. Þegar hann mætti svo loksins fyrir dóm, varð fjölskylda fórnar- lambsins þess áskynja að hann var ekki handjárnaður eins og reglur kveða á um. Allt virtist reynt til að lágmarka óþægindi morðingjans af afleiðingum morðsins. Á end- anum lauk réttarhöldunum með niðurstöðu, sem setti morðingj- ann sjálfan í hlutverk fórnarlambs eigin veikinda. Niðurstaðan var að í þá mörgu mánuði sem hann skipulagði morðið hefði hann ekki ráðið gjörðum sínum vegna geð- rofs og „ástaræðis“. Hann þótti of hættulegur fyrir Litla-Hraun og var dæmdur til meðferðar við veik- indunum í óskilgreindan tíma. Dómurinn birtist á vef Héraðs- dóms Reykjaness, án þess að hann hefði birst á dagskrá dómsins eins og venja er. Þar hefur nafn morð- ingjans verið afmáð, væntanlega til að vernda friðhelgi einkalífs hans. Nafn fórnarlambsins og aðstand- enda hans er hins vegar ekki fjar- lægt. Samfélag okkar verður ekkert heilbrigðara ef það verður nánast bannað að ræða um morð, önnur en þau sem sýnd eru í bíómynd- um. Það er hluti af því að viðhalda gildismati okkar og siðferði að ræða um alvarleg brot gegn sið- ferði og lögum og líta ekki einfald- lega á þau sem kerfisbundin mál sem fara í sinn reglubundna far- veg. Morð eru ekki einkamál kerf- isins eða morðingjans. Yfirlæknirinn á Sogni lýsti því yfir í samtali við DV að honum væri brugðið vegna umræðunnar um að Gunnar Rúnar hefði farið í bæjar- ferð skömmu eftir dóminn. Hann sagði ferðir sem þessar nauðsyn- legar í bataferlinu. En sá sem frem- ur morð er ekki eins og hver annar sjúklingur. Undanfarin ár hefur sífellt fleira í hegðun manna verið sjúkdómsvætt. Það sama virðist gilda um morð. Það er ekki hægt að líta á morðingja og segja að hann sé heilbrigður. Eitt- hvað er að þeim sem fremur slíkan verknað. Hins vegar ber að varast hliðarverkanir af sjúkdómsvæðingu morða og manngæsku gagnvart morðingjum á grundvelli veikinda þeirra. Sjúkdómsvæðingin má ekki leiða til firringar á siðferði, réttlæti og réttmætum tilfinningum. Fólk sem er rænt ástvini sættir sig ekki við að morðingi fái lyf og sé settur í slopp. Það er ekki nóg. Við viljum væntanlega á endan- um að morðingjar og aðrir glæpa- menn verði virkir þjóðfélagsþegnar að nýju, upp að því marki sem hægt er. En hagsmunir fórnarlambsins og fjölskyldunnar og samfélagsins eiga að standa ofar hagsmunum morð- ingjans. Ísköld rökhyggja gagnvart morðum er siðferðislega ótæk. Það er lágmarkskrafa að beðið sé með bæjarferðir morðingja þar til lengra er liðið frá dómnum. Manngæska okkar gagnvart morðingjum má ekki vera á kostnað fjölskyldu hins myrta. Leiðari Hvað varð um vorið? „Vorið var bara ótímabær hugmynd fólks með ranghug- myndir,“ segir Sig- urður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur, betur þekktur sem Siggi stormur. Vorveður var í lofti lungann úr febrúarmánuði og bjartsýnustu menn töldu jafnvel að vorið hefði komið snemma í ár. Svo var þó ekki og dæmigert vetrarveður hefur ríkt á landinu síðustu daga. Spurningin Bókstaflega Jón Trausti Reynisson ritstjóri skrifar„Allt virtist reynt til að lágmarka óþægindi morðingjans. Björgólfur Thor og Skúli n Kaup eignarhaldsfélags Skúla Mogensen, Samherja og fleiri aðila á MP banka fyrir fimm milljarða króna hafa vakið mikla athygli. Félag Skúla, Títan, á að vera stærsti hluthaf- inn. Ástæðan er meðal annars sú að menn spyrja hvaðan Skúli fái fjármagnið sem hann mun leggja í viðskiptin. Skúli, sem er einna frægastur fyrir að vera annar af mönnunum á bak við ævintýrafyrirtækið OZ, dúkkar allt í einu upp og tekur þátt í að kaupa íslenskan banka fyrir milljarða króna. Ein skýring sem nefnd hefur verið til sögunnar er að einhver fjár- sterkur aðili standi á bak við Skúla. Sá sem hvað oftast er nefndur til sögunnar er Björgólfur Thor Björ- gólfsson, en tengsl hans og Skúla ná nokkuð langt aftur í tímann og hafa þeir brallað ýmislegt saman, meðal annars í tengslum við OZ. Tengslin við Pálma n Aukin umsvif Björns Inga Hrafns- sonar, útgefanda Pressunnar, hafa ekki farið fram hjá neinum upp á síðkastið. Björn Ingi hefur stofnað nýjar vefsíður, opnað kynlífshjálp- artækjaverslun á netinu, keypt vefmiðilinn Eyjuna og fengið til liðs við sig nýtt starfsfólk. Spyrja menn sig nú hvaðan Björn Ingi fái fjármuni til að auka umsvif sín. Ýmsir hafa verið nefndir til sögunnar sem hugsanlegir fjárfestar í fjölmiðlaveldi Björns Inga en fyrir höfðu Bakkabræður og Róbert Wessmann fjárfest í Pressunni hans meðal annarra. Á það hefur til að mynda verið bent að tengsl Björns Inga við Pálma Haraldsson hafi verið með þeim hætti í gegnum tíðina að líklegt sé að þeir séu að minnsta kosti á talfæti. Þannig hefur verið rætt um að Pálmi hafi stutt við bakið á Birni Inga þegar hann starfaði á sviði stjórnmálanna og að sama skapi átt þátt í því að ráða Björn Inga inn á ritstjórn Fréttablaðsins við takmarkaðar undirtektir annarra starfsmanna á sínum tíma. Súrrealískt viðtal n Viðtal Sveppa og Audda á Stöð 2 við Jón Ásgeir Jóhannesson síðast- liðinn föstudag var súrrealískt. Jón Ásgeir hefur ekki gefið fjölmiðlum færi á mörgum viðtölum við sig eftir hrunið. Á föstudaginn steig Jón Ásgeir hins vegar fram og fór í viðtal í grínþætti þar sem spyrlarnir höfðu hvorki þekkingu né áhuga á viðskiptasögu hans og því var engin hætta á því að hann þyrfti að svara erfiðum spurningum. Þeir spurðu meðal annars hvort Jón Ásgeir væri ekki búinn að missa Bónus, hvort hann hefði ekki átt banka og annað álíka kjánalegt. Viðtalið skilaði því engu öðru en bjánahrolli hjá áhorfandanum sem velti því fyrir sér af hverju Jón Ásgeir fór í viðtalið og einnig af hverju Sveppi og Auddi vildu fá hann í þátt sinn. Sandkorn TRYGGVAGÖTU 11, 101 REYKJAVÍK Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is Ritstjórnarfulltrúi: Jóhann Hauksson, johann@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: Ásgeir Jónsson, asgeir@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. F orvirk rannsóknarúrræði“ er fyrirsögn greinar sem Eiríkur Bergmann skrifar í DV síðast- liðinn föstudag. Þar segir hann mig, sem innanríkisráðherra, boða auknar rannsóknarheimildir til lög- reglu í þeim mæli „sem Björn Bjarna- son gat aðeins látið sig dreyma um.“ Nú er ég ekki sérfræðingur í draum- förum Björns Bjarnasonar, forvera míns sem ráðherra dómsmála. Hitt veit ég þó að honum var umhugað um að efla rannsóknarheimildir lög- reglu gagnvart glæpahópum og vor- um við um það sammála. Það sem um var deilt á sínum tíma – og er það rétt hjá Eiríki Bergmann að þar fór ég framarlega í flokki – var hvernig slík- um heimildum skyldi háttað, hve um- fangsmikil rannsóknarstarfsemi ætti að vera og á hvaða forsendum. Glæpir en ekki stjórnmálaandóf Þannig vildi ég ekki að slíkar rann- sóknarheimildir næðu til stjórnmála- starfsemi og grasrótarhópa, held- ur yrðu þær takmarkaðar við hreina glæpastarfsemi samkvæmt hefð- bundnum málskilningi okkar. Læt ég Björn Bjarnason um að standa fyrir sínu máli, ef hann svo kýs, en ég þá fyrir mínu. Erlendar leyniþjónustur hafa margar hverjar heimild til að fylgjast með einstakl- ingum og hópum ef þeir eru taldir ógna öryggi ríkisins eða vera líkleg- ir til að skaða samfélag sitt. Hugtakið forvirk rannsóknarúrræði miðast þá við það að koma í veg fyrir að skað- anum verði valdið. Dómsúrskurður er ekki reglan og fara leyniþjónust- urnar sínu fram – stundum þó með þinglegu eftirliti. Allur gangur er þó á þessu og eru rannsóknarheimildir og eftirlit með ýmsu móti í þeim ríkjum sem við helst berum okkur saman við. Íslenska leiðin Sú leið sem íslenska lögreglan óskar að fara og ég hef veitt minn stuðn- ing er að útvíkka rannsóknarheim- ildir lögreglu, t.d. þannig að lög- reglan geti rannsakað starsfemi skipulagðra glæpahópa, en ekki aðeins einstaklinga. Milli mín og lögreglu er hins vegar samhljómur um – og er það lykilatriði – að slíkar heimildir skuli ekki veita nema að uppkveðnum dómsúrskurði. Breyt- ingin er sú að færa má hópa sem vit- að er að stunda alvarlegt glæpsam- legt atferli undir eftirlit. Þar erum við að tala um glæpi á borð við eit- urlyfjasölu, mansal, peningaþvætti, fjárkúgun – og síðan líkamsmeið- ingar og annað ofbeldi sem haft er í frammi til að ná sínu fram. Varnaðarorð Eiríks Berg- manns og annarra sama sinnis eru mikilvæg og fer fjarri að ég vilji gera lítið úr þeim. En Eiríkur sem aðrir verða að fara rétt með. Það er mis- skilningur hjá honum að ég hafi breytt viðhorfum mínum í grund- vallaratriðum varðandi réttarvernd og lýðræðislegt aðhald þegar rann- sóknarheimildir lögreglu eru ann- ars vegar. Það hef ég ekki gert. Það breytir því ekki að skilningur minn á þörfum lögreglu til að fá aukin úr- ræði til að glíma við ofbeldishópa er annar og meiri en áður enda hefur þróunin orðið slík að ástæða er til. Til varnar frelsinu „Á öllum tímum eru til öfl sem vilja reita frelsið af okkur,“ skrifar Eirík- ur Bergmann réttilega í fyrrnefndri DV-grein. Og áfram bendir hann réttilega á að iðulega hafi hryðju- verkaógn verið notuð í þessum vafasama tilgangi. En síðan gerir Eiríkur því skóna að á sama hátt sé „vörn gegn fjölþjóðlegum glæpa- gengjum“ notuð til að „reita frels- ið af okkur“. Nú ríði á að „standa í lappirnar gagnvart eftirlitsáráttu stjórnvalda.“ Hér fer Eiríkur Berg- mann villur vegar hvað áform ís- lenskra stjórnvalda áhrærir. Í sam- félagi okkar er fjöldi fólks sem ekki getur um frjálst höfuð strokið vegna yfirgangs ofbeldismanna. Það er skylda okkar að rísa upp til varnar frelsi þessa fólks. Út á það gengur okkar starf. Burt með ofbeldið Þörf er á því að efla samfélagið allt til varnar gegn ofbeldismönnum og að í sameiningu gerum við átak til að hrista ofbeldisfólk af hönd- um okkar. Annað veifið fáum við í gegnum fjölmiðla innsýn í ljótan heim glæpa og ofbeldis. Umræðan um þessi mál á Alþingi, í fjölmiðl- um og í samfélaginu almennt ber vott um einhug til þess að gert verði stórátak í þessu efni. Ríkisstjórnin ákvað í lok síðustu viku að veita við- bótarfjármagni inn í þetta átak og fyrir dyrum stendur að breyta lög- um til að auðvelda lögreglunni líf- ið í sinni erfiðu glímu við ofbeldið. Það þarf enginn að hafa áhyggj- ur af því að ég sé ekki meðvitaður um hve vandasamt verkið er og þá ekki síst hvað varðar allt það sem snýr að lagarammanum. Sá rammi þarf að vera traustur og þess eðlis að hann þoli mismunandi einstakl- inga við stjórnvölinn á öllum stig- um. Með frelsi – gegn ofbeldi Kjallari Ögmundur Jónasson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.