Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2011, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2011, Page 22
22 | Úttekt 7. mars 2011 Mánudagur Þ að hefur heldur betur gust- að um Carlos Irwin Este- vez undanfarið. Ekki er fyr- ir að þakka afrekum hans á leiksviðinu heldur vafasömum hótel partíum, nánum félagsskap við klámleikkonur, ítrekuðum meðferð- um vegna fíkniefna- og áfengisnotk- unar og stórum orðum sem hann hefur viðhaft um höfund þáttanna Two and a Half Men. Carlos Irwin Estévez, Charlie Sheen, er í stuttu máli það sem flestir myndu kalla vandræðagepil og mikið vatn hef- ur runnið til sjávar síðan hann vakti verðskuldaða athygli fyrir frammi- stöðu sína í mynd Olivers Stone, Plat- oon, árið 1986. En við nánari athug- un er Charlie Sheen ekki alslæmur eins og drepið verður á síðar í grein- inni. Uppruni og bernska Charlie Sheen fæddist 3. september 1965 í New York-borg og var gef- ið nafnið Carlos Irwin Estévez. Fað- ir hans, Martin Sheen, nú fræg- ur leikari, var þá að stíga nánast sín fyrstu skref í leiklistinni í sýningum á Broadway. Janet Sheen, móðir Charl- ies, var fyrrverandi listanemi og hafði hitt Martin skömmu eftir að hann flutti til Manhattan. Char lie á þrjú alsystkin, Emilio, Renée og Ramon Estevez, sem öll urðu leikarar. Charlie Sheen sýndi starfi föður síns áhuga strax á unga aldri og árið 1974, þá níu ára að aldri, fékk hann smáhlutverk í mynd sem pabbi hans lék í, The Execution of Private Slovik. Einnig brá honum fyrir í myndinni Apocalypse Now. Myndin var tek- in á Filippseyjum 1977 og litlu mátti muna að faðir hans færi yfir móð- una miklu þegar hann fékk alvarlegt hjartaáfall. Slæmt gengi í skóla Leiklist og hafnabolti áttu hug hans allan þegar hann var í Santa Mon- ica-framhaldsskólanum. Á meðal vina hans á þeim tíma voru leikar- arnir Rob Lowe og Sean Penn og framleiddi hann með þeim nokkrar áhugamannakvikmyndir. Einnig sýndi Charlie einhverja hæfileika í hafnabolta og áhugi hans og geta í íþróttinni áttu síðar eftir að setja mark sitt á nokkrar mynda hans en innan skólastofunnar var aðra sögu að segja. Charlie átti í mesta basli við að fá þokkalegar einkunnir og nokkrum vikum fyrir væntanlega útskrift var Charlie vísað úr skóla vegna lélegra einkunna og bágrar mætingar. Í kjölfarið lagði Charlie hart að sér til að fá hlutverk í kvikmyndum en ferillinn fór hægt af stað og fyrsta stóra hlutverkið sem féll honum í skaut var í myndinni Red Dawn árið 1984. Í kjölfar þess komu smáhlut- verk í sjónvarpsmyndum og öðru því sem litla athygli vakti. Oliver Stone og stóra tækifærið Árið 1986 hljóp heldur betur á snær- ið hjá Charlie Sheen þegar hann landaði hlutverki í stórmynd Olivers Stone, Platoon. Charlie fékk afbragðs dóma fyrir túlkun sína á ungum hermanni í viðjum siðferðislegrar kreppu í stríðinu í Víetnam. Frammistaða Charlies og vel- gengni Platoon leiddi til þess að Oli- ver Stone bauð Charlie aðalhlutverk í sinni næstu mynd, Wall Street, þar sem hann og faðir hans leiddu sam- an hesta sína og myndin sló í gegn hjá kvikmyndahúsagestum. Nú skyldi hamra járnið meðan það var heitt og Oliver Stone ámálg- aði það við Charlie að hann léki aðalhlutverk í næstu mynd sinni, Born on the Fourth of July. En það átti ekki eftir að ganga eftir; Tom Cruise hreppti hnossið og í stað þess að Oliver tilkynnti Charlie það var það Emilio, bróðir Charlies, sem flutti honum tíðindin. Olli það ósætti á milli Olivers Stone og Charlies og hafa þeir ekki unnið saman síðan. Fátt er svo með öllu illt – eða hvað? En Charlie var ekki af baki dott- inn nema síður væri og ósætti hans og Stones varð ekki til að skaða fer- il hans. Síðla níunda áratugarins og snemma þess tíunda treysti Charlie sig í sessi sem einn vinsælasti leikari ungu kynslóðarinnar með myndum á borð við Young Guns 1988, Major League 1989 og Hot Shots! 1991. En svo virtist sem heilladísirnar hefðu snúið við honum baki og undir miðjan tíunda áratuginn virtist sem Charlie væri heillum horfinn, bæði í einkalífinu og leiklistinni. Þá þegar hafði Charlie komist í kynni við með- ferðarstofnun vegna eiturlyfjafíkn- ar og getið sér orðspor fyrir að vera kvennaflagari og partígaur. Í ljósi vitnisburðar sem hann gaf árið 1995 við réttarhöld yfir hóru- mömmunni Heidi Fleiss í Holly- wood var orðspor hans á rökum reist því hann viðurkenndi að hafa eytt um 50.000 bandaríkjadölum, um 5,9 milljónum króna, í 27 kaupakon- ur Heidi, sem hver tók 2.500 banda- ríkjadali, um 300 þúsund krónur, fyr- ir næturlangan félagsskap. Á þeim tíma var hann kvæntur fyrirsætunni Donnu Peele en það hjónaband varð skammlíft. Charlie brotlendir Vegferð Charlies niður í hyldýpið hélt áfram árið 1996 þegar fyrrver- andi kærasta hans, Brittany Ash land, sakaði hann um líkamlegt ofbeldi. Charlie var síðar ákærður fyrir minni háttar brot og mótmælti ekki og fékk eins árs dóm skilorðsbundinn til tveggja ára. Einnig var honum gert að greiða 2.800 dala sekt, rúmlega and- virði einnar nætur með vændiskon- um Heidi Fleiss. Botninum, á þessum tíma, náði Charlie í maí 1998 þegar hann var lagður inn á sjúkrahús í Kaliforníu eftir að hafa nánast drepið sig á of stórum eiturlyfjaskammti. Síðar í sama mánuði var honum skipað að fara aftur á meðferðarstofnun- ina sem hann hafði áður verið á, en reyndar yfirgefið eftir einn dag. Eðli málsins samkvæmt beið leik- listarferill Charlies hnekki á þessum tíma og á meðal þeirra mynda sem hann lék í um þetta leyti og kolféllu voru The Arrival 1996 og Shadow Conspiracy 1997. En allt tekur enda og þegar 20. öldin rann sitt skeið lauk lánleysi Charlies – í bili. Batnandi manni er best að lifa Charlie Sheen heilsaði nýrri öld alls- gáður og var fenginn til að taka við af Michael J. Fox í sjónvarpsþátta- röðinni Spin City. Þrátt fyrir að hann tæki aðeins þátt í tveimur seríum vakti frammistaða hans hrifningu framkvæmdastjóra CBS-sjónvarps- stöðvarinnar. Þeir voru, þegar þar var komið sögu, 2003, að leita að ein- hverri stjörnu sem gæti borið uppi gamanþátt. Two and a Half Men varð lyftistöngin sem Charlie þurfti en í henni lék hann óábyrgan kvenna- flagara sem nýtur lífsins þangað til frændi hans knýr dyra. Einnig virtist sem einkalíf Charlies væri á uppleið, en árið 2002 kvæntist hann leikkonunni Denise Richards sem hann hafði kynnst þegar þau léku saman í myndinni Good Advice árið 2001. Þau eignuðust dóttur árið 2004 og innan skamms varð Denise barnshafandi að nýju. Þrátt fyrir að allt virtist slétt og fellt á yfirborðinu var ljóst að stöðugleiki var ekki eitt af því sem Charlie hafði tileinkað sér. Í mars 2005 fór Denise fram á skiln- að vegna óásættanlegs ágreinings og tók skilnaðurinn gildi 2006. Gamli Charlie vaknar Charlie kvæntist sinni þriðju konu, fasteignafjárfestinum Brooke Muell- er, í maí 2008 og eignuðust þau tví- bura í mars ári síðar. En hjónabands- sælan entist ekki lengi frekar en fyrri daginn og 25. desember 2009 var Char lie handtekinn. Hann var kærð- ur fyrir heimilisofbeldi, þar á meðal annarrar gráðu líkamsárás, gagnvart Brooke. Charlie var sleppt úr fangelsi gegn 8.500 dala tryggingu og þann 8. febrúar var hann formlega ákærð- ur fyrir ofbeldi af ýmsum toga. Þann 2. ágúst játaði Charlie sig sekan um minni háttar afbrot og fékk sam- kvæmt samningi við saksóknara- embættið felld niður önnur ákæru- atriði. Samkvæmt frétt Associated Press var Charlie Sheen aukinheldur dæmdur til „30 daga vistar á endur- hæfingarstofnun, 30 daga skilorðs og 36 daga meðferðar í reiðistjórnun“ og má ekki eiga skotvopn það sem eftir er ævinnar. Í febrúar 2010 tilkynnti Charlie að hann myndi taka sér hlé frá þátt- unum Two and a Half Men og inn- ritast sjálfviljugur á meðferðarstofn- un. Mánuði seinna var tilkynnt að í bígerð væri að hann myndi yfirgefa stofnunina og taka upp þráðinn þar sem frá var horfið í þáttunum. Charl- ie skrifaði undir samning um tveggja ára vinnu við þættina gegn 1,8 millj- óna dala, um 209 milljóna króna, greiðslu fyrir hvern þátt. Í vafasömum félagsskap Þann 26. október í fyrra var Charlie Sheen fjarlægður með lögregluvaldi af Plaza-hótelinu í New York. Charlie Sheen var, og er enn, kvæntur Brooke Mueller þegar þar var komið sögu en það kom ekki í veg fyrir að hann væri þar í félagsskap fylgdardömu að nafni Capri Anderson. Þegar upp var staðið hafði Charlie valdið 7.000 dala tjóni á hótelsvítu og viðurkenndi að hann hefði neytt bæði áfengis og kókaíns. Farið var með fjörkálfinn á sjúkrahús, þar sem hann gekkst undir rann- sóknir og var síðan útskrifaður. En sagan var ekki öll því Capri full- yrti að hann hefði tekið hana kverka- taki meðan á öllum djöfulganginum stóð. Lögfræðingur Charlies vísaði fullyrðingunni til föðurhúsanna og sagði að um væri að ræða „óskamm- feilna tilraun til að hagnast á frægð hans“. Sjálfur virtist Charlie vera svell- kaldur þegar hann tjáði sig um mál- ið í fréttaþættinum Extra: „Ef einhver náungi á eina slæma nótt verða allir bilaðir og eru með óðagot. Ég er ekki með óðagot.“ Charlie Sheen sótti um skilnað frá Brooke Mueller nokkrum dögum eft- ir hina afdrifaríku skemmtun í svít- n Leikarinn Charlie Sheen er í ólgusjó n Hefur verið í og úr meðferð n Sækir stíft í villt partí og vafasaman félagsskap n Gælunöfnin Vélin og Skemmtunar-Charlie virðast eiga vel við hann n Óvissa um framtíð Two and a Half Men n Leikarinn krefst um milljón dala launahækkunar Búinn að missa Börnin, konurnar og vinnuna Barnapían og klámstjarnan Bree Olson er önnur tveggja „gyðja“ sem Charlie býr með nú um stundir. Mynd GLenn FranCiS, www.PaCiFiCPrOdiGiTaL.COM Kacey Jordan Klámmyndaleikkonan Kacey hefur nýtt sín stuttu kynni af Charlie til hins ítrasta. Mynd GLenn FranCiS, www.PaCiFiCPrOdiGiTaL.COM „en svo virtist sem heilladísirnar hefðu snúið við honum baki og undir miðjan tíunda áratuginn virtist sem Charlie væri heillum horfinn, bæði í einkalífinu og leiklistinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.